Morgunblaðið - 29.01.1994, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1994
47
faám
FOLK
■ PETE Shmpras frá Bandaríkj-
unum og landi hans Todd Martin
leika til úrslita á Opna ástralska meist-
aramótinu í tennis. Sampras vann Jim
Courier og Martin hafði betur gegn
Svíanum Stefan Edberg.
■ GORAN Ivanisevic frá Króatíu
var sektaður um 6.000 dollara á mót-
inu fyrir að blóta í keppni. Þetta gerði
hann þegar hann mætti Courier í
átta manna úrslitum.
■ KAZUYOSHI Miura, knatt-
spyrnumaður ársins í Japan, hefur
gert árs samning og fær tvær millj.
dollara fyrir (um 145 millj. kr.). Með
þessum samningi verður hann launa-
hæsti leikmaður Japana.
■ MARSEILLE vann Monacó í
frönsku deildarkeppninni í gærkvöldi
með tveimur mörkum gegn einu.
HANDKNATTLEIKUR / HEIMSMEISTARAKEPPNIN 1995
IHF verst allra freqna
ALÞJÓÐA handknattleikssambandið, IHF, lætur ekkert frá sér
fara um heimsmeistarakeppnina t handknattleik 1995 fyrr en
eftirfund með Ólafi B. Schram, formanni Handknattleikssam-
bands íslands, á mánudag. Þá fær IHF umbeðin gögn varð-
andi keppnina hér á landi, en framkvæmdanefnd IHF á síð-
asta orðið uppúr miðjum febrúar.
Frank Birkenfeld, skrifstofu-
stjóri IHF, sagði við Morgun-
blaðið í gær að lög og reglugerðir
IHF um mótshald ættu að vera
skýr, en komið hefði í ljós að túlk-
un manna á þeim væri misjöfn.
Hins vegar hefðu Erwin Lanc, for-
seti IHF, og Raymond Hahn, fram-
kvæmdastjóri, ákveðið að segja
ekkert um málið fyrr en eftir helgi.
Þeir svöruðu ekki síma og Birken-
feld sagði, aðspurður um hring-
landaháttinn í sjónvarpsmálinu, að
menn gætu hafa sagt eitt og ann-
að, en opinberlega yrði ekkert gef-
ið út.fyrr en að loknum fundi með
formanni HSÍ.
Skipuleggjendur keppninnar á
íslandi hafa ekki fengið nákvæmar
upplýsingar um skyldur vegna
sjónvarpsmála, þó eftir því hafi
verið gengið. Þeir skilja lögin þann-
ig að þeim beri aðeins að tryggja
að hægt sé að senda leikina beint
héðan, en vegna óvissunnar hafa
þeir unnið að því að baktryggja
sig, komi til þess að þeir þurfi að
greiða fyrir upptökur og sending-
ar, og hefur m.a. verið rætt við
ráðherra um stuðning ríkisvaldsins,
ef á þarf að halda.
Að sögn Ólafs B. Schram fær
IHF umbeðin gögn í tíma, þ.e. stað-
festingu á því að leikirnir verði
teknir upp og þeir sendir út um
gervihnött og staðfestingu borgar-
stjóra þess efnis að Laugardalshöll
komi til með að uppfylla þau skil-
yrði, sem IHF hefur sett.
Spænskir fjölmiðlar hafa að und-
anförnu rætt um að Raymond
Hahn hafi gefið til kynna að Islend-
ingar gætu ekki haldið keppnina á
næsta ári og því yrði hún á Spáni.
Birkenfeld vísaði þessum fregnum
á bug og sagði að enginn samning-
ur hefði verið gerður við Spán-
veija. Hahn hefði verið á Spáni
undanfama daga, en heimsóknin
væri í engum tengslum við HM
heldur hluti af starfmu — hann
færi reglulega til aðildarlanda IHF
og þessi ferð hefði verið ákveðin
fyrir löngu.
