Morgunblaðið - 29.01.1994, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1994
Urslit í prófkjöri geta
ráðið niðurstöðu kosninga
eftir Ingu Jónu
Þórðardóttur
Prófkjörsbaráttan sem nú er senn
á enda er fyrsti þáttur í kosninga-
undirbúningi Sj álfstæðisflokksins
fyrir borgarstjórnarkosningar.
Kosningabaráttan í vor verður sú
erfiðasta í mörg ár og háð undir
alveg nýjum formerkjum. Sjálfstæð-
ismenn óttast ekki sameiginlegan
lista vinstri manna heidur fagna
slíkri áskorun og taka höndum sam-
an um að vinna að því að stjórn
borgarinnar verði áfram í þeirra
höndum.
Undir stjórn sjálfstæðismanna
síðasta kjörtímabil hefur verið unnið
að ýmsum framfaramálum og merki-
leg spor stigin. Má þar nefna fyrstu
skref í átt að einsetnum skóla með
heilsdagsþjónustu og vonandi verður
þess ekki langt að bíða að grunnskól-
arnir verði alfarið í höndum sveitar-
félaga. Átak hefur verið gert til að
auka og bæta þjónustu í dagvistar-
málum. Áfram þarf að þróa þjón-
ustuna með fjölbreytta möguleika í
huga í samræmi við ólíkar þarfir
einstaklinga hvort sem um er að
ræða leikskóla, þjónustu dagmæðra
eða greiðslur til heimavinnandi for-
eldra. Eitt erfíðasta vandamál fjöl-
skyldna í dag er árekstrar á milli
vinnutíma foreldra og skólatíma
barna sem koma ekki aðeins fram
í streitu og sífelldu kapphlaupi við
tímann heldur líka kvíða vegna ör-
yggis barnanna.
Félagsleg þjónusta í einni eð'a
annarri mynd er að verða æ fyrir-
ferðarmeiri þáttur í rekstri borgar-
innar. Sjálfstæðismenn hafa alltaf
lagt áherslu á að virkja fijáls félaga-
samtök og frumkvæði einstaklinga
og það þarf að gera í þessum mála-
Inga Jóna Þórðardóttir
„Sjálfstæðismenn hafa
alltaf lagt áherslu á að
virkja frjáls félagasam-
tök og frumkvæði ein-
staklinga.“
flokki eins og öðrum eftir því sem
tök eru á. Gildir það jafnt um starf-
semi m.a. vegna eldri borgara, ungs
fólks og barna. Þar eiga sömu lög-
mál við. Baráttan fyrir betra mann-
lífi og öruggri borg sem gott er að
búa í afmarkast ekki við örfá mál.
Þar vefast saman ótal þættir og er
til dæmis uppbygging í íþrótta- og
æskulýðsstarfi stór liður í slíkri
stefnu.
Reykjavík hefur stækkað ört á
undanförnum árum. Til þessa hefur
vel tekist að halda ýmsum neikvæð-
um þáttum stórborgarlífs frá okkur
en þó eru nú teikn á lofti sem bregð-
ast verður við skjótt. Ekki er hægt
að una við það að fólk geti ekki
farið ferða sinna óáreitt um borgina.
Sú stefna að yngri og eidri búi sam-
an í hverfum og að íbúabyggð hald-
ist í miðbænum er jákvæð. En hætt
er við að erfitt reynist að viðhalda
henni ef fólk getur ekki gengið ör-
uggj; um sitt nágrenni. Þessi mál
þarf að taka föstum tökum.
