Morgunblaðið - 23.01.1994, Side 25
24
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JANUAR 1994
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1994
25
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk- á mánuði
innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Skylduaðild að líf-
eyrissjóðum
Verzlunarráð íslands efndi til
fundar fyrir nokkrum' dög-
um, þar sem kynnt var skýrsla
um málefni lífeyrissjóða, sem
unnið hefur verið að um skeið. í
skýrslunni er m.a. fjallað um
skylduaðild að lífeyrissjóðum. í
tengslum við skýrsluna var lagt
fram lögfræðiálit Jónasar Fr.
Jónssonar, lögfræðings Verzlun-
arráðsins, þar sem hann færir rök
fyrir því, að skylduaðild að lífeyr-
issjóðum sé brot á Mannréttinda-
sáttmála Evrópu og stjómarskrá
íslands.
Að fenginni reynslu hljóta
menn að taka alvarlega ábend-
ingar um hugsanleg brot á mann-
réttindasáttmálanum en hvað
sem því líður eru rökin fyrir því,
að fólk hafi fijálst val um það í
hvaða lífeyrissjóði það er augljós.
Raunar er það fyrirkomulag, sem
nú ríkir óþolandi fyrir launþega.
Fólki verður æ betur ljóst hve
miklu máli skiptir að búa í haginn
fyrir þann tíma, þegar starfsferli
lýkur og við tekur það tímabil
ævinnar, þegar afkomán byggist
á lífeyrisréttindum, sem safnað
hefur verið upp á löngum tíma.
í þeim efnum ríkti lengst af eitt-
hvert mesta misrétti í íslenzku
samfélagi. Áratugum saman
bjuggu opinberir starfsmenn við
verðtryggð lífeyriskjör á sama
tíma og almennir launþegar
horfðu á lífeyri sinn brenna upp
á báli verðbólgunnar. Sú kynslóð,
sem hefur tekið við lífeyri úr al-
mennum lífeyrissjóðum undan-
fama áratugi hefur farið mjög
illa út úr sínum lifeyrismálum.
Sú kynslóð, sem nú er að komast
á eftirlaun úr almennum lífeyrís-
sjóðum býr við skárri kjör en
ekki viðunandi lífseyriskjör. Þótt
misrétti hafi þannig um áratuga-
skeið verið mikið á milli opin-
berra starfsmanna og almennra
launþega er það þó mest, sem
snýr að fámennum hópi æðstu
embættismanna og stjómmála-
manna, sem hafa safnað ótrúlega
háum lífeyrisréttindum með því
að fara á milli starfa í stjórnkerf-
inu og semja um sérstök lífeyris-
kjör á hveijum stað. Er löngu
tímabært að taka sérstaklega á
þeim þætti málsins enda fárán-
legt að byggja upp kerfí, sem
tryggir þessum hópi manna líf-
eyri, sem getur numið ótrúlegum
fjárhæðum. Þeir sem borga eru
að sjálfsögðu almenningur í land-
inu á einn eða annan veg.
Almennir launþegar hafa hins
vegar ekki frelsi til þess að
ákveða hvemig þeir telja hag sín-
um bezt borgið. Það er ákveðið
fyrir þá í samningum stéttarfé-
laga og vinnuveitenda í hvaða
lífeyrissjóði þeir skuli vera. Það
skiptir engu máli, þótt hægt sé
að færa efnisleg rök fyrir því,
að hagstæðara sé að greiða í
annan lífeyrissjóð. Það er óheim-
ilt. Þetta er fráleitt kerfi.
Það er vel hægt að hlusta á
rök þeirra sem segja, að nauðsyn-
legt sé að skylda launþega til
þess að vera í lífeyrissjóðum. Og
það er jafnvel hægt að virða að
einhveiju marki rök þeirra, sem
halda því fram, að nauðsynlegt
sé að skylda launþega til þess
að vera í hinum almennu lífeyris-
sjóðum, þótt þeir kaupi sér við-
bótarréttindi í hinum svonefndu
séreignarsjóðum, sem mtt hafa
sér til rúms undanfarin ár. En
það em engin efnisleg rök fyrir
því, að þótt launþegi sé skyldaður
til að vera í lífeyrissjóði geti hann
ekki ráðið því sjálfur í hvaða líf-
eyrissjóði.
