Morgunblaðið - 25.01.1994, Side 48

Morgunblaðið - 25.01.1994, Side 48
wgunftfjtfetfe blteciyd MORGUNBLADID, KRINGLAN 1 103 REYKJA VÍK SlMI C91100. SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRl: HAFNARSTKÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANUAR 1994 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK. Dómaroglaga- safn á tölvudisk Lögfræðingar stofna hlutafélag um útgáfuna í UNDIRBÚNINGI er útgáfa á dómasafni Hæstaréttar og lagasafn- inu á tölvudiskum til sölu á almennum markaði og er stefnt að því að útgáfan geti hafist á þessu ári. Hafa sex lögfræðistofur og nokkr- ir lögfræðingar staðið að stofnun sérstaks hlutafélags um þetta verk- efni og hefur félagið fengið samþykki dómsmálaráðuneytisins til að safna efninu á tölvudisk. Gísli Gíslason hdl. er einn þeirra sem standa að þessu verkefni en hann segist hafa unnið að því í mörg ár að finna leiðir til að koma hæstaréttardómum og lagasafni á tölvutækt form. Ógerningur sé að ætla að rita alla dóma inn á tölvur og bendir hann m.a. á að dóma- 'safn Hæstaréttar frá upphafi sé um 64 þúsund blaðsíður að stærð. Síðastliðið haust fannst hins vegar aðferð til að láta tölvur lesa efnið eða skanna það inn á disk en með þeirri aðferð hefur tekist að færa inn um 1.000 blaðsíður á viku. sagði Gísli að að því loknu væri stefnt að því að færa efnið yfir á geisladisk til almennra nota í eink- atölvum og er gert ráð fyrir að á fyrsta disknum sem kemur á mark- verði 13 nýjustu dómabindi Hæstaréttar. í framtíðinni er stefnt að því að allir hæstaréttar- dómar ásamt lagasafni og fræðirit- um verði tiltækir á tölvudiski en einnig er í undirbúningi að gefnir verði út diskar á þriggja mánaða fresti með nýjustu dómum og laga- breytingum. Gísli sagði að notend- ur ættu að geta haft margvísleg not af disknum þar sem gefist kostur á að kalla m.a. upp einstak- ar lagagreinar ásamt viðkomandi hæstaréttardómum eða einstök lögfræðihugtök og atriðisorð. Líkti hann gagnasafninu við byltingu fyrir lögfræðinga því mikil og tímafrek vinna færi oft í að fletta upp dómum í dómasafni Hæsta- réttar en að sögn Gísla á tölvudisk- urinn einnig að koma laganemum til góða og almenningi ekki síður. Þriggja manna ritstjórn Hinn 12. desember var stofnað hlutafélagið íslex hf. um þetta verkefni. í stjórn félagsins sitja Örn Höskuldsson hrl., Gísli Gísla- son hdl. og Tryggvi Gunnarsson hrl. Þá hefur einnig verið skipuð sérstök ritstjórn sem hefur yfirum- sjón með verkinu en í henni sitja Sigurður Líndal lagaprófessor, Ragnar Aðalsteinsson, formaður Lögmannafélags Islands, og Sig- urður T. Magnússon, skrifstofu- stjóri Héraðsdóms Reykjavíkur. Þriggja manna var leitað í gær, en þeir höfðu farið inn á Kjöl á sunnudag. Þeir fundust síðdegis í gær heilir á húfi. „Þótt það sé ekki okkar að setjast í dórnarasæti," sagði einn björgunarmanna í samtali við Morgunblaðið í gær, „þá er ljóst að það er ekki reglan að menn fari einir inn á öræfin um hávetur án þess að hafa góð fjarskiptatæki." Myndin sýnir bílinn á Kili, þar sem mennirnir urðu að yfirgefa hann. Sjá nánari frásögn á bls. 4. Garðyrkjubændur fá endur- greidda tolla af aðföngum STJÓRNARFRUMVARP um að endurgreiða tolla og vörugjöld af aðföngum garðyrkjubænda verður væntanlega lagt fram á Aljiingi í næstu viku, að sögn Halldórs Blöndals landbúnaðarráðherra. A þetta meðal annars við um græðlinga, lampa og ljósaperur til ylræktar. Ráðherra skýrði frá þessu í um- ræðum utan dagskrár á Alþingi í gær, þegar vandi garðyrkjubænda var ræddur að ósk Jóns Helgasonar þingmanns Framsóknarflokks. Jón sagði að staða þessarar atvinnu- greinar væri slæm og ekki bætti úr skák tvíhliða samningur við Evrópu- bandalagið um tollfijálsan innflutn- ing á ýmsum tegunda grænmetis og blóma frá öllum heimshornum um það bil hálft árið. Því væri at- vinna garðyrkjubænda í hættu og eignir þeirra gætu orðið verðlausár. Halldór Blöndal sagðist vera sam- mála því að fella yrði í lög ákvæði um endurgreiðslu á tollum og gjöld- um af rekstarvörum og aðföngum garðyrkjubænda. Hann hefði rætt þetta við fjármálaráðuneytið á síð- asta ári og aftur á þessu og málið væri nú á góðum skriði. „Eg á von á því að frumvarp þessa efnis verði lagt fyrir Alþingi mjög fljótlega, vonandi ekki síðar en í næstu viku,“ sagði Halldór. Þá sagðist hann hafa beitt sér fyrir því að verð á raforku til garðyrkjubænda yrði endurskoð- að. Mikil rækja í Skjálfandaflóa MIKIL