Mörg brýn viðfangsefni bíða úr-
lausnar en brýnast verður þó að
tryggja að fólk hafi atvinnu. At-
vinnuleysi er böi sem til allrar ham-
ingju hefur tekist að bægja frá
lengst af. Það atvinnuleysi sem nú
er verðum við að líta á sem tíma-
bundið og vinna af öllu afli gegn
því að það nái að skjóta rótum. í
því efni hafa borgaryfirvöld vissum
skyldum að gegna. Styðja þarf og
hlúa að ýmissi frumkvöðlastarfsemi,
rannsóknum og nýsköpun. Miklar
vonir eru bundnar við Aflvaka, nýtt
fyrirtæki sem Reykjavíkurborg hef-
ur stofnsett og stefnir að því að ná
saman ýmsum aðilum til að vinna
að skipúlegri uppbyggingu atvinnul-
ífsins.
í prófkjörinu nú um helgina er
valið úr hópi samhetja það lið sem
vinna verður kosningarnar í vor. Til
þess að geta komið stefnumálum
okkar í framkvæmd og séð hugsjón-
ir okkar rætast verðum við sjálf-
stæðismenn fyrst að vinna kosning-
ar. Höfum hugfast að úrslit I próf-
kjöri geta ráðið niðurstöðu kosninga.
Höfundur er viðskiptafræðingur
og tekur þátt í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Keppnismann
í borgarstjórn
eftir Geir Sveinsson
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
þarf á öflugum lista að halda í borg-
arstjórnarkosningunum í vor.
Margir eru kallaðir en fáir útvaldir.
Miklu máli skiptir að reyndur
keppnismaður verði þar framarlega
í flokki. Því skora ég á sjálfstæðis-
menn að veita Þorbergi Áðalsteins-
syni landsliðsþjálfara brautargengi
í prófkjörinu nú um helgina.
Kynni mín af Þorbergi eru fyrst
og fremst í gegnum handknattleik-
inn. Ég kynntist honum fyrst sem
leikmanni og síðan sem þjálfara.
Það sem mér finnst hafa einkennt
hann er metnaður, einbeitni, elja
og áhugi í öllu því sem hann tekur
sér fyrir hendur. Þorbergur náði
frábærum árangri sem Ieikmaður
og sem þjálfari hefur hann verið í
fremstu röð íslenskra þjálfara. Það
sýndi sig strax þegar hann þjálfaði
yngri flokka Víkings að hann ætl-
aði sér að ná toppárangri. Hann
kom Vestmannaeyingum í 1. deild
í fyrsta skipti. Sem þjálfari Saab í
Svíþjóð sýndi hann ótvíræða skipu-
lagshæfíleika og kom félaginu í
fremstu röð.
Best kynntist ég Þorbergi eftir
að hann tók við þjálfun íslenska
landsliðsins 1990. Það var ekki
auðvelt verk að taka við af Bogdan
Kowalczyk, en Þorbergur tók starf-
ið strax föstum tökum og vann leik-
mennina á sitt band með skipulegu
starfi og skemmtilegri framkomu.
Hjartans þakkir fyrir skeyti, blóm og aÖrar
margvíslegar gjafir á afmcelisdaginn minn
þann 20. janúar sl.
Þórhildur Jóhannesdóttir.
Bestu þakkir til œttingja, vina og annarra, sem
glöddu mig á einn eða annan hátt á nírœÖisaf-
mœli mínu 9. janúar sl.
GuÖ blessi ykkur öll.
Kristín Svanhildur Helgadóttir
frá Odda.
Geir Sveinsson
„Það sem mér finnst
hafa einkennt hann er
metnaður, einbeitni,
elja og áhugi...“
Það er erfítt fyrir mig sem fyrirliða
að dæma um árangur landsliðsins
undir stjórn Þorbergs en því verður
ekki mótmælt að 4. sætið á Ólymp-
íuleikunum í Barcelona 1992 er
besti árangur sem íslenskt landsliðs
hefur náð á stórmóti.
