Morgunblaðið - 29.01.1994, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANUAR 1994
Starfsmenn SVR
Borgin
ábyrgist
réttindi
MARKÚS Örn Antonsson borgar-
stjóri hefur sent bréf til þeirra
starfsmanna Strætisvagna
Reykjavíkur hf., sem staðfest hafa
persónubundinn ráðningarsamn-
ing við fyrirtækið, og er í því yfír-
lýsing um að Reykjavíkurborg
muni ábyrgjast að hið nýja félag
virði að fullu þau loforð um rétt-
indi og kjör sem fram koma í við-
komandi ráðningarsamningi.
í bréfí borgarstjóra er vitnað til
samþykktar borgarstjórnar frá 26.
ágúst 1993 þar sem fram kom að
starfsmönnum Strætisvagna Reykja-
víkur skyldi boðið starf hjá hinu nýja
félagi, og að atvinnuöryggi, laun og
launakjör, önnur kjör og réttindi
myndu tryggð með þeim hætti sem
fram komi í greinargerð fram-
kvæmdastjóra lögfræði- og stjóm-
sýsludeildar til borgarráðs 27. júlí.
Þeim starfsmönnum Strætisvagna
Reykjavíkur sem tóku til starfa hjá
SVR hf. var boðið að staðfesta sér-
staka ráðningarsamninga þar sem
tryggðar voru efndir á þeim loforðum
sem gefin höfðu verið við ráðningu.
1 umræddum ráðningarsamningum
eru tilgreind þau persónubundnu
réttindi og kjör sem hver einstakur
starfsmaður hefur áunnið sér og
kemur til með að njóta hjá hinu nýja
félagi, og segir í bréfí borgarstjóra
að ábyrgð Reykjavíkurborgar á gefn-
um loforðum sem fram komi í ráðn-
ingarsamningi muni gilda svo lengi
sem viðkomahdi starfi hjá hinu nýja
félagi.
----♦-» ♦-
Einsetið
í 4 grunn-
skólum
SKÓLAMÁLARÁÐ Reylqavlkur-
borgar hefur samþykkt erindi
fjögurra grunnskóla í Reykjavík
sem óskað hafa eftir að koma á
einsetnum skóla haustið 1994.
Þetta eru Breiðagerðisskóli,
Vogaskóli, Laugarnesskóli og
Ölduselsskóli. Gert er ráð fyrir
að kostnaður vegna framkvæmd-
anna verði um 40 milljónir króna.
Að sögn Viktors A. Guðlaugssonar
forstöðumanns Skólaskrifstofu er
gert ráð fyrir að settar verði upp sex
lausar kennslustofur til að ná þessu
markmiði. Tvær verða við Laugar-
nesskóla en þar hefur skóladagheim-
ili verið sameinað heilsdagsskólan-
um. Við Vogaskóla verða settar tvær
kennslustofur, auk þess verða tvær
stofur nýttar sem Menntaskólinn við
Sund hefur til þessa haft afnot af.
Þá verða tvær kennslustofur settar
niður við Breiðagerðisskóla.
í dag
Los Angeles______________________
íslenskur verkfræðingur kannar
afleiðingar jarðskjálftans mikla í
Los Angeles 19
Ródgjafi Clintons
Nú er dregið f efa að Vincent Fost-
er, fyrrum ráðgjafí Clintons, hafí
framið sjálfsvíg í sumar 23
Prófkjör_________________________
Sjálfstæðisflokkurinn heldur próf-
kjör í fímm sveitarfélögum um
helgina 27
Leiðari
Kaldar kveðjur frá Rússlandi 24
Morgunblaðið/Ingvar
Tveir á sjúkrahús eftir árekstur
HARÐUR árekstur varð milli fólksbifreiðar og vörubif-
reiðar á Keflavíkurveginum á móts við afleggjarann
til Grindavíkur um klukkan 15.30 í gær. Farþegi sem
var í framsæti fólksbifreiðarinnar fótbrotnaði og var
hann fluttur á Sjúkrahús Suðurnesja í Kefiavík ásamt
ökumanni bílsins sem kvartaði um eymsli í bijóstkassa
og hálsi. Að sögn lögreglunnar í Keflavík sakaði öku-
mann vörublfreiðarinnar ekki við áreksturinn. Ekki
er kunnugt um orsök árekstrarins en talsverð hálka
var á Keflavíkurveginum í gær þegar óhappið varð.
íslenska útvarpsfélagið
Leiða leitað
til aðhalds
í rekstri
VERIÐ er að leggja lokahönd á
rekstraráætlun fyrir næstu tvö
til þrjú ár hjá Islenska út-
varpsfélaginu. Að sögn Páls
Magnússónar, forstjóra félags-
ins, er verið að leita leiða til
aðhalds og til að ná niður kostn-
aði.
Páll segir að afkoma fyrirtækis-
ins sé í samræmi við þær áætlanir
sem gerðar hafi verið en engu að
síður sé unnið að því, líkt og í
öðrum fyrirtækjum á þessum síð-
ustu og verstu tímum, að leita leiða
til aðhalds og til að ná niður kostn-
aði. Ekki hafi verið tekin nein
ákvörðun um niðurskurð, enda
ljúki gerð áætlunarinnar ekki fyrr
en um eða eftir helgina.
