Morgunblaðið - 03.02.1994, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1994
Alþjóðleg sjónvarpshátíð í Monte Carlo
Forseti íslands for-
maður dómnefndar
FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, fer utan á morgun til
Monte Carlo. Hún verður heiðursgestur alþjóðlegrar sjónvarpshátíð-
ar, Festival de Television de Monte Carlo, sem nú er haldin í 34. skipti
og jafnframt formaður dómnefndar í flokki heimildarmynda. A hátíð-
inni eru einnig veitt verðlaun í flokki ieikinna mynda og framhalds-
mynda, svokallaðra „míní-sería“.
Heimildarmyndakeppnin, sem hef-
ur verið haldin frá árinu 1981, er virt
og mjög fjölsótt af viðurkenndu fag-
fóiki. Aðstandendur hennar hafa alltaf
fengið þekktan mann til formennsku
í dómnefndinni og má m.a. nefna
fiðluleikarann Yehudi Menuhin, gríska
tónskáldið Mikis Theodorakis, frönsku
leik- og söngkonuna Juliette Greco
og Perez de Cueliar, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. í
forsæti hinna dómnefndanna tveggja
verða í ár Ronald Neame frá Bret-
landi fyrir leiknar myndir og Mel Ferr-
er frá Bandaríkjunum fyrir framhalds-
myndir.
Um 200 myndir voru sendar til
þátttöku í heimildarmyndakeppnina
og voru síðan tólf myndir valdar í
úrslitakeppni af Alþjóðlegu útvarps-
og sjónvarpsstofnuninni í París
(URTI). Dómnefndin, sem í situr
meðal annarra Thor Vilhjálmsson
skáld, skoðar myndirnar 12 á laug-
ardag og sunnudag og tilkynnir for-
seti Islands hvaða mynd hlýtur verð-
launin Prix Arman á hádegi á mánu-
dag.
ísland í sviðsljósinu
Sérstakt hátíðarkvöld til heiðurs
forseta íslands verður á laugardags-
kvöld. Því stjórnar þekktur sjón-
varpsmaður frá Sviss, Jean-Philippe
Rapp. Hann tekur viðtal við forset-
ann á sviði, boðið verður upp á ljóða-
lestur og ýmis skemmtiatriði ni_eð
þekktum listamönnum og verður Is-
land í sérstöku sviðsljósi þetta kvöld.
Þessi dagskrá verður tekin upp og
henni sjónvarpað. Formleg opnun
hátíðarinnar verður svo á sunnu-
dagskvöld.
Að sögn Sigríðar Hrafnhildar
Jónsdóttur, deildarsérfræðings á
skrifstofu forseta íslands, hafa íjöl-
miðlar sýnt forsetanum mikinn
áhuga og þegar er búið að panta
við hann mörg viðtöl hjá mörgum
evrópskum sjónvarpsstöðvum og
dagblöðum. Fyrir skömmu kom
hingað blaðamaður frá franska dag-
blaðinu Le Figaro og tók hann stórt
viðtal við Vigdísi. Viðtalið og um-
fjöllun um Island yerður birt um
næstu helgi eða á sama tíma og
forsetinn verður í Mónakó.
VEÐUR
IDAG kl. 12.00
Hsimíld: Veðurstola l'slands
(Byggt á veðurspá kl. 16.301 gær)
I/EÐURHORFUR I DAG, 3. FEBRUAR
YFIRLIT: Um 600 km vestur af Reykjanesi er nærri kyrrstæð 964 mb
lægð sem grynnist smám saman. Grunnt lægðardrag verður við Suðaust-
urland á morgun.
STORMVIÐVORUN: Búist er við stormi á Suðvesturdjúpi.
SPÁ: Sunnan og suðaustan kaldi. Él um vestanvert landið, slydda eða
rigning með Suðausturlandi og suðausturströndinni, en yfirleitt þurrt á
norðanverðu landinu. Frost yfirleitt á bilinu 0-7 stig, en heldur hlýnandi.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FÖSTUDAG: Fremur hæg suðlæg átt og él á Suður- og
Suðvesturlandi, en úrkomulítið og nokkuð bjart í öðrum landshlutum.
Víða verður 4-8 stiga frost.
HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Nokkuð hvöss austanátt
09 ef til vill snjómugga með suður- og suðausturströndinni, en annars
staðar verður vindur fremur hægur á landinu og allvíða bjartviðri. Vægt
frost á Suðausturlandi, en allt að 10 stigum norðanlands.
Nýir veðurfregnatimar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30,
22.30. Svarsími Veðurstofu islands — Veðurfregnir: 990600.
Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað
f f f * / *
f f * f
f f f f * f
Rigning Slydda
* * *
* *
* * *
Snjókoma
Alskýjað
V V V
Skúrir Slydduél Él
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og fjaðrirnar vindstyrk,
heil fjöður er 2 vindstig.
10° Hitastig
V Súld
= Þoka
FÆRÐA VEGUM:
(Kl. 17.30ígær)
Vegir í nágrenni Reykjavíkur eru færir, svo sem til Suðurnesja og um
Hellisheiði og Þrengsli, en Mosfellsheiði er þungfær. Þá er yfirleitt fært
um Suðurland og sama er að segja um Borgarfjörð, Snæfellsnes og um
Heydal vestur í Reykhólasveit. Brattabrekka er jeppafær. Á Vestfjörðum
er fært á milli Brjánslækjar og Bíldudals en þungfært á milli Þingéyrar
og Flateyrar ,og ófært á Breiðadals- og Botnsheiöum. Frá Bolungarvík
er fært um Isafjarðardjúp en þungfært er um Steingrímsfjarðarheiði.
Frá Hólmavík er fært suöur. Fært erum Norður- og Norðausturland.
Mývatns- og Möðrudalsöræfi eru fær. Austanlands eru flestir vegir
færir. Á suðvestanverðu landinu gengur á með snjóéljum. Mikil hálka er
á vegum.
Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í sfma 91-631500 og
ígrænnilínu 99-6315. Vegagerðin.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri +3 léttskýjað Reykjavik -i4 snjóél
Bergen 2 slydda
Helslnki +15 hálfskýjað
Kaupmannahöfn 4 skúr
Narssarssuaq +19 léttskýjað
Nuuk +18 alskýjað
Osló +4 snjókoma
Stokkhólmur +5 Isnjókoma
Þórshöfn 3 haglé!
Algarve 16 skýjað
Amsterdam 6 léttskýjað
Barcelona 13 þokuntóða
Beriín 6 skýjað
Chicago +8 snjókoma
Feneyjar 5 þokumóða
Frankfurt 7 skýjað
Glasgow 5 skýjað
Hamborg 6 skýjað
London 6 skýjað
Los Angeles 11 skýjað
Lúxemborg 4 slydda
Madríd 6 místur
Malaga 14 mistur
Mallorca 13 skýjað
Montreal +15 léttskýjað
NewYork +8 léttskýjað
Oriando 9 alskýjað
París 5 rigning
Madeira 17 skýjað
Róm 14 rigning
Vín 4 alskýjað
Washington +5 skýjað
Winnipeg +21 léttskýjað
Hugmynd um nýjan
veg til Laugarvatns
TVEIR þingmenn Suöurlands vilja láta athuga kostnað við ýmsar vega-
framkvæmdir í uppsveitum Árnessýslu, þar á meðal að leggja nýjan
veg með bundnu slitlagi milli Þingvalla og Laugarvatns og smíða brú
yfir Hvítá við Bræðratungu.
Þeir Eggert Haukdal þingmaður
Sjálfstæðisflokks og Guðni Agústs-
son þingmaður Framsóknarflokks
hafa lagt fram þingsályktunartillögu
um að fela samgönguráðherra að
láta Vegagerðina gera athugun á
kostnaði við að leggja uppbyggðan
veg með slitlagi frá Laugarvatni að
Gjábakka, frá Felli að Múla og yfir
Torfastaðaheiði og byggja brú yfír
Hvítá. Telja þingmennirnir að vega-
framkvæmdjrnar myndu styrkja
uppsveitir Árnessýslu sem eitt at-
vinnusvæði, og efla samvinnu sveit-
arfélaga og ferðaþjónustu á svæðinu.
