Morgunblaðið - 29.01.1994, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1994
Vísbendingar um horfnu piltana ekki á rökum reistar
Á fjórða hundrað
manns leitaði í gær
Á FJÓRÐA hundruð manns úr röðum björgunarsveita og lögreglu
leitaði áfram í gær piltanna tveggja úr Keflavík sem saknað hefur
verið síðan á miðvikudag. Sjónarvottar staðhæfðu í gær að hafa
séð til piitanna, annars vegar um kl. 17.20 við að taka úr fé í hrað-
banka Islandsbanka í miðbæ Reykjavíkur, en annar piltanna er
handhafi hraðbankakorts, og hins vegar um kl. 13 á veginum á leið
til Eyrarbakka. Athugun leiddi í ljós að ekki hafði verið hreyft við
innstæðum piltsins í bankanum og lögreglan á Eyrarbakka sá ekk-
ert til piltanna þar. í gær leituðu um 25 kafarar í Keflavíkurhöfn
og nágrenni. Sérþjálfaður sporhundur rakti slóð eftir piltanna, auk
þess sem tveimur leitarhundum öðrum var beitt. Þeir röktu m.a.
slóð að Vatnsnesi við Keflavíkurhöfn, en ekki er útilokað að um
eldri slóð sé að ræða þar sem talið er að piltamir hafi leikið sér í
klettum á því svæði dagana áður en þeir hurfu.
Aðstæður til leitar í sjó voru ið auka á svartsýni okkar, þar sem
afar erfiðar á fimmtudag en bötn-
uðu til muna í gær og var lögð
áhersla á að grannskoða hafnar-
svæðið meðan birta og veður leyfði.
Ólafur Bjamason, formaður svæð-
isstjómar björgunarsveita á Suður-
nesjum, sagði í gær að íjöldi vís-
bendinga af ýmsum toga hafi bor-
ist, m.a. frá skyggnu fólki og miðl-
um, en engin þeirra hafi reynst á
rökum reistar við nánari athugun.
„Hafi þeir ekki fundist fyrir laugar-
dagsmorgun held ég að ekki sé til-
efni til bjartsýni," sagði Ólafur.
Þórir Maronsson, yfirlögreglu-
þjónn, tók í sama streng. „í nótt
var 12 stiga frost héma og þó að
piltarnir séu í góðum göllum er
annar þeirra aðeins í strigaskóm
og hinn húfulaus. Kuidinn og veðr-
það dregur úr líkunum á að þeir
geti leynst utandyra," sagði Þórir.
Víðtæk leit
Um hádegi í gær var leitarsvæð-
ið stækkað og bættust um 80 björg-
unarsveitarmenn frá höfuðborgar-
svæðinu og víðar í hóp leitar-
manna. Stefnt var að því að fín-
kemba stærstan hluta Reykjaness,
allt frá Garði til Vatnsleysustrand-
ar og frá Grindavík til Þorlákshafn-
ar. Einnig kannaði lögreglan á
Selfossi sumarbústaðabyggðir í
Grímsnesi til að reyna sannleiks-
gildi ábendingar sem barst þaðan,
ásamt björgunarsveitannönnum
þar og á Stokkseyri og Eyrarbakka.
Leitarmenn vom hvarvetna á
ferð í Keflavík og nærliggjandi
bæjum í gær. Leitað var í auðum
húsum og gengið með myndir af
piltunum milli verslana í Keflavík
og nágrenni. Fýrir hádegi leitaði
þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-
GRÓ, úr lofti og TF-SIF bættist í
leitina um miðjan dag og sex
slöngubátar tóku þátt í leit á sjó.
Að sögn Ólafs hefur annar piltanna
oft á tíðum ferðast á puttanum til
Reykjavíkur og var sá möguleiki
að piltamir hefðu þegið far frá
Keflavík ekki útilokaður. Var það
m.a. ástæða þess að svæðið var
stækkað og björgunarsveitarmenn
á höfuðborgarsvæðinu kallaðir út.
Efast um vitnisburð sinn
Leit að piltunum tveimur, Óskari
Halldórssyni og Júlíusi Karlssyni,
hófst um kl. 15 á fimmtudag en
þá var um sólarhringur liðinn frá
því að þeir fóru að heiman frá sér.
Piltamir em báðir fæddir árið 1980
og stunda skóla í Sandgerði og ók
kennari þeirra þeim heim að lokn-
um skóladegi. Um kl. 15.30 fór
Óskar frá heimili sínu og kvaðst
ætla að heimsækja Júlíus. Starfs-
maður í versluninni Jám og skip í
Keflavík taldi sig hafa séð þá í
versluninni um kl. 16 á miðvikudag
en hefur síðan lýst yfir efasemdum
um að svo hafi verið. Síðan hefur
ekkert til þeirra spurst.
Leitar-
menn
LEITARMENN
gengu fjörur og
þræddu Kefla-
víkurbæ og ná-
grenni í gær,
en leitarsvæðið
nær nú yfir allt
Reykjanes. Á
neðri myndinni
sjást kafarar
frá björgunar-
sveitunum
stökkva til köf-
unar í Keflavík-
urhöfn, en á
þriðja tug kaf-
ara kannaði
sjóinn á þessu
svæði í gær.
