Morgunblaðið - 29.01.1994, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 29.01.1994, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1994 13 SKYR SKILABOÐ eftir Gunnar Jóhann Birgisson í borgarstjóm Reykjavíkur er ijallað um hagsmunamál allra Reykvíkinga, málefni hins daglega lífs. Fyrir okkur öll skiptir því miklu máli að vel sé á málum hald- ið. Gegnum tíðina hefur sá stöðug- leiki og sú stefnufesta sem ein- kennt hefur meirihlutastjóm Sjálf- stæðisflokksins í borgarstjóm sannað fyrir Reykvíkingum rétt- mæti þess að flokknum er best treystandi til að gæta hagsmuna sinna. Fyrir kosningarnar í vor þarf Sjálfstæðisflokkurinn að sýna kjósendum með sannfærandi hætti fram á að svo sé enn. Umfram allt þarf Sjálfstæðis- flokkurinn að sannfæra kjósendur um að undir þeirra stjórn muni borgin ekki vera stikkfrí gagnvart eflingu atvinnulífs í borginni held- ur leita allra leiða til að búa betur að atvinnulífinu, vinna gegn at- vinnuleysi og stuðla að því að starfskraftar þess fjölda sem ár- lega kemur út á vinnumarkaðinn séu ekki ónýttir. Reynslan af skattpíningarstefnu vinstri flokk- anna sem stjórnuðu borginni 1978-1982, sem varð til þess að hrekja atvinnufyrirtæki frá Reykjavík, þarf að verða kjósend- um víti til varnaðar. Á næsta kjör- tímabili þarf í áföngum að fella niður sérstakan skatt af skrifstofu- og verslunarhúsnæði. Við megum aldrei gleyma því að þau verðmæti sem sköpuð eru í atvinnulífinu eru forsenda þess að gott mannlíf fái þrifist í borginni. Jafnframt þarf flokkurinn að senda kjósendum skýr skilaboð um Sjálfstæðismenn í Reykjavík Veljum frískan framboðslista! það að hann sé flokkur aðhalds- semi í fjármálastjórn borgarinnar og setji í þeim efnum ráðdeild og útsjónarsemi á oddinn. í því sam- bandi á flokkurinn með skýrum hætti að greina kjósendum frá því að hætt vérði við endurbyggingu Korpúifsstaða þar sem efnahags- legar aðstæður okkar nú leyfa ekki slíkar framkvæmdir. Einnig eiga sjálfstæðismenn með skýrum hætti að beita sér gegn þeirri stefnu sem hefur verið mörkuð í skattamálum að sett sé ákveðið lágmark á hlutfall útsvars. Sjálf- stæðisflokkurinn á að mæla'fyrir því að sett verði ákveðið hámark á leyfilega skattheimtu en ekki ákveðið lágmark. Sjálfstæðismenn þurfa að halda fjölskyldustefnu flokksins á lofti og leggja á hana sérstaka áherslu. Fjölskyldan er hornsteinn þjóðfé- lagsins og velferð hennar er sú undirstaða sem stöðugleiki og framfarir í þjóðfélaginu hvíla á. Við þurfum að ná fram breiðri samstöðu um að taka á þeim erfið- leikum sem við er að eiga í dagvist- armálum. Þar þarf að finna heild- arlausn til frambúðar í kerfi sem Gunnar Jóhann Birgisson „Sjálfstæðismenn þurfa að halda fjölskyldu- stefnu flokksins á lofti og leggja á hana sér- staka áherslu.“ sinnir betur börnum þeirra foreldra sem ekki teljast til sérstakra for- gangshópa. Reykjavíkurborg þarf að stuðla að slíkri heildarlausn í samvinnu við einstaklinga og at- vinnulífið sem á mikilla hagsmuna að gæta í þessum efnum. Fréttir af vaxandi ofbeldi og rótleysi í þjóðfélaginu minna' okkur á mikil- vægi uppeldisstarfs. í þessum efn- um felst lausnin ekki í nýbygging- um og fleiri borgarstarfsmönnum heldur í því að líta á málaflokkinn frá nýju sjónarhomi. Ég býð mig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna þess að ég treysti mér til að standa vörð um hugsjónir okkar sjálfstæðismanna og taka þátt í því að koma hreyfingu á málin. Ég óska eftir stuðningi ykkar í prófkjörinu og hef sett markið á 