Morgunblaðið - 03.02.1994, Side 2

Morgunblaðið - 03.02.1994, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1994 Halldór Blöndal sagði að frum- varpið nú fæli í sér að ákvörðun verðjöfnunargjalda væri í höndum landbúnaðarráðherra og staðfest væri bann við því að fluttar væru inn landbúnaðarvörur ef nóg væri til af þeim í landinu. „Þetta þýðir á mæltu máli að það er óbreytt ástand. Það stendur hvorki til að færa út bann við innflutningi landbúnaðarvara né hækka verð á landbúnaðarvörum með því að leggja á þær vörugjald á nýja vöruflokka. Um leið er stað- fest vald ráðherra til að leggja verð- jöfnunargjöld á þær vörur sem eru á listunum með frumvarpinu ef sú staða kemur upp að ráðherra og framleiðsluráð landbúnaðarins telja ástæðu til að heimila innflutning," sagði Halldór Blöndal. Þingflokkar stjómarflokkanna fjölluðu um drög að frumvarpinu á mánudag í síðustu viku, en ekki var þó endanlega afgreitt fyrr en í gær hvaða vörur ættu að vera á bannlist- anum. Á listann hefur nú meðal ann- ars verið bætt öllu pasta með Iqot- innihaldi en fyrir var á listanum pasta með yfír 20% kjötinnihaldi. Þá er sérstakur viðauki með lista yfir þær vörur sem heimilað er að flytja til landsins samkvæmt samningnum um Evrópskt efnahagssvæði, svo sem ákveðnar tegundir af smjörlíki og súpur með kjötinnihaldi. í athuga- semdum með frumvarpinu kemur fram, að þetta sé gert til að auka við heimildir til álagningar verðjöfn- unargjalda. Heimsókn Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra til Noregs Ræða þorskveiðar í Smugu og Barentshafí Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, frcttaritara Morgunbladsins. ÞORSTEINN Pálsson, sjávarútvegsráðherra Islands, kom í gær í opin- bera heimsókn til Óslóar „með farteskið fullt af vandamálum" eins og sagði í frétt frá NTR-fréttastofunni. í dag, fimmtudag, er búist við að veiðar íslendinga í Smugunni verði ræddar á fundi með norska sjáv- arútvegsráðherranum, Jan Henry T. Olsen.- I norsku blöðunum segir að Þor- með starfsbróður sínum, Jan Henry Morgunblaðið/Sverrir Með búvörulagafrumvarpið HALLDÓR Blöndal landbúnaðarráðherra með frumvarpið í gær. LandbúnaðarráðherTa um búvörufnimvarp Forræði yfír verð- jöfnun staðfest STJÓRNARFRUMVARP um breytingu á búvörulögum var lagt fram á Alþingi í gær. Samkvæmt því er innflutningur á tilteknum vörum óheimill nema með heimild landbúnaðarráðherra og er miðað við að þetta gpldi fram til gildistöku GATT-samkomulagsins. I viðaukum með frumvarpinu eru Iistar yfir þær vörur sem við er átt. Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra segir að frumvarpið staðfesti enn frekar það samkomulag sem ríkisstjórnin gerði í desember og staðfest hafi verið með lögunum 21. desember. ástand þá mánuði sem eftir eru þar til GATT gengur í gildi. Óvissu sé að öllu leyti eytt með því að setja frumvarpið fram þannig að taldar séu upp allar þær vörur sem bannað sé að flytja inn. „Þegar GATT-samkomulagið gengur í gildi verður bannað að banna og þá verður ekkert leyfisveit- ingavald til lengur. Þá fellur það úr gildi að landbúnáðarráðuneytið geti leyft eða bannað innflutning. GATT er um það að menn geti lagt á tolla til þess að jafna upp misgengi og samkvæmt tollalögum eru þeir ákvarðaðir í fjármálaráðuneytinu." Sighvatur segir að ef það forræði ætti að vera í landbúnaðarráðuneyt- inu þyrfti augljóslega að breyta tolla- lögum. Sjá bls. 43: „Búvör'ulagafrum- varpið lagt fram ...