Morgunblaðið - 12.02.1994, Síða 12

Morgunblaðið - 12.02.1994, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1994 HVALFJARÐARKRÓKUR eftir Sigurð Oddsson Áætlað er að göng undir Hval- fjörð kosti fimm milljarða, sem sam- svarar t.d. fimm eða fleiri nýjum þyrlum og er helmingi hærri upp- hæð en allur sparnaðurinn, sem náðist í lyfjakaupum árin 1991-93 og sagt er að hafi bjargað heilbrigð- iskerfinu frá gjaldþroti. Mér virðist, sem rekstur feiju sé ekki borinn saman við aðrar lausnir. Það þykir mér kynlegt, því að stofnkostnaður við feijur er margfalt minni, auk þess sem hægt er að koma feijum í gagnið nokkrum mánuðum eftir ákvörðun. Það ætti því að vera augljóst að, standi gjaldtaka undir göngunum, þá er feijurekstur stór- gróðafyrirtæki. Það er eins og gleymst hafi að hægt sé að sigla yfir fjörðinn. Ekk- ert annað en göng komi til greina sama hvað þau kosta og hvernig ástandið í þjóðfélagi okkar er. Ég hefi oft verið kominn að því að láta heyra frá mér um þetta mál, en vonað að stjórnmálamenn okkar gripu í taumana. Þeir benda sýknt og heilagt á, hvemig komið sé fyrir Færeyingum. Reyndar tel ég næsta víst að grannar okkar myndu aldrei vera svo vitlausir að grafa sig undir fjörð, sem hægt er að sigla yfir og það á tíu mínútum. Eftir fréttir á Stöð 2 27. janúar sl. ákvað ég að koma skoðunum mínum á framfæri. Fyrst var eymd atvinnuleysis lýst, síðan kom frétt um Hvalfjarðargöng og átti frétta- stjóri ekki orð til að lýsa hrifningu sinni. Skyldi hann hafa spurt, hvað þau kosta? Nú á þessum síðustu og verstu tímum, þegar skorið er niður í forvarnarskyni. Á Grundartanga er góð höfn, sem hægt er að nota sem feijuhöfn án mikilla breytinga. Vegur og höfn að sunnanverðu kosta minna en áætlaðar vegaframkvæmdir að göngunum, sem verða kostaðar af ríkinu. Við samanburð á stofnkostn- aði er því nóg að bera framkvæmda- kostnað við göng saman við kaup- verð á feijum. Ný feija kostar 100 til 150 millj. kr. og notaðar feijur langtum minna. Það er ca 500 millj. fyrir íjórar nýjar feijur eða 4.500 millj. kr minna enn göng skv. áætl- un Spalar. Fjölda feija ætti að miða við, að ekki þyrfti að bíða lengur eftir brottför en 5 mínútur. Akraborgina má nýta til að taka af toppa. Hún færi milli Reykjavíkur og Akraness snemma morguns og væri síðan til kvölds í siglingum yfir Hvalíjörð, er hún færi um Akranes til Reykja- víkur. Þær 4.500.000.000 kr. sem spar- ast mætti t.d. nota til þess að fyrir- byggja framanákeyrsluárekstra og dauðaslys með því að tvöfalda þjóð- vegina til Keflavíkur, Selfoss og í Mosfellsbæ. Akstri til Keflavíkur má oft líkja við rússneska rúllettu. Verkefnastaða verktaka er þannig að þetta væru kærkomnar fram- kvæmdir, sem hægt væri að fá fyr- ir gott verð. Líklega 1-1,5 millj- arða. Þá eru enn eftir 3-3,5 millj- arðar, sem mætti nota til að byija á svo kallaðri Sundaleið, sem mun liggja yfir Elliðavog, Leiruvog og Kollafjörð. Sundaleið styttir leiðina til Akraness og norður um 9 km og opnar að auki til norðurs byggðaþróun höfuðborgarsvæðis- ins. Ég veit ekki hvað Sundaleið kostar en 3-3,5 milljarðar duga örugglega dijúgan spöl. A ráðstefnu VFI um Hvalfjarðar- göng 21 jan. sl. var sagt að veg- stytting fyrir Hvalfjörð væri eini staðurinn á landinu, sem hægt væri að bjóða vegfarendum val og þar með innheimta vegtoll. Þetta er ekki rétt. Fyrir nokkrum árum buðu verktakar fast verð í nýja tvískipta hraðbraut til Kefla- víkur með tollheimtuhúsi og upp- bygging Vatnsleysustrandarvegs, sem valkosts án tollheimtu. Á ráðstefnunni kom líka fram að lánstraust okkar er það skert, að ekki er lengur hægt að fjár- magna allt með erlendri lántöku. Við verðum sjálfir að fjármagna 'h framkvæmdanna, og