Það á að vera á valdi hvers
einstaklings að taka ákvörðun
um það, hvar hann telur hag sín-
um bezt borgið. Hafí hann ekki
trú á lífeyrissjóði síns stéttarfé-
lags á hann að geta tekið ákvörð-
un um að færa sig í annan lífeyr-
issjóð að eigin vali. Það em ekki
frambærileg rök að einhveijir
aðrir, forystumenn í stéttarfélagi
og atvinnulífí eða stjómarmenn
í einstökum lífeyrissjóðum séu
hæfari til þess að taka þessar
ákvarðanir en launþegar sjálfír.
Lífeyrisréttur í lífeyrissjóði er
eign, sem einstaklingur hefur
safnað upp með greiðslum úr eig-
in vasa og með samningum við
vinnuveitanda sinn um greiðslur
í lífeyrissjóð. Greiðslur atvinnu-
rekenda í lífeyrissjóði em hluti
af starfskjöram viðkomandi
starfsmanns. Þeirri eign, sem
þannig verður til með sparnaði á
launþegi að geta ráðstafað sjálf-
ur, þ.e. hvar hún sé bezt geymd.
Lífeyrisþegar sem komnir e_ru á
eftirlaun lifa ekki á röksemdum
forystumanna stéttarféjaga og
lífeyrissjóðanna um hið gagn-
stæða. Þeir lifa á þeim réttindum,
sem þeir hafa aflað sér og það
er hægt að færa rök að því með
tilvísun til tiltekinna lífeyrissjóða i
að hagstæðara sé að vera í einum
en öðmm.
Hér eru of miklir hagsmunir í
húfí til þess að hægt sé að láta
kyrrt liggja. Þess vegna er fagn-
aðarefnj, að Verzlunarráð íslands
hefur tekið þetta mál til umfjöll-
unar. Vonandi verður því fylgt
eftir. Það ér ekki endilega nauð-
synlegt að allar helztu umbætur
í íslenzku þjóðfélagi verði vegna
samninga, sem við höfum gerzt
aðilar að á alþjóðavettvangi.
yfír smámunum.
í skáldskap er einatt meiri raun-
vemleiki en lífinu í kringum okkur
einsog við sjáum það. Alltaf fund-
ust mér samskipti Bem og Ljósvík-
ingsins eitthvað undarleg, þessi
dýrlega eða óraunvemlega ástar-
saga, þangaðtil ég gerði mér grein
fyrir slíkri sögu úr lífinu sjálfu og
upplifði efnið einsog hvern annan
veruleika sem ég þekkti.
Aðalpersóna Stendhals, Julien
Sorel, er í raun ekkert sérstaklega
merkileg á neinn hátt og lítt til
afreka fallin utan svefnherbergis-
veggjanna. Hann hefur vart þá
þyngd sem þarf til að snúa öllu
þessu fólki á ömggri braut um per-
sónu hans. Sonur trésmiðsins ein-
sog hann er kallaður hafði ekki á
þessum tíma þá stöðu sem hann
gerir kröfu til þótt kennari sé, því
borgararnir vom enn ekki svo fastir
í sessi að yfirstéttin hefði ekki sín
áhrif einsog fram kemur í sögunni.
En metnaður Juliens verður þó eins-
konar eyðandi afl í sögunni og leið-
ir til ógæfu; þó einkum eigin ógæfu.
Aðrar persónur sögunnar eru
afturámóti jafn sannfærandi og
Madame Bovary og samfélag henn-
ar. En þessar tvær söguhetur, Juli-
en Sorel og Madame Bovary, eiga
þann eld sameiginlegan sem öllu
tortímir; ástina.
M
(meira næsta sunnudag)
2STEINGRÍMUR
•Thorsteinson
segir réttilega ást sé
fædd og alin blind.
