Morgunblaðið - 29.01.1994, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1994
35
Minning
Halldóra Þórðar-
dóttir Stóra-Saurbæ
Fædd 10. júní 1918
Dáin 21. janúar 1994
Þei, þei og ró.
Þögn breiðist yfir allt.
Hnigin er sól í sjó.
Sof þú í blíðri ró.
Við höfum vakað nóg.
Værðar þú njóta skalt.
Þei, þei og ró.
Þögn breiðist yfir allt.
(Jóhann Jónsson)
í dag er jarðsunginn frá Kot-
strandarkirkju í Ölfusi Halldóra
Þórðardóttir frá Stóra-Saurbæ.
Halldóra var dóttir hjónanna Þórðar
Oddssonar bónda að Eskiholti í
Borgarfírði og Loftveigar Kristínar
Guðmundsdóttur húsfreyju. Eign-
uðust þau hjón sex böm. Son sinn
misstu þau ungan en dæturnar
fimm komust allar á legg, þær
Kristín, Þóra, Halldóra, Rósa og
Þórunn Oddný. Er nú Þóra éin
þeirra sem eftir lifir. Þórður faðir
þeirra lést .ungur og fluttist þá
móðirin með dæturnar til Hafnar-
fjarðar, en seinna að Meltungu í
Kópavogi. Hún kynntist Gesti
Gunnlaugssyni sem gekk systrun-
um í föður stað.
Halldóra giftist Kristjáni Ey-
steinssyni 30. maí 1940. Varð þeim
sex barna auðið. Elstur er Björn,
þá Kristinn, Ásgeir, Loftveig, Gest-
ur og Friðrik. Þau eru öll gift.
Halldóra og Kristján eignuðust
heimili í Reykjavík, en árið 1952
lauk Kristján við að reisa fjölskyldu
sinni myndarlegt býli á Hjarðarbóli
í Ölfusi. Þar ólust börnin upp við
öryggi og ást foreldra sinna, dugn-
að móður sem vann hin hefðbundnu
heimilisstörf á sinn hljóðláta hátt.
Halldóra var einstaklega hreinlega
kona, hógvær og vann störf sín
hratt og örugglega. Fór það ekki
framhjá neinum sem þáði hjá henni
veitingar eða gistingu hvort heldur
var á Hjarðarbóli eða í Stóra-
Saurbæ, en þangað fluttist hún
ásamt yngsta syni sínum eftir að
Kristján lést 1967.
í Stóra-Saurbæ annaðist Hall-
dóra stórt heimili af .öryggi og festu.
í minningunni stendur eldri kona í
eldhúsinu og pönnukökuilmur bein-
línis lokkar mann inn í eldhús til
hennar. Hún var indæl heim að
sækja og þótti gaman að taka á
móti gestum. Eins og góðri hús-
freyju sæmir lét hún gestina sitja
í fyrirrúmi þegar þá bar að garði.
Stássstofa var opnuð, rósótta spari-
stellið tekið fram og gamla eldhús-
borðið svignaði undan kræsingum
í orðsins fyllstu merkingu. Einhver
einstök ró, gestrisni, sterk tengsl
við náttúruna og blíð hjörtu heimil-
isfólksins hafa einkennt þennan
gamla bæ í gegnum árin. Við sem
dvöldum þar í sveit vitum að það
er hveijum manni hollt að komast
í snertingu við slíka andlega auð-
lind.
Halldóra giftist seinni manni sín-
um, Ólafi Ragnari Guðmundssyni,
10. janúar 1971. Ólafur lést árið
1983. Jón Guðmundsson, bróðir
Ólafs, býr nú í Stóra-Saurbæ, einn-
ig yngsti sonur Halldóru, Friðrik,
ásamt fjölskyldu sinni. Er ömmu
nú sárt saknað af börnunum.
í febrúar á síðasta ári flutti Hall-
dóra til Reykjavíkur. Um sumarið
fór hún að kenna sér meins og
greindist þá með sjúkdóm sem óger-
legt var að lækna. Nú fór þróttur
gamallar konu þverrandi og margir
ástvinir horfnir á braut. Sumar ósk-
ir fengu að rætast, aðrar ekki.
Dagsverkinu var að ljúka.
I Reykjavík dvaldi hún lengst af
á heimili dóttur sinnar Loftveigar
og tengdasonar Gunnars Þórisson-
ar. Önnuðust þau hana og hlúðu
að henni af einstakri alúð í veikind-
unum. Hafi þau þökk fyrir, svo og
heimastoð Krabbameinsfélagsins
og starfsfólk Borgarspítalans. Eftir
harða baráttu við illvígan sjúkdóm
voru bænir hennar heyrðar og hún
fékk sína hinstu hvíld. Hennar er
sárt saknað.
Nú héðan á burt í friði’ eg fer,
ó, faðir, að vilja þínum,
í hug er mér rótt og hjartað er
af harminum læknað sínum.
