Morgunblaðið - 03.02.1994, Síða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1994
KRAFTLYFTINGAR
Heirnsmeistaramótið
á íslandi í haust?
Syo getur farið að heimsmeist-
aramótið í kraftlyftingum
verði á íslandi í haust. Til stóð að
keppnin færi fratíi í Lillehammer
í Noregi, en Norðmenn hafa afsal-
að sér keppninni. Suður-Afríka
hafði sótt um að haldamótið 1996,
en sagðist geta séð um fram-
kvæmdina ári fyrr, þegar Norð-
menn gáfu keppnina frá sér. Ekki
ér samt víst að Suður-Afríkumenn
VIÐURKENNINGAR
Morgunblaðið/Þorkell
Broddi Krístjánsson íþróttamaður Reykjavíkur
Broddi Kristjánsson, Islandsmeistari í einliða- og tviliðaleik í badminton úr TBR, var í gær útnefndur Iþróttamaður
Reykjavíkur 1993. Borgarstjóri Reykjavíkur Markús Örn Antonsson sæmdi Brodda nafnbótinni í hófí í Höfða, en þá
var myndin hér fyrir ofan tekin. Broddi hefur hefur ellefu sinni orðið íslandsmeistari í einliðaleik, ellefu sinnu í tvíliðaleik
og sex sinnum í tenndarleik.
KORFUKNATTLEIKUR
Dómarar í aðalhlutverki
geti staðið við orðin og því hefur
Olafur Sigurgeirsson tilkynnt Al-
þjóða sambandinu _að mögulegt sé
að þalda mótið á íslandi.
Ólafur sagði við Morgunbiaðið
að þetta væri óvenjuleg staða, því
mótsstaður væri ákveðinn með
löngum fyrirvara. Hins vegar
hefðu Norðm'enn ekki treyst sér
til að sjá um keppnina í haust því
illa gengi að afla styrktaraðila
vegna Vetrarólympíuleikanna og
annarra stórmóta í Noregi á ár-
inu. Óvissa Suður-Afríkumanna
stafaði af ótta um pólitíska óróa
í landi í kjölfar kosninganna í vor
og því hefði hann boðist til að
vera í viðbragðsstöðu.
„Boltinn er hjá Suður-Afríku-
mönnum, en ég sagði að hafa
mætti samband við mig með sex
mánaða fyrirvara," sagði Ólafur.
URSLIT
Körfuknattleikur
NBA-deildin
Leikir aðfararnótt miðvikudags:
Indiana - Washington.........116:96
■Reggie Miller og Rik Smits gerðu sín 25
stigin hvor fyrir Indiana, en Calbert Chean-
ey gerði 22 stig og Tom Gugliotta 18 fyrir
gestina.
New Jersey - Seattle.........104:103
IP.J. Brown skoraði úr tveimur vítaskot-
um, þegar 19.2 sek. voru til leiksioka og
tryggði Nets sigurinn. Kenny Anderson
skoraði 26 stig, Kewin Edwars 19 og
Derrick Coleman 17, en hann tók 14 frá-
köst og varði níu skot, sem er persónulegt
met. Shawn Kemp skoraði 26 stig fyrir
Sonics og Gary Payton 23 stig.
New York - Boston............114:79
■PatrickOEwing gerði 23 stig í þessum
stærsta sigri New York á tímabilinu. „Þetta
var besti leikur okkar í vetur,“ sagði Pat
‘Riley, þjálfari.
Milwaukee - Miami............82:88
■Glen Rice skoraði 23 stig fyrir Miami,
en Steve Smith 19, þ.a. átta af síðustu 11
stigum liðsins. Hann átti níu stoðsendingar
og tók átta fráköst. Blue Edwars skoraði
18 stig fyrir heimamenn og tók 10 fráköst,
en Eric Murdock gerði 17 stig og átti 11
stoðsendingar.
