Morgunblaðið - 29.01.1994, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1994
45
Er lútherskur rétttrúnaður
það eina rétta?
Frá Kristjáni Baldurssyni:
í RITI Guðfræðistofnunar Háskóla
íslands Trúarlíf íslendinga 1990
koma fram áhugaverðar upplýs-
ingar um trú og viðhorf íslendinga
til trúar og kirkju. Þessar upplýs-
ingar eru byggðar á víðtækum
skoðanakönnunum sem fram fóru
á árunum 1986 og 1987. Eitt af
því sem vekur sérstaka athygli er
það að stór hluti þjóðarinnar telur
sig trúaðan á sinn eigin persónulega
hátt. Einnig vekur það athygli að
einungis 10% þjóðarinnar fara einu
sinni eða oftar í mánuði til kirkju.
Hvað segja þessar upplýsingar, ein-
faldlega það að stór hluti þjóðarinn-
ar sem telur sig trúaðan og er það
án efa telur sig ekki eiga samleið
með kirkjunni. Hér eru greinilegar
niðurstöður sem ekki er hægt að
túlka öðruvísi en sem svo að fólk
sé ósammála þeim áherslum sem
kirkjan og þjónar hennar fara eftir
•í dag.
Enda hafa áherslurnar breyst
mikið á síðustu áratugum. Á einum
stað í tilvitnuðu riti segir (bls. 144)
„að margir prestar á íslandi hafa
ekki lagt mikla áherslu á altaris-
sakramentið í guðsþjónustu og til
voru þeir prestar sem voru ekkert
að halda þessu aðfólki“. En höfund-
ur ritsins lítur þannig á að „altaris-
sakramentin séu sjálfur kjaminn í
kristinni trú fyrir þá sem trúa á
Jesú og fórnardauða hans fýrir
syndir mannanna. Svo þeir megi
hólpnir verða“ (bls. 142). Það er
Ijóst að mun meiri áhersla er lögð
á þennan þátt guðsþjónustunnar
nú í dag en fyrr á árum.
Fjölhyggja
Fjölmargir íslendingar eru trúað-
ir á sinn eigin persónulega hátt,
þeir eru með öðrum orðum leitandi
eins og sagt er (sbr. leitið og þér
munuð finna), þrá að byggja sig
upp andlega og þroska sig og leita
sannleikans. Þó velflestir í þjóð-
kirkjunni séu skírðir, fermdir og
noti þjónustu kirkjunnar við hjóna-
vígslur og hinstu kveðju frá þessu
jarðlífi er ekki þar með sagt að
þeir séu sáttir við þær bókstafs-
kenningar og ofurkapp sem lagt
hefur verið á játningar og altaris-
sakramenti eins og raun ber vitni
nú í seinni tíð.
Til að mynda er mikill fjöldi trú-
aðs fólks í sálarrannsóknarfélögum
og guðspekifélögum. í guðspekifé-
lögum er hugsjónin alheimsbræðra-
lag og að engin trúarbrögð séu
sannleikanum æðri. Ekki ósamrým-
ist það kristilegri hugsun. Frum-
kvöðlar svokallaðra sálarrannsókna
töldu að það væri stórkostlegur
ávinningur fyrir kristna trú að geta
sannað lífið eftir dauðann á vísinda- .
legán hátt.’ Nokkuð er það að gríð-
arlegur fjöldi fólks hefur fengið
mikla huggun við ástvinamissi að
geta leitað' frétta af framliðnum
gegnum miðla. I þessu er fólgin
mikil persónuleg reynsla.
Þegar fólk hefur sannreynt og
fengið fyrir því persónulega sönnun
að lífið haldi áfram eftir dauðann
er það miklu meira virði og reynsla
sem enginn getur frá manni tekið.
Fyrr á árum voru auk heldur marg-
ir prestar sem höfðu ekkert á móti
þessu. Ber þá einna hæst hinn há-
menntaða guðfræðiprófessor og frí-
kirkjuprest Harald Níelsson, en
hann taldi það hlyti að vera mikill
styrkur fyrir kristna trú ef unnt
yrði að sanna framhaldslífið. Marg-
ir hneigjast einnig til þess að trúa
á fortilveru mannsins og svokallaða
endurholdgun (reincarnation).