Ef marka má upp-
haíssögur franskrar
skáldsagnahefðar á
síðustu öld, Rauða og svarta eftir
Stendhal og Madame Bovary eftir
Flaubert, er ástin það afl sem öllu
stjómar í lífí mannsins. Og það er
ekki heiglum hent að lifá hana af.
í þessum tveimur skáldsögum er
raunar þannig um hana fjallað og
af slíkri ástríðu og skáldlegri innlif-
un, að það hefði verið óþarfi að
skrifa fleiri verk um þetta
eftirlætisviðfangsefni flestra skáld-
sagnahöfunda, hvortsem þeir heita
Tolstoj eða Hamsun. Við höfum
aðvísu kynnzt þessari ástríðu í fom-
um sögum okkar, ekkisízt Gunn-
laugs sögu og Gísla sögu, og vitum
ástin getur tortímt ekkisíður en
hatrið. En kannski er of mikið úr
því gert í þessum áleitnu skáldverk-
umj ég veit það ekki.
Ástkonan sem Julien Sorel í
Rauðum og svörtum hefur sýnt
banatilræði, gift kona og margföld
móðir, segir við hann þarsem hann
situr í fangaklefanum og bíður
dauða síns... Jafnvel eftir að þú
hefur skotið á mig tveimur skot-
um... á ég ekkert handa þér nema
ást... Ég ber til þín tilfinningar sem
einungis ættu að beinast að guði
og eru samblánd af
virðingu, ást og
hlýðni. Og hún sárbið-
ur fangann sækja um
náðun. Það gerir hann
ekki. Andspænis
dauðanum er hann
hamingjusamur. Madame de Rénal
hefur heimsótt hann í fangelsið.
Það er í þessa guðdómlegu ást
sem höfundur sækir harmsefni sitt.
Og guð Voltaires svarar með fallöx-
inni. Kornungur er Julien orðinn
hundleiður á lífínu og vill deyja;
vill taka út refsingu sínaj vill ganga
úr skugga um hvort guð er líkari
Voltaire eða páfanum. Já, það örlar
jafnvel á forvitni þama í dýfliss-
unni(!) Og svo getur ástkonan lifað
■áfram til að fyrirgefa honum tilræð-
ið; þessi aleina kona á okkar guðs-
voluðu jörð. Og samt vantar ekki
aðrar konur í þessa ítarlegu úttekt
á fólki og þjóðfélagi. Ef við grípum
niður í nokkrar setningar sjáum við
hve manneskjan og umhverfí henn-
ar hafa lítið breytzt frá því Stend-
hal mótaði þessa veröld í huga sín-
um: ... Ef hún hefur gaman af að
saéra fólk, sýnir það að hún er
óhamingjusöm... Ef við fremjum
glæp eigum við að gera það með
ánægju... Ég sé ekkert í Frakklandi
nema hégóma... Sérhver fyrir sjálf-
an sig í þessari eyðimörk eigingirn-
innar sem kölluð er mannlíf... Fólk
talar lágt í París og æsir sig ekki
HELGI
spjall
+
UM NÆSTU HELGI
fer fram prófkjör með-
al Sjálfstæðismanna í
Reykjavík um skipan
framboðslista flokks-
ins í borgarstjórnar-
kosningunum í vor.
Að mörgu leyti má
segja, að prófkjörsbaráttan hafí farið ró-
lega fram, hingað til a.m.k. Að vísu er
augljóst, að einstaka frambjóðendur veija
umtalsverðum fjármunum í þessa baráttu
og nýjungar hafa komið fram í prófkjörinu
nú á borð við þá að efna til málsverða í
fjáröflunarskyni, sem þekkt er í Bandaríkj-
unum en ekki hér. Fátt hefur gerzt, sem
getur skaðað Sjálfstæðisflokkinn í kosn-
ingabaráttunni sjálfri í vetur og vor en
auðvitað á eftir að koma í ljós, hver niður-
staða prófkjörsins verður og hvernig ein-
stakir frambjóðendur taka þeirri niður-
stöðu.
