Morgunblaðið - 23.01.1994, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 23.01.1994, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1994 eftir Kristínu Marju Baldursdóttur FIMM manna fjölskylda þarf að hafa um kr. 150 þúsund í ráðstöfunartekjur á mánuði til að geta framfleytt sér, samkvæmt útreikningi Vigdísar Stefánsdóttur, sem haldið hefur búreikninga um árabil. Er þá reiknað með ýtrustu sparsemi, til dæmis er ekki gert ráð fyrir að fjölskyldan veikist að ráði, þurfi gleraugu eða tannréttingar, né veiti sér þann munað að fara í sumarfrí. Ekki er heldur gert ráð fyrir gjöfum, afmælis- eða fermingarveislum, ekki gert ráð fyrir að hjónin fari i bíó, leikhús eða á dansleiki, og því síður að þau reyki eða drekki áfengi. Að vísu er reiknað með að þau veiti börnunum þann munað að vera í tónlistarnámi og íþróttum. Til að mæta þessum útgjöldum þyrfti fjölskyldan að hafa um kr. 240 þúsund í heildartekjur á mánuði. •igdís Stefánsdóttir hefur áður sagt frá því í viðtali hér á Morgunblaðinu hvernig lifa má sparlega og gaf meðal annars uppskrift af brauði sem nú mun vera bakað eftir víðsvegar um landið. Vigdís hefur um árabil haldið nákvæma búreikn- inga og hefur lengi velt því fyrir sér hvað það kostar í raun að lifa. Með hliðsjón af eigin heimilisrekstri, upplýsingurrí frá einstaklingum, stofnunum og fyrirtækjum, tók hún saman búreikning fyrir fimm manna fjölskyldu. Heildarútgjöldum var deilt niður á tólf mánuði til að menn gætu betur áttað sig á kostnaði hinna ýmsu liða. Gerði hún ráð fyrir hjónum með þijú börn á aldrinum fjögurra, níu og sextán ára. Þau búa í eigin fjögurra herbergja íbúð í blokk í Reykjavík og aka á fimm ára gamalli Lödu. Yngsta barnið er í leikskóla í fimm tíma á dag, og tvö eldri börnin í grunnskóla og í framhaldsskóla. Húsnæði oo heimili Þegar búreikningar þessarar ímynduðu ijölskyldu eru skoðaðir, vekur það athygli hversu heildarupphæðin er há sem fjölskyldan þarf að hafa til umráða til að geta framfleytt sér, það er að segja ef laun verkamanna og opinberra starfsmanna hér á landi eru höfð i huga, en engu að síður vekur það eftirtekt hversu sparsöm fjölskyldan er. En hvemig fór Vigdís að því að fá ofangreindar tölur? „Þetta er mjög hófsöm og sparsöm fjölskylda,“ segir Vigdís. „í sambandi Morgunblaðið/Júlíus við húsnæðið aflaði ég mér upplýsinga hjá Fasteignamati ríkisins. Það telst ekki mikið að skulda um þijár milljónir í húsbréfum og öðrum lánum í fjögurra herbergja íbúð og þá eru mánaðargreiðslur um 25 þúsund krónur á mánuði. Fasteignagjöld og tryggingar eru um kr. 44.400 á ári, viðhald húsnæðis, málning og fleira getur numið allt að kr. 36.000 á ári og algengt er að fólk greiði um kr. 24.000 þúsund á ári í hússjóð.“ - Þú reiknar með að fólk greiði kr. 36.000 í húsmuni, viðhald og endurnýjun, hvernig færðu þá útkomu? „Oft þarf að endumýja rúm og önnur húsgögn í barnaherbergjum, kaupa gardínur eða rúmfatnað, heimilisáhöld og tæki, gera við þvottavél eða jafnvel kaupa nýja, og þá er þetta nú ekki orðin há upphæð.