Ég er þess fullviss að Þorbergur
muni sýna sömu einbeitni og sama
metnað fái hann stuðning sjálfstæð-
ismanna til að starfa í borgarstjórn-
arflokki Sjálfstæðisflokksins næsta
kjörtímabil. í prófkjörinu um helg-
ina þurfa sjálfstæðismenn að vanda
valið. Það þarf að mynda sterkt og
samheldið lið, sem hefur burði til
að fara samhent í sóknipa, til sig-
urs í kosningum í vor. í því liði á
Þorbergur heima. Kjósum hann í
6. sætið.
Höfundur er fyririiði íslenska
landsliðsins í Ímndknattleik.
Jóna Gróa Sigurðardóttir Guðrún Beck
Veljum sjónar-
mið Jónu Gróu í
borgarstjórn
eftir Guðrúnu Beck
Við Islendingar erum svo lán-
söm að búa við lýðræði. Með
reglulegum fresti veljum við full-
trúa okkar til að fara með stjórn
landsins og sveitarfélaganna.
I Reykjavík höfum verið ein-
staklega heppin með þá stjórnend-
ur sem meirihluti okkar hefur
valið. Þar hefur ekki síst skipt
máli að samsetning meirihluta
borgarstjórnar er fjölbreytt. Borg-
arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
koma úr mörgum áttum, en vinna
engu að síður svo samhent að
eftir er tekið.
Jóna Gróa Sigurðardóttir hefur
verið virk í þorgarstjórn undanfar-
in þijú kjörtímabil. Þar er á ferð-
inni kona sem ég vil að við veljum
til áframhaldandi starfa á þessum
vettvangi.
Jóna Gróa færir ijölmörg
sjónarmið inn í borgarstjóm. Hún
hefur sjálf reynslu af atvinnu-
rekstri og hún hefur veitt fjöl-
„Nú á tímum vaxandi
atvinnuleysis kemur
reynsla Jónu Gróu sem
formanns atvinnumála-
nefndar borgarinnar að
miklum notum.“
mennum félagasamtökum for-
stöðu. Nú á tímum vaxandi at-
vinnuleysis kemur reynsla Jónu
Gróu sem formanns atvinnumála-
nefndar borgarinnar að miklum
notum. Þá hefur hún lagt hönd á
plóginn við fjölmörg önnur verk-
efni, sem of langt mál yrði að
telja upp.
Borgin okkar er í farsælum
höndum meirihluta sjálfstæðis-
manna og þar vonast ég til að sjá
Jónu Gróu á næsta kjörtímabili í
þriðja sætinu.
Höfundur er húsmóðir.
Kjósum Katr-
ínu í 6. sætið!
eftír Guðmund
Hallvarðsson og Ólaf
Þór Ragnarsson
Dagana 30. og 31. janúar nk.
ganga sjálfstæðismenn í Reykja-
vík til prófkjörs. Kosið verður á
milli 25 ákaflega hæfra frambjóð-
enda og verður það val vafalaust
erfitt fyrir marga. Engu að síður
er það nauðsynlegt fyrir Reykvík-
inga að hér takist vel til. Undir
traustri forystu Markúsar Arnar
kemur nýr borgarstjórnarmeiri-
hluti sjálfstæðismanna samstíga
til nýrra verkefna, með hagsmuni
borgarbúa að leiðarljósi. Við
treystum Katrínu Gunnarsdóttur
ákaflega vel til starfa í þeim hópi
og skorum á sjálfstæðismenn að
velja hana í 6. sætið.
Með störfum sínum, sem vara-
borgarfulltrúi síðan 1990 og setu
í ýmsum ráðum og nefndum á
vegum borgarinnar og íþróttasam-
takanna, hefur Katrín sannað
hæfni sína og starfað þar með
sóma.
Veitum Katrínu Gunnarsdóttur
Katrín Gunnarsdóttir
gott brautargengi í prófkjörinu og
kjósum hana í 6. sætið.
Guðmundur Hallvarðsson er
þjngmaður Sjálfstæðisflokks,
Ólafur Þór Ragnarsson er fulltrúi
hjá Landhclgisgæslu.