Morgunblaðið - 23.01.1994, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 23.01.1994, Qupperneq 36
36 mörgunblÁðið ATVIMWA/^ÆWfó^^'u 23.jÁNUÁR;1994„ , ATVINNU Ai K ÝSINGAR Nýr leikskóli í byrjun apríl tekur til starfa nýr fjögurra deilda leikskóli við Miklaholt í Hafnarfirði. Starfsfólk óskast til starfa við leikskólann í eftirfarandi störf: Yfirfóstra í 100% starf. Deildarfóstrur, fóstrur eða annað uppeldis- menntað starfsfólk. Matráður í 100% starf, auk aðstoðar í eldhús. Upplýsingar um störfin gefa leikskólastjóri, Laufey Ósk Kristófersdóttir og ieikskólafull- trúi í síma 53444. Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði. Rannsóknamaður f jarðf ræði Hafrannsóknastofnunin auglýsir eftir rann- sóknamanni í jarðfræði sem fyrst. Starfið felst í gagnasöfnun á sjó og landi og úr- vinnslu gagna. Leitað er að starfsmanni sem er vanur að vinna við tölvur og/eða hefur einhverja stærðfræðimenntun. Um er að ræða tímabundna ráðningu í 6 mánuði. Nánari upplýsingar um starfið veitir Kjartan Thors í síma 20240. Umsóknarfrestur er til 4. febrúar. Hafrannsóknastofnunin, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík. Sími20240. Frá Háskóla íslands Stofnun í erlendum tungumálum við Háskóla íslands auglýsir laust til umsóknar starf framkvæmdastjóra stofnunarinnar. Um er að ræða 50% starf, laun samkvæmt launa- kerfi Háskóla íslands. Framkvæmdastjóri vinnur sjálfstætt í samvinnu við stjórn stofn- unarinnar að málefnum hennar, svo sem fjár- reiðum, kynningarmálum, funda- og ráð- stefnuhaldi. Hann annast jafnframt þýðinga- miðlun. Umsóknir, með upplýsingum um náms- og starfsferil, sendist skrifstofu heimspekideild- ar Háskóla íslands fyrir 1. febrúar nk. Skipstjóri Yfirvélstjóri Óskum að ráða vanan skipstjóra á skuttog- ara, sem veiðir undir erlendum fána. Togar- inn verður gerður út frá íslandi og verður afli flakaður og saltaður um borð. Veiði- svæði verða Svalbarðasvæðið og Barentshaf (Smugan). Við leitum að sjálfstæðum ein- staklingi með góða málakunnáttu. Yfirvélstjóri óskast á sama skip. Vélastærð 1600 kw (Deutz 1987). Við leitum að manni, sem hefur mikla reynslu á sínu sviði og áhuga á meðferð véla. Aðrir skipshafnarmeðlimir óskast einnig, þurfa að vera vanir hver á sínu sviði. Öllum umsóknum svarað og fyllsta trúnaði heitið. Umsóknir leggist inn á auglýsingadeild Mbl., merktar: „T - 4769", fyrir 1. febrúar. Markaðsstjóri Stórt þjónustufyrirtæki í borginni með fjöl- breytta starfsemi óskar að ráða markaðs- stjóra til starfa sem fyrst. Um er að ræða hlutastarf, 50%, vinnutími er samningsatriði. Leitað er að duglegum, kröftugum og sjálfstæð- um einstaklingi, sem hefur reynslu af markaðs- málum. Laun samningsatriði. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun ásamt starfsreynslu sendist skrifstofu okkar fyrir 28. janúar nk. GuðntTónsson RÁÐCJÖF b RÁÐNI NGARÞJÓNUSTA TJARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 SVÆÐISSKRIFSTOFA MÁLEFNA FATLAÐRA VESTFJÖRÐUM Komdu vestur! Þroskaþjálfar!! Því ekki að breyta til og reyna sig á nýjum vettvangi? Á vegum Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra, Vestfjörðum, er nýbúið að opna skrifstofu á Reykhólum. Starfssvið skrifstofunnar er að sinna stuðn- ingi og ráðgjöf við fatlað fólk í Austur-Barða- strandarsýslu. Reykhólar eru í 280 km fjarlægö frá Reykjavík. ( Reykhólahreppi búa 370 manns en helsti þéttbýliskjarninn er á Reykhólum. Þar er öll nauðsynleg þjónusta, s.s. verslanir, skóli, leikskóli, heilsugæsla o.fl. Svæðið er kjörið til útivistar og þar er t.d. að finna eina bestu sund- laug landsins. Nánari upplýsingar gefa Laufey Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu, í síma 94-5224, og Bjarni P. Magnússon, sveitar- stjóri Reykhólahrepps, í síma 93-47880. Umsóknarfrestur er til 28. febrúar 1994. Glaxo GLAXO tók til starfa hér á landi í júlí 1990 og er dótturfyrirtæki GLAXO HOLDINGS Ltd. í Englandi. GLAXO er stærsta lyfjafyrirtæki veraldar með yfir 45 þúsund starfsmenn í 150 löndum. Rannsóknar- og þróunarstarfsemi er megin- viðfangsefni fyrirtækisins og á síðastliðnu ári varði