Morgunblaðið - 29.01.1994, Side 20

Morgunblaðið - 29.01.1994, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1994 • • ^ Ollum starfsmönnum Slippstöðvarinnar-Odda sagt upp störfum Reynt að afstýra gjaldþroti með uppsögnum og nauðasamningi Lánardrottnar segja heimamenn verða að leggja sitt af mörkum svo árangur náist STARFSFÓLKI Slippstöðvarinnar-Odda var sagt upp störfum í gær. Greiðsiustöðvun fyrirtækisins rennur út í næsta mánuði, en þess er vænst að í næstu viku verði hægt að leggja fram frumvarp að nauðasamningum og afstýra gjaldþroti fyrirtækisins. Stærstu lánardrottnar félagsins eru sammála um aðgerðir með þeim fyrir- vara að nauðasamningar takist við aðra kröfuhafa og hlutafé verði fært niður. Þá telja stærstu lánardrottnar að árangur náist ekki nema í samráði við heimaaðila, bæjaryfirvöld og stéttarfélög. Messur ■AKUREYRARPRESTA- KALL: Helgistund verður á Fjórðungssjúkrahúsinu á morgun kl. 10. Sunnudaga- skólinn verður kl. 11 í kirkj- unni, munið kirkjubílana. Guðsþjónusta verður í Akur- eyrarkirkju á morgun kl. 14. Guðsþjónusta verður í Dvalar- heimilinu Hlíð á morgun kl. 16. Æskulýðsfélagið verður með fund í kapellunni kl. 17 á morg- un. Biblíulestur verður í Safn- arðarheimilinu mánudags- kvöldið 31. janúar kl. 20.30. ■GLERÁRKIRKJA: Biblíulest- ur og baenastund kl. 13 í dag, laugardag. Barnasamkoma kl. 11 á morgun, léttir söngvar, fræðsla og bænir. Messa kl. 14. Kirkjukór Hvammstanga og organisti Helgi Ólafsson ásamt sóknarpresti sr. Krist- jáni Björnssyni koma í heim- sókn og leiða messuna ásamt staðarpresti. Fjölmennum í kirkju og tökum vel á móti góðum gestum. Fundur æsku- lýðsfélagsins kl. 17.30. ■ HVÍTASUNIMUKIRKJAN: Námskeið vegna sunnudaga- skólastarfsins, kennari Sheila Fitzgerald í dag laugardag frá 10 til 16. Samkoma fyrir ungt fólk í kvöld kl. 20. Barnakirkjan á morgun kl. 11. Vakninga- samkoma kl. 15.30. Ræðu- maður Mike Fitzgerald. Æsku- lýðsfundur fyrir 9 til 12 ára kl. 17.30 á miðvikudag, grunn- fræðsla fyrir nýja kl. 20.30. Bænaganga og lofgjörð föstu- dagskvöld kl. 20. Knútur Karlsson formaður stjórnar Slippstöðvarinnar-Odda §agði ástandið afar dapurt, en í raun mætti segja að það endurspe- glaði viðvarandi erfíðleika í sjávar- útvegi. Verkefni væru af skomum skammti, að jafnaði væri þessi tími sá daufasti á árinu hvað verkefni varðaði en aldrei hefði verið jafn PASÍUKÓRINN á Akureyri held- ur tónleikar í Akureyrarkirkju á morgun, sunnudag, kl. 20.30. A efnisskránni eru tvö verk, A Ceremony og Carols eftir Benjamin Britten og La Flesta de la Posada eftir bandaríska jasspíanistann Dave Brubeck. lítið að gera og meginþorri starfs- fólks hefði verið heima á atvinnu- leysisbótum í janúar. Stjóm Slippstöðvarinnar-Odda ákvað í samráði við stærstu lánar- drottna félagsins, Landsbanka ís- lands, Iðnlánasjóð og Iðnþróunar- sjóð, að segja öllum starfsmönnum fyrirtækisins upp störfum og mið- Flytjendur á tónleikunum auk Passíukórsins em Signý Sæmunds- dóttir, sópran, Þuríður Baldursdótt- ir, mezzosópran, Þorgeir Andrés- son, tenór, Michael Jón Clarke, bariton, Steinþór Þráinsson, bassi og Richard Simm, píanó. Níu manna hljómsveit leikur, en stjómandi er Roar Kvam. ast uppsögnin við næstu mánaða- mót, en uppsagnir taka gildi hjá flestum þeirra að liðnum þremur mánuðum. Alls fengu 132 starfs- menn uppsagnarbréf afhent í gær, en áður var búið að segja upp 29 starfsmönnum eða þeir höfðu sjálfír sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Frumvarp að nauðasamningum Verulegir íjárhagserfiðleikar fé- lagsins urðu til þess að það fékk greiðslustöðvun 3. ágúst síðastlið- inn og hefur nú tvívegis síðan verið framlengd, en hún rennur út 22 febrúar næstkomandi. Viðræður við stærstu lánardrottna eru nú á loka- stigi og þess vænst að jafnvel í næstu viku verði hægt að leggja fram frumvarp að