Morgunblaðið - 29.01.1994, Page 44

Morgunblaðið - 29.01.1994, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1994 „ ág sk 'iL þe.t(&. eizki. Alucg frei þui 'ecj hófþetía. starf hefég i/eríðhaldinn óstjómlegum ‘otXa.i/iðctósakwifa'' Með morgunkaffinu Nei, það er ekki útlit fyrir að ég verði að gera neitt sérstakt í kvöld. Sófinn er búinn að vera hér síðan 1973. Til hvers viltu eig- inlega færa hann? BRÉF TEL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 íslandskynning á haustdögum í Austur-Finnlandi Frá Margréti Guðmundsdóttur: MÖRG undanfarin ár hefur Nor- ræna húsið í Reykjavík tekið þátt í kynningum á íslandi á hinum Norðurlöndunum. í október sl. voru haldnar ís- landskynningar á vegum Norræna hússins og Norræna félagsins í Helsingfors, Kotka og Joensuu í Austur-Finnlandi. í tengslum við þessa kynningu var ísafirði sem er vinabær Joensuu á íslandi, boðið að vera með og komu þaðan m.a. hinir ungu og efnilegu tónlistarmenn Ragnar Torfí Jónasson og Jóhannes Bjarni Guðmundsson og kynntu íslenska tónlist. Upphaflegu hugmyndina að þessum íslandssögum átti Maijatta Tuhkanen sem er formaður Nor- ræna félagsins í Joensuu og mikill íslandsvinur. Rithöfundurinn Eyvindur P. Ei- ríksson, Margrét Guðmundsdóttir frá Norræna húsinu í Reykjavík og Kristjana Sigurðardóttir frá ísafirði fóru í fjölmarga skóla og ýmis bóka- söfn, þar sem fjölbreytt menningar- starfsemi fer fram. Vakin var at- hygli á gildi norrænnar samvinnu og sagt frá íslandi í máli og mynd- um. Eyvindur P. Eiríksson kynnti íslenskar bókmenntir að fornu og nýju og Tapio Koivikari, sem dvald- ist á Islandi í nokkur ár, |as upp úr bók sem hann skrifaði á ísafirði. Ennfremur flutti vísnasöngkonan Gullý Hanna sem búsett er í Dan- mörku íslenska tónlist í skólum og fleiri stöðum. Gagnasafn Morgnnbladsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu verður framvegis varð- veitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. íslenskur matur var kynntur. Berit Thors frá Finnlandi og Sigríð- ur Gunnarsdóttir frá Norræna hús- inu í Reykjavík kenndu Finnum að baka íslenskar pönnukökur og kleinur og hvernig ætti að matreiða lambakjöt. Voru Finnamir mjög áhugasamir um íslenska matargerð, en misjafnar undirtektir fengu samt harðfiskur og hákarl. íslenskur heimilisiðnaður og ís- lenska ullin fengu einnig sinn sess á þessum íslandsdögum. Anton Karlsson sem bjó á íslandi í mörg ár rekur nú póstverslun í Finnlandi með íslenskar ullarvörur og segist vera stoltur af að geta boðið slíka gæðavöru þar. Frá ísafirði komu skartgripir úr fískroði, útsaumaðar og málaðar smámyndir. Ennfremur voru skartgripir úr íslenskum stein- um frá Borgarnesi. Dr. Sveinn Jakobsson hjá Nátt- úrufræðistofnun íslands setti sam- an mjög fallega steinasýningu sem vakti verðskuldaða athygli. Var hún sett upp í Kotka, Joensuu og Outuk- umpu sem er gamall námabær og er þar mikill áhugi ungra sem ald- inna á steinum. Farandsýning Nor- ræna hússins um heimsstyijöldina síðari var sett upp í Joensuu og fer væntanlega til Norður-Finnlands síðar í samvinnu við Norræna félag- ið í Helsingfors. Finnska myndlist- arkonan Eila Juuma, sem dvaldist á íslandi síðastliðinn vetur, sýndi grafík og málverk frá íslandi. í mörgum skólum höfðu nemend- ur undirbúið sig mjög vel fyrir þessa íslandskynningu. Víða voru skól- arnir skreyttir frá kjallara og upp í ijáfur með teikningum og mynd- skreyttum upplýsingum um ísland ásamt