“ Til að komast að því hvað eðlilegt sé að nota af heitu vatni og rafmagni á ársgrundvelli hafði Vigdís samband við Hitaveitu Reykjavíkur og Rafmagnsveituna og deildi síðan þeirri upphæð sem húnfékk niðurál2 mánuði. Fjölskyldan fer með kr. 27.600 í hita á ári Hófsöm oo sparsöm fimm fjölskylda barf að liafa um kr. 150.000 í ráöstöfunarteki- ur á mánuði til að geta mætt helstu kostnaðarliðum sé miðað við 500 tonn, og fyrir 4.500 kílóvattstundir á ári greiðir hún kr. 31.200 í rafmagn. Af síma er greitt þriðja hvern mánuð og gerir Vigdís ráð fyrir að reikningurinn sé um kr. 3.000 í hvert sinn. Afnotagjöld sjónvarps era síðan kr. 2.000 ámánuði. Biíreið Bifreiðin sem fjölskyldan ekur er fímm ára gömul Lada Samara, og af henni þarf að borga tryggingar og bílaskatt og borga bensín og viðhald. Samanlagður kostnaður við bílinn á ári er kr. 153.600 og er þá ekki reiknað með neinum afföllum. „Ég fékk upplýsingar hjá Bifreiðatryggingum ríkisins og Bifreiðum og landbúnaðarvélum í sambandi við rekstrarkostnað Lödunnar,“ segir Vigdís. „Bifreiðatrygging með góðum bónus er um kr. 36.000 á ári, bifreiðagjöld til ríkisins um kr. 9.600 og bensín á bílinn, sé honum ekið hóflega, kostar um kr. 72.000 á ári. Gert er ráð fyrir að skipt sé um dekk tvisvar á'ári, að ný dekk séu keypt annað hvert ár og að bíllinn sé smurður og skipt um olíu á honum tvisvar á ári. Einnig er reiknað með minniháttar viðgerðum og samanlagt gerir þetta um kr. 36.000 krónur á ári.“ Vigdís reiknar auk þess með fargjöldum hjá SVR, einu grænu korti á mánuði og það gerir kr. 34.800 á ári. Matur Fjölskyldan fer með kr. 46.000 í matvörur á mánuði, þar af kr. 6.000 í nesti. Er það raunhæf upphæð og við hvað er miðað? „Upphæðin þykir líklega lág, en þetta er sú upphæð sem ég fer með í mat fyrir fimm til sex manna fjölskyldu á mánuði,“ segir Vigdís. „Til að halda matarreikningi niðri þarf tvennt til, að skrifa niður hjá sér hvað keypt er til að gera sér grein fyrir því í hvað peningarnir fara og að gera áætlun um innkaup og matseðil fyrir mánuðinn. Vinkona mín lækkaði matarreikninginn hjá sér um kr. 20 þúsund á mánuði með slíkum aðgerðum, þannig að það er allt hægt í þessum efnum. Hvað nestið snertir geri ég ráð fyrir því að grunnskólabamið kaupi sér djúsmiða í skólanum, en tíu miðar kosta kr. 450 og duga þeir oftast í viku þegar barnið er bæði fyrir og eftir hádegi í skólanum. Hjá framhaldsskólanemanum reikna ég með að þessi kostnaður sé tvöfaldur því þau hafa sjaldnar með sér mjólk og smurt brauð að heiman." - Nú fer hver og einn í fjölskyldunni með kr. 36 þúsund á ári í fatnað. Er það ekki full lítið þegar reiknað er með útigöllum, skófatnaði, jólafötum, skólafötum og kápu á frúna sem kostar oft um 30 þúsund krónur? - Kápan verður að duga í minnst fimm ár. Sjálfsagt er þessi upphæð of lág. En það er gert ráð fyrir að hvert bam fái utanyfirfatnað annað hvert ár og að allur fatnaður sem keyptur er sé mjög ódýr.“ Skólaganga Læknis- og lyfjakostnaður er um kr. 12.000 á ári fyrir alla fjölskylduna og er því Ijóst að almenn hreysti ríkir á heimilinu. Tannlæknakostnaður á ári er kr. 24.000 fyrir alla, svo að segja má að sælgæti sé ekki oft um hönd haft. - Þú reiknar með dijúgum kostnaði í skólagöngu barnanna, eða I | ) I ) ) ) ) ) \ )

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.