Morgunblaðið/Júlíus
Steingrímur Njálsson í gæsluvarð-
hald grunaður um grófa hkamsárás
Hann hefur verið dæmdur 24 sinnum í samtals tíu ára fangelsi
STEINGRÍMUR Njálsson, sem margsinnis hefur gerst sekur um
/ kynferðisafbrot, er grunaður um að hafa ráðist að manni og
veitt honum áverka með því að rífa í pung honum þannig að
annað eistað lafði út. Atburðurinn átti sér stað í fyrrinótt í húsi
við Skipholt þar sem nokkrir þekktir óreglumenn voru saman
komnir. Maðurinn sem áverkann hlaut var fluttur á sjúkrahús
til aðgerðar og voru taldar líkur á hann mundi ekki bíða varan-
legt heilsutjón af. Steingrímur Njálsson var í gær úrskurðaður
í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur til 21. febrúar vegna
rannsóknar málsins. Hann hefur hlotið 24 refsidóma og verið
^ dæmdur í samtals um 10 ára fangelsi fyrir margskonar afbrot,
þar á meðal fjölmorg kynferðisafbrot gegn börnum.
Tildrög málsins voru þau að
hringt var í slökkviliðið og óskað
eftir sjúkrabíl að húsi við Skipholt
klukkan tæplega hálffimm í fyrri-
nótt. Að sögn lögreglu er húsið
þekkt sem dvalarstaður óreglu-
fólks. Að sögn lögreglu var Stein-
grímur Njálsson á staðnum og
reyndi að hindra að lögreglumenn
fengju að fara inn í húsið með
sjúkraflutningamönnum og var þá
handtekinn.
Inni í íbúðinni lá maður nakinn
á dýnu og reyndist hann vera með
þá áverka sem lýst er að framan.
Að auki voru í íbúðinni húseigand-
inn og sonur hans.
Húsráðandinn tjáði lögreglu að
sögn að hann hefði vaknað skömmu
áður við öskur og þegar hann hafi
kannað málið hafi hann séð Stein-
grím standa yfir dýnunni þar sem
hinn maðurinn lá og engdist af
kvölum. Að sögn lögreglu var dreg-
ið af manninum sem orðið hafði
fyrir áverkanum þegar lögreglan
kom á staðinn. Hann var fluttur á
slysadeild og gekkst þar undir að-
gerð. Rannsóknarlögregla ríkisins
hafði síðdegis í gær fengið upplýs-
ingar um að líklega mundi takast
að græða sár hans.
Aður en upplýstist hvemig í
málinu lá hafði lögregla tvívegis
áður verið kvödd á staðinn. Fyrst
um klukkan 3 vegna kvörtunar um
ölvunarlæti og aftur um klukkan 4
þegar slökkvilið bað lögreglu að
kanna tilefni þess að beðið hafði
verið um sjúkrabíl á staðinn en
þaðan hafa sjúkraliði áður borist
tilefnislaus útköll. Þá neitaði Stein-
grímur lögreglunni um inngöngu,
sem taldi að um gabb væri að
ræða, en eftir u.þ.b. 20 mínútum
barst önnur beiðni og þá kom í Ijós
hvers eðlis málið var.
Eftir handtökuna var Steingrím-
ur færður í fangageymslur. Ekki
lá fyrir játning af hans hálfu í
málinu í gær en eftir að RLR gerði
kröfu um gæsluvarðhald yfir hon-
um til 14. mars var kveðinn upp
úrskurður í Héraðsdómi um varð-
hald til 21. febrúar.
Ekki var af lögreglu gerð krafa
um geðrannsókn yfir manninum
en hann hefur 24 sinnum hlotið
refsidóma með samtals 10 ára
fangelsisvist fyrir margvísleg brot,
þar á meðal kynferðisafbrot gegn
Qölda unga drengja. Vegna þeirra
mála hefur hann verið látinn gang-
ast undir geðrannsóknir en niður-
staða þeirra rannsókna hefur jafn-
an verið á þann veg að hann væri
sakhæfur á af þeim sökum hefur
hann verið dæmdur til fangelsis-
vistar en ekki öryggisgæslu.
Talinn sakhæfur
Með dómi Hæstaréttar frá 1988
vegna kynferðisbrota var hann
dæmdur til 9 mánaða fangelsisvist-
ar og að henni lokinni til 15 mán-
aða meðferðar á viðeigandi stofn-
un. Sú meðferð fór fram á stofnun
í Svíþjóð. Eftir meðferðina var
Steingrímur handtekinn í Norður-
mýrinni í Reykjavik þar sem hann
hafði fært ungan dreng úr buxum
og vegna þess var hann dæmdur
til 12 mánaða fangelsisvistar í
Hæstarétti. í lok ársins 1991 lauk
hann afplánun þess dóms en þá
gerði ákæruvaidið kröfu um að
hann yrði dæmdur til sérstakrar
gæslu þar sem hann væri hættuleg-
ur vanaafbrotamaður sem líklegt
mætti telja að bryti af sér að nýju
og hefði auk þess haft í hótunum
við lækna og aðra sem komið hefðu
að málum hans.