“ steinn muni varla fá hjálp í Noregi við að leysa vandamál íslendinga í tengslum við fískveiðar en það nýj- asta eru kaup íslenskra útvegsmanna á fímm togurum í Kanada. Þá hefur það vakið athygli í Noregi að íslensk- ir útvegsmenn hóta að skrá skip sín undir hentifána og senda þau til veiða , á alþjóðlegum hafsvæðum, ef til vill í Barentshafí og Smugunni. „Við höfum okkar vandamál," var það eina sem Þorsteinn Pálsson sagði við fréttamann NTB við komuna til Noregs. Hann vildi ekki tjá sig um kaupin á kanadísku togurunum, sem hefur vakið reiði Landssambands ís- lenskra útvegsmanna. Þorsteinn átti í gær stuttan fund með Gro Harlem Brundtland, forsæt- isráðherra Noregs. Þaðan hélt ráð- herrann í Munch-safnið, þar sem hann hitti fulltrúa hagsmunasam- taka í norskum sjávarútvegi og fisk- iðnaði. í gærkvöldi sat Þorsteinn kvöldverð í boði Norges Fiskarlag. I dag, fímmtudag, mun ráðherr- ann eiga tveggja klukkustunda fund T. Olsen. Munu þeir ræða þorskveið- ar í Barentshafí og ráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna um úthafsveiðar en þar eiga löndin sameiginlegra hags- mun að gæta. Hafa Norðmenn hvað eftir annað bent á það að með veiðum sínum í Smugunni gangi íslendingar gegn hagsmunum sínum. Þá verða Þorsteini kynntar aðildarviðræður Noregs að Evrópubandalaginu og áhrif EES-samningsins. Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra Gjaldskrá STEFs með samþykki ráðuneytis GJALDSKRÁ Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, STEF, er samþykkt hjá menntamálaráðuneytinu að sögn Ólafs G. Einarsson- ar. Ráðherrann segir að hún sé sett með vísun í höfundalög og í henni séu ákvæði sem veiti heimild til innheimtu gjalds fyrir flutning utan útvarps. Ólafur segir einnig að samkvæmt sínum heimildum sé verið að reyna innheimtu á þessum forsendum hérlendis í fyrsta sinn og kunni það að valda þessum viðbrögðum. Innheimta fyrir flutning utan útvaiTis hafi tíðkast á Norðurlöndum til þessa þótt hún sé ný hér. Ólafur segir að gjaldskrá samtak- anna sé sett með vísun í höfundalög- in og þau hafí heimild til þess að heimta gjald af tónlistarflutningi ut- Atvinnuleysi í Garðinum Mikil breytmg til batn- aðar á örfáum dögrim Garði. MJÖG hefir slegið á atvinnuleys- ið undanfarna daga. Nú eru 27 skráðir atvinnulausir en þegar verst lét um miðjan janúar voru 95 á atvinnuleysisskránni. Flestir hinna atvinnulausu eru verkamenn, eða 20 manns, þrír eru í iðnsveinafélögum, einn verkstjóri og einn sjómaður. íbúar í Garðinum voru 1. des sl. 1.110, 555 konur og 555 karlar. Atvinnuleysið mæl- ist skv. þessu 2,4%. Góð aðsókn hefír verið í nýju íþróttahöllina okkar. 5.136 manns komu í húsið og þar af komu tæp- lega 1.200 manns í sundið þrátt fyrir að laugin sé útilaug og válynd veður. Arnór an útvarps. Gjaldskráin hafí verið samþykkt hjá ráðuneytinu og í henni sé kveðið á um innheimtu af verslun- um og öðrum þjónustufýrirtækjum. Ráðherrann segist vona að ekki hafí verið farið út fyrir heimild laga með setningu gjaldskrárinnar og það verði skoðað á næstunni. Hann segir að innheimta á þessum forsendum hafí tíðkast á Norðurlöndunum til þessa. Nú sé verið að taka þetta upp hér í fyrsta sinn og viðbrögðin þess vegna á þessa lund. „Ég þarf að skoða þetta mál betur en ég vona að það hafi ekki verið farið út fyrir heimild laga,“ segir Ólafur. Hann vildi ekki tjá sig um það á þessu stigi hvort reglur um flutning utan útvarps yrðu endurskoðaðar. Að- spurður hvort segja mætti að verið væri að marginnheimta fýrir sama hlutinn sagði Ólafur að ekki væri hægt að fullyrða um það á þessu stigi málsins. Bond Evans aðalforstjóri bandaríska álfyrirtækisins Alumax Jákvætt fyrir áliðnaðinn að Rússar dragi úr framleiðslu Allri óvissu eytt Sighvatur