Allt bendir nú til, að Sjálfstæðisflokkur-
inn standi frammi fyrir nýrri stöðu í borg-
arstjórnarkosningunum. Minnihlutaflokk-
arnir í borgarstjórn hafa komið sér saman
um að bjóða fram sameiginlega lista með
tilgreindu borgarstjóraefni. Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur ekki áður staðið frammi
fyrir slíku framboði í borgarstjórnarkosn-
ingum, þótt Alþýðuflokkur og Kommúni-
staflokkur íslands hafí boðið fram sameig-
inlega til bæjarstjórnar fyrir meira en
hálfri öld. Sjálfstæðisflokkurinn hefur
stundum haldið meirihluta sínum í borgar-
stjórn Reykjavíkur, þótt flokkurinn hafí
ekki fengið meirihluta atkvæða, vegna
þess að atkvæðadreifing á milli minni-
hlutaflokkanna hefur verið Sjálfstæðis-
flokknum hagstæð. Sameiginlegt framboð
minnihlutaflokkanna útilokar slíkt hag-
ræði fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Þá hefur það jafnan verið styrkur fyrir
Sjálfstæðisflokkinn, að kjósendum hefur
verið Ijóst, að þeir væm að kjósa samhent-
an lista og yfírlýst borgarstjóraefni. Nú
fer ekki á milli mála, að minnihlutaflokk-
arnir hafa ákveðið að mæta þessum styrk-
leika Sjálfstæðisflokksins með því að út-
nefna fyrirfram borgarstjóraefni og að
þessu sinni úr röðum stjórnmálamanna en
ekki með því að tilnefna borgarstjóra utan
þeirra raða eins og þeir gerðu 1978.
Þegar af þessum tveimur ástæðum, þ.e.
að minnihlutaflokkarnir hyggjast bjóða
fram sameiginlegan lista og tilnefna borg-
arstjóraefni úr röðum stjómmálamanna,
er sýnt, að vígstaðan í borgarstjómarkosn-
ingunum í vor verður allt önnur en hún
hefur áður verið. Sjálfstæðismenn, sem
hafa varið þetta höfuðvígi sitt áratugum
saman og aðeins misst meirihlutann í eitt
skipti standa nú frammi fyrir nýjum og
erfiðari aðstæðum en áður.
Því fer þó fjarri, að allt sé neikvætt í
þessum efnum fyrir Sjálfstæðismenn í
Reykjavík. Nú þegar er komið í ljós, að
sameiginlegt framboð vinstri manna í
borgarstjómarkosningum kallar fram
aukna samheldni meðal Sjálfstæðismanna.
Hið sameiginlega framboð hefur einnig
kveikt nýjan baráttuhug í bijóstum fjöl-
margra Sjálfstæðismanna, sem eiga að
baki langt og mikið starf innan flokksins
en hafa dregið sig í hlé frá virku flokks-
starfí að langmestu leyti. Ekki fer á milli
mála, að þessar stríðsreyndu baráttusveit-
ir hyggjast láta til sín taka á nýjan leik.
Þar kemur til lífsreynsla og þroski, sem
hinir yngri Sjálfstæðismenn hafa gott af
að kynnast í daglegri baráttu í kosningun-
um.