Ný hringleið
í greinargerð með tillögunni kemur
fram, að nýr heilsársvegur milli Þing-
valla og Laugarvatns yrði mun sunnar
en núverandi vegur um Laugardals-
velli. Með þessu móti yrði leiðin frá
Reykjavík að Laugarvatni 75 kílómetra
löng, 20 kílómetrum styttri en núver-
andi aðalleið gegnum Hveragerði og
Grímsnes. Þá myndi opnast ný hring-
leið fyrir fei-ðamenn um Ámessýslu.
Þá segir í greinargerðinni, að í
umræðu sé skipulegt átak í atvinnu-
málum milli Hrunamannahrepps,
Biskupstungnahrepps, Gnúpveija-
hrepps, Skeiðahrepps, Laugardals-
hrepps og Grímsneshrepps Jirú yfír
Hvítá við Bræðratungu og vegabæt-
ur í Biskupstungum myndu styrkja
þetta atvinnusvæði verulega.
3.0001 karfakvóti Evrópusambandsins við ísland
Bretar og Þjóð-
veijar fá nær allt
ÞRJÚ þúsund tonna karfakvóti Evrópusambandsins á íslandsmiðum
mun skiptast þannig að Þjóðverjar fá 1.740 tonn, Bretar 1.160 tonn
og Belgar 110 tonn, samkvæmt tillögum sem framkvæmdasljórn Evr-
ópusambandsins (Evrópubandalagið eftir gildistöku Maastricht-samn-
ingsins) hefur lagt fram.
Frá þessu er greint í Evrópufrétt-
um, fréttariti samtaka iðnaðarins og
VSI um málefni Evrópu.
Þar kemur einnig fram að tillagan
verði Iögð fram og afgreidd á utan-
ríkisráðherra fundi Evrópusam-
bandsins 7. og 8. febrúar næstkom-
andi en veiðar úr karfakvótanum
samkvæmt samkomulagi íslands og
Evrópusambandsins hefjast ekki fyrr
en 1. júlí. Þá kemur fram að fram-
kvæmdastjórnin hafi gert tillögur um
skiptingu annarra kvóta sem samið
var um við EFTA-ríkin í tengslum
við EES. Samkvæmt þeim skipti
Spánveijar og Portúgalir milli sín
þorskkvóta við N-Noreg en Portúgai-
ir, fái mest af karfakvóta í norskri
lögsögu. Danir sitji hins vegar nán-
ast einir að kvótum við Svíþjóð.
inni vegna umsóknarinnar kemur
fram að fyrirtækið hyggist fjárfesta
fyrir um 30 milljónir króna í búnaði
til að auka afköst við loðnufrystingu
fyrirtækisins sem gera muni kleift
STJÓRN Fiskveiðasjóðs hefur tek-
ið ákvörðun um að lána nýjum
eigendum SR-mjöls 550 milljónir
til greiðslu láns í Landsbanka Is-
lands. Þarf því ekki að taka
ákvörðun um hvort ríkisábyrgð
er á láninu eða ekki.
Ekki hefur hins vegar verið ákveð-
ið hvort nýr aðili verður fenginn til
að taka við ábyrgð Landsbanka á
6 milljónir til Granda
vegria loðnufrystingar
BORGARRÁÐ Reykjavíkur samþykkti á þriðjudag að leggja fram 6
milljónir króna í átaksverkefni á vegum Granda hf. við loðnufryst-
ingu. Gert er ráð fyrir að til verkefnisins verði ráðið í 100 störf af
atvinnuleysisskrá og leitað styrks úr Atvinnuleysistryggingasjóði sem
renni óskiptur í borgarsjóð upp í kostnaðinn.
í gögnum sem Grandi sendi borg- að ráða a.m.k. 100 manns til viðbót-
rúmra 200 milljóna króna láni fyrir-
tækisins hjá norska fyrirtækinu Exp-
ort Finance.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins voru heildarskuldir fyrir-
tækisins í lok otkóber 1993 2,4 millj-
arðar. Af því eru rúmir 1,3 milljarð-
ar skammtímaskuldir, m.a. afurða-
lán, og um 720 milljónir langtíma-
skuldir.
■
e
i
i
ar sem störfuðu við frystinguna á
síðustu vertíð. Með því móti verði
unnt að tvöfalda framleiðsluna sem
var 550 tonn á síðustu vertíð, miðað
við sambærilega vertíð nú.
Fiskveiðasjóður lánar
SR-mjöli 550 milljónir
■
1
1
M