Sem hézt þú mér, Drottinn, hægan blund
ég hlýt nú í dáuða mínum.
Því veldur hinn sæli sonur þinn,
er sála mín heitast þráði,
þú sýndir mér hann, ó, Herra minn,
af hjarta þins líknarráði,
í lífi og deyð mig huggar hann,
þá huggun ég bezta þáði.
(Þýð. H. Hálfd.)
Elsku amma, hvíl þú í friði.
Halldóra.
Minning
Nanna Sigfríð
Þorsteinsdóttir
Fædd 10. maí 1908
Dáin 5. janúar 1994
Mig langar til að minnast ömmu
minnar í örfáum orðum. Það var
seinnipart dags 4. janúar sem sím-
inn hringdi og mér var sagt að
ömmu hefði versnað mikið og hún
ætti ekki langt eftir. Ég ákvað að
muna hana eins og hún var ætíð,
ekki langt í broshrukkumar og
glettnina í augum. Þess vegna var
ég ekki hjá henni þegar hún kvaddi
þennan heim, en samt nálæg í huga
mínum og hjarta. Móðir mín kom
svo heim daginn eftir og sagði mér
að amma væri dáin.
Frá því að ég var lítil og man
fyrst eftir ömmu á Sólbakka eins
og við kölluðum hana alltaf, var
hún ætíð á þönum hvort sem var
utanhúss eða innan. Hún var kona
af þeirri kynslóð sem aldrei gat
verið verklaus. Það var alveg sama
hvað ég reyndi að vakna snemma,
alltaf var amma þar fýrir og bauð
mér glaðlega góðan dag. Amma var
umhyggjusöm og góð kona, alltaf
skynjaði hún þegar eitthvað var að
hvort sem var hjá mönnum eða
dýrum. Enda löðuðust börn og dýr
sérstaklega að henni. Endurnar og
hundurinn Hrólfur voru eins og
hennar börn. Þó að hún reyndi nú
fyrst að malda í móinn þegar Hrólf-
ur kom á bæinn, þá gat hver mann-
eskja séð hversu vænt henni þótti
um hann.
Ef heyrðist kvak og brak í hurð
þá vissi maður hver var þar á ferð,
amma og endurnar auðvitað. En
nú er ekki lengur nein amma til
að hleypa öndunum eða Hrólfi út
og veit ég að dýrin eiga eftir að
sakna hennar eins mikið og við fólk-
ið.
Eftir að afí dó fór heilsu ömmu
að hraka hægt og sígandi enda þá
komin á níræðisaldurinn. En hún
þráaðist við í nokkur ár í viðbót og
vildi ekki láta flytja sig á neitt gaml-
ingjaheimili eins og hún kallaði
það. En það kom að því að hún
treysti sér ekki lengur til að hugsa
um heimilið og jörðina enda fyllilega
búin að skila sínu hlutverki um
ævina. Hún ól upp stóran barnahóp
og sá um stórt heimili ásamt Sig-
urði eiginmanni sínum.
Aldrei man ég eftir mér á Sól-
bakka nema mikill gestagangur
væri þar, enda var öllum boðið inn
í kaffi sem bar þar að garði. Ef ég
fann ömmu ekki strax þegar ég kom
í heimsókn þá var annaðhvort að
leita frammi í húsum hjá dýrunum
eða inni í búri, þar sem hún varði
miklum tíma í matartilbúning. Og
mun ég alltaf muna stundirnar sem
ég átti í eldhúsinu með ömmu hvort
sem var eldsnemma á morgnana
eða seint á nóttunni þegar allir
aðrir í húsinu voru gengnir til náða.
Því alltaf virtist hún geta fundið
sér eitthvað til að gera.
Eitt er mér þó minnisstæðara
frekar en annað. Það var þegar ég
fór í rabarbaragarðinn með henni.
Einhvern veginn tókst henni að
gera þetta verk, sem mér hefur
alltaf fundist frekar leiðinlegt,
áhugavert. Hún sagði mér að loka
bara augunum og láta sem að ég
væri að skera dévítis njólann niður.
Ég varð svolítið hissa og leit á hana
því sjaldan heyrði ég hana blóta eða
tala illa um nokkuð, glettnin skein
þá úr augunum á henni og rabar-
barinn féll ört eftir þessa litlu at-
hugasemd.
Eftir að amma fluttist svo alfarið
til Egilsstaða urðu heimsóknirnar
fleiri enda styttra að fara. Fyrst
dvaldist hún á dvalarheimili aldr-
aðra og á ég margar minningar
þaðan úr litla herberginu hennar.
Eftir að hún var farin að tapa dálít-
ið áttum og þekkja færri virtist hún
samt alltaf þekkja mig hvenær sem
ég kom. Og enn þann dag í dag
þegar ég labba fram hjá herbergis-
glugganum hennar get ég séð hana
fyrir mér veifandi til mín í kveðju- v
skyni með bros á vör.