Það skiptir miklu máli, að Sjálfstæðis-
menn í borgarstjóm Reykjavíkur gangi til
þeirrar kosningabaráttu, sem framundan
er með því hugarfari, að við erfiðan and-
stæðing er að etja. Við þessar aðstæður
duga ekki gömul slagorð og gamlar bar-
áttuaðferðir, sem fyrr á ámm reyndust
vel. Nútíma fjölmiðlun hefur gjörbreytt
öllum starfsskilyrðum stjórnmálaflokk-
anna. Sú tíð er liðin að þeir hafí misjafnan
aðgang að fjölmiðlum. í grófum dráttum
má segja, að þeir hafí mjög áþekkan að-
gang að fjölmiðlum. Eitt af því, sem skipt-
ir máli er hvemig frambjóðendur og for-
ystumenn umgangast fjölmiðla. Augljóst
er að stjómmálamaður, sem er ekki að-
gengilegur fyrir fjölmiðla er ekki mikið í
fjölmiðlum. Með sama hætti em þeir
stjórnmálamenn mikið í fjölmiðlum, sem
hafa aðlagað sig starfsháttum fjölmiðl-
anna. Erlendis miða stjómmálamenn
blaðamannafundi eða yfírlýsingar við að
ná fréttatímum sjónvarpsstöðva eða prent-
unartíma dagblaða. Það dugar heldur ekki
fyrir stjórnmálamenn að móðgast við
fjölmiðla og tala ekki við þá. Yfírleitt er
hægt að fá þær upplýsingar, sem eftir er
leitað annars staðar. Að sumu leyti hafa
Sjálfstæðismenn átt erfítt með að laga sig
að breyttum aðstæðum í fjölmiðlaheimin-
um vegna þess, að þeir hafa verið góðu
vanir. I borgarstjórnarkosningunum mun
reyna mjög á þessa aðlögunarhæfni.
Kosningar
vinnast á
málefnum
KJARNI MÁLSINS
er þó sá, að þessar
borgarstjómar-
kosningar vinnast
fyrst og fremst á
málefnum. Kjós-
endur em ekki jafn flokkshollir og áður
var. Þeir flakka mikið á milli flokka, ekki
sízt hinn stóri kjósendahópur á höfuðborg-
arsvæðinu. Þeir munu fylgjast grannt með
því á hvaða málefni framboðslistamir
leggja áherzlu. Þar þarf að vanda vel til
verka.
Aðstæður í landsmálum em erfíðar.
Ekki er við öðm að búast eftir fimm ára
samfellt samdráttartímabil í efnahags- og
atvinnumálum. Sjálfstæðisflokkurinn hef-
ur verið í forystu landsstjómar frá því
vorið 1991 og þurft að hafa fmmkvæði
um margar óvinsælar ráðstafanir, sem
hafa komið þungt niður á fólki. Það má
teljast til.afreka út af fyrir sig, að Sjálf-
stæðisflokkurinn standi ekki verr í skoð-
anakönnunum en raun ber vitni.
Fengin reynsla sýnir hins vegar, að
Sjálfstæðisflokkurinn á undir högg að
sækja í borgarstjómarkosningum, þegar
illa árar í landsmálum. Þetta kom í ljós í
borgarstjómarkosningunum 1970, sem
vom fyrstu kosningar, sem gengið var til
eftir kreppuna miklu 1967-1969. Sjálf-
stæðisflokkurinn hélt velli en naumlega.
Staðan í landsmálum hafði áreiðanlega
úrslitaáhrif á niðurstöðu borgarstjómar-
kosninganna 1978, þegar ríkisstjórn undir
forystu Sjálfstæðisflokksins hafði átt í
harðri baráttu við verkalýðshreyfinguna
um aðgerðir til þess að stöðva óðaverðbólg-
una, sem þá geisaði.
í kosningabaráttunni nú þarf Sjálfstæð-
isflokkurinn að leggja áherzlu á málefni,
sem liggja þungt á fólki í Reykjavík um
þessar mundir. Atvinnuástand er erfítt.
Afkoma fólks er af þeim sökum erfíð.
Álagið á fjölskyldur er því meira en ella.