nauðasamning- um. Forráðamenn fyrirtækisins vonast til að með þessum aðgerðum verði hægt að afstýra gjaldþroti félagsins og gangi það eftir verður hluti starfsmanna endurráðinn inn- an 3ja vikna. Ljóst er þó að um verulega fækkun starfsmanna verð- ur að ræða miðað við verkefnastöð- una og óvissu um verkefni á næstu mánuðum, en með uppsögnunum er fyrst og fremst verið að opna möguleika til róttækrar endur- skipulagningar fyrirtækisins. Sammála um aðgerðir í fréttatilkynningu frá Lands- banka Islands, Iðnlánasjóði og Iðn- þróunarsjóði kemur fram að fulltrú- ar þessara aðila hafi unnið að at- hugunum á fjárhagsstöðu fyrirtæk- isins og möguleikum þess að endur- skipuleggja og treysta rekstrar- grundvöllinn. „Þessir lánardrottnar hafa fyrir sitt leyti orðið sammála um aðgerðir til að endurskipuieggja fjárhagsstöðu fyrirtæksins með þeim fyrirvara að nauðasamningar takist við aðra kröfuhafa og núver- andi hiutafé verði fært niður,“ segir í tilkynningunni. Samhliða uppsögn- um starfsmanna verði hafist handa við að endurskipuleggja rekstur fé- lagsins í ljósi þeirrar stöðu sem at- vinnugreinin sé nú I og muni fulltrú- ar bankans og sjóðanna vinna með stjórnendum félagsins að því verki. „Ljóst er þó að árangur næst ekki í að treysta starfsgrundvöll félags- ins nema heimaaðilar, þar með talið bæjaryfírvöld og stéttarfélög, taki tillit til þessarar breyttu stöðu og leggi sitt af mörkum til að endur- skipulagningin megi takast.“ Tónleikar Passíukórs Borgarstjóri segir leitt hvað Omólfi var svarað seint Formaður Rithöfundasambandsins segir svar borgarstjóra ófullnægjandi BORGARSTJÓRI, Markús Örn Antonsson, hefur sent Rithöfunda- sambandi íslands svar við bréfi sambandsins þar sem óskað var skýringa á því hvers vegna og með hverjum hætti það gerðist að borgaryfirvöld tóku þá ákvörðun að hafna verki Örnólfs Árnason- ar sem hann samdi til flutnings við opnun ljósmyndasýningar í Ráðhúsi Reykjavíkur og greint var frá i Morgunblaðinu s.l. fimmtu- dag. Svar borgarstjóra felst í minnisblaði frá Júlíusi Hafstein, formanni lýðveldishátíðarnefndar Reykjavíkur, sem er að mestu samhljóða því sem haft var eftir Júlíusi vegna málsins í Morgun- blaðinu. Þráinn Bertelsson, formaður Rithöfundasambands ís- lands, segir svarið ófullnægjandi og vekja fleiri spurningar en það svarar. Á minnisblaðinu segist Júlíus bera ábyrgð á því að fela Indriða G. Þorsteinssyni verkið í stað þess manns sem Benedikt Árnason leik- stjóri, sem hefur umsjón með dag- skránni sem flutt verður við opnun sýningarinnar, hafði til þess fengið og að þetta hafí verið ákvörðun um einn rithöfund frekar en annan. Miður hvað þetta gerðist seint Aðspurður um hvort honum þyki þessi vinnubrögð formanns iýð- veldishátíðamefndar eðlileg, sagði borgarstjóri þetta: „Undirbúnings- nefnd lýðveldisafmælishátíðar hef- ur haft allt umboð til þess að ráða höfunda, skemmtikrafta og aðra þá sem eiga að koma fram í dag- skrá á hennar vegum án þess að ég eða borgarráð væru að hafa afskipti af því. Svo hefur verið um þetta mál og ég hef ekki fylgst neitt með því. Það var ekki fyrr en það kom upp með þessum hætti sem mér varð kunnugt um það. Formaðurinn tekur ákvarðanir um það hver höfundur er sem ráðinn er til að sinna þeim verkum sem þama þurfa að koma til vegna dagskrárinnar. Þama fær hann augastað á Indriða G. Þorsteins- syni og á sama tíma er Ömólfur Ámason búinn að vera að vinna í þessu verki eftir tilmælum Bene- dikts Árnasonar sem Júlíusi var kunnugt um. Auðvitað er það mjög miður að þetta gerist svo seint, eins og Júlíus hefur tekið fram sjálfur. Hins vegar var búið að gera þetta upp við Örnólf og mað- ur hefði getað ályktað að þá væri málið útkljáð úr því hann var búinn að þiggja sína greiðslu en svo virð- ist ekki vera og meira get ég ekki sagt um það.