bent á Iífeyris- sjóðina. Lífeyrissjóðirnir hafá staðið undir atvinnu í landinu með lánum til húsbygginga. Það er ánægjulegt til þess að vita að staða þeirra nú sé það góð að þeir geti lánað svona mikið í þetta auk kaupa verðbréfa í erlendum kauphöllum. Ég hefði þó talið nær að lána í feiju og vega- framkvæmdir eins og lýst er hér á undan. Það eru atvinnuskapandi framkvæmdir, en við göngin fá sárafáir vinnu, væntanlega mest Norðmenn. Hætt er við að ávöxt- unarábótin og rúmlega það tapist í fylgifiskum atvinnuleysisins, sem eru t.d. fækkun iðgjalda frá sjóðfé- lögum og kostnaður við uppboð á heimilum þeirra. Ég vil taka fram að ég er alls ekki á móti göngum, en vil breyta forgangsröðuninni. Byija strax feijurekstur og byggja síðar, þegar við höfum efni á. Göng eða veg á fyllingu með brú eftir því hvort er hagkvæmara. Þessa röðun myndi ég velja, sem „bísnissmaður“, þó svo ég ætti meir en nóg fyrir göngunum. Feija í sumar kæmi sér langtum betur fyrir Akranesbæ en göng eftir þijú ár. Reyndar verður nokkur steypusala í göngin og ein- hveijir Akurnesingar munu e.t.v. fá vinnu hjá norska verktakanum. Spalar-menn hafa sýnt og sannað að þeir eru slyngir samningamenn. Þeim ætti að vera í lófa lagið að semja við ríkið um að sjá um þær framkvæmdir, sem getið er hér að framan. 1 útboðslýsingu skal sett að brautirnar skuli byggðar úr var- anlegu innlendu efni. Það er stein- Sigurður Oddsson „Reyndar tel ég næsta víst að grannar okkar myndu aldrei vera svo vitlausir að grafa sig undir fjörð, sem hægt er að sigla yf ir og það á tíu mínútum.“ steypu og ekki malbiki. Feijur er hægt að kaupa notaðar eða taka á leigu á meðan innlendar skipa- smíðastöðvar sérsmíða hagkvæm skip fyrir reksturinn. Spölur fer líka létt með að semja um íjármögnun við sömu lánardrottna og voru til- búnir að hætta fé sínu í göngin. í þessu tilfelli kemur tollurinn langt- um fyrr inn og vegfarendur eru til- búnir að greiða sama toll fyrir sigl- ingu og neðanjarðargöng. Sérstak- lega geti þeir treyst því að aurinn fari óskiptur í að byggja upp sam- göngukerfið í landinu. Best gæti ég trúað að lífeyrissjóðirnir færu létt með þetta án aðstoðar japanska bankans. Á þann hátt gætu þeir létt af okkur atvinnuleysinu, hindr- að að íslenskir verktakar deyi út og stuðlað að endurreisn innlends skipasmíðaiðnaðar. Það eru fleiri möguleikar, sem leynast í Hvalfirðinum. Hann er 30 km langur, 3-4 km breiður og yfir- borðið því um 100 km". Munur á flóði og fjöru er 3,5-4 metrar. Þetta þýðir að tvisvar á sólarhring streyma 400.000.000 m3 út og inn í fjörðinn. Þetta afl má virkja. Það er varanlegra en vatnið í göngunum fyrii' vestan og Hvalíjarðargöng verða ekki virkjuð, hversu mikið sem þau kunna að leka. Gestur Gunnarsson tæknifr. skrifaði ný- lega ágæta grein í Morgunbl. um vegfyllingu og brú þvert yfir fjarð- armynnið. Helsta röksemd gegn þessari lausn var að efnið, sem dælt væri upp úr firðinum, væri þétt og hleypti sjávarföllum ekki í gegnum sig. Fyrir virkjun er þetta stór kostur. Lokaður fjörður gefur svo e.t.v. möguleika á fiskieldi öðru en hefðbundinni laxarækt. Það er von mín að þessir mögu- leikar verði allir kannaðir og ekki flanað út í gangagröft. Mér kemur þetta e.t.v. ekkert við en get ekki látið vera að koma þessum skoðun- um á framfæri. Ég vona að þeir sem lesi þetta virði það mér til vor- kunnar að ég hefi sl. 15 ár unnið hjá iðnfyrirtæki, þar sem óskalist- inn hefur alltaf verið lengri en hægt er að uppfylla. Áður var hægt að raða í forgangsröð, en nú er skorið á öll vélakaup og nýsköpun. Forgang hafa afborganir og greiðsl- ur okurvaxta til sjóðanna, sem voru stofnaðir til uppbyggingar íslensks iðnaðar. Það er því erfitt að sitja þegjandi yfir þeirri sóun á fé sem ég tel að krækja fyrir Hvalíjörð sé komið í. Höfundur er verkfræðingur og framkvæmdastjóri Plastos hf. Fáfræði eða fordómar? Eru innflutt matvæli betri eða verri en innlend framleiðsla? Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá Hollustuvernd ríkisins í tilefni umræðuþáttar um íslenskan landbúnað: Er bóndi bústólpi? í umræðuþætti sem sendur var I beinni útsendingu sjónvarpsins (RÚV) frá Hótel Sögu 25. janúar sl., var spurt hvort bóndi væri bú- stólpi og var tilefni þáttarins meðal annars að leiðrétta rangfærslur sem íslensk bændastétt telur sig hafa orðið fyrir í sjónvarpsþáttum. Um- ræðuþátturinn var hins vegar ekki undantekning frá öðru ef mæli- kvarðinn er rangfærslur um hin ýmsu málefni sem geta borið á góma á þessum eða öðrum vett- vangi. í því tilviki sem hér um ræð- ir var rangfærslum ekki beint að bændum heldur íslensku matvæla- eftirliti og innfluttum matvælum og þá um leið innflytjendum. Það er auðvelt að setja fram stór- yrði, en hætt er við að ekki sé allt- ★ Pitney Bowes Frímerkjavélar og stimpilvélar Véiar til póstpökkunar o. fl. OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 ■ 105 Beykjavik Simar 624631 / 624699 af auðvelt að styðja þau með rök- um. Verst er þó þegar þeir sem vilja veija mannorð sitt eða annarra gera það með því að setja fram órökstuddar eða rangar fullyrðing- ar um tiltekna aðila eða starfsemi, því þegar þannig er staðið að málum getur málflutningur ekki orðið trú- verðugur. Varnarefni í grænmeti og ávöxtum Á íslandi hefur lengi verið í gangi orðrómur um að eiturefni væri að fínna í innfluttu grænmeti og ávöxt- um. Einhverra hluta vegna hefur haldist líf í slíkum sögum þrátt fyr- ir að reynt hafí verið að hrekja þær með gildum rökum. Hefur því til dæmis verið fleygt fram að ísland væri ruslakista fyrir matvæli sem ekki stæðust heilbrigðiskröfur í nágrannaríkjum okkar. Einn spyij- enda í áðurnefndum umræðuþætti talaði „rósamál“ þegar hann spurði hvort vilji væri fyrir framleiðshi ís- lenskra matvæla með notkun varn- arefna og hormóna. Ekki stóð á svörum af hálfu tveggja aðila af þeim sem höfðu verið valdir til að sitja fyrir svörum. Þeir töldu ekki ástæðu til aukinnar efnanotkunar og treystu yfírdýralækni og öðrum til að fylgjast með því. Um leið kom þó fram það álit að íslenskt mat- vælaeftirlit væri lakara en almennt gerist í Vestur-Evrópu, ekki síst hvað varðar eftirlit með grænmeti og ávöxtum og rannsóknir á efna- innihaldi þessara matvæla, sem ‘ væru á mjög lágu plani hér á landi. Ef rétt er að matvælaeftirlit sé almennt betra I öðrum ríkjum er erfitt að skilja af hveiju fólk hræð- ist innflutt matvæli, sem ættu þá að vera af betri gæðum og örugg- ari en innlend framleiðsla, og gildir þá einu hvort hræðslan beinist að varnarefnum í grænmeti og ávöxt- um, hormónum í kjöti eða öðrum atriðum. Þeim sem þannig hugsa má benda á að um helmingur þeirra matvæla sem við neytum í dag er innfluttar vörur og verður ekki séð að þessi matvæli hafi haft slæm áhrif á heilsu landsmanna frekar en innlend framleiðsla. Matvælaeftirlit Rannsóknir á varnarefnum í grænmeti og ávöxtum hafa verið stundaðar á vegum Hollustuvemdar ríkisins frá því á árinu 1991. Vam- arefni era notuð við framleiðslu. matjurta en fínnast sjaldnast í þess- um vöram í magni sem er umfram leyfilegt hámarksmagn. Hér á landi hafa bæöi verið gerðar athuganir á innlendum og innfluttum afurðum, þó að rannsóknir á matjurtum vegna innflutnings hafí vegið þyngra. Niðurstöður þessara rann- sókna Hollustuverndar sýna að með hliðsjón af nýlegri reglugerð um aðskotaefni í matvælum er í lang- flestum tilvikum engin ástæða til að gera