Morgunblaðið - 29.01.1994, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANUAR 1994
Breskir 1 vondu
ptirrgmnMnlíií
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Kaldar kveðjur
frá Rússlandi
róunin í Rússlandi undan-
fama mánuði ætti að vera
vestrænum stjórnvöldum veru-
legt áhyggjuefni. í kjölfar þing-
kosninganna í síðasta mánuði,
þar sem öfgamaðurinn Vladímír
Zhírínovskíj sópaði til sín fylgi,
óttuðust margir að Borís Jeltsín
Rússlandsforseti og ríkisstjóm
hans myndu reyna að treysta
valdagrundvöll sinn með því að
koma til móts við sjónarmið
manna á borð við þjóðemis-
sinnann Zhírínovskíj.
Þær hrakspár virðast nú vera
að ganga eftir að hluta. Svokall-
aðir umbótasinnar, eða róttæk-
ustu markaðshyggjumennimir,
hafa misst nánast öll ítök í ríkis-
stjóminni og fulltrúar fortíðar-
innar ráða nú ferðinni við mótun
efnahagsstefnunnar. í utanríkis-
málum hefur á undanförnum vik-
um einnig mátt heyra ýmislegt
sem minnir á fyrri tíma.
Vítalíj Tsjúrkín, aðstoðarutan-
ríkisráðherra Rússlands, sagði í
Moskvu á fimmtudag að hvorki
hefði verið um innrás né hernám
að ræða þegar Eystrasaltsríkin
vom innlimuð í Sovétríkin árið
1940. „Auðvitað hörmum við það
sem gerðist, en það er ekki hægt
með neinum lagalegum rökum
að kalla atburðina 1940 innrás
eða hemám. Núgildandi alþjóða-
lög komu fyrst til eftir síðara
stríð og taka ekki til þess, sem
áður gerðist,“ sagði Tjúrkín.
Hann sakaði einnig ríkisstjóm-
ir Eystrasaltsríkjanna um að leita
eftir ágreiningi og árekstmm við
Rússa og dró í efa að brottflutn-
ingur rússnesks herliðs frá Eist-
landi og Lettlandi myndi bæta
hlutskipti Rússa þar.
Fyrir skömmu lýsti Andrej
Kozyrev, utanríkisráðherra Rúss-
lands, sem löngum hefur verið
talinn vestrænasti ráðherrann í
Rússlandi, því yfir að Rússar
áskildu sér rétt til að skipta sér
af málum í öðrum fyrrum Sovét-
lýðveldum. Hann sagði líka fyrr
í mánuðinum að það vaéri „öfga-
stefna“ að ætlast til þess að Rúss-
ar drægju herlið sitt til baka frá
öllum gömlu Sovétlýðveldunum.
í ljósi ummæla þessara manna,
sem ráða mestu um utanríkis-
stefnu Rússlands, má telja ólík-
legt að staðið verði við það loforð
að hinir 20 þúsund rússnesku
hermenn, sem enn em í Eystra-
saltsríkjunum, hverfí á brott fyrir
ágúst.
í nágrannaríkjum Rússlands
gætir vaxandi ótta við hinn vold-
uga nágranna. í grein í breska
tímaritinu The Spectator varar
Pólveijinn Radek Sikorski stjórn-
völd á Vesturlöndum við því að
virða þann ótta að vettugi. Hann
segir ríki Mið-Evrópu vegna
smæðar sinnar og landfræðilegr-
ar stöðu verða fyrr vör við ögran-
ir Rússa en önnur ríki. Því miður
hafí það áður gerst að þessi ríki
hafí haft á réttu að standa áður
en aðrir vom reiðubúnir að með-
taka sannleikann. Þegar allir
helstu ráðamenn Mið-Evrópu, allt
frá hægfara hægrimönnum til
fyrram kommúnista á borð Alg-
irdas Brazauskas í Litháen og
þeirra sem skipa ríkisstjóm Pól-
lands, vari við hættunni á rúss-
neskri útþenslustefnu sé vissu-
lega ástæða til að leggja við
hlustir.