Þetta er eitt af því sem kirkjan vill
ekki samþykkja en var í frum-
kristni viðurkennt. Auk þess sem
margt bendir til þess á ýmsum stöð-
um í Biblíunni að höfundar hennar
hafi talið fortilveruna staðreynd
(sbr. Jóhannesarguðspjall þar sem
spurt er hvort Jóhannes skírari sé
Elía endurborinn).
Það þarf ekki að koma neinum
á óvart að íslendingar eru trúaðir
á sinn persónulega hátt og það hlýt-
ur að verða að teljast styrkur hvers
og eins að hann vilji leita, að hann
vilji knýja á og nota sína dómgreind
til að gera sér grein fýrir trú sinni.
Hlutverk kirkjunnar
Kirkjan öllum opin var eitt sinn
sagt í hirðisbréfi. „Trúin er traust
manna á guði en guðfræðin manna
verk,“ sagði Jón biskup Helgason
VELVAKANDI
ÞAKKIRTIL
ILLUGA
JÖKULSSONAR
ELSA Guðsteinsdóttir hringdi
og vildi þakka Illuga Jökulssyni
fyrir orð í tíma töluð í morgunút-
varpi Rásar 2 sl. fímmtudag.
HEKLUELDAR
KONAN sem kom til Sögufé-
lagsins fyrir nokkru í leit að
bókinni Heklueldar getur haft
samband við afgreiðsluna í síma
14620.
TAPAÐ/FUNDIÐ
„Fljúgandi sæng“
MAÐUR nokkur hringdi og
sagði frá því að fyrir u.þ.b. viku
hefðr hann fengið „fljúgandi
sæng“ í höfuðið þar sem hann
var á gangi í Hraunbrún í Hafn-
arfirði í suðvestan strekkingi.
Eftir að hafa sannreynt að þetta
var ekki austurlenskt töfrateppi
fór hann með sængina á lög-
reglustöðina í Hafnarfirði og þar
getur eigandi vitjað hennar.
Gleraugu töpuðust
GLERAUGU í kringlóttri svartri
umgjörð töpuðust laugardags-
kvöldið 15. janúar, að öllum lík-
indum á leiðinni frá Skúlagötu
upp á Týsgötu. Hafi einhver
fundið gleraugun er viðkomandi
beðinn að hringja í síma 667336
eftir kl. 20.
Bíllykill fannst
BÍLLYKILL og vasahnífur fund-
ust rétt hjá Borgarspítalanum.
Nánari upplýsingar í síma
73989.
GÆLUDÝR
Kettlingar
TVEIR bráðfallegir kettlingar,
fæddir 4. desember, fress og
læða, fást gefins á góð heimili.
Upplýsingar í síma 627627.
Kettlingar
ÞRÍR níu vikna kassavanir
kettlingar fást gefíns. Upplýs-
ingar í síma 675420.
Týndur köttur
FRIÐA, sem er ómerkt lítil svört
og hvít læða, fór að heiman frá
sér, Laufengi 70, sl. þriðjudag
og síðan hefur ekkert til hennar
spurst. Hafi einhver orðið ferða
hennar var er hann vinsamlega
beðinn að hringja í síma 676827.
eitt sinn. (Nýtt kirkjublað 1908.)
Það virðist stundum gleymast að
guðfræðin er fræðigrein búin til af
mönnum á löngu tímabili. Sumir
halda að í trúarefnum hafi sannleik-
urinn verið gefinn í eitt skipti fyrir
öll, gagnstætt því sem gerist og
gengur um öll önnur fyrirbrigði.
Þarna er komið að svo kölluðu rétt-
trúnaðarsjónarmiði. Þar sem vitnað
er í óskeikula bók og óskeikula
guðfræði. Það má heldur ekki
gleymast að heilög ritning er rit-
safn flölda bóka sem skrifaðar eru
af mönnum á löngu tímabili og húii
getur því heldur ekki verið alfull-
komin frekar en önnur mannanna
verk. „Sannleikurinn mun gera yður
fijálsa," sagði meistarinn, hlýtur
hann ekki þarna að meina sjálfan
sannleikann um guð. Þann sann-
leika er ekki hægt að fjötra og
njörva í dauðan bókstaf. Því ættu
prestar þjóðkirkjunnar að hafa
fijálsari kenningagrundvöll í boðun
sinni svo kirkjan geti staðið undir
nafni og verið öllum opin. Bókstaf-
urinn er líka alveg þýðingarlaus þar
til hann kemst inn í lifandi hugsun
mannsins og fær þar þá merkingu
sem skynsemi hvers og eins leggur
í hann.