Uppsagnir ekki útilokaðar
Aðspurður um það hvort til
greina komi að segja upp starfs-
fólki sagði Páll að það væri ekki
útilokað að fara þá leið frekar en
aðrar þær sem verið væri að skoða.
k
I
Lántaka fyrrverandi oddvita Austur-Eyjafjallahrepps
Ráðuneytið hafnar kröfu
um opínbera rannsókn
FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur hafnað kröfu eins íbúa í
Austur-Eyjafjallahreppi um að ráðuneytið beiti sér fyrir opin-
berri rannsókn á „óheimilum lántökum oddvita í nafni hrepps-
ins“ og að hreppsnefndin verði látin víkja og henni settur til-
sjónarmaður vegna alvarlegrar fjárhagsstöðu hreppssjóðs.
Ráðuneytið bendir viðkomandi íbúa hins vegar á að hann geti
sjálfur beint kröfu um opinbera rannsókn til sýslumanns síns
ef hann telji að oddviti eða hreppsnefnd hafi brotið á honum.
Félagsmálaráðuneytið hefur yf-
irfarið ársreikning Austur-Eyja-
fjallahrepps og í svarbréfí ráðuneyt-
isins til íbúans kemur fram að það
telji ekki forsendur til að svipta
hreppsnefndina fjárfon-æði. Ráðu-
neytið bendir á að hreppsnefndinni
hafí verið gert að greiða úr óreið-
unni en ef síðar komi í ljós að að-
gerðir þær sem hreppsnefnd hefur
staðið að duga ekki til að lagfæra
fjármálalega stöðu hreppssjóðs
muni verða skoðað hvort skilyrði
verði til þess fyrir ráðuneytið að
grípa þar inn í á grundvelli ákvæða
sveitarstjórnarlaga.
Oddvitinn áminntur
Varðandi kröfu um að fram fari
opinber rannsókn á lántöku fyrrver-
andi oddvita hreppsins bendir ráðu-
neytið á að það hafí áminnt oddvit-
ann alvarlega, meðal annars vegna
þessa tiltekna atviks. Þá hafi meiri-
hluti hreppsnefndar ekki talið
ástæðu til að fram fari opinber
rannsókn á meðferð öddvita á fjár-
munum hreppsins. Ráðuneytið telur
að skýrsla endurskoðenda sem
fengnir voru til að yfírfara reikn-
inga Austur-Eyjafjallahrepps gefí
ekki tilefni til frekari aðgerða af
hálfu ráðuneytisins að svo stöddu.
Við það mat var m.a. litið til þess
að lánið hafí verið greitt, svo og til
þess að ekki hafi legið ljóst fyrir
af hálfu hreppsnefndar hver launa-
kjör oddvita hreppsins eigi að vera.
Ráðuneytið bendir hins vegar á
að ef íbúinn telji að oddviti eða
hreppsnefnd hafí á refsiverðan hátt
brotið gegn sér, beri honum að
beina kröfu um opinbera rannsókn
til sýslumannsins á Hvolsvelli.
Sjómannasambandið og Vélstjórafélagið
Styðja Kvótaþing
verði þátttaka
sjómanna bönnuð
Lesbók
► Hinir tæru vatnslitir Ásgríms
- Skáldið Werner Aspenström -
Byggt um víða veröld - Smásaga
eftir Pjetur Hafstein Lárusson -
Rabb eftir Ásgeir Ásgeirsson
JRorötmblnMtí
Gömlu meistararnir
væru á kafi í tölvutækni
Menning/Listir
► Tölvutónskáld - Ballettmeist-
ari - Orgelpar - Nýlistasafn -
Djasssöngkona - Knut Gdegárd -
Flautuleikarinn - Samstarfsaf-
mæli - Strengjasveit - Bókapistill
VÉLSTJÓRAFÉLAG íslands og sambandsstjórn Sjómannasam-
bands íslands hafa lýst sig meðmælta tillögu um að komið verði
á tilboðsmarkaði á veiðirétti, Kvótaþingi, til þess að útiloka þátt-
töku sjómanna í kaupum á veiðirétti, að því tilskildu að fest verði
í lögum að óheimilt sé að sjómenn taki þátt í kvótakaupum.
í jfirlýsingu frá Vélstjórafélagi
íslands kemur fram að það telji
að tillögumar um Kvótaþing muni
útiloka þátttöku sjómanna í kvóta-
kaupum þegar afli er greiddur að
hluta með veiðirétti og að hluta
með peningum, að því tilskildu að
viðskiptin fari fram samkvæmt
•viðurkenndum viðskiptareglum.
Aftur á móti muni tillögur um til-
boðsmarkað einar og sér ekki
koma í veg fyrir að sjómenn séu
knúnir til beinnar þátttöku í kaup-
um á veiðirétti, og til þess að full-
nægjandi árangur náist þurfi að
tryggja réttarstöðu sjómanna t.d.
með því að festa refsiákvæði í lög-
um sem kveði á um verulegar fjár-
sektir eða sviptingu veiðiréttar séu
kjarasaftmingar sjómanna brotnir
með því að láta þá taka þátt í
kvótakaupum.
Leysir vandann að hluta
í áliti sambandsstjórnar Sjó-
mannasambands íslands segir
m.a. að til að uppboðsmarkaður á
aflamarki nái að leysa að hluta
þau vandamál sem sjómenn hafa
staðið frammi fyrir vegna við-
skipta útgerðarmanna með veiði-
heimildir og meinta þátttöku sjó-
manna í kvótakaupum þurfí sam-
hliða Kvótaþingi sterkari ákvæði
í önnur lög svo ekki fari milli
mála að sjómenn skuli ekki taka
þátt í kaupum á veiðiheimildum.