San Antonio - LA Lakers......112:97
■ Dale Ellís setti persónulegt met á tímabil-
inu með því að skora 32 stig fyrir Spurs,
en auk þess tók hann 10 fráköst. David
Robinson var með 30 stig og 11 fráköst.
Nick Van Exel skoraði 24 stig fyrir Lakers
og Vlade Divac 18 stig.
Denver - Chicago.............98:118
■Scottie Pippe, sem hefur gert 26 stig að
meðaltali fyrir Chicago í síðustu sex leikj-
um, skoraði 28 stig, en Horace Grant og
B.J. Armstrong sín 19 stigin hvor. Rodney
Rogers var stigahæstur hjá Nuggets með
18 stig.
Phoenix - LA Clippers........108:106
■Cedric Ceballos skoraði 37 stig fyrir
Phoenix og Oliver Miller gerði fimm af átta
stigum sínum á síðustu tveimur mínútunum.
Ron Harper var með 28 stig fyrir Clippers,
þar af 10 í röð í fjórða leikhluta og kom
liði sínu yfir, 104:102, en Suns hafði betur
í lokin. Danny Manning gerði 26 stig, átti
níu stoðsendingar og tók 18 fráköst, sem
er persónulegt met. Auk þess varði hann
fimm skot Suns.
Utah - Houston...............104:88
■Kari Malone skoraði 29 stig fyrir Utah
og tók 12 fráköst, en John Stockton var
V með 24 stig og 13 stoðsendingar. Hakeem
Olajuwon gerði 20 stig fyrir Houston.
Sacromento - Portland........102:97
■Wayman Tisdale skoraði 30 stig fyrir
Sacromento og Mitch Richmond bætti 21
við í fyrsta sigri liðsins gegn Portland í
þrjú ár. Clifford Robinson skoraði 30 stig
og Terry Porter 19 fyrir gestina. Clyde
Drexler lék ekki með Portland, var í leiks
banni fyrir að slá ti) dómara.
Íshokkí
NHL-deildin
Leikir aðfararnótt miðvikudags:
NY Islanders - San Jose...........5:4
Pittsburgh - Florida..............2:1
Quebec -Hartford..................1:2
ST Louis - Toronto................4:4
■Eftir framlengingu.
Skíði
Heimsbikarinn
Sierra Névada:
Brun kvenna
Hilary Lindh (Bandar.).............2:04.21 ,
Melanie Suchet (Frakklandi)........2:04.22
Isolde Kostner (Italíu)............2:04.65
Katja Seizinger (Þýskalandi).......2:04.96
Svetlana Gladishiva (Rússlandi)....2:05.00
Nathalie Bouvier (Frakklandi)......2:05.06
Staðan
Katja Seizinger (Þýskalandi)...........282
Kate Pace (Kanada).....................268
Melanie Suchet (Frakklandi)............222
Isolde Kostner (Italíu)................198
Hilary Lindh (Bandar.).................164
Veronika Stallmaier (Austurriki).......157
Staða kvenna í samanlögðu
Pemilla Wiberg (Svíþjóð).............1.029
Vreni Schneider (Sviss)..............1.010
Anita Wachter (Austurriki).............898
Katja Seizinger (Þýskalandi)...........744
Ulrike Maier (Austurríki)..............711
Skíðaganga SR
Skíðafélag Reykjavíkur stóð fyrir Toyota
skíðagöngu á Laugardalsvelli 30. janúar og
voru gengnir tveir km.
50-59 ára karlar
Matthías Sveinsson, SR,..............12.16
Viggó Benediktsson, KR...............13.03
35-49 ára karlar
Bragi Jónsson, Hrönn.................12.25
Trausti Sveinbjörnsson, Hrönn........13.01
Haraldur Haraldsson, SR,.............22.28
60 ára og eldri karlar
Sveinn Kristinsson, SR...............15.11
20 ára og yngri konur
Auður Ebenesardóttir, ÍS.............12.13
30 ára og eldri konur
Inga Róbertsdóttir, SR,..............21.04
I kvöld
Körfuknattleikur
Akranes: ÍA - Skallagrímur.20.30
Handknattleikur
1. deild kvenna
Austurberg: Fylkir-Valur...18.30
2. deild karla
Fjölnisþús: Fjölnir-Fram.....20
Höll: Ármann - ÍH............20
KÖRFUKNATTLEIKUR er ein
sú íþróttagrein sem einna
sterkasti vaxtarbroddur er í
hérlendis um þessar mundir.
