Morgunblaðið - 23.01.1994, Qupperneq 48
UPPLÝSiNGASÍMI 63 73 00
MORGVNBLADID, KRINGLAN 1, 103 REYKJA VÍK
SÍMl 091100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3010 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85
varða i
i
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK.
Stúlka meiddist eftir árekstur stolins vélsleða og lögreglubíls
Morgunblaðið/Ingvar
ÖKUMAÐUR og farþegi vélsleðans voru fluttir á slysadeild til rannsóknar eftir að ökuferð þeirra
lauk með ákeyrslu við lögreglubíl á gamla þjóðveginum við malarnámið í Kollafirði.
Eftirför
lauk við
Esjuhlíðar
UNG kona meiddist á hné í fyrri-
nótt þegar stolinn vélsleði sem
hún var farþegi á lenti í árekstri
við lögreglubíl á gamla þjóðveg-
inum í grennd við malarnámið
við Kollafjörð. Þetta gerðist etir
að lögreglan hafði um skeið elt
menn á tveimur vélsleðum sem
báðir eru taldir stolnir. Öku-
mennirnir sem báður voru á 19.
ági gistu fangageymslur lög-
reglu í fyrrinótt.
Um klukkan hálftólf barst lög-
reglunni kæra frá bensínstöð Olís
við Gullinbrú um að ökumenn
tveggja vélsleða hefðu látið fylla
tækin af bensíni en ekið á brott
þegar greiða átti fyrir.
Skömmu síðar sáu lögreglumenn
á leið til Mosfellsbæjar til tveggja
vélsleða og sat tvennt á hvorum.
Kom þá í ljós að annar sleðinn var
sá sem tilkynnt hafði verið um og
stolið skömmu áður. Ökumenn
sleðanna sinntu ekki stöðvunar-
merkjum lögreglunnar sem fylgdi
þeim eftir áleiðis að Kollafirði þar
sem öðrum þeirra, þeim sem vitað
var að væri stolinn, var ekið eftir
gamla þjóðveginum við malarná-
mið í Kollafirði upp í hlíðar Esju.
Að sögn lögreglu lögðu lögreglu-
menn bíl á þjóðveginn og þegar
sleðinn kom aftur niður úr fjallinu
um klukkan hálfeitt stóð lögreglu-
maður um 30 metrum framan við
lögreglubílinn og gaf ökumanni
sleðans merki um að stöðva. Að
sögn lögreglu sinnti maðurinn því
ekki heldur jók ferð en tókst ekki
að aka fram hjá lögreglubílnum
heldur rakst sleðinn á framhom
hans og ók þaðan út fyrir veg en
stöðvaðist skömmu síðar. 15 mínút-
um síðar var hinn sleðinn stöðvaður
skammt frá Skálatúni.
Ökumaður sleðans sem ók á lög-
reglubílinn við Esjuna og stúlka
sem sat fyrir aftan hann á sleðan-
um voru flutt á slysadeild með
sjúkrabíl. Eftir skoðun var ökumað-
urinn látinn í vörslu lögreglu sem
setti hann í fangageymslur, en í
ljós kom að stúlkan var meidd á
fæti. Að sögn lögreglu var talið
að hún hefði a.m.k. slitið krossbönd
í hné. Ökumaður sleðans, sem
stöðvaður var við Skálatún, gat
ekki gert grein fyrir hver ætti sleð-
ann. Hann var einnig vistaður í
fangageymslu en stúlka, sem var
farþegi á sleðanum, fékk að fara.
Búvöruiögin
Tvímæli
tekin af
á Alþingi
RÍKISSTJÓRNIN mun leggja
fram frumvarp til breytingar á
búvörulögum, um leið og Al-
þingi kemur saman á morgun.
Breytingin á að tryggja það
réttarástand sem að var stefnt
með breytingu Alþingis á bú-
vörulögunum 21. desember síð-
astliðinn og taka af öll tvímæli
um hver viyi Alþingis sé í því
efni.
Halldór Blöndal landbúnaðar-
ráðherra sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær, að ráðherrar væru
að ganga frá frumvarpinu og að
um það væri full samstaða í ríkis-
stjórninni. Halldór sagði landbún-
aðarráðuneyti og landbúnaðar-
nefnd hafa undirbúið lagabreyting-
una í desember mjög vel og borið
hana undir reynda lögfræðinga.
Álit þeirra hafi verið að lagabreyt-
ingin héldi, hvernig sem dómur
Hæstaréttar gengi í „skinkumál-
inu“. Nú væru uppi efasemdir um
merkingu búvörulaganna og það
einfaldlega gengi ekki.
Útreikninffar Kjararannsóknarnefndar á launaþróun frá árinu 1966
Verkamenn með 800 kr.
hærri laun en fyrir 27 árum
Laun verkakvenna og- iðnaðarmanna hafa hækkað um 20 og 30
Samanburður á heildarlaunum verkakvenna,
verkakarla og iðnaðarmanna 1966-1992
-i—i—i—i—i—i—i—i—i—i—i—i—i—i—i—i—i—i—i—i—i—i—i—i—i—i—i— 40
1966 7 0 75 '80 ’85 ’90 '92
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Helena í Kolsholti III, Sigurbjörg
Eva, 15 mánaða, og Guðjón
Sigurkarl, 4 ára, með Bangsa.
Hundurinn
bjargaði
bænum
Selfossi.
„VIÐ vorum að sjóða hangilqöt
tig fundum ekki reykjarlykt fyrr
en Bangsi kom inn. Hann er ekki
vanur að koma inn en heldur sig
í kjallaranum," sagði Helena Þórð-
ardóttir í Kolsholti III í Villinga-
holtshreppi, sem er timburhús en
þar kom eldur upp í kynditækjum
á föstudagskvöld.
