Morgunblaðið - 29.01.1994, Síða 48
MORGUNBLAÐlfí, KRINGLAN 1 103 REYKJA VÍK
SÍMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3010 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85
LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1994
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK.
Flugleiðir
Aætlunar-
flug til Mall-
orca í sumar
FLUGLEIÐIR munu fljúga áætl-
unarflug til Mallorca einu sinni í
viku á mánudögum frá 23. maí
og fram til 3. október í haust.
Að sögn Péturs J. Eiríkssonar,
framkvæmdastjóra markaðssviðs, er
þetta í fyrsta sinn sem flogið er í
áætlunarflugi til Mallorca. Samið
hefur verið við ferðaskrifstofuna
Úrval-Útsýn um 130 sæti í hverri
vél en 23 sæti verða til sölu á al-
mennum markaði. Reiknað er með
að þau sæti verði fyrst og fremst
seld á Spáni.
----♦ ♦ ♦---
Siglufjörður
1.500 pönnu-
kökur með
sólarkaffinu
SJÁLFSBJARGARKONUR á
Siglufirði bökuðu pönnukökur
Itanslaust frá því fyrir kl. 5 í
gærmorgun og til hádegis í tilefni
af því að þennan dag nær sólin
að sýna sig á nýjan leik í Siglu-
firði. Að sögn Völu Jónasdóttur
formanns Sjálfsbjargar komu
tæplega 30 konur nálægt bakstr-
inum í gær og bökuðu þær rúm-
lega 1.500 pönnukökur sem seldar
voru í ýmis fyrirtæki í bænum þar
sem slegið var upp veislu í tilefni
dagsins og drukkið sólarkaffi.
Vala sagði í samtali við Morgun-
blaðið að sólin hefði rétt náð að sýna
sig ofan á fjallatoppunum um ellefu-
leytið í gærmorgun en hún hefði þó
ekki náð að skína ofan í bæinn þar
sem þykknað hefði upp. Veður var
_ mjög stillt og gott þrátt fyrir mikið
frost í Siglufirði í gær að sögn Völu,
og sagði hún að verulega hefði lifn-
að yfir öllum í bænum af þeim sök-
um.
Á fjórða hundrað manns leitaði piltanna tveggja úr Keflavík
Morgunblaðið/Júlíus
Spor rakin
SPORHUNDURINN Trýna ásamt umsjónarmönnum rekur slóð eftir hömrunum á Vatnsnesi sem skagar út í sjó frá Keflavíkurbæ miðjum.
Vísbendingar reyndust
ekki vera á rökum reistar
SJÓNARVOTTAR staðhæfðu í gær að hafa
séð til piltanna tveggja úr Keflavík sem
saknað hefur verið síðan á miðvikudag, en
að sögn Ólafs Bjamasonar formanns svæðis-
stjórnar björgunarsveita á Suðurnesjum
hafa engar vísbendingar sem borist hafa
reynst vera á rökum reistar.
Á fjórða hundrað manns úr röðum björgunar-
sveita og lögreglu leitaði piltanna áfram í gær,
en leit var hætt fyrir miðnætti.
Björgunarsveitarmenn ætla að koma saman ,
aftur snemma í dag, en Ólafur sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær að ef piltarnir hefðu
ekki fundist þá væri ekki tilefni til bjartsýni.
Þórir Maronsson yfirlögregluþjónn tók í sama
streng. „Þó að piltamir séu í góðum göllum
er annar þeirra aðeins í strigaskóm og hinn
húfulaus. Kuldinn og veðrið auka á svartsýni
okkar þar sem það dregur úr líkunum á að
þeir geti leynst utandyra," sagði hann.
Sjá frétt á bls. 18.
Eigendur íslenska saltfélagsins í viðræðum um framtíð verksmiðjunnar
Verulega fjármuni vant-
ar nú til uppbyggingar
EIGENDUR Íslenska saltfélagsins á Reykjanesi eiga nú í viðræðum
um framtíð fyrirtækisins. Verksmiðjan hefur átt við ýmis tæknileg
vandamál að etja og er áætlað að a.m.k. 100 milljónir króna vanti til
að standa straum áf kostnaði við nauðsynlegar endurbætur. Varabor-
hola fyrirtækisins hefur reynst ónothæf og endurnýja þarf ýmsan
búnað til að ná viðunandi afköstum, samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins. Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja og sljórnar-
maður í fyrirtækinu, sagði að yfirlýst stefna allra sem komið hefðu
að viðræðunum væri að halda fyrirtækinu gangandi.
