Morgunblaðið - 29.01.1994, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1994
17
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Tuttugu og fimm
frambjóðendur
PRÓFKJÖR Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fer fram sunnudaginn 30. janúar og
mánudaginn 31. janúar næstkomandi. Sunnudaginn 30. janúar eru kjörstaðir opnir
frá kl 9 til 22 á fimm kjörstöðum í sex kjörhverfum. Mánudaginn 31. janúar er opið
frá ki. 13 til 21 í Valhöll, Háaleitisbraut 1, í öllum kjörhverfunum. Tuttugu og fimm
frambjóðendur eru í kjöri.
Amal Rún Qase Anna Kristrún Árni Sigfússon
Jónsdóttir
Axel Eiríksson Björgóifur
Guðmundsson
Einar G. Guðrún Zoega Gunnar Jóhann Haraldur Heiga
Guðjónsson Birgisson Blöndal Jóhannsdóttir
Hilmar
Guðlaugsson
Inga Jóna
Þórðardóttir
Jóna Gróa
Sigurðardóttir
Júlíus Hafstein
Katrín
Gunnarsdóttir
Markús Örn Ólafur Friðrik Páll Gíslason
Antonsson Magnússon
Sigríður Sigurjón Á.
Sigurðardóttir Fjeldsted
Sveinn Andri Vilhjálmur Þ. Þorbergur Þórhallur Þorleifur Hinrik
Sveinsson Vilhjálmsson Aðalsteinsson Jósepsson Fjeldsted
Þátttaka í prófkjörinu er heimil öllum
fullgildum meðlimum sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík, sem þar eru búsettir og náð hafa
16 ára aldri 30. janúar næstkomandi. Enn-
fremur þeim stuðningsmönnum Sjálfstæðis-
flokksins sem eiga munu kosningarétt í kjör-
dæminu 28. maí 1994 og undirritað hafa
inntökubeiðni í sjálfstæðisfélag í kjördæm-
inu fyrir lok kjörfundar. Kjósa skal fæst tíu
frambjóðendur og flest tólf. Skal það gert
með því að setja tölustafi fyrir framan nöfn
frambjóðenda í þeirri röð sem óskað er að
þeir skipi endanlegan framboðslista.
Frambjóðendur eru í stafrófsröð: Amal
Rún Qase stjórnmálafræðinemi í Háskóla
íslands. Fd. 25. desember 1963. Hún lærði
ensku { Bretlandi og lagði þar stund á tölv-
unám. Amal Rún á einn son.
Anna Kristrún Jónsdóttir lyfjafræðing-
ur. Fd. 29. janúar 1952. Stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík árið 1972 og lauk
prófi í lyfjafræði frá Háskóla íslands árið
1980. Maki er Baldur Óskarsson viðskipta-
fræðingur. Anna á fjögur böm.
Árni Sigfússon framkvæmdastjóri
Stjórnunarfélags íslands. Fd. 30. júlí 1956.
Að loknu B.Ed.-prófi frá Kennaraháskóla
íslands lauk hann meistaragráðu í stjórn-
sýslufræðum frá Bandaríkjunum árið 1986.
Arni er kvæntur Bryndísi Guðmundsdóttur
talmeinafræðingi og eiga þau fjögur börn.
Axel Eiríksson úrsmíðameistari rekur
eigin úra- og skartgripaverslanir og verk-
stæði. Fd. 21. september 1948. Lauk úr-
smíðanámi og hefur meistararéttindi, hefur
einnig lokið almennu verslunarprófi á skrif-
stofu- og stjórnunarbraut. Kvæntur Stefaníu
V. Siguijónsdóttur hjúkrunarfræðingi og
eiga þau tvo syni á lífi.
Björgólfur Guðmundsson fram-
kvæmdastjóri Víkings-Bruggs hf. Fd. 2. jan-
úar 1941. Lauk stúdentsprófi frá Verslunar-
skóla íslands árið 1962. Björgólfur er kvænt-
ur Þóru Hallgrímsson og eiga þau fjögur
börn á lífi.
Einar G. Guðjónsson verslunarmaður
rekur eigið fyrirtæki Krambúð og kaffihús
í Hvítakoti, Reykjavík. Fd. 6. desember
1956. Lauk námi í rekstrarhagfræði við ACL
College í London 1986. Kvæntur Kristínu
Axelsdóttur húsmóður og eiga þau þrjú börn.
Guðrún Zoega verkfræðingur er fram-
kvæmdastjóri Félags ráðgjafarverkfræð-
inga. Fd. 4. september 1948. Verkfræðingur
frá Tækniháskólanum í Kaupmannahöfn
árið 1974. Guðrún er gift Ernst Hemmings-
en hagfræðingi og eiga þau þrjú börn.
Gunnar Jóhann Birgisson lögmaður
rekur eigin lögmannsstofu. Fd. 19. október
1960. Lauk stúdentsprófi frá MR árið 1980
og laganámi frá Háskóla íslands árið 1986.
Gunnar Jóhann er kvæntur Ragnheiði Guð-
mundsdóttur skrifstofumanni. Hann á tvö
börn.
Haraldur Blöndal hæstaréttarlögmaður.
Fd. 6. júlí 1946. Lauk stúdentsprófi frá MA
1966, prófi frá Háskóla íslands árið 1972
og varð - hæstaréttarlögmaður árið 1981.
Sambýliskona hans er Guðrún Alfreðsdóttir
leikkona. Haraldur á fjögur börn.