Hann varar sérstaklega við því
að leyfa Rússum að gera öll fyrr-
um Sovétríkin að sínu áhrifa-
svæði þar sem her þeirra geti
sinnt „friðargæslu" og að útiloka
aðild Mið- og Austur-Evrópuríkja
að Atlantshafsbandalaginu. Það
sé rangt að með því sé verið sé
að styrkja rússneska umbóta-
sinna. „Þvert á móti em vestræn-
ir friðþægingarsinnar að ýta und-
ir verstu tegund rússneskra þjóð-
emissinna. Skilaboðin sem berast
til rússneskra herforingja em að
Vesturlönd muni ekkert aðhafast
þegar þeir byija að ráðskast með
óþægu ríkin í kringum sig. Það
er nákvæmlega það sem þeir vilja
heyra. Og það eru nákvæmlega
þau skilaboð, sem serbneskir her-
foringjar fengu um það leyti sem
fyrrverandi Júgóslavía var að
byija að leysast upp. Það ber líka
að setja mörg spurningamerki við
hina svokölluðu rússnesku um-
bótasinna. Ef Borís Jeltsín er í
raun sá friðarsinni sem hann vill
vera láta, af hveiju er hann svo
eindregið andvígur NATO-aðild
Mið-Evrópuríkja? Hefur hann
kannski einhver áform uppi varð-
andi Mið-Evrópu?“
Auðvitað er rússnesk innrás í
nágrannaríkin alls ekki yfírvof-
andi og að sjálfsögðu er engin
hætta á að Rússar hverfí aftur
til kommúnisma. Líkt og Arnór
Hannibalsson prófessor benti á í
viðtali í Morgunblaðinu á fímmtu-
dag er það mál „uppgert meðal
almennings, menntamanna og
fræðimanna, það er ekki á dag-
skrá“. Jafnvel þeir menn sem em
í forystu rússneska kommúnista-
flokksins vilja ekki hverfa aftur
til miðstýrðs áætlunarbúskapar.
Hættan er hins vegar sú að
Rússar hverfí aftur til enn eldri
fortíðar, til miðstýringar og út-
þenslustefnu keisaratímans. Það
er ekki sjálfgefíð að þó að komm-
únisminn heyri nú sögunni til
muni Rússland breytast í vest-
rænt lýðræðisríki sem engum
stafar neinn ógn af. Það er ljóst
að Rússar ætla ekki að sleppa
tökunum af nágrannaríkjum sín-
um í bráð.
Framtíðin virðist því, eins og
mál standa í dag, ekki vera björt
og ótti nágrannaríkja Rússa ör-
ugglega ekki ástæðulaus.
eftirDavíð Ólafsson
„Föðurland vort hálft er hafið."
J.M.
Það er aðal skáldanna að segja
mikinn sannleika í fáum orðum.
Mér er til efs að nokkurn tíma hafí
í jafn fáum orðum, sem í þessari
ljóðlínu Jóns Magnússonar skálds,
verið sagt jafn skýrt um þá miklu
þýðingu, sem hafið og auðæfi þess
hafa fyrir íslenska þjóð.
Það hefur verið talinn einn af
höfuðkostum við legu íslands í út-
sænum, langj; frá öðram löndum að
þurfa ekki að deila landamærum
við önnur lönd og losna þannig við
þau vandamál, sem því fylgja, en
dæmi um slíkt höfum við daglega
fyrir augunum einmitt nú á hinum
síðustu tímum. En þetta tekur að-
eins til landsins sjálfs. Ef við lítum
á hafíð umhverfis landið og þau
auðæfí sem þar er að finna og skáld-
ið skýrir með sínum meitluðu orðum
verður allt annað uppi á teningnum.
Þar rekumst við á ósýnileg landa-
mæri, sem deilt hefur verið um öld-
um saman og verður vafalaust enn
um langa hríð. Á seinni hluta þess-
arar aldar höfum við orðið að heyja
stríð út af þeim landamærum og
unnið stóra sigra, sem hafa fært
okkur yfirráð yfir stórum hafsvæð-
um og þeim auðæfum, sem þar er
að finna. Þessir sigrar hafa m.a.
unnist með því að tekist hefur að
sannfæra andstæðinga okkar um
sannleiksgildi orða skáldsins í upp-
hafi þessarar greinar.
En hafið hefur þá eiginleika að
það er á sífelldri hreyfíngu. Þessar
hreyfíngar felast m.a. í misjafnlega
sterkum hafstraumum, sem eru
misjöfnum eiginleikum gæddir og
flytja mikið magn sjávar oft um
langar vegalengdir. Hafstraumarnir
hafa úrslitaáhrif á samansöfnun líf-
rænna auðæfa á vissum svæðum
og þannig er það einmitt í hafinu
umhverfís ísland, þar sem mætast
og blandast heitir straumar, sem
koma úr Norður-íshafinu, og skapa
skilyrði fyrir hin auðugu fiskimið
við ísland. Fyrir það málefni, sem
er tilefni þessarar greinar, eru það
einmitt hafstraumarnir, sem eru
afgerandi, og kem ég nú að því.