myndum af Vigdísi Finn- bogadóttur og íslenskum fánum. Þótti íslendingunum mikið til koma og væri vel þess virði að sýna eitt- hvað af allri þessari vinnu finnskra nemenda hér á landi og sjá hvaða hugmyndir þeir gera sér um ísland. Þessir íslandsdagar í Austur- Finnlandi vöktu mikla athygli og fjallað var mikið um ísland í fjöl- miðlum. Nú er verið að undirbúa íslandsferð frá þessum slóðum í byijun ágúst á næsta ári og eru þegar yfir 70 manns búnir að skrá sig í hana. Lýsir þetta vel íslands- áhuga Finna að þrátt fýrir erfítt efnahagsástand og samdrátt í at- vinnulífi í Finnlandi skuli svo marg- ir ætla að heimsækja okkur á 50 ára afmæli Iýðveldisins. MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR, starfsmaður Norræna hússins. HOGNI HREKKVISI /, £AFMAGNSTBPPie> tiANS NÆR EKXl LEHGKA Víkveiji skrifar Sú ákvörðun Össurar Skarphéð- inssonar umhverfisráðherra að flytja Veiðieftirlit ríkisins til Akur- eyrar þegar í vor mælist eðlilega ekki vel fyrir hjá starfsmönnum. Þeim gefst ekki mikill tími til að búa sig undir flutninga hafi þeir yfirleitt nokkra möguleika á að flytja búferlum norður, íjölskyldu- aðstæður og fleira geta gert slík umskipti ókleif. En hvað sem því líður er þetta framtak ráðherrans eftirtektarvert. Kröfur landsbyggðarmanna und- anfarna áratugi um að opinberar stofnanir verði fluttar frá Reykjavík hljóta loks hljómgrunn á æðstu stöðum. Útsvarstekjur starfsmanna Veiðieftirlitsins gera reyndar ekki mikið til að bæta hag Akureyrar en heyrst hefur að ætlunin sé að flytja fleiri stofnanir umhverfis- ráðuneytisins út á land og þá til fámennari byggðarlaga. Nú hlýtur sú spurning að vakna hvort Össur ætli að ganga lengra. Það er dag- ljóst að viðfangsefni ráðuneytis hans eru fyrst og fremst utan Reykjavíkur. Sjálfur þarf ráðherr- ann að vísu að sækja fundi Alþing- is til að geta svarað fyrirspurnum en hvað með ráðuneytismenn hans? Með faxtækjum og annarri nútíma tækni er hægðarleikur að halda við sambandinu milli ráðherra og undir- manna hans, ætli það yrði ekki ráðuneytinu til góðs að vera nær óspilltri náttúru landsins? Það yrði ómetanleg lyftistöng fyrir byggðar- lag á borð við t.d. Akranes, Borgar- nes eða Ólafsvík ef eitt ráðuneyt- anna yrði flutt þangað og ljóst að íbúarnir myndu ekki gleyma nafni mannsins sem reið á vaðið. xxx Þingskapalögum á Alþingi var breytt ekki alls fyrir löngu, þar sem stjórn þingsins taldi ótækt hve utandagskrárumræður drógust á langinn. Var þá umræða utan dagskrár takmörkuð og varð um það samkomulag í þinginu. Átti starfíð í þinginu þar með að ganga muh betur. En Adam var ekki lengi í para- dís, eins og sagt er, því að þing- menn voru ekki lengi að finna aðra leið til þess að fresta auglýstri dag- skrá þingsins og nú kveðja sér hljóðs um „fundarstjóm forseta" eins og það heitir og tala síðan þind- arlaust og þess á milli kveðja þeir sér einnig hljóðs til þess að „bera af sér sakir“. Allt ber síðan að sama brunni, stjórn þingsins kemst ekk- ert áfram með þingstörfin, sem þokast jafnhægt og áður. Nú eru það ekki utandagskrárumræðurnar, heldur umræður um „fundarstjórn forseta“ og það að „bera af sér sakir“, sem tefur. Annars getur Víkveiji verið sam- mála kunningja sínum, sem sagði, þegar minnst var á þessar þindar- lausu umræður eða það sem hann kallaði algjört hjóm: „Þetta er allt í lagi, þeir hækká ekki hjá mér skattana á meðan!“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.