Sannleikur verður að upplifast
persónulega, sannleika er ekki hægt
að færa neinum. Sannleikann verða
menn að finna sjálfir og sannfær-
ast. Sannleikur kristindómsins er
svo háleitur að hann þolir frelsi
hugsandi fólks. Kirkjan ætti því
frekar að hvetja menn til þess að
hugsa sjálfstætt og kryfja til mergj-
ar allan þann háleita boðskap sem
felst í kristindómi, gera trúna lif-
andi svo hún verði til sáluhjálpar
og bæti menn og þroski. Heldur en
að krefjast skilyrðislausra játninga
á gamlar kennisetningar og guð-
fræði sem eru manna verk.
KRISTJÁN BALDURSSON,
tæknifræðingur á Akureyri.
LEIÐRETTIN G AR
Guðríður ekki
Guðrún
í umsögn Morgunblaðsins í gær
um tónleika . Hrafnhildar Guð-
mundsdóttur, mezzósópransöng-
konu, og Guðríðar St. Sigurðardótt-
ir, píanóleikara, sem Jón Ásgeirsson
skrifaði, er nafn Guðríðac misritað
á tveimur stöðum og er hún beðin
velvirðingar á því.
ATHUGASEMD
VEGNA fréttar í Morgunblaðinu í
gær um tafarbúnað, sem skylda á
útvarpsstöðvar til að taka í notkun
ef frumvarp um breytingu á út-
varpslögum verður samþykkt á Al-
þingi, vill Sigurður G. Tómasson,
dagskrárstjóri Rásar 2 Ríkisút-
varpsins, taka eftirfarandi fram:
„Ég er ekki þeirrar skoðunar að
búnaðurtil að tefja útsendingu kosti
aukamannskap eða valdi því í sjálfu
sér að útvarpsstöðvar þurfi að
hætta með beina símaþætti. Það
eru á hinn bóginn önnur atriði í
frumvarpi þingmannanna sem
munu gera það að verkum að það
verður erfitt, ef ekki óframkvæm-
anlegt, fyrir flesta að hafa svona
þætti á dagskrá.“
Tölur yfir lóöa-
úthlutanir víxl-
uðust
í forsíðukorti í fasteignablaði í
gær urðu þau mistök að tölur yfir
lóðaúthlutanir í Reykjavík víxluð-
ust. Kom fram að 346 lóðum hefði
verið úthlutað. Hið rétta er að 511
lóðum var úthlutað á sl. ári en þar
af var 165 lóðum skilað. Beðist er
velvirðingar á þessum mistökum.
KJÓSUM KATRÍNU GUNNARSDOTTUR
ÁGÆTU SJÁLFSTÆÐISMENN!
Kjósum Katrínu Gunnársdóttur í
6. sætið í prófkjöri sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík þann 30. og 31. janúar.
Kosningaskrifstofa Katrínar er
í Skipholti 35 ® 81 33 50 og 81 33 69
Aðhald
ráðdeild írekstrí
grundvöllur betri
pjónustu við borgarbúa
Kjósum
ÞORBERG AÐALSTEINSSON
M
1
n
Kjósum
kraftmikla
konu,
HELGU
w
----I-----
7. sætið
• • • tryggjijm málefnum fatlaðra og
aldraðra brautargengi.
STUÐNINGSMENN HELGU JÓHANNSDÓTTUR
Kosningaskrifstofa
Júlíusar Hafstein
borgarfulltrúa er
opin frá kl. 10.00
og fram eftir kvöldi
í dag og á morgun
vegna prófkjörs
sjálfstæðismanna.
Skrifstofan er á
Suðurlandsbraut 50
(bláu húsi við
Faxafen).
Sími 681056.
Styðjum Júlíus í 2. sætið
Stuðningsmenn.
Upphækkanir
fyrir flestar
geröir bifreiöa
Útsölustaðir:
Bílanaust hf.
Flest bifreiðaumboð.
Mólmsteypan HELLAhf.
Ill KAPLAHRAUNI 5 220 HAFNARFJOROUR SIMI 65 1022