Helga Jóhannsdóttir húsmóðir er deild-
arstjóri í félagsstarfi aldraðra. Fd. 25. nóv-
ember 1942. Helga er gift Ómari Þ. Ragn-
arssyni fréttamanni og eiga þau sjö börn.
Hilmar Guðlaugsson múrari er fram-
kvæmdastjóri Verkalýðsráðs Sjálfstæðis-
flokksins. Fd. 2. desember 1930. Lauk iðn-
skólaprófi árið 1949. Hilmar er kvæntur
Jónu Steinsdóttur starfsmanni hjá Pósti og
síma og eiga þau þijú böm.
Inga Jóna Þórðardóttir viðskiptafræð-
ingur og formaður kvenréttindafélags ís-
lands. Fd. 24. september 1951. Stúdent frá
Menntaskólanum á Akureyri árið 1971 og
viðskiptafræðingur frá Háskóla íslands
1977. Inga Jóna er gift Geir H. Haarde al-
þingismanni og eiga þau fimm börn.
Jóna Gróa Sigurðardóttir húsmóðir. Fd.
18. mars 1935. Lauk verslunarskólaprófi frá
Verslunarskóla íslands árið 1953. Jóna Gróa
er gift Guðmundi Jónssyni vélfræðingi og
eiga þau fimm börn.
Júlíus Hafstein framkvæmdastjóri Snor-
ra hf. Fd. 6. mars 1947. Lauk verslunar-
skólaprófi frá Verslunarskóla íslands árið
1967 og prófi frá íþróttakennaraskóla ís-
lands árið 1969. Júlíus er kvæntur Ernu
Hauksdóttur framkvæmdastjóra og eiga þau
tvö börn.
Katrín Gunnarsdóttir húsmóðir. Fd. 21.
september 1959. Lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík árið 1979.
Katrín er gift Guðmundi J. Hallbergssyni
sendibílstjóra og eiga þau fjögur börn.
Markús Orn Antonsson borgarstjóri.
Hann hefur fyrst og fremst starfað að fjölm-
iðlun. Fd. 25. maí 1943. Lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1965.
Markús Örn er kvæntur Steinunni Ármanns-
dóttur skólastjóra og eiga þau tvö börn.
Olafur Friðrik Magnússon læknir er
sjálfstætt starfandi heimilislæknir í Reykja-
vík. Fd. 3. ágúst 1952. Lauk stúdentsprófí
frá MH 1972, embættisprófi í læknisfræði
frá HÍ 1978 og sérnámi í heimilislækningum
í Svíþjóð 1984. Ólafur er kvæntur Guðrúnu
Kjartansdóttur kennara og eiga þau fjögur
börn.
Páll Gíslason læknir er yfirlæknir á hand-
lækningadeild Landspítalans og dósent í
hlutastöðu við læknadeild HÍ. Fd. 3. október
1924. Lauk stúdentsprófí frá MR 1943 og
læknaprófi við HÍ 1950 og framhaldsnámi
í skurðlækningum í Danmörku og á ís-
landi. Páll er kvæntur Soffíu Stefánsdóttur
íþróttakennara og eiga þau fimm börn.
Sigríður Sigurðardóttir fóstra. Fd. 8.
júlí 1959. Lauk prófi frá Fósturskóla íslands
árið 1984 og framhaldsdeild Fósturskólans
á stjórnunarsviði 1992. Sigríður á tvo syni.
Sigurjón Á. Fjeldsted skólastjóri í Hóla-
brekkuskóla. Fd. 12. mars 1942. Lauk kenn-
araprófi frá KÍ 1962 og námi í sálar- og
uppeldisfræði í Danmörku 1966 og í dönsku
og kennslufræði 1980 frá sama skóla. Sigur-
jón er kvæntur Ragnheiði Óskarsdóttur
kennara og eiga þau þijú börn.
Sveinn Andri Sveinsson lögmaður rekur
eigin lögmannsstofu. Fd. 12. ágúst 1963.
Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík,
stundaði nám í Hollandi 1983-1984 og lauk
laganámi frá Háskóla íslands árið 1990.
Sveinn Andri er kvæntur Erlu Árnadóttur
framhaldsskólakennara og eiga þau einn
son.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson lögfræðing-
ur og formaður Sambands íslenskra sveitar-
félaga. Fd. 26. apríl 1946. Stúdent frá Versl-
unarskóla íslands og lauk laganámi frá
Háskóla íslands árið 1974. Vilhjálmur er
kvæntur Önnu J. Johnsen og eiga þau þijú
börn.
Þorbergur Aðalsteinsson þjálfari ís-
lenska landsliðsins í handknattleik. Fd. 16.
maí 1956. Lauk matreiðslumeistaranámi frá
Hótel- og veitingaskóla íslands. Stundaði
nám í stjórnsýslufræði í Svíþjóð 1987-1990.
Landsliðsþjálfari frá árinu 1990. Kvæntur
Ernu Valbergsdóttur húsmóður og ejga þau
tvö börn.
Þórhallur Jósepsson aðstoðarmaður
samgönguráðherra. Fd. 6. mars 1953. Lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akur-
eyri árið 1974 og námi við_KÍ 1983. Þórhatl-
ur er kvæntur Herdísi Ólafsdóttur skrif-
stofumanni og eiga þau þijú börn.
Þorleifur Hinrik Fjeldsted sölumaður.
Fd. 9. nóvember 1964. Hann stundaði nám
í Verslunarskóla íslands og síðar í sölu-
tækni bæði á íslandi og erlendis. Sambýlis-
kona Þorleifs er Sigurveig Jónsdóttir skrif-
stofumaður.