Mjög mörg íþróttafélög eru að
koma upp með góð keppnislið
svo sem fyrsta deildin sannar,
og úrvalsdeildin hefur sjaldan
eða aldrei verið sterkari en á
þessu keppnistfmabili.
etta byggist á mjög reyndum
og þrautþjálfuðum leikmönn-
um, og öll eiga liðin það sammerkt
að hafa ieitað til
annarra landa og
fengið þaðan leik-
menn sem bæði
styrkja liðin veru-
lega, en einnig hafa þessir menn
oftar en ekki á hendi þjálfun t.d. í
yngri flokkum, og stuðla þeir því
þannig að upþbyggingu íþrótta-
greinarinnar.
Það er þess vegna hörmulegt, að
jafnhliða því að liðin í úrvalsdeild-
inni verða betri og leika betri körfu-
bolta skuli dómgæsla á leikjum
deildarinnar sífellt verða slakari og
lélegri ár frá ári.
Tilefni þessara skrifa er leikur
Tindastóls og Grindavíkur, sem
fram fór á Sauðárkróki síðastliðið
þriðjudagskvöld, en þar léku stór-
leik — ekki umrædd tvö lið, sem
reyndu þó bæði að leika vel, og
tókst stundum — heldur dómararn-
ir, þeir Kristinn Albertsson og Árni
Freyr Sigurlaugsson, og átti sá síð-
arnefndi sérlega slakan dag.
Þeim Kristni og Árna verður
varla kennt um tap Tindastóis-
manna í þessum leik en hins vegar
eykur það hvorki ánægju áhorfenda
né leikgleði þátttakenda að horfa
upp á dómgæslu eins og þá sem
fram fór í íþróttahúsinu á Sauðár-
króki umrætt kvöld.
í stuttu máli má segja að þeir
Kristinn og Árni settu sig í aðalhlut-
verkin, og það sem fram fór á vellin-
um, virtist fyrst og síðast snúast
um þá, og helst var að sjá svo, að
þeir vildu hafa hönd í bagga með
það hvernig liðin höguðu bæði sókn-
ar- og varnarleik sínum.
Og af sjálfu leiddi, að þar sem
dómararnir tóku svo afgerandi þátt
í leiknum, þá voru dómamir út og
suður, ósamræmið algjört og brot
og villur dæmdar sitt á hvað. Það
hlýtur að vera niðurlægjandi fyrir
leikmenn beggja liða að horfa upp
á reyndan dómara eins og Kristin
Albertsson, sem ætti að geta gert
betur, reyna að lagfæra glappaskot
með röngum dómi á hitt liðið.
Það sem gerðist í leik Tindastóls
og Grindavíkur síðastliðið þriðju-
dagskvöld er því miður ekkert eins-
dæmi, en er með því allra slakasta
sem undirritaður hefur séð til dóm-
ara í úrvalsdeildinni í vetur.
Þeim mun verra er það líka,
vegna þess að í upphafi vetrar virt-
ist Árni Freyr vera heldur vaxandi
sem körfuknattleiksdómari.
Það virðist löngu kominn tími til
þess, að stjóm KKÍ taki nú dómara-
málin til mjög nákvæmrar skoðun-
ar.
Höfundur er fréttaritari
Morgunblaðsins á Sauðárkróki.