Björgvinsson viðskipta- ráðherra sagðist vera mjög ánægður með að nú væri komin full sátt um innflutning landbúnaðarafurða sem gengi út á að varðveita óbreytt BOND Evans, aðalforsljóri bandaríska álfyrirtækisins Alumax, sem er eitt þriggja álfyrirtækjanna í Atlantsálshópnum segir að vissulega fel- ist jákvæð teikn í því fyrir heimsmarkaðinn i álframleiðslu að Rússar skuli hafa fallist á að draga úr álframleiðslu sinni sem nemur 500 þúsund tonnum á næstu 6 mánuðum. Evans sagði í samtali við Morgun- blaðið að líkur þess að jafnvægi kæmist á framboð og eftirspum eftir áli, fyrr en ætla hefði mátt til þessa, ykjust við þessa ákvörðun Rússanna. í dag Fjárhagsáætlun Reykjavíkur Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins leggja fram 18 ályktunartillög- ur í kvöld 16 124 erindi um fjárhagsaöstoð Aldrei hafa eins margir leitað ásjár Félagsmálastofnunar á Akureyri og 1 janúar 18 Umdeildur hiskup Enskur biskup sem trúði hvorki á meyfæðingu né upprisu Krists sest í helgan stein í sumar 24 Leiðari Löggjöf og réttarríki 26 Viðskipti/A tvinnulíf ► Markmið og framtíðarsýn Skeljungs - Viðskipti með vöm- skiptanetum - Myndir yfir á geisladiska - Hugvitskonur - Afengiseinkasala og EES Dagskrá ^ Mexíkóskur kvikmyndaiðnað- ur á uppleið - Tíu bestu iýósna- myndirnar - Hægt að djamnia með átrúnaðargoðinu í gegnum tölvu - Myndbönd - Bíó „Eins og ég hef áður sagt við Morgunblaðið, þá er skoðun mín á Atlantsálverkefninu óbreytt, það verður góður og fýsilegur kostur að reisa nýja álbræðslu á Keilisnesi, þegar markaðsaðstæður í heiminum leyfa það. Hversu mikil áhrif þessi ákvörðun Rússanna hefur, get ég ekki sagt til um nú, en ég tel hana vissulega vera jákvæða vísbendingu í þá veru að rússneskir álframleið- endur séu að átta sig á gildi mark- aðslögmálanna," sagði Evans. Hann bendir á að bandarískir álframleið- endur hafi dregið úr ársframleiðslu sinni sem nemur 700 þúsund tonnum og þar af hafi Alumax eitt minnkað ársframleiðslu sína um 106 þúsund tonn. Áhrifin á markaðinn mikil „Ég held að enginn álframleiðandi á Vesturlöndum hafí gert sér í hug- arlund að allt í einu væri hægt að skella yfír 1,5 milljónum tonna á markaðinn af áli, frá fyrrum komm- únistaríkjum í austri. Við höfum ekki hugmynd um hvert allt þetta magn fór áður, en skyndilega stóð- um við frammi fyrir því að þessu hafði bara verið skellt á markað. Áhrifín á markaðinn voru auðvitað gríðarleg, og hafa stöðvað tíma- bundið alla frekari uppbyggingu á þessu sviði,“ segir Evans. Evans segir að það sé nauðsyn- legt fyrir Rússa að gera sér grein fyrir því, að aðeins brot af álfram- leiðslufyrirtækjum þeirra geti talist samkeppnishæf. „Mörg álver þeirra eru gjörsamlega úrelt og standast engan veginn þær umhverfís- og tæknikröfur sem gerðar eru til slíkra stóriðjufyrirtækja í dag, en Rússar virðast ekki enn hafa sætt sig við, að eina leiðin fyrir þá til þess að vera samkeppnishæfir á þessu sviði, er að loka gömlu, úreltu verksmiðj- unum, draga úr framleiðslu sinni, og endurbyggja síðan nýjar full- komnar verksmiðjur, eftir því sem markaðurinn leyfír,“ sagði Evans. „Líkur þess að jafnvægi komist á milli framboðs og eftirspurnar eftir áli fyrr en gert hefur verið ráð fyr- ir, aukast að mínu mati við það að Rússar hafa nú fallist á að draga úr álframleiðslu sinni, því Rússar virðast hafa fullan hug á því að verða hluti af heimsmarkaðinum í þeim skilningi að framleiðsla þeirra, markaðssetning og verðlagning áls! verði háð markaðslögmálum," sagði Bond Evans, aðalforstjóri Alumax að lokum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.