í einum af mörgum bréfum henn-
ar til mín man ég eftir því að hún
talaði ætíð um að hún væri nú orð-
in gömul og kölkuð og komin á
grafarbakkann. En nú er hennar
langa og ég veit góða ævi á enda
runnin og hún ekki bara komin á
grafarbakkann heldur farin yfir
móðuna miklu, þar sem að ég veit
að hún mun öðlast eilífa hvíld. Og
vonandi hitta sinn góða eiginmann
aftur og veit ég að þar munu verða
fagnaðarfundir. En við hin stöndum
eftir og söknum þeirra sárt. En ég
veit að við munum öll að lokum
hittast á ný og það gerir söknuðinn
léttbærari.
Takk fyrir allt, elsku amma mín.
Þórhildur.
Sími11440
'I
í?
Önnumst erfidrykkjur
íokkarfallegaog
virðulega gyllta sal.
= ö=ó 0=0=0= q]
'O
Þorsteinn Magnússon
trésmiður - Minning
Fæddur 23. mars 1937
Dáinn 11. janúar 1994
Laugardaginn 15. janúar var
borinn til grafar á Seyðisfirði Þor-
steinn Magnússon.
Við áttum ekki því láni að fagna
að eiga löng kynni við Þorstein.
Örlögin höguðu því þannig að leiðir
okkar lágu fyrst saman á síðasta
ári. Ekki þurfti löng kynni svo í ljós
kæmi hvaða mann Þorsteinn hafði
að geyma.
Dóttir okkar og tengdasonur
voru að stofna heimili og koma
húsnæði í stand, er þau höfðu keypt.
Fjölskyldan tók þátt í því, og
fremstur fór Steini, móðurbróðir
Magnúsar, enda smiðurinn í fjöl-
skyldunni.
Þrátt fyrir að sjúkdómur sá er
varð Steina að lokum yfirsterkari,
þjakaði hann, lét hann sitt ekki
eftir liggja.
Það var áhrifamikil lífsreynsla
að finna viðhorf Steina til með-
bræðra sinna og þá einstöku tillits-
semi til annarra, sem birtist okkur
þær fáu stundir sem við áttum sam-
an að sælda.
Nú óskum við þess að þær hefðu
verið fleiri.
Við kveðjum Steina með söknuði
og spyijum, hvers vegna hann fékk
ekki að vera lengur á meðal okkar,
sá sem hafði svo miklu meira að
gefa en hann þáði.
Við sendum foreldrum hans og
aðstandendum samúðarkveðjur.
Kristín Arinbjarnardóttir og
Sigurður Rúnar Ragnarsson.
Sveinbjörn Bein-
teinsson - Kveðja
Harmur er vakinn Of smá voru
í hjarta mínu. okkar kynni.
Nú er hér skarð Vildi eg að oftar
skildi fyrir. verið hefðu.
Fallinn til moldar Fróðleiks þíns
fyrir aldur, eg fengið hefði,
svifinn á brott að njóta lengur
er Sveinbjöm goði. og nema betur.
Lúta höfði Kveð eg þig Sveinbjöm
landsins vættir. sé ég för þína
Vindar kyrrast yfir algeim
vikna klettar. í átt til Valhallar.
Sær dynur Von mín er
með sorgarómi, að vættir góðar
lind stein velji þér leið
laugar tárum. um vegi nýja.
Með kveðju frá
Hákoni Aðalsteinssyni.
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birt-
ingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðs-
ins Kringlunni 1, Ri'ykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnar-
stræti 85, Akureyri.
+
Þökkum öllum sem við andlát og útför okkar ástkæru
GUÐBJARGAR SIGURLAUGAR GUNNLAUGSDÓTTUR
frá Kollafossi,
vottuðu henni virðingu og okkur ásamt fjölskyldum okkar samúð
og hlýhug.
Sérstakar þakkir fá allir þeir, sem á síðustu árum hlúðu að henni
og veittu henni gleði.
Guð blessi ykkur öll.
Gunnlaugur Pétur Valdimarsson, Anna Rósa Jóhannsdóttir,
Dóra Magnheiður Valdimarsdóttir, Ólafur Steinn Sigurðsson,
Ásmundur Smári Valdimarsson, Anna Guðnadóttir,
Heigi Ingvar Valdimarsson, Bryndís Stefánsdóttir,
Sigurður Eiriksson,
systkini hennar, barnabörn
og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okk-
ur samúð og vinarhug við andiát og
útför föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
ALFREÐS MÖLLER,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á
hjúkrunarheimilinu Seli og gamalla
Geysisfélaga.
Guð blessi ykkur öll.
Lucinda Gígja Möller,
Páll G. Möller,
Súsanna J. Möller,
Alma K. Möller,
Erla E. Möller,
JóhannG. Möller,
afabörn og
Halldór Hallgrímsson,
Gerður. G. Möller,
Birgir B. Svavarsson,
Sverrir Sigurvinsson,
Stefanía Hauksdóttir,
langafabörn.