Morgunblaðið - 03.02.1994, Page 38

Morgunblaðið - 03.02.1994, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. FEBRUAR 1994 f< lk í fréttum Ljósm./Verzlunarskólablaðið Ritnefnd Yerzlunarskólablaðsins saman komin, f.v.: Davíð Freyr Oddsson, Darri Johansen, Tinna Traustadóttir, Lísa Björg Hjaltested og ísleifur B. Þórhallsson. NEMENDAMO^ERSLUNARSKOMNS Dýr og metnaðar- full uppsetning Veglegt skóla- blað Ekki er nóg með að nemendur Verzlunarskólans flytji erfið- an söngleik og sjái um tveggja daga sjónvarpsútsendingu heldur kom elnnig út í síðustu viku stórt og veglegt tímarit, Verzlunar- skólablaðið, sem gefur glanstíma- ritunum ekkert eftir. Blaðið hefur aldrei verið stærra, enda er um afmælisrit að ræða, því 60 ár eru liðin síðan blaðið hóf göngu sína. Ritnefndinni til aðstoðar var Agnar Tryggvi Le’macks sem setti blaðið upp ásamt ísleifi Þórhallssyni sem sæti á í nefndinni. í blaðinu er m.a. rætt við fyrr- verandi nemendur skólans, Hörð Sigurgestsson, Sigurð Helgason, Ólaf Gunnarsson, Hermann Gunn- arsson, Láru V. Júlíusdóttur og Þorstein Haraldsson. Einnig er rætt við Þorstein Pálsson, Gunnar Helga Hálfdanarson, Ernu Frankl- ín og börn þeirra sem eru nú í skólanum. í blaðinu má einnig sjá greinar um hlutabréf og hringa- myndanir í íslensku viðskiptalífi eftir tvo nemendur skólans, rifjað er upp efni úr fyrrverandi Verzlun- arskólablöðum og fylgst með hvemig fyrrverandi dúxum hefur vegnað í lífinu. Þá er rætt við þrjá nemendur skólans sem skera sig úr að einhveiju leyti. Blaðið er að sjálfsögðu helgað innanhússmálum eins og félagslífi, dvöl nemenda erlendis, útskriftar- ferð o.fl. Einnig er að finna sögur og ljóð úr smásagnakeppni, greinar um frjálsar ástir, fóstureyðingu og drauma svo dæmi séu tekin. Ritstjóri blaðsins er Davíð Freyr Oddsson sem var spurður hvað hefði verið skemmtilegast og erfið- ast við útgáfu blaðsins. „Öll vinnan var erfið, skemmtileg og gífurlega reynslurík. í tímum erum við að leysa úr dæmigerðum óraunhæfum bókfærsluverkefnum þar sem Sigga á Sigló á fyrirtæki, en hér fengum við að reyna okkur á hin- um almenna markaði. Það var sér- staklega mikil reynsla að gera samninga t.d. við prenstmiðjur og auglýsingastofur, því þar reyndi á hæfileikana við að prútta niður verð.“ Þrátt fyrir að vinnan við skóla- blaðið hafi komið niður á náminu sagðist Davíð ekki sjá eftir að hafa tekið blaðið að sér. „Maður fær eitthvað annað í staðinn. Nú er bara að taka námið föstum tök- um og ljúka stúdentsprófi með stæl,“ sagði hann. Kristín Björk Pétursdóttir sem er formaður Nemendamóts- nefndar Verzlunarskóla íslands á von á því að allur vindur verði úr sér eftir að Nemendamótinu lýkur, því undanfarnar vikur hafa verið mjög stressandi. Það er ekki furða því hún og félagar hennar í Nem- endamótsnefndinni bera hitann og þungann af því að allt gangi upp á sjálfan Nemendamótsdaginn, sem er í dag. Þegar Morgunblaðið hitti Krist- ínu á Hótel Islandi í vikunni þar sem æfingar fara fram sagði hún að undirbúningur fyrir mótið hefði hafist um leið og prófum lauk sl. vor. „Þá byijuðum við strax á því að velja söngleik og ýmsir komu til greina, en við ákváðum eftir miklar vangaveltur að sýna Jesus Christ Superstar. Verkið er talið mjög erf- itt og erum við því ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur.“ Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson úr egar nemendur Verzlunarskól- ans voru að æfa söngleikinn Jesus Christ Superstar í vikunni vöktu tveir menn athygli blaða- manns. Þeir höfðu augljóslega gleymt stund og stað, þar sem þeir stóðu og slógu taktinn með fótun- um og tuggðu tyggjó af miklum ákafa. Þarna voru komnir þeir Jón Arsæll Þórðarson sem var reyndar í upptökum fyrir Stöð 2 og Her- Todmobile var ráðinn kórstjóri, en Þorsteinn Bachmann leikstjóri. Danshöfundarnir Selma Björnsdótt- ir og Nanna Ósk Jónsdóttir eru báðar úr 6. bekk. Aðspurð hvers vegna söngtext- inn væri á ensku í stað íslensku eins og í uppfærslu Leikfélags Reykjavíkur fyrir 20 árum sagði Kristín að hann hefði þótt nokkuð úreltur og hefði þurft að láta þýða hann að nýju. Það hefði þótt of kostnaðarsamt, en einnig taldi kór- stjórinn heppilegra að hafa hann á ensku til að fá meiri „rokkfíling“ í söngleikinn. Kostnaðurinn við sýninguna er kominn upp í fjórar milljónir króna, sem er mun hærri upphæð en gert var ráð fyrir í upphafi. „Það stóð aldrei til að sýningin yrði svona dýr, en einhvem veginn vatt þetta allt upp á sig. Við tókum áhættuna og sjáum ekki eftir því. Við emm bjartsýn að ná inn fyrir kostnaðin- bert Guðmundsson tónlistarmaður. Kom í ljós að báðir höfðu tekið þátt í uppfærslu Leikfélags Reykja- víkur á sama söngleik árið 1972. Herbert, sem var þá í hljómsveit- inni Tilveru, lék Símon „oftrúaða" eins og stóð í prógramminu, en Jón Ársæll, sem var Kennaraskóla- nemi, lék postula. „Jú, það er ekki hægt að segja annað en gleðihrollur hafi farið um mann og hægri fóturinn byijaði að titra við að heyra lögin flutt á ný,“ sagði Jón Ársæll og bætti við að verkið væri mjög vel flutt af nem- endunum. Hins vega tók hann fram að ekki væri hægt að bera saman skólasýningu og sýningu atvinnu- leikhúss. „Leikfélagið lagði gífur- legan metnað í sýninguna, sem flutt var í Austurbæjarbíói. Textinn var m.a. þýddur á íslensku og keypt var sérstakt hátalarakerfi. Höfundamir gerðu sér ferð til landsins og vom yfír sig hrifnir af uppsetningunni." Undir þetta tók Herbert en sagði að sér fyndist sýningarnar fara batnandi með hverri kynslóð. „Mér finnst Valgerður ekki síðri söng- kona en sú sem flytur lögin á plöt- unni. Þetta lag [Everything’s Alright] vekur upp „flashback“ úr fortíðinni." Þegar þeir félagar fóru að rifja upp gamla tímann minntust þeir þess m.a. hversu samrýmdur hópur- inn var og hversu mikil gleði var innan hans. Þess má geta að leik- stjóri var Pétur Einarsson en leik- hússtjóri Vigdís Finnbogadóttir. COSPER COSPER. Nei takk, ég ætla ekki að kaupa neitt. . .bara skoða klippiklipp 1987 ÁR FJÖLSKYLDUNNAR r’- / < r Árið 1994 er ár fjölskyldunnar. Ef þú klippir út þessa auglýsingu kemur með hana á Hard Rock kaupir eina máltíð færðu aðra frítt. wó*wi Ef þú kaupir eina færðu aðra frítt. FJOLSKYLDU Drykkir TWW DAD undanskyldir. M. ÍLDUI/ SÍMI 689888 Alla sunnudaga í febrúar. ÁR FJÖLSKYLDUNNAR F R 1 1 M , 1 1 Ð 1 klippiklipp klippiklipp klippiklipp Morgunblaðið/Ámi Sæberg Jón Ársæll Þórðarson og Herbert. Guðmundsson gleymdu stund og stað þegar þeir fylgdust með æfingu. Voru með í upp- færslunni 1972

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.