Birkenfeld sagði að Islendingar
yrðu að skila umbeðnum gögnum
ekki síðar en á mánudag, en fram-
kvæmdanefnd IHF tæki málið fyrir
á fundi i Vín 18. eða 19. febrúar.
KORFUKNATTLEIKUR
Lárus Árnason skoraði mikið í gær, en reyndar ekki sitjandi.
Yfirburðir KR
SKIÐI
Beiðni um að
fleiri fari til
Lillehammer
Kingar höfðu algjöra yfirburði
þegar þeir mættu Tindastóli í
úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Lokatöl-
_■■■■ ur urðu 106:70 en
Skúli Unnar mestur varð munur-
Sveinsson inn 43 stig eftir gríð-
skrifar arlega öflugan kafla
KR-inga í upphafi
síðari hálfleiks. Þá breyttu þeir stöð-
unni úr 48:32 í 78:35; gerðu 30 stig
gegn þremur. Eftir það þurfti ekki
að spyija að leikslokum.
Það eina sem gladdi augað í leik
Sauðkrækinga var leikur Páls Kol-
beinssonar, bakvarðar og fyrrum
KR-ings. Hann smaug oft skemmti-
lega á milli fyrrum félaga sinna og
lagði knöttinn ofan í körfuna. Hinum
megin var annar bakvörður einnig í
órsarar unnu sinn annan sigur
í deildinni í vetur þegar þeir
lögðu KR-inga að velli 23:21 á
Akureyri f gær-
kvöldi og var sigur
Bríksson Þ®jrpa sanngjarn.
skrifar KR-ingar máttu
hins vegar illa við
því að tapa stigum því baráttan á
botninum er hörð.
Þórsarar voru ákveðnir strax í
upphafi leiks og náðu góðri forystu
sem þeir juku allan hálfleikinn. Er
miklu stuði, Lárus Árnason, sem
gerði 25 stig, átta þriggja stiga körf-
ur og eitt stig úr vítakasti að auki.
Reyndar verður að segja eins og er
að nýting þeirra félaga var alls ekki
til að hrópa húrra fyrir.
Allir KR-ingar gerðu stig í gær
og ungur leikmaður, Atli Freyr Ein-
arsson, lék sinn fyrsta leik og stóð
sig vel. Grissom var sterkur og Nic-
olic einnig. KR-ingar léku góða vöm
þegar þeir mundu eftir því en stund-
um gleymdu þeir sér, en það kom
ekki að sök.
Tindastóll er ekki með sterkt lið.
Robert Buntic átti þó ágætan leik í
síðari hálfleik en var ekki sannfær-
andi í þeim fyrri.
gengið var til leikhlés höfðu þeir
gert 13 mörk gegn 7 mörkum gest-
anna.
Það var greinilegt að Ólafur Lár-
usson, þjálfari KR-inga, hafði lesið
sínum mönnum pistilinn í hálfleik
því leikur þeirra eftir hlé var mun
beittari og munaði þar mestu um
stórleik Hilmars Þórlindssonar sem
gerði 9 mörk í síðari hálfleik.
Þórsarar hélu þó alltaf forystunni
og þrátt fyrir mikla spennu í lokin
héldu þeir haus og fóru með sigur
Stjórn Skíðasambands íslands
samþykkti á stjórnarfundi í
gær að fela formanni sambandsins,
Sigurður Einarssyni, að leggja fyrir
framkvæmdastjómarfund Olympíu-
nefndar íslands, beiðni frá SKÍ um
að sendir verði átta keppendur frá
íslandi á Ólympíuleikana í Lilleham-
mer, en ekki fimm eins og Ólympíu-
nefnd samþykkti á fundi sínum á
miðvikudaginn.
Stjóm SKÍ gerði í rauninni sam-
þykkt um þetta á fundi sínum 17.
janúar en formaðurinn kom þeirri
að var heilmikið um að vera í
þjálfaramálum í ensku knatt-
spyrnunni í gær og föstudagsins
29. janúar verður minnst í knatt-
spyrnusögunni fyrir að þá vora
vandamál vegna þriggja af eftir-
sóttustu stöðum í ensku knatt-
spyrnunni leyst. Gream Souness
þjálfari Liverpool hætti, John Tos-
hack tók við landsliði Wales og
Terry Venables við enska landslið-
inu.