“ - En verður borgin ekki fyrir tvöföldum kostnaði vegna þessa? „Nefndin, þetta er á ábyrgð hennar. Hún hlýtur þá að haga gerðum sínum að öðra leyti í sam- ræmi við það. Ef hún greiðir tvö- faldan kostnað fyrir þetta handrit þá hlýtur það að bitna á einhveiju öðru hjá henni,“ sagði borgarstjóri. Skipt um hesta í miðri á Þráinn Bertelsson telur minnis- blað Júlíusar Hafstein ófullnægj- andi sem svar við fyrirspurn Rit- höfundasambandsins til borgar- stjóra. „Júlíus segir að þetta sé ákvörðun um einn rithöfund frekar en annan og það getur vel verið. En hann var búinn að ráða sér rithöfund og mér finnst það af- skaplega undarleg ákvörðun og hegðun af borgarfulltrúa gagnvart listamanni að treysta sér ekki til að bíða í nokkra klukkutíma til að geta dæmt um verk þess manns sem hann hafði ráðið. Þess í stað ákveður Júlíus, fáeinum klukku- tímum áður en Ömólfur skilar verki sínu, að skipta um hesta úti í miðri á. Og um allar aldir hafa íslendingar haft tiltölulega lítið álit á greind þeirra manna sem stunda hestaskipti úti í miðri á,“ sagði Þráinn Bertelsson. Indriði ekki í Rithöfundasambandinu „Svo lætur þessi ágæti Júlíus að því liggja að Rithöfundasam- band íslands sé að skipta sér af málinu af því að það hafi áhuga á því að gera upp á milli félags- manna. Þetta er náttúralega þvflíkt ragl að það er varla svaravert. Frá okkur hefur ekki komið hnjóðsyrði um Indriða G. Þorsteinsson, þann mæta' rithöfund, sem Júlíus hefur núna falið að vinna þetta verk. Ég vona bara að hann reki hann ekki líka áður en Indriði nær að skila verkinu. Svo má geta þess að Indriði G. Þorsteinsson er ekki félagsmaður í Rithöfundasam- bandinu, því miður, og það er kannski bara enn ein tilviljunin, í því er virðist stjórnlausa og tilvilj- anakennda framferði Júlíusar Hafstein, að reka meðlim úr Rit- höfundasambandinu en fá í hans stað mann sem er ekki innan okk- ar vébanda." Hver borgar? „Þetta svar er ekki fullnægjandi fyrir Rithöfundasamband Islands því við spyijum enn hvemig standi á því að höfundinum var hafnað án þess að listrænar forsendur gætu til þess legið og ég spyr sem almennur borgari hér í Reykjavík, er það Júlíus Hafstein sem borgar svona vitleysu úr eigin vasa eða era það ég og þú? Og ég vil fá að vita hvort þessi borgarfulltrúi nýtur samþykkis og vemdar fé- laga sinna og yfírmanna hjá borg- inni, hvort félögum hans í borgar- stjóm þyki þetta allt í lagi eða hvort hann er einn á sveimi með svona framferði. Mér þætti mjög þægilegt til þess að vita, bæði persónulega og fyrir meðlimi Rit- höfundasambandsins og aðra listamenn í þessu landi sem gætu þurft að hafa samskipti við Reykjavíkurborg. Sú spuming sem mér er efst í huga núna er hvort nokkram heilbrigðum manni detti í hug hvort Júlíus sleppi á þennan máta frá þessu. Ég get ekki ímyndað mér annað en að allir sjái hversu aumlegt yfirklór þetta er, málstaðurinn vondur og sam- viskan óhrein,“ sagði Þráinn Bert- elsson. Neskirkja Sunnudags- erindií Neskirkju ÞAÐ hefur tíðkast undanfarna vetur í Neskirkju að flutt hafa verið erindi í safnaðarheimili kirkjunnar á sunnudögum um ýmis efni varðandi kristni og þjóðlíf. Þessu verður nú fram haldið á sunnudaginn kemur og hefst fyrsta erindið um fimmtán mínútur yfir þijú þegar fólk hef- ur fengið sér kaffísopa eftir guðsþjónustu. Dagskrá næstu sunnudaga er eftirfarandi: 30. janúar: Sr. Jónas Gíslason, vígslubiskup, flytur erindi er hann nefnir Þegar eldhúsið varð að helgidómi. 6. febrúar: Sr. Ragn- ar Fjalar talar um Biblíuútgáfur og hefur sýningu á nokkram þeirra. 13. febrúar: Sr. Kristján Valur Ing- ólfsson, rektor Skálholtsskóla, fjall- ar um kristið helgihald. 20. febr- úar: Sr. Þorvaldur Karl Helgason, forstöðumaður Fjölskyldujtjónustu kirkjunnar, ræðir um fjölskylduna, en árið 1944 er svo sem kunnugt er helgað henni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.