Þörfín fyrir tekjur beggja foreldra er mikil
í bammörgum fjölskyldum og þá um leið
krafan um dagvistun bama á viðráðanlegu
verði. Um leið og krafan um menntun á
vinnumarkaðnum verður stöðugt meiri
leggja foreldrar vaxandi áherzlu á fjöl-
þætta menntun bama sinna frá unga
ialdri. í fyrsta lagi er fólk gagnrýnna á
iskólakerfíð og gerir meiri kröfur til þess
og sættir sig ekki við lélega kennslu eða
lélega skóla. í öðm lagi fjölgar þeim stöð-
;ugt,. sem samhliða reglubundnu gmnn-
kkólanámi og framhaldsskólanámi stunda
tónlistarnám eða annars konar nám. Á
sama tíma og fregnir berast af vaxandi
afbrotum unglinga, fíkniefnaneyzlu ungl-
inga og ungs fólks leggja foreldrar aukna
áherzlu á að tryggja bömum sínum að-
gang að heilbrigðu tómstundastarfí og þá
ekki sízt á vegum íþróttafélaganna, sem
kallar á auknar kröfur um starfsaðstöðu
þeirra.
Á síðasta áratug, þegar mikil velmegun
ríkti í þjóðfélaginu og uppsveifla í efna-
hagslífinu, lögðu Sjálfstæðismenn áherzlu
á stórframkvæmdir, sem setja svip á borg-
ina. Á þessum áratug eru aðstæður aðrar
og þess vegna nauðsynlegt að leggja
áherzlu á annars konar málefni, sem snerta
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 22. janúar
Morgunblaðið/Þorkell
beint daglegt líf fólks á erfíðum tímum.
Hið pólitíska andrúm er allt annað á þess-
um áratug en hinum síðasta. Kreppan
hefur breytt gildismati fólks. Það, sem
áður skipti höfuðmáli skiptir Iitlu nú, þeg-
ar fólk hefur kynnzt krappari kjöram og
jafnvel langvarandi atvinnuleysi. Að loknu
prófkjörinu, sem fram fer um næstu helgi
þurfa Sjálfstæðismenn í borgarstjóm
Reykjavíkur að snúa sér að málefnaundir-
búningi vegna borgarstjórnarkosninganna.
Úrslit kosninganna munu ráðast mjög af
því, að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík
leggi áherzlu á málefni, sem em í takt við
tíðaranda þessa áratugar.
FYRIR NOKKRUM
dögum var frá því
skýrt, að Seðla-
verðstöður bankinn teldi, að
miðað við óbreyttar
aðstæður mundi lánskjaravísitalan hækka
um 0,33% á næstu 12 mánuðum. Þetta
þýðir, að hér verður á þessu ári nánast
engin verðbólga, ef mælt er á mælikvarða
lánskjaravísitölu. Þessu ástandi var lýst
hér í Morgunblaðinu sl. fimmtudag með
því skemmtilega orði verðstöður, sem orða-
nefnd hagfræðinga er að vísu ekki sam-
mála um að henti til þess að lýsa þessum
nýju viðhorfum í íslenzku efnahagslífí.
Erfítt er þó að sjá ástæðu þess-og mun
Morgunblaðið halda sig við þetta orð.
Fýrir áratug eða á árinu 1983 hækkaði
Iánskjaravísitalan um 79%. í því felst að
ef einstaklingur eða fyrirtæki tók eina
milljón að láni í ársbyijun 1983 var hún
orðin að einni milljón sjö hundmð og níu-
tíu þúsund krónum í lok þess árs! Gangi
spá Seðlabanka eftir mun einnar milljón
króna lán, sem einstaklingur eða fyrirtæki
Verðbólga og
tekur í byijun þessa árs nema einni milljón
og þijú þúsund og þijú hundruð krónum
í lok ársins. Þegar menn rifja upp, að verð-
trygging launa var afnumin með lögum á
miðju ári 1983 er auðvitað ljóst, þegar
horft er til baka, að þjóðin hefur búið við
fáheyrt fjármálakerfí á síðasta áratug og
engin furða að einstaklingar og fyrirtæki
hafí unnvörpum orðið gjaldþrota. Þar að
auki fímmfölduðust raunvextir á nokkmm
missemm. Það má svo vel vera, að önnur
leið hafí ekki verið fær til þess að bijóta
á bak aftur þá óðaverðbólgu, sem hér
hafði ríkt í einn áratug, þegar komið var
fram á árið 1983 og ekkert lát var á. En
fórnarkostnaður er mikill.