Sigurður Guðjónsson, eiginmaður
Helenu, ætlaði með hundinn aftur
niður í kjallara og varð þá var við
eldinn. Þá var kjallarinn fullur af
reyk. Eldurinn var í kynditækjum
og voru Sigurður og faðir hans Guð-
jóns Sigurðssonar, búnir að slökkva
'teldinn með handslökkvitækjum áður
en slökkvilið kom frá Selfossi.
Helena sagði það væri Bangsa að
þakka að þau urðu nægilega fljótt
vör við eldinn og að ekki fór verr.
Bangsi er lassí-hundur, ættaður frá
Tungu í Gaulveqabæjarhreppi. Hann
er skynsemdarskepna sem getur
meðal annars opnað dyr ef hann viil
svo við hafa. Sig. Jóns.
HEILDARLAUN verkamanna á
höfuðborgarsvæðinu eru ein-
ungis 800 krónum hærri í dag
en þau voru árið 1966 fyrir 27
árum síðan, reiknað á verðlagi
1. ágúst 1993, samkvæmt út-
reikningi Kjararannsóknar-
nefndar. Launin á verðlagi 1993
voru að meðaltali 108.900 krón-
ur árið 1966 og 109.700 krónur
að meðaltali á mánuði árið 1992.
Hins vegar höfðu laun verka-
kvenna á þessu árabili hækkað
að meðaltali um tæpar 20 þús-
und krónur og laun iðnaðar-
manna um tæpar 30 þúsund
krónur. Vinnutími að baki þess-
um launum hefur styst hjá öll-
um þessum stéttum, sýnu mest
hjá verkamönnum. Ef tillit er
tekið til þess hafa kjör verka-
manna batnað um nálægt 20%
en kjör iðnaðarmanna og verka-
kvenna tvöfalt meira.
Heildarmánaðarlaun verkamanna
urðu hæst á þessu árabili á árinu
1974, en þá voru þau 135.400 kr.
og næst hæst urðu þau 1987, kr.
129.500. Lægst urðu launin 1969
kr. 88.800. Vinnutími verkamanna
1966 var tæpar 60 stundir á viku
eða 59,2, en allt til ársins 1972 var
dagvinnutími 44 stundir en ekki 40
eins og nú er algengast. Vikulegur
vinnutími hafði hins vegar styst um
tæpax tíu vinnustundir á viku í 49,4
stundir árið 1992.
Styttri vinnutími
Heildarmánaðarlaun verka-
kvenna voru 63.900 krónur fyrir
27 árum síðan, en voru að meðal-
tali kr. 83.200 árið 1992 eða 19.300
krónum hærri þrátt fyrir að vinnu-
tími verkakvenna hafi styst um 4
klukkustundir á viku á þessu tíma-
bili. Hann var 48 stundir á viku
1966 en var 44 stundir árið 1992.
Launin urðu lægst 1969 kr. 55.400
og hæst 1987 kr. 99.700 krónur.
Heildarmánaðarlaun iðnaðar-
manna á höfuðborgarsvæðinu voru
127.400 kr. 1966, en höfðu hækkað
um tæpar 30 þúsund krónur 1992
og voru 157.100 að meðaltali. Hæst
voru launin 1974 rúmar 176 þúsund
kr. og næst hæst 1987 174.400
krónur. Lægst urðu launin hins veg-
ar 1969 kr. 100.300. Vinnutími iðn-
aðarmanna styttist um rúmar sex
klukkustundir á þessu árabili, fór
54,8 stundum 1966 í 48,7 stundir
1992.
Kjör kvenna batnað um 42%
Ef launabreytingarnar á þessu
árabili eru skoðaðar í prósentum
kemur fram að heildarlaun kvenna
eru 30,2% hærri 1992 en 1966, laun
iðnaðarmanna 23,3% hærri og laun
verkamanna 0,7% hærri. Vinnutíma-
styttingin er mest hjá verkamönnum
16,5%, hjá iðnaðarmönnum 11% og
8,3% hjá konum. Ef þetta tvennt er
tekið saman má áætla að kjör verka-
manna hafi batnað um 20% á þessu
árabili, kjör iðnaðarmanna um tæp
39% og kvenna um 42%.
)úsund á sama árabili
Tangi og H.Þ.
Togararn-
ir kostuðu
21,5 millj.
^ Þórshöfn.
ÚTHAF hf., félag í eigu Hrað-
frystistöðvar Þórshafnar hf.
og Tanga hf. á Vopnafirði
hefur samið um kaup tveggja
kanadískra togara sem koma
til landsins I febrúar. Skipin
kosta bæði 21,5 millj. kr.
Skipin eru systurskip, hvort
um sig 430 tonn að stærð og
53 metrar á lengd. Þau voru
smíðuð árið 1977 og er ástand
þeirra nokkuð gott. Þau verða
botnhreinsuð úti og máluð hérna
heima. Þeim fylgja kassar og
veiðarfæri að einhveiju leyti
þannig að ekki þarf að kosta til
miklu til að þau geti hafið veið-
ar. Skipin, sem eru kvótalaus,
verða á ísfiskveiðum og verður
hluti aflans saltaður. Stærstu
hluthafar að kaupunum eru H.Þ.
og Tangi en auk þeirra koma
nokkrir smærri hluthafar að
þeim. Framkvæmdastjórn Út-
hafs hf. verður hjá Tanga en
skipin verða þjónustuð, hvort frá
sínum stað, Þórshöfn og Vopna-
fírði. Kaupverðið er 385 þúsund
kanadískir dalir eða um 21,5
milljónir íslenskra króna. L.S.