Hollenska fyrirtækið Akzo
XChemicals keypti í ágúst á sl. ári
meirihluta í danska fyrirtækinu
Sagafood Ingredients og var þar
með orðið aðaleigandi félagsins.
Einnig gengu Hitaveita Suður-
nesja, íslenskir aðalverktakar og
Eignarhaldsfélag Suðurnesja inn í
félagið. Miðað við núverandi hlut-
deild eiga hollenskir aðilar 58% í
móðurfélagi saltverksmiðjunnar,
Íslendingar 34% en Danir 8%, eftir
því sem næst verður komist.
íslenska saltfélagið hefur aldrei
náð þeim markmiðum um fram-
leiðslu sem ákveðin voru í upp-
hafi. Vonast var til að með tilkomu
Akzo yrði auðveldlega hægt að
ráða bót á vandamálum verksmiðj-
unnar enda er hér um að ræða
stærsta saltvinnslufyrirtæki heims
með dótturfyrirtæki um víða ver-
öld.
Framleiðsluvörur eru tvær,
heilsusalt sem markaðssett er af
Akzo á heimsmarkaði og matar-
salt til fiskiðnaðar á íslandi. Hrá-
efni er jarðsjór úr borholu Hita-
veitu Suðurnesja, sem eimaður er
með gufu.
Tæknileg vandamál
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins hafa ýmsir möguleikar
verið ræddir milli eignaraðilanna.
M.a. þykir koma til greina að hol-
lenska fyrirtækið dragi sig út úr
rekstrinum og saltfélagið verði al-
farið í íslenskri eigu. Einnig hefur
verið rætt um að hollensku aðilarn-
ir yfirtaki reksturinn.
Júlíus Jónsson, forstjóri Hita-
veitu Suðumesja og stjórnarmaður
í fyrirtækinu, sagðist telja að fyrst
og fremst væri tæknilegum vanda-
málum um að kenna hvernig kom-
ið væri. Ekki hefði verið hægt að
framleiða jafn mikið magn og
áætlanir gerðu ráð fyrir. Hins veg-
ar hefði verið hægt að selja alla
framleiðsluna og rúmlega það.
Hann staðfesti að óformlegar við-
ræður milli hluthafa hefðu átt sér
stað varðandi hvernig best væri
að standa að hlutafjáraukningu.
Hvaðan hún kæmi og hversu mik-
il hún yrði væri ekki ákveðið. Júl-
íus sagði yfirlýsta stefnu allra sem
kæmu að viðræðunum að halda
fyrirtækinu gangandi.
155 Akur-
eyringar
með upp-
sagriarbréf
155 starfsmenn tveggja stórra
atvinnufyrirtækja á Akureyri
fengu uppsagnarbréf í gær.
Slippstöðin-Oddi hf. sagði upp
öllu sínu starfsfólki vegna end-
urskipulagningar á rekstri og
SS-Byggir hf. sagði upp 23 af
30 starfsmönnum sínum vegna
fyrirsjáanlegs verkefnaskorts.
Greiðslustöðvun Slippstöðvarinn-
ar-Odda hf. rennur út í næsta mán-
uði, en þess er vænst að í næstu
viku verði hægt að leggja fram
frumvarp að nauðasamningum og
afstýra gjaldþroti fyrirtækisins.
Helstu lánardrottnar fyrirtækis-
ins, Landsbankinn Iðnlánasjóður og
Iðnþróunarsjóður, hafa samþykkt
aðgerðir til að endurskipuleggja og
treysta rekstrargrundvöll félagsins.
Setja þeir þá fyrirvara að nauða-
samningar takist við aðra kröfuhafa
og hlutafé verði fært niður.
Sjá fréttir á bls. 4 og 20.