Morgunblaðið - 23.01.1994, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNA/RAÐ/SMA
SUNNUDAGUR 23. JANUAR 1994
jha m A / \s—\/P/K /X—x A D
Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs
Reyklaus vinnustaður
Ljósmæður -
afleysingar
Ljósmæður óskast til afleysingastarfa við
fæðingadeild sjúkrahússins frá 15. apríl
1994. Fæðingadeildin er blönduð fæðinga-
og kvensjúkdómadeild með 8 rúmum.
Nánari upplýsingar gefa Sólveig Þórðardótt-
ir, deildarstjóri, eða Erna Björnsdóttir, hjúkr-
unarforstjóri, í síma 92-20500.
Leikskólar Reykjavíkurborgar
Fóstrur eða fólk með uppeldismenntun
óskast til starfa á neðangreinda leikskóla:
í fullt starf:
Fálkaborg v/Fálkabakka, s. 78230.
í hálft starf e.h.:
Álftaborg v/Safamýri, s. 812488.
Njálsborg v/Njálsgötu, s. 14860.
Vesturborg v/Hagamel, s. 22438.
Ægisborg v/Ægisíðu, s. 14810.
I hálft starf f.h.
Sæborg v/Starhaga, s. 623664.
Þá vantar í hlutastarf við stuðning á leikskólann
Vesturborg v/Hagamel, s. 22438.
Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leik-
skólastjórar.
Dagvist barna,
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277.
Hugbúnaðar-
tæknimaður
Stór þjónustuaðili á fjármálasviði í Reykja-
vík vill ráða hugbúnaðartæknimann með
þekkingu á stöðluðum notendahugbúnaði,
netstýrikerfum og UNIX-umhverfi.
Starfið felst m.a. í uppsetningum, umsjón
með vinnsluumhverfi og ráðgjöf við notendur.
Farið verður með allar umsóknir í trúnaði.
Umsóknir, er tilgreini aldur, menntun og fyrri
störf, sendist skrifstofu okkar fyrir 28. janúar.
Guðnt Tónsson
RÁÐC JÖF & RÁÐNIN CARÞJÓN Ll STA
TIARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22
Viðskiptafræðingur
Innflutnings- og smásölufyrirtæki óskar að
ráða viðskiptafræðing til starfa. í starfinu
felst vinna við bókhald og uppgjör, stjórnun
á skrifstofu og þátttaka í fjármálastjórnun.
Leitað er að viðskiptafræðingi með nokkra
starfsreynslu. Þekking á bókhaldi og uppgjör-
um er skilyrði og reynsla á því sviði æskileg.
Viðkomandi þarf að vera reiðubúinn til að
takast á við krefjandi starf í síbreytilegu
umhverfi.
Umsóknir með upplýsingum um aldur,
menntun, fyrri störf og meðmælendum ef
mögulegt, sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir
föstudaginn 28. janúar merktar: „I - 3888“.
Öllum umsóknum verður svarað.
Viltii fbra
I eitt ár
Bandaríkjanna?
Kynntu þér þá hvers
vegnafleiri ungmenni
hafafarið með okkur til
Bandaríkjanna en með
nokkrum öðrum
samtökum á íslandi.
Síðastliðin 4 ár hafa á fimmta hundrað
íslensk ungmenni farið með AuPAIR
Vistaskipti & Nám til Bandaríkjanna.
Og ekki að ástæðulausu þar sem engin
önnur samtök bjóða eins góða, örugga
og ódýra þjónustu.
Við undirbúum þig vel fyrir utanför
og sjáum um að útvega öll nauðsynleg
skjöl og áritanir sem þú þarft á að
halda til að vera fullkomlega lögleg(ur)
í Bandaríkjunum.
Einnig skiptir miklu máli að dvelja
hjá fjölskyldu sem hentar þér vel.
Engin önnur samtök hafa jafn
fullkomið kerfi við þennan mikilvæga
þátt og við.
Vegna hins mikla fjölda íslenskra
ungmenna sem fer á okkar vegum
getum við ein samtaka boðið þér fríar
ferðir, ekki aðeins til ogfrá Banda-
ríkjunum heldur einnig innan þeirra.