Þær tvær tölur, sem hér hafa verið
nefndar, segja mikla sögu. Þær undirstrika
hversu mikilvægt það er að halda þeim
stöðugleika í verðlagi, sem við búum við.
Þær sýna að það getur verið mesta kjara-
bótin fyrir launþega í landinu að halda
óbreyttum launum jafnvel ámm saman og
fá raunvemlegar kjarabætur í formi lækk-
andi skatta eftir því, sem efnahagslífíð
réttir við og verðlækkana í kjölfar þátttöku
í EES og vaxandi samkeppni.
Það ætti að vera aðal markmið allra
stjórnmálaflokka og hagsmunasamtaka á
vinnumarkaði, ekki síður verkalýðshreyf-
ingar en vinnuveitenda að halda þessum
stöðugleika. I raun og veru ætti lífs-
reynsla okkar á síðasta áratug og kynni
okkar af núverandi ástandi að hafa sömu
áhrif á sálarlíf íslendinga og óðaverðbólg-
an í Þýzkalandi á dögum Weimarlýðveldis-
ins hafði á Þjóðveija: aldrei aftur óðaverð-
bólgu! Aldrei aftur verðbólgu, hveiju nafni
sem hún nefnist.
Eftir að Þjóðveijar höfðu ekið um með
peningaseðla í hjólbörum einhvern tíma
hefur verið þjóðarsamstaða um að halda
verðbólgunni niðri. Sumir halda því fram,
að þýzka þjóðin sé heltekin af því að koma
í veg fyrir verðbólgu. Þegar við íslending-
ar höfum annars vegar kynnzt efnahags-
kerfí, sem leiðir til 79% hækkunar láns-
kjaravísitölu á einu ári og hins vegar efna-
hagskerfí, sem leiðir til 0,33% hækkunar
sömu vísitölu, ættum við að verða heltekn-
ir af því að halda núverandi ástandi og
gera það að höfuðmarkmiði í efnahags-
stefnu okkar að upplifa aldrei aftur hið
fyrra ástand.
Forsendan fyrir því, að hér ríki verðstöð-
ur á þessu ári er sú, að laun haldist óbreytt
og gengi haldist óbreytt. Það eru auðvitað
engin tilefni til launahækkana og gengis-
fellingar til þess að rétta við stöðu fyrir-
tækja í sjávarútvegi sæta vaxandi gagn-
rýni meðal annars frá sjávarútvegsmönn-
um sjálfum. Þess vegna er full ástæða til
að ætla, að spá Seðlabankans geti staðizt.
Svipað ástand ríkir nú víða um lönd og
auðvitað er það ein af ástæðunum fyrir
því, að við höfum náð þessum árangri.
Nú er búizt við að verðstöður ríki næstu
misserin beggja vegna Atlantshafsins og
jafnvel verðhjöðnun að einhveiju leyti.
Fyrirtæki á Vesturlöndum leggja nú
áherzlu á að aðlaga sig þessum breyttu
aðstæðum. Það gera einstaklingar líka.
Við þessar aðstæður skilar hagræðing í
fyrirtækjarekstri margföldum árangri. Það
er tímabært að hefja umræður um það
hér á íslandi hvaða tækifæri eru fólgin í
núverandi ástandi fyrir fólk og fyrirtæki.
Á tímum óðaverðbólgu lærðu Islendingar
smátt og smátt að lifa með verðbólgunni.
Getum við fótað okkur á tímum verð-
staðna?
„Hið pólitíska
andrúm er allt
annað á þessum
áratug en hinum
síðasta. Kreppan
hefur breytt gild-
ismati fólks. Það,
sem áður skipti
höfuðmáli skiptir
litlu nú, þegar
fólk hefur kynnzt
krappari kjörum
og jafnvel lang-
varandi atvinnu-
leysi...Urslit kosn-
inganna munu
ráðast mjög af
því, að Sjálfstæð-
isflokkurinn í
Reykjavík leggi
áherzlu á málefni,
sem eru í takt við
tíðaranda þessa
áratugar.“