Souness játaði sig sigraðan í gær
og sagði upp. Hann tók við Liver-
pool fyrir tveimur og hálfu ári og
ætlaði að viðhalda fornri frægð síð-
ustu þriggja áratuga, en ætlunár-
verkið mistókst og í gær viður-
kenndi hinn fertugi þjálfari það.
Tapið fyrir Bristol City á þriðjudag-
af hólmi. Þegar þrjár mínútur vora
eftir hafði Þór yfir 22:20, KR
minnkaði muninn í 22:21 en það
var svo Jóhann Samúelsson sem
innsiglaði sigurinn.
Hjá Þór átti Hermann góðan leik
í markinu og einnig lék Alexandrov
vel, en hann lék sinn síðasta leik
með liðinu.
Hjá KR stóð Hilmar uppúr; gerði
hvorki meira né minna en 13 mörk
og réðu Þórsarar ekkert við hann.
beiðni sambandsins ekki eftir form-
legum leiðum inná Ólympíunefndar-
fundinn. Mikillar óánægju hefur
gætt meðal ýmissa skíðamanna sem
telja að formaðurinn hefði átt að
tala máli þeirra sem ekki náðu lág-
mörkunum sem Ólympíunefndin
setti. Stjómin samþykkti því í gær
að fela formanninum að koma
beiðninni rétta boðleið, en næsti
fundur framkvæmdanefndar
Ólympíunefndarinnar verður vænt-
anlega á mánudaginn.
inn var dropinn sem fyílti mælinn.
„Þetta er sorgardagur fyrir mig
en eftir að hafa hugsað málið mik-
ið ákvað ég að best væri fyrir félag-
ið að ég hætti. Ég tók við starfinu
á sínum tíma fullur bjartsýni á að
ég gæti gert félagið að stórveldi á
nýjan leik en það reyndist erfiðara
en ég bjóst við,“ sagði Souness.
John Toshack ætlar að taka að
sér landslið Wales í hlutastarfi því
hann mun halda áfram sem þjálfari
Real Sociedad á Spáni.
Terry Venables var í gær form-
lega ráðinn landsliðsþjálfari Eng-
lands. Hann gerði samning til júlí-
loka 1996 og er talið að árslaun
hans verði um 140.000 pund, eða
tæplega 15,4 milljónir króna.
FELAGSLIF
Selfyssingar stofna
stuðningsmannaklúbb
Stuðningsmenn Selfossliðsins ( hand-
knattleik sem búsettir eru á höfuðborgar-
svæðinu hafa ákveðið að stofna formlega
stuðningsmannafélag, og verður stofnfund-
urinn haldinn í veitingahúsinu Gaflinum í
Hafnarfirði í dag klukkan 14. f fréttatil-
kynningu eru allir velunnarar Selfossliðsins
hvattir til að koma á stofnfundinn, hitta
gamla félaga, ræða málin og hita upp fyrir
Evrópuleikinn Selfyssinga og Pick Szeged,
sem hefst í Kaplakrika að fundinum loknum.
Stuðníngsmannaklúbbur
FH stofnaður
Knattspymudeild FH stofnar einnig
stuðningsmannaklúbb í dag. Fundurinn
hefst kl. 11 í Kaplakrika.
KR-UMFT 106:70
íþróttahúsið Seltjamamesi, úrvalsdeildin í
körfuknattleik, föstudaginn 29. janúar
1994.
Gangur leiksins: 2:0, 2:4, 4:8, 17:8, 24:17,
40:21, 40:27, 48:32, 61:32, 67:35, 78:35,
83:46, 89:48, 94:64, 106:70.