athugasemd við efnainni- hald í innfluttum eða innlendum matjurtum. Rannsóknir á matvælum í ná- grannaríkjum okkar sýna svipaðar niðurstöður og hér á landi. Neyt- endur geta því gengið að grænmeti og ávöxtum í verslunum vitandi að þar er um að ræða heilnæma fæðu. Rannsóknir á tengslum mataræðis og heilsu benda jafnframt til þess að regluleg neysla grænmetis og ávaxta stuðli að betra heilsufari og er full ástæða til að hvetja neytend- ur til að borða slík matvæli og láta orðróm eða sögusagnir um annað sem vind um eyru þjóta, því hafa skal það sem sannara reynist. Hormónakjöt Það er ekki nýtt að íslenskir neyt- endur heyri sögur um hormóna í kjöti og „hamborgara- eða horm- ónarassa“, sem sagðir eru áberandi í grannríki okkar í vesturátt. ísland er hins vegar ekki eina landið sem ekki leyfir notkun hormóna við framleiðslu dýraafurða, það sama gildir um ríki Evrópubandalagsins, auk þess sem afar hæpið er og í raun fráleitt að tengja stærð tiltek- inna líkamshluta manna við horm- óna í kjöti. Enn á ný er á ferðinni áróðursleg skrumskæling og er spuming hvort landsmenn munu treysta sér til að borða „hormóna- kjötið“ ef innflutningur unninna kjötvara verður heimilaður með til- komu EES og GATT. í sumum ríkj- um era hormónar leyfðir við fram- leiðslu kjötvara og að sjálfsögðu geta verið tilvik þar sem slík efni ' eru notuð í öðrum ríkjum þrátt fyr- ir að það sé bannað samkvæmt lög- um. En er það þá ekki það sama matvælaeftirlit sem á að vera svo fullkomið í öðrum ríkjum sem bregst ef slík starfsemi viðgengst og er leyfð í sumum ríkjum? Meðal ríkja Evrópubandalagsins og í Bandaríkjunum er að finna gamalgróna og eina háþróuðustu matvælaframleiðslu í heiminum. Að stimpla alla þeirra framleiðslu sem hættulegan og mengaðan varning getur ekki flokkast undir annað en lýðskrum. Slíkt er ekki nauðsynlegt til að viðhalda þeim reglum sem gilda hér á landi varðandi innflutn- ing á hráu kjöti, því landsmönnum er vel kunnugt um ástæður þess að slíkur innflutningur er ekki heimill og verður ekki þrátt fyrir EES og GATT. Betur má ef duga skal Það er ekki nokkur vafi á að matvæli hér á markaði eru ekki af minni gæðum en gerist í öðrum ríkj- um og að íslenskt matvælaeftirlit þolir samanburð við sambærilega starfsemi ríkja í Evrópu og víðar. Má sem dæmi nefna að matarsýk- ingar og matareitranir eru ekki al- gengar hér á landi. Þá hefur þekk- ing varðandi efnainnihald matvæla aukist og merking umbúða fýrir mætvæli hefur tekið miklum fram- föram á undanförnum áram. En betur má ef duga skal, ekki síst ef innflutningur matvæla verður meiri en nú er. Örverafræðilegar prófanir á mat- vælum hafa verið stundaðar reglu- lega hér á landi í tugi ára og er aðstaða til slíkra prófana góð. Hins vegar skortir á framkvæmd efna- fræðilegra prófana og verður að bæta þar úr, auk þess sem fjölga verður þeim sem starfa við innflutn- ingseftirlit. Þess ber um leið að geta að efnarannsóknir á innlendum afurðum hafa verið mjög takmark- aðar og er full ástæða til að bæta þar úr, því fullyrðingar um ágæti þeirra verður að styðja með niður- stöðum prófana. Undantekning frá þessu eru íslenskar mjólkurafurðir, en á þeim hafa verið gerðai' um- fangsmiklar prófanir, sem sýna að um gæðavöru er að ræða. Þá hafa margvíslegar prófanir verið gerðar á íslenskum sjávarafurðum og væri betur ef við hefðum fleiri slíkar rannsóknir til að styðjast við þegar talið berst að gæðum íslenskrar matvælhframleiðslu. Hér er um að ræða verðug verkefni fyrir íslenska matvælaframleiðendur og íslensk stjórnvöld, en um leið eigum við að forðast öfugmæli um matvælafram- leiðslu og matvælaeftirlit annarra ríkja.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.