ÍÞR&mR
FOLK
■ KÍNVERJAR eru staðráðnir í
að knattspyrnumenn þeirra verði
komnir á „alþjóðlegan mælikvarða"
innan tíu ára. Til að ná því mark-
miði var sett regla um helgina sem
segir að öllum góðum leikmönnum
sé bannað að hafa sítt hár, reykja
og drekka. Leikmenn skulu einnig
vera snyrtilega klæddir.
■ DAGBLAÐ í Peking segir að
reglurnar eigi að hjálpa leikmönnum
að ná upp baráttuþreki og hinum
rétta anda sem þarf til að ná langt.
Þó efast greinarhöfundur lítillega um
sumar reglurnar og spyr: „Sítt hár
Ruud Gullits kemur ekki í veg fyrir
að hann er frábær knattspyrnumað-
ur.
■ KÍNVERJAR segja að til að ná-
settu marki verði félögin að fá er-
lenda leikmenn og er lagt til að þau
geri það í auknum mæli, en þegar
leikar nokkrir Rússar í Kína.
■ TERRY Yorath hefur ákveðið
að kæra Knattspyrnusamband Wal-
es vegna þess að hann var ekki end-
urráðinn sem landsliðsþjálfari.
■ JOHN Toshack, sem var ráðinn
í hlutastarf, sagði afstöðu vinar síns
skiljanlega, en þetta væri mál Knatt-
spyrnusambandsins og' Yorath, sem
mætti ekki bitna á landsliðinu.
■ SVISSNESKU landsliðsmönn-
unum í knattspyrnu, sem tryggðu
liðinu sæti í úrslitakeppni HM, fóru
fram á aukagreiðslur og fengu tilboð
í gær: 10.000 svissneska franka á
mann fyrir að komast í úrslitakeppn-
ina (um 500.000 kr.), 4.000 franka
fyrir hvert stig í riðlakeppninni og
15.000 franka komist þeir í millirið-
il. Auk þess eiga þeir möguleika á
auglýsingatekjum.
■ SERGEJ Buhka, heimsmeistari
í stangarstökki frá Ukraínu, hefur
í hyggju að setjast að rétt norðan
við Marseille í Frakklandi. Hann
hefur búið í Beriín undanfarin miss-
eri.
M RUEL Fox gekk í gær til liðs
við Newcastle, sem borgaði
Norwich 2,25 millj. pund fyrir þenn-
an snjalla innheija. „Ruel er besti
leikmaður Englands í sinni stöðu,"
sagði Kevin Keegan, framkvæmda-
stjóri Newcastle.
KNATTSPYRNA
U-18 ára
landsliðinu
boðiðtil
Spánar
Atta liða úrslitakeppni Evr-
ópumóts U-18 ára lands-
liða í knattspyrnu verður í Alm-
endralejo á Spáni í lok júlí og
hafa Spánverjar boðið íslenska
liðinu þangað í æfíngaleik 11.
maí, en íslensku piltamir mæta
Portúgölum ytra í 16 liða úrslit-
um EM 15. maí.
Að sögn Eggerts Magnússon-
ar, formanns KSÍ, verður boði
Spánveijanna tekið enda bjóða
þeir liðinu að vera á staðnum
fram að leiknum gegn Portúgöl-
um og gefst þvj góður tími til
undirbúnings við ámóta aðstæð-
ur og á leikstað. Hins vegar
verða fyrstu æfíngaleikir pilt-
anna á 16 liða móti á Italíu í lok
mars.
FELAGSLIF
Aðalfundur Kraftlyft-
ingasambands íslands
Aðalfundur Kraftlyftingasambands ís-
lands verður haldinn á veiting-ahúsinu Gauki
á Stöng í kvöld, fimmtudag, og hefst kl.
20. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Þorrablót Breiðabliks
Þorrablót knattspyrnudeildar Breiðabliks
verður haldið í sal Sjálfstæðisfélaganna í
Hamraborg 1, laugardaginn 5. febrúar.
Húsið opnar kl. 19.30 og verður Jón Þor-
valdsson veislustjóri.
Björn
Björnsson
skrifar