Stig KR: Láms Ámason 25, Mirko Nicolic
21, Davið Grissom 20, Guðni Guðnason 12,
Ólafur Jón Ormsson 7, Atli Freyr Einarsson
6, Hrafn Kristjánsson 5, Hermann Hauks-
son 4, Ósvaldur Knudsen 4, Tómas Her-
mannsson 2.
Stig UMFT: Robert Buntic 25, Páll Kol-
beinsson 21, Hinrik Gunnarsson 8, Láms
Dagur Pálsson 5, Sigurvin Pálsson 4, Ingv-
ar Ormarsson 3, Ómar Öm Sigmarsson 2,
Ingi Þór Rúnarsson 2.
Dómarar: Kristján Möller og Kristinn Ósk-
arsson. Auðdæmdur leikur.
Áhorfendur: Um 150.
1. deild karla:
Reynir-ÍS.......................79:70
Leiknir - Léttir................78:67
Þór-KR 23:21
fþróttahöllin Akureyri, 1. deild karla f hand-
knattleik, 14. umferð.
Gangur leiksins: 2:p, 6:3, 8:4, 9:6, 13?7f
15:8, 18:12, 19:16, 20:18, 22:20, 23:21.
Mörk Þórs: Jóhann Samúelsson 6, Evgeni
Alexandrov 5/1, Geir Kristinn Aðalsteins-
son 4, Atli Rúnarsson 3, Sævar Ámason
3, Samúel Árnason 2.
Varin skot: Hermann Karlsson 16 (þaraf
5 til mótherja).
Utan vallar: 10 mínútur.
Mörk KR: Hilmar Þórlindsson 13/2, Davíð
Hallgrímsson 3, Einar B. Ámason 3, Páll
Beck 2.
Varin skot: Alexander Revine lO/1 (þaraf
4 til mótherja).
Utan vallar: 4 mínútur.
Dómarar: Einar Sveinsson og Þorlákur
Kjartansson.
Áhorfendur: Fékst ekki uppgefið.
2. deild karla:
ÍBK-ÍH...........................8:36
Um helgina
Körfuknattleikur
Laugardrigur
Bikarúrslit kvenna:
Laugardalshöll: f BK - UMFG....13.30
Bikarúrslit karla:
Laugardalshöll: ÍBK-UMFN..........16
Sunnudagur
1. deild karla:
Digranes: UBK - Léttir............16
Handknattleikur
Laugardagur
Evrópukeppni bikarhafa:
Seinni leikur í átta liða úrslitum
Kaplakriki: Selfoss - Pick Szeged.16.30
2. deild karla:
Digranes: UBK - Fjölnir............17
Sunnudagur
1. deild karla:
Seljaskóli: ÍR - fBV...............20
Strandgata: Haukar - V alur........20
Varmá: UMFA-Stjaman................20
Vfkin: Víkingur-FH.................20
Blak
Laugardagur
Ásgarður: Stjaman - KA (ka.)....15.30
Víkin: Víkingur- KA (kv.)..........17
Júdó
íslandsmeistaramót í sveitakeppni f júdó
verður í íþróttahúsi FB við Austurberga
dag. Kl. 14 hefst keppni U-21 karla, en
kl. 15 keppni karta. Á morgun verður af-
mælismót Júdósambandsins. Kl. 10 hefst
keppni karla U-21, kl. 12 keppni karla og
kvenna og um kl. 15 verða undanúrslit og
úrslit.
Keila
Keilumót Eimskips verður f Keiluhöllifllf*
Öskjuhlíð kl. 12 í dag, en kl. 20 hefst mót
Nýliða og Keiluhallarinnar.
Hjólreiðar
Snjóhjólreiðakeppni framhaldsskólanna
verður í Öskjuhlfð f dag. Keppendur verða
ræstir við Perluna kl. 14, en skráning hefst
kl. 13.30 og er mótið opið öllum framhalds-
skólanemendum á Stór-Reykjavíkursvæð-
inu. Ekkert þátttökugjald, en verðlaun fyrir
þijú efstu sætin.
HANDKNATTLEIKUR
Annar sigur Þórsara
KNATTSPYRNA
Souness hætftur