Kröfu um sérstaka
gæslu hafnað
Þeirri kröfu var hafnað í Hæsta-
rétti í febrúar 1992. í dómi Hæsta-
réttar segir: „Fram er komið, að
dóms- og kirkjumálaráðuneytið
getur einungis komið ákærða í
gæslu í fangelsi og að aðrir aðilar
geta ekki boðið aðra kosti. Dóm-
stólar eiga úrskurð um það, hvort
sú gæsla sem tök eru á að beita,
uppfylli lagaskilyrði. Telja verður,
að svo sé ekki nú að því er ákærða
varðar, þar sem aðbúð hans yrði
óviðunandi eftir aðstæðum." Síðan
þá hefur Steingrímur ekki verið
dæmdur til fangelsisvistar en bíður
nú dóms vegna ákæru fyrir ölv-
unarakstur og innbrot.
Þegar dómur Hæstaréttar var
kveðinn upp hafði vistheimili fyrir
ósakhæfa afbrotamenn á Sogni í
Ölfusi ekki tekið til starfa en eins
og fýrr sagði hefur Steingrímur
jafnan verið talinn sakhæfur. Að
mati viðmælenda Morgunblaðsins
í gær virðist sem óbreyttri skil-
greiningu á starfseminni á Sogni
komi tæpast til greina að hann
verði vistaður þar nema fyrir liggi
önnur niðurstaða um sakhæfi hans.
Frá því að afplánun fangelsisdóms-
ins lauk hefur maðurinn dvalið víðs
vegar um landið, oftast í skamman
tíma á hverjum stað og einnig er-
lendis um tíma. Dvöl hans hefur
jafnan vakið tortryggni fólks og
hefur hann sums staðar orðið fyrir
aðkasti. Sérstakt eftirlit lögreglu
hefur víða verið haft með ferðum
hans. Undanfarið hefur hann hald-
ið til í Reykjavík og hafst við í
báti sem stendur uppi í grennd við
höfnina. Samkvæmt upplýsingum
lögreglunnar hafði hann fengið
leyfi til að dveljast i húsinu við
Skipholt vegna kuldanna undan-
fama daga.
Ari Edwald, aðstoðarmaður
dómsmálaráðherra, sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær að í ljósi
þess sem að framan er rakið virtist
sér að þau úrræði sem aðstæður
þessa manns kalli á séu utan við
verksvið lögreglu- og fangelsis-
kerfisins. „Eg held að það sé aug-
ljóst að þau úrræði sem [vikið er
að í Hæstaréttardóminum frá
1992] og þarna virðist vera ]fcrf á
eru fremur á sviði heilbrigðisúr-
ræða,“ sagði hann aðspurður um
hvort hann teldi í Ijósi sögu manns-
ins að nauðsynlegt væri að grípa
til sérstakra ráðstafana eftir at-
burðina í fyrrinótt.
Engin þvingnnarúrræði
gagnvart sjálfráðum
„Það er ljóst að þetta getur ekki
verið eðlilegt ástand en vandinn
er sá að dómstólar hafa úrskurðað
um sakhæfi mannsins. Heilbrigðis-
kerfíð býður sína þjónustu en sjálf-
ráða aðilar hafa á sínu valdi hvort
þeir nýti sér hana. Vandinn er
þessi: hvaða þvingunarúrræðum
getur framkvæmdavaldið beitt í
málum af þessum toga? Ég ætla
eins fljótt og unnt er að kalla sam-
an aðila sem til málsins þekkja í
tilefni þessara nýju tíðinda og fara
yfir málið á nýjan leik,“ sagði Guð-
mundur Árni Stefánsson heilbrigð-
isráðherra þegar Morgunblaðið
leitaði til hans vegna málsins.
Aldrei sviptur sjálfræði
Morgunblaðið fékk í gær upplýst
í dómsmálaráðuneytinu að sam-
kvæmt skrám þess hefði Stein-
grimur Njálsson aldrei verið sviptur
sjálfræði en það er forsenda þess
að unnt sé að vista mann á stofnun
gegn vilja hans. í 5. grein sjálfræð-
islaganna er ákvæði um það að
dómsmálaráðuneyti geti gerst
sóknaraðili að sjálfræðissviptingar-
máli þegar það sé talið nauðsynlegt
vegna gæslu almannahagsmuna,
að ósk skyldmenna eða vegna vitn-
eskju um hagi aðila sem fengin sé
á annan hátt.
Að sögn Margrétar Hauksdóttur
hjá dómsmálaráðuneytinu eru þess
afar fá dæmi að ráðuneytið gerist
sóknaraðili að sjálfræðissviptingar-
máli en í slík mál sé oft ráðist að
frumkvæði félagsmálastofnana
sem einnig geti gerst sóknaraðilar
að slíkum málum samkvæmt lög-
unum.
PG