Eitt ár sem au pairex ógleymanleg
reynsla sem þú býrð að alla ævi.
Ef þú ert á aldrinum 18-25 ára,
reykir ekki og hefur áhuga á að gerast
au pair í Bandaríkjunum í eitt ár hafðu
þá samband eða líttu við og við veitum
þér allar nánari upplýsingar.
AuPAIR
VISTASKIPTI & NÁM
ÞÓRSGATA 26 101 REYKJAVÍK SÍMI91-6223 62 FAX 91-629662
SAMSTARFSFYRIRTÆKIAUPAIR HOMESTAY USA SEM TILHEYRIR SAMTÖKUNUM
WORLD LEARNING INC. STOFNUD ÁRID 1932
UNDIR NAFNINU THE U.S. EXPERIMENTININTERNATIONAL LIVING.
ÞAU ERU EIN AF ELSTU SAMTÖKUM A SVIDIALÞJÓDA MENNINGARSAMSKIPTA
IHEIMINUM SEM EKKIERU REKIN IHAGNADARSKYNI
OG STARFA MED LEYFIBANDARÍSKRA STJÚRNVALDA.
$júltrahúsið í Húsavfk s.f.
Framkvæmdastjóri
Sjúkrahúsið Húsavík sf. auglýsir hér með
stöðu framkvæmdastjóra Sjúkrahússins og
Heilsugæslustöðvarinnar á Húsavík lausa til
umsóknar.
Æskilegt vær að umsækjandi hefði reynslu
í stjórnun.
Umsóknarfrestur er til 28. febrúar 1994.
Umsóknir sendist til formanns sjúkrahúss-
stjórnar, Hilmars Þorvaldssonar, Baldurs-
brekku 15, 640 Húsavík.
Upplýsingar um starfið veitir Ólafur Erlends-
son, framkvæmdastjóri, sími 96-41333.
atftftHIIlIRItllL eR811!ilnt&a iinmiiAie! 1 BGI1I1I11’!I llllþiiiiimiii ■flr el ?.!?!!!!!!!
Frá Háskóla Islands
Starf fulltrúa við námsbraut í hjúkrunarfræði
í Háskóla íslands er laust. Góðrar íslensku-
og enskukunnáttu er krafist, auk þess sem
reynsla af tölvum (Macintosh) er nauðsyn-
leg. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið
störf sem fyrst. Laun skv. kjarasamningi
opinberra starfsmanna. Upplýsingar um
starfið veitir Guðlaug Vilbogadóttir, skrif-
stofustjóri, milli kl. 11 og 12 í síma 694961.
Umsókn er greini frá menntun, aldri og fyrri
störfum sendist til Háskóla íslands, starfs-
mannasviðs, Suðurgötu, 101 Reykjavík, fyrir
18. febrúar.
FJÓROUNGSSJÚKRAHÚSIO
A AKUREYRI
Sérfræðingur
í skurðlækningum
Laus er til umsóknar staða sérfræðings í
almennum skurðlækningum við handlækn-
ingadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akur-
eyri. Umsækjandi þarf að hafa góða reynslu
í þvagfæraskurðlækningum.
Nánari upplýsingar veitir Shree Datye, yfir-
læknir.
Umsóknir sendist á þar til gerðum eyðublöð-
um til framkvæmdastjóra sjúkrahússins fyrir
15. mars nk.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri,
sími 96-30100.
Skrifstofa
- AFS-
AFS á íslandi óskar að ráða starfskraft í
nýtt og fjölbreytt starf.
Starfið felst í almennum skrifstofustörfum
ásamt fjölbreyttum verkefnum með sjálf-
boðaliðum.
Um er að ræða 1/2 starf e.h. en fullt starf
tímabilið júní-ágúst.
Leitað er að sjálfstæðum einstaklingi með
góða samstarfshæfileika og ritvinnslukunnáttu.
Nánari upplýsingar veitir Auður Bjarnadóttir
hjá Ráðgarði frá kl. 9-12.
Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til
Ráðgarðs merktar: „AFS“ fyrir 29. janúar nk.
RÁÐGAiæURhf.
STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF
NÓATÚN 17 105 REYKJAVÍK SÍMI 686688