Svo sem fram hefur komið í frétt-
um undanfama mánuði hafa Bretar
eftir Halldór Blöndal
Frá því ég man eftir mér höfum
við íslendingar vikið þeirri hugsun
frá okkur, að viðvarandi atvinnuleysi
gæti orðið hér á landi í náinni fram-
tíð. Slík umræða hefur að vísu stund-
um skotið upp kollinum milli stjórn-
málamanna, en í raun og vem hefur
hún ekki verið tekin alvarlega. Við
höfum viljað trúa því, að sérstaða
og smæð þjóðfélagsins forðaði okkur
frá þvílíkum hremmingum. Það er
athyglisvert, að síðustu alþingis-
kosningar snemst ekki um atvinnu-
mál, einfaldlega vegna þess að ríkis-
stjórninni tókst að fela ástandið.
Atvinnuleysið núna er arfur gam-
als tíma, óðaverðbólgu og opinberra
afskipta. Til þess að gera sér grein
fyrir þróuninni verður að fara allt
aftur til ársins 1971. Efnahagsráð-
stafanir ríkisstjómar Steingríms
Hermannssonar haustið 1988 vora
dæmigerðar fyrir þetta tímabil. Þá
var erlendu lánsfé dælt í einstök
fyrirtæki eftir pólitískri uppskrift,
en hallareksturinn hélt áfram. Böm-
in borga brúsann.
Atvinnuástandið var orðið ugg-
byggt endurvinnslustöð fyrir úran,
sem notað er í kjarnorkuiðnaði
heimsins. Mun stöðin nú fullbyggð
og tilbúin til vinnslu. Það er löngu
vitað að kjarnorkuiðnaðinum fylgir
mikil hætta vegna hugsanlegrar
mengunar og fjölmörg slys, sem
orðið hafa í mörgum kjarnorkuver-
um víða um heim, sanna þetta.
Ekkert getur talist óyggjandi ör-
uggt í þessu sambandi.
Stöð þessi er á vesturströnd Eng-
lands við sundið milli Englands og
írlands og nefnist Thorp. Nú mætti
spyija hvort þetta komi okkur við,
svo fjarri sem það er. En hér koma
hafstraumamir inn í og gera það
að verkum að við hljótum að bregð-
ast við.
Það er vitað að vinnsla sú sem
þama á að fara fram skilar frá sér
úrgangsvatni, sem fer í sjóinn og
því fylgja hættuleg geislavirk efni.
Svo má gera ráð fyrir að þarna
muni fyrr eða seinna fyrir slysni
sleppa út meira eða minna af geilsa-
virkum efnum, sem eigi greiðan
aðgang að hafinu, sem þarna er
skammt undan. Þá er spurningin
hvert þessi efni muni berast með
hafstraumunum. Hér kemur Golf-
straumurinn til sögunnar.
Það sem skiptir hér mestu máli
er að hluti þessa sterka straums
sleikir vesturströnd Englands, þar
sem hann tekur í sig mengunina frá
kjarnorkustöðinni í Thorp og flytur
hana eftir ýmsum leiðum til haf-
svæðisins umhverfis ísland, en þar
er að finna þá auðlind, sem er undir-
staðan að efnahagslífi íslensku þjóð-
arinnar og er okkur jafn þýðingar-
mikil nú og þegar við vorum að
beijast fyrir 4 mílunum, 12 mílun-
um, 50 mílunum og 200 mílunum.
íslendingar eru að reyna að koma
því til skila, til þeirra sem kaupa
fiskinn sem aflast á þessu haf-
svæði, að sjórinn sé hreinn og
ómengaður svo að annað eins finn-
ist ekki í heiminum og hvort það
tekst getur ráðið úrslitum um hvort
markaðirnir taki við þeim fiski, sem
þarna er veiddur. Með þessu verður
að fylgjast með mælingum og kaup-
endur munu vafalaust gera þá kröfu
fyrr en seinna að við getum staðið
við þessa fullyrðingu okkar.
Viðbrögð íslenskra stjómvalda og
raunar ýmissa annarra líka hafa
vænlegt haustið 1988. Það varð til
þess, að aðilar vinnumarkaðarins
tóku höndum saman og knúðu ríkis-
stjómina til að breyta um áherslur
með þjóðarsáttarsamningunum í
febrúar 1990, sem leiddi til hjöðnun-
ar verðbólgunnar, en ekki var tekið
á öðrum þáttum efnahagslífsins með
skelfílegum afleiðingum. Og ekki
bætti úr skák, að árum saman hafði
verið gengið of nærri þorskstofnin-
um. Það er lýsandi fyrir ástandið,
að á þessu ári er búist við að þors-
kveiðin verði 165 þús. tonn, en var
307 þús. tonn árið 1991.