rækjuveiði hefur verið á Skjálfandaflóa í vetur og að sögn Óskars Karlssonar á Guð- rúnu Björgu ÞH hefur rækjan farið sístækkandi. Þrír bátar stunda veiðarnar og landa þeir lyá Fiskiðjusamlagi Húsavík- ur. Að sögn Óskars er hver bátur með 200 tonna kvóta og er að minnsta ^kosti einn þeirra langt kominn með hann. Gera mætti ráð fyrir að meðalverð fyrir kílóið yrði rúmar 70 kr., og heildarverðmætið því um 45 milljónir. Skipveijarnir tveir sem björguðust er línubáturinn Máni fórst út af Barða Kraftaverk að við skyldum lifa þetta af Þingeyri. „ÞAÐ VAR kraftaverk að við skyldum lifa þetta af,“ segir Jens A. Jónsson vélsljóri á Þingeyri í samtali við Morgunblaðið en hann bjargaðist ásamt Ólafi Gunnarssyni stýrimanni þegar vélbáturinn Máni IS sökk út af Vestfjörðum sl. fimmtudag. Skipveijarnir þrir fóru allir á kaf þegar báturinn sökk en komust í gúmbjörgunar- bát. Þá var mjög dregið af Jóni Andréssyni skipstjóra, föður Jens, og lést hann í fanginu á honum. Jens segir að Máni hafí farið frá Þingeyri í línuróður um hálffjögur- leytið á fimmtudagsmorguninn. Þeir hafi farið á venjubundna veiði- slóð um fimmtán mílur út af Kópn- um, lagt 32 bala og byijað að draga um tíuleytið að morgni. Þá hafi vindur verið af suðvestan, um sex vindstig, en þungur sjór. Hann seg- ir að þeir hafi verið búnir að draga tólf eða þrettán bala þegar brotsjór reið yfir bátinn á bakborðssíðu og kastað honum umsvifalaust á stjómborðssíðu með möstur í sjó og við það hafi drepist á vélinni. „Ég var staddur fram í lúkar og klifraði strax upp á síðu og í því kemur Ólafur upp á síðuna til mín en hann hafði verið við mastrið," segir Jens. „Þá varð mér litið á stýr- ishúsið þar sem ég vissi að faðir minn var og sá að hurðin á því var á kafi í sjó. Ég bað þá Ólaf að losa björgunarbátinn frammá en hljóp sjálfur aftur á brún og barði á glugga bakborðsmegin sem faðir minn opnaði og dró ég hann svo út um giuggann. Síðan fór ég til að losa björgunarbátinn uppi á stýr- ishúsinu og þá gaf sig að öllum lík- indum hurðin og báturinn sökk eins og steinn, á einu augnabliki. Þá hafa ekki verið liðnar meira en fímm mínútur frá því að brotið reið yfir.“ Fórum allir á kaf „Við fórum allir á kaf þegar báturinn sökk og þegar mér skaut upp aftur sá ég björgunarbátinn á stýrishúsinu blásast upp. Synti ég að honum en þegar ég náði taki á honum dróst hann í kaf þar til línan milli hans og Mána slitnaði. Ég synti þá að honum aftur og komst um borð en hann var þá orðinn fullur af sjó. Þegar ég leit yfír sá ég að Ólafur héit í belg en faðir minn svamlaði í sjónum þar skammt frá. Ólaf rak til mín og hann náði í línu sem lá út frá bátnum og meðan ég var að ná honum inn í bátinn til mín náði faðir minn í hinn björgunarbátinn og gat hangið í honum. Bátana tvo rak svo saman og náðum við þá föður mínum um borð í okkar bát. Þá kveikti ég á neyðarsendinum og var klukkan þá um hálftvö." Björguðust af Mána JENS A. Jónsson, vélstjóri, t.v. og Ólafur Gunnars- son, stýrimaður, sem björguðust þegar Máni sökk vestur af Barða á fimmtudag. Morgunblaðið/Helga Halldórsdóttir Ausið með stígvélum Jens segir að þar sem faðir hans hafi verið orðinn mjög þrekaður hafi hann setið undir honum og reynt að halda honum upp úr sjón- um en Ólafur byrjað strax að ausa bátinn. „Hann notaði pokann utan af pumpunni og árunum þangað til að faðir minn skipaði okkur að taka af sér stígvélin og nota þau við austurinn. Ekki var hægt að ná í austurstrogið sem var í neyðar- pokanum, þar sem við hættum ekki á að opna neyðarpokann með- an báturinn var fullur af sjó. Þarna var mjög af föður mínum dregið og lést hann skömmu síðar í fanginu á mér. Ég var þá búinn að pumpa loft í botninn á bátnum til að einangra okkur frá sjávarkuldanum, við kláruðum að þurrka bátinn og ég tók af okkur stígvélin, vatt sokkana og klæddi okkur í varmapoka. Við bjuggum okkur undir að vera a.m.k. sólarhring í bátnum og var það því ólýsanleg tilfínning að heyra í flugvélinni um fímmleytið. Ég skaut strax upp fallhlífar- flugeldi og kveikti síðar á hand- blysi til nánari staðsetningar fyrir flugvélina. Við vorum þó orðnir svo kaldir og tilfínningalitlir að ég þurfti að horfa á hendurnar á mér til þess að hafa stjórn á þeim og vita hvað ég var að gera.“ Jens segist vilja, fyrir hönd þeirra Ólafs, koma á framfæri miklu þakklæti til allra þeirra sem að björguninni stóðu. Helga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.