4. sæti framboðslistans. í próf- kjörsbaráttunni undanfarna daga hef ég fundið að sjónarmið mín eiga mikinn hljómgrunn meðal sjálfstæðisfólks í Reykjavík og ég vil nota þetta tækifæri til þess að þakka þann stuðning og heita því að bregðast ekki því trausti sem mér verður sýnt. Ég hvet alla stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins til þess að taka þátt í prófkjörinu og taka þátt í að búa til sigurstranglegan framboðslista flokksins í borgar- stjórnarkosningunum í vor. Höfundur er Iögmaður í Reykjavik og þátttakandi í prófkjöri sjálfstæðismanna í borginni. Prófkjör Sjálfstœðisflokksins Rétt kona á réttum stað ■ Skritstota stuðningsmanna • Vesturgötu 2. (Álalosshúsinu) • ■ Simar 16560 og 16561 • Opiö 10-22 • VZterkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiðill! eftirÞórhall Jósepsson Tveir málaflokkar verða öðrum fremur ofarlega í h'uga kjósenda í borgarstjómarkosningunum í vor: Atvinnumál og fjölskyldumál. Eins og glöggt hefur komið í ljós undanfama daga býr vaxandi flöldi fólks við sára neyð vegna atvinnumissis og stöðugt kreppir að erin stærri hópi, sem þó heldur vinnu sinni. Kosningar til næsta kjörtímabils snúast um það að hefja nýja og kröftuga sókn til eflingar og nýsköpunar í atvinnu- lífi borgarbúa, finna ný tækifæri og gefa einstaklingum og fyrir- tækjum kost á að nýta þau. Fjölskyldur, jafnt einstæðra for- eldra sem hjóna og sambýlisfólks, eiga kröfu á öllu því öryggi sem borgin getur veitt þeim. Þar ber hæst að bömin séu öragg á meðan foreldramir sækja vinnu sína og að unglingunum stafi ekki ógn af samviskulausum sölumönnum eit- urefna eða öðra misyndi sem getur átt greiðan aðgang að ómótuðum sálum. Kosningar til næsta kjör- tímabils snúast um það að búa öll- um börnum öruggt umhverfi. Eðlilega eru þessi mál efst í huga manna. Ógn atvinnuleysis er meiri nú en um áratugaskeið og kvíði læðist að þeim sem enn hafa vinnu. Fjölskyldan og velferð henn- ar stendur hveijum manni næst. Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa sýnt það í meirihlutastjóm borgarinnar að þeir ráðast í aðkall- andi viðfangsefni af krafti og áræðni. í kosningabaráttu vegna prófkjörsins nú um helgina hefur skýrt komið fram að þessi mál sem hér era rædd verða höfuðviðfangs- efni næsta kjörtímabils, en til þess að það gerist verðum við að halda meirihluta í borgarstjóm. Málefnalega stöndum við vel að vígi og bræðingur vinstrimanna getur ekki boðið Iqosendum betri kosti. Þess vegna mun kosninga- baráttan í vor ekki síður snúast um þá menn sem skipa framboðs- listana. Afar mikilvægt er að listi sjálfstæðismanna'fieri það með sér að þar fari saman reynsla og þekk- ing annars vegar, nýjar hugmynd- ir og nýjar lausnir hins vegar. Þess vegna heiti ég á sjálfstæðis- menn í Reykjavík að taka þátt í prófkjörinu um helgina, velja til forystu þekkt og reynt fólk og ég inga Jóna í sællð Stuðningsmenn Þórhallur Jósepsson „Kosningar til næsta kjörtímabils snúast um það að hefja nýja og kröftuga sókn til efling- ar og nýsköpunar í at- vinnulífi borgarbúa.“ heiti á ykkur að velja einnig nýtt fólk til setu í borgarstjóm, fólk nýrra hugmynda, nýrra lausna, fólk nýrra tíma. Sjálfstæðismenn i Reykjavík! Nú er hart sótt að okkur frá vinstri. Með trausta málefnastöðu og frísk- an framboðslista stöndumst við það áhlaup og höldum meirihlutan- um í vor. Höfundur tekur þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og sækist eftir 4.-6. sæti listans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.