Á fimmtudag urðu miklar umræð-
ur um atvinnumál á Alþingi. Ég tek
fyllilega undir þær áhyggjur sem þar
komu fram. Ég get ekki hugsað mér
neitt jafnraunalegt fyrir heilbrigða
einstaklinga og að fá ekki atvinnu
og sjá ekki fram á að fá hana. En
úr atvinnuleysinu verður ekki bætt
nema skilyrði skapist fyrir ný og
arðbær störf í þjóðfélaginu. Við höf-
um dæmið um það í Færeyjum hvað
ella gerist og í þá gryfju megum við
ekki falla.
Ríkisstjóm Davíðs Oddssonar
beitti sér þegar í stað fyrir víðtækum
verið slík að auðséð er að þau telja
að við getum ekki lifað við þá vá,
sem steðjar að hafsvæðunum í N-
Atlantshafi, þ. á m. við ísland, frá
þessari kjarnorkustöð. Mótmæli
hafa verið send og það er í raun-
inni það einasta sem við, ásamt
ýmsum öðrum þjóðum, getum gert.
Við vitum ekkert um hvort Bretar
láta slík viðbrögð hafa nokkur áhrif
á áform sín um að setja stöðina í
gang. En viðbrögð þeirra gætu þó
bent til að þeir telji sig ekki vera í
góðu máli heldur þvert á móti að
þeim líði ekkert vel þegar þeir finna
andúðina gegn þessu fyrirtæki úr
svo mörgum áttum og frá svo mörg-
um vinveittum þjóðum. En hér get-
um við lært dálítið af fyrri reynslu
í viðureign við Breta. Við eigum
önnur og beittari vopn.
Við vitum að þeir era hér í vondu
máli og þeir vita það líka sjálfir.
Það sama átti sér stað á sjötta ára-
tugnum og byijun þess sjöunda,
þegar deilt var hart um hvar fisk-
veiðitakmörkin umhverfis ísland
skyldu vera, en það voru þau landa-
mæri, sem þá var deilt um. Þær
deilur stóðu fyrst og fremst við
Breta og var sú fyrri á tímabilinu
1952-1956 en hin síðari 1958-
1961. í bæði skiptin töldu Bretar
sig eiga allskostar við þessa litlu
þjóð í Norðurhöfum, sem gerðist svo
djörf að bjóða birginn einu af stór-
veldum heimsins. í augum margra
var þetta svo fáránlegt að engu
tali tók.
í fyrra skiptið beittu Bretar við-
skiptaþvingunum til að reyna að
knýja íslendinga til undanhalds, en
komust fljótlega að því að þau vopn
dugðu skammt. íslendingar snera
sig snögglega út úr þeirri klípu, sem
Bretar ætluðu að koma þeim í,
breyttu framleiðsluháttum sínum og
leituðu nýrra markaða eða nýttu
þá sem fyrir voru betur en áður og
hagnýttu sér þá breytingu, sem var
einmitt á þeim tíma að verða á heim-
sviðskiptunum. Eftir fjögur ár sáu
Bretar sitt óvænna og viðurkenndu
þau landamæri, sem íslendingar
höfðu ákveðið.
í seinna skiptið þegar Bretar
höfðu séð að þessi aðferð hafði ekki
dugað þá gripu þeir til enn harka-
legri aðgerða með því að senda flota
sinn á Islandsmið til að vernda tog-
„Á fimmtudag urðu
miklar umræður um at-
vinnumál á Alþingi. Ég
tek fyllilega undir þær
áhyggjur sem þar komu
fram. Ég get ekki hugs-
að mér neitt jafnrauna-
legt fyrir heilbrigða ein-
staklinga og að fá ekki
atvinnu og sjá ekki fram
á að fá hana. En úr at-
vinnuleysinu verður
ekki bætt nema skilyrði
skapist fyrir ný og arð-
bær störf í þjóðfélag-
• „ «
ráðstöfunum í efnahagsmálum. Hún
tók upp náið samstarf við aðila
vinnumarkaðarins, sem m.a. lýsir sér
í sameiginlegum áherslum í efna-
hagsmálum og skilningi á því, að
nauðsynlegt var að bæta samkeppn-
Róum lífróður gegn
atvinnuleysinu