Morgunblaðið - 03.02.1994, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 03.02.1994, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1994 37 Sesilía Guðmunds dóttír — Minning Fædd 31. desember 1905 Dáin 21. janúar 1994 Þegar einhver nákominn fer yfir móðuna miklu þá lítur maður ósjáif- rátt um öxl. Hugurinn leitar til baka og margar góðar minningar koma upp í hugann. Hún langamma er dáin. Ég minn- ist góðu stundanna sem við áttum saman. Þegar ég var yngri bar ég út blöðin og þá fór ég oft til henn- ar og langafa í litla húsið þeirra við sjóinn. Og alltaf bauð hún mér inn og við spjölluðum saman. Þess- ar stundir eru geymdar sem minn- ingar í hjarta mínu. Sesilía langamma var fædd á Gnýstöðum á Vatnsnesi. Foreldrar hennar voru Guðmundur Jónsson og Marzibil Magðalena Árnadóttir. Hún átti fjögur alsystkini sem kom- ust upp. Hún giftist eftirlifandi manni sínum Eðvald Halldórssyni Eríklrvklvjur Glæsileg kíifli- liktðborð ftillegir Siilir og nijiig goð þjÓlllLStiL Upplýsingar ísúna2 2322 hinn 2. janúar 1930, og eignuðust þau sex börn. Þau eru Guðmundur, María Erla, Marzibil Sigríður, Ár- sæll, dáinn 1953, 19 ára að aldri, Sólborg Dóra og Sigurlína, dáin 1965, 13 ára að aldri. Eftir að ég flutti í burtu reyndi ég að heimsækja langömmu eins oft og ég gat. Eg hef alltaf dáðst að því hversu dugleg og hress hún var. Núna síðustu árin hefur hún annast um mann sinn af einskærum dugnaði og hlýju. Það tekur mig sárt að hún lang- amma skuli vera farin yfir móðuna miklu, en samt gleður það mig að hafa kynnst þessari yndislegu og duglegu konu. Ég geyrni fullt af minningum um margar samveru- stundir okkar. Þær minningar verða aldrei frá mér teknar og gleymast seint. Elsku langafi, Erla amma, Sísí, Guðmundur, Dóra og fjölskyfdur. Ég bið algóðan guð að styrkja ykk- ur. Ég kveð langömmu mína með söknuði og þakklæti. Blessuð sé minning hennar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka, Guði sé lof fyrir liðna tið. Margs er að minnast, margs er að sakna, Guð þerri tregatárin stríð. Elfa María Geirsdóttir. t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda- móðir og amma, STEIIMUNN BJARNADÓTTIR, Espigerði 2, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju föstudaginn 4. febrúar kl. 10.30. Valdimar Karlsson, Helga Rakel Stefnisdóttir, St.Ruth Stefnis., Ásdís Brynja Valdimarsdóttir, tengdasynir og barnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, ÖGMUNDU (MADDÝAR) ÖGMUNDSDÓTTUR. Sólveig Gunnarsdóttir, Eyjólfur Axelsson, Jóhann Gunnarsson, Svala Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega alla þá samúð, hlýhug og stuðning er okkur var veittur við fráfall og útför barna okkar, PÉTURS STEINS FREYSSONAR NJARÐVÍK og (SABELLU DIUÁR HAFSTEINSDÓTTUR. Anna Sigurlín Hallgrímsdóttir, Hafsteinn Guðmundsson, Freyr Njarðvík. Þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, mágkonu, ömmu og langömmu, HALLDÓRU ÞÓRÐARDÓTTUR frá Stóra Saurbae, áður húsfreyju á Hjarðarbóli, Ölfusi. Björn Kristjánsson, Kristinn Kristjánsson, Ásgeir Kristjánsson, Loftveig Kristjánsdóttir, Gestur Kristjánsson, Friðrik Kristjánsson, Jón Guðmundsson, Sig. Svava Gunnarsdóttir, Valgerður Gunnarsdóttir, Sigriður Magnúsdóttir, Gunnar Þórisson, Kristlaug Karlsdóttir, Ólína Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóð- ur, ömmu og langömmu, JÓNÍNU GUÐBJARGAR BRAUN, Dvalarheimilinu Skálahlið, Siglufirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Siglufjarðar. Sæmundur Jónsson, Stefanía Þ. Sæmundsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Jón Örn Sæmundsson, Jórunn G. Sæmundsdóttir, Jón Ævar Ásgeirsson, Úlfar H. Sæmundsson, Una Einarsdóttir, Anna K. Sæmundsdóttir, Ámundi Gunnarsson, Sigrún B. Sæmundsdóttir, Ari S. Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.