GLAXO hærri upphæð en nokkuð annað lyfjafyrirtæki til rannsókna eða 75 milljörðum króna. Sökum aukinna umsvifa fyrirtækisins auglýs- ir GLAXO á íslandi hf. nú eftir starfsfólki. a) Starfsmaður rannsóknarsviðs (Clinical Research Scientist). Viðkomandi sér um uppsetningu, fram- kvæmd og eftirlit með íslenskum sem og fjöl- þjóða klíniskum rannsóknum í samvinnu við GLAXO Research & Development Ltd og íslenskrar heilbrigðisstéttir. Leitað er eftir starfskrafti með háskólamennt- un á sviði heilbrigðismála, líffræði, lífefnafræði eða sambærilegt. Krafist er góðrar kunnáttu í ensku og a.m.k. einu Norðurlandamáli. b) Lyfjakynnir (Sales representative). Starfið felst í kynningu á vörum fyrirtækisins til heilbrigðisstétta og fræðslustarfsemi af ýmsu tagi. Leitað er eftir röskum og ákveðnum einstakl- ingi með menntun á sviði heilbrigðismála (lyfjafræðingi, hjúkrunarfræðingi eða sam- bæril.). Umsóknir sendist til GLAXO, Pósthólf 10054, 130 Reykjavík, eða skilist á skrifstofuna, Stangarhyl 5, fyrir 1. febrúar nk. Með allar umsóknir verður farið sem fyllsta trúnaðar- mál og öllum umsóknum verður svarað. Tölvuumbrot/- grafísk hönnun Óska eftir vinnu eða verkefnum við tölvuum- brot/grafíska hönnun. Hef 7 ára reynslu og eigin tölvubúnað (Macintosh). Upplýsingar í síma 28039. Framkvæmdastjóri skrifstofu forsætisnefndar Norðurlandaráðs í Stokkhólmi Norðurlandaráð er samstarfsvettvangur þjóðþinga og ríkisstjórna Norðurlanda og sjálfstjórnarsvæðanna Færeyja, Grænlands og Álandseyja. Norðurlandaráð á frumkvæði um norræn samstarfsverkefni og gerir um þau samþykktir sem beint er til ráðherra- nefndar og ríkisstjórna Norðurlanda og held- ur ráðstefnur um mál sem þýðingu hafa fyr- ir norrænt samstarf. Á milli hinna árlegu þinga Norðurlandaráðs leiðir og samræmir forsætisnefnd ráðsins þann hluta samstarfsins sem varðar þjóð- þingin og nýtur við það atbeina skrifstofu forsætisnefndar Norðurlandaráðs í Stokkhólmi, en starfsmenn þar eru 30. Skrifstofan hefur stöðu alþjóðlegrar stofnunar. Danska, norska og sænska eru notuð jöfnum höndum þar. Framkvæmdastjóri skrifstofunnar ber ábyrgð á undirbúningi þeirra mála sem lögð eru fyr- ir forsætisnefnd og kynnir þau á fundum nefndarinnar. Hann annast undirbúning þess alþjóðlega samstarfs sem forsætisnefnd ráðsins á aðild að og undirbýr jafnframt það samráð sem forsætisnefnd hefur við ráð- herranefnd Norðurlanda. Hann er formaður nefndar þeirrar sem í eiga sæti forstöðu- menn landsdeildarskrifstofa Norðurlanda- ráðs en nefndin er til ráðuneytis um undir- búning funda forsætisnefndar. Mikilvægt er að sá sem ráðinn verður geti tekið frum- kvæði um aðgerðir sem til þess eru fallnar að styrkja norrænt þinglegt samstarf eða til þess eru fallnar að styrkja Norðurlönd á Evrópuvettvangi. Umsækjendur skulu hafa háskólamenntun, víðtæka reynslu af stjórn- unarstörfum hjá hinu opinbera eða í atvinnu- lífinu, haldgóða þekkingu á norrænu sam- starfi og á þjóðfélagsháttum á Norðurlönd- um. Auk þess þurfa umsækjendur að eiga auðvelt með að tjá sig munnlega og skriflega. Æskilegt er að umsækjendur hafi þekkingu á stjórnmálastarfi og alþjóðlegu samstarfi. Góð tungumálakunnátta er nauðsynleg. Staðan er laus frá 1. ágúst 1994. Við ráðningar í stöður á skrifstofunni er leit- ast við að gæta jafnréttis milli kynjanna. Um laun og önnur kjör gilda sérstakar norræna reglur. Stöðunni fylgir embættisbústaður. Ráðningartími er fjögur ár. Ríkisstarfsmenn eiga rétt á launalausu leyfi frá störfum vegna starfa hjá Norðurlandaráð. Nánari upplýsingar um stöðuna veita Jo- stein Osnes núverandi framkvæmdastjóri forsætisnefndar, Elín Flygenring forstöðu- maður íslandsdeildar Norðurlandaráðs í síma 630771 og Lene Hjaltason fulltrúi hjá íslandsdeild Norðurlandaráðs í síma 630772. Umsóknum skal beina til forsætisnefndar Norðurlandaráðs (Nordiska rádets presid- ium) og skulu þær sendar til skrifstofu for- sætisnefndar (Nordiska rádets presidiesekr- etariat, Box 19506/Tyrgatan 7, S-10432 Stockholm) og póststimplaðar eigi síðar en 4. febrúar 1994.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.