Morgunblaðið - 12.02.1994, Síða 17

Morgunblaðið - 12.02.1994, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRUAR 1994 17 Nýjar leiðir 1 lánamálum eftir Sigríði Gunnarsdóttur Lánasjóður íslenskra náms- manna er forsenda þess að stór hluti stúdenta geti stundað há- skólanám. Ekkert okkar vildi vera án hans, en þó gera stúdentar þá kröfu, að þau lán sem sjóðurinn veiti nægi til framfærslu og raun- hæft sé að greiða þau til baka að námi loknu. Þetta eru ekki ósann- gjarnar kröfur, enda teljum við að hann eigi fyrst og fremst að vera félagslegur jöfnunarsjóður, sem geri öllum sem hafa löngun og hæfileika kleift að stunda há- skólanám, án tillits til félagslegrar stöðu. Þær breytingar sem gerðar voru á lánasjóðnum þann 15. maí 1992 hafa vakið mikla óánægju meðal stúdenta, enda hafa þær gert það að verkum að þeir þurfa nú að leita á náðir banka með fyrir- greiðslur, sem bæði hefur óþæg- indi og vaxtakostnað í för með sér. Einnig var endurgreiðslubyrð- in þyngd svo ljóst er að stór hluti stúdenta mun lenda í verulegum greiðsluerfiðleikum að námi loknu. Breytinga er því þörf. Hvað hefur gerst? Fulltrúar stúdenta hafa síður en svo setið auðum höndum á undanfömum árum og hafa komið ýmsu í gegn sem skiptir verulegu máli. Á síðastliðnu ári fengu fulltrúar stúdenta í lánasjóðnum því fram- gengt, að þeir sem eru á heilsárs- námskeiðum fá nú 75% námslán, með því að framvísa ástundunar- vottorði frá skóla. Á næsta stjóm- arfundi sjóðsins verður tekið fyrir hvort veita eigi þessum stúdentum fullt lán, út á slíkt vottorð. Hlutur þeirra stúdenta sem verða fyrir því óláni að veikjast á próftíma hefur einnig verið bætt- ur, en gert var ráð fyrir því að þeir fengju engin lán ef þeir gætu ekki sýnt fram á meira en 50% árangur. Nú hefur fengist í gegn að þessir stúdentar fá 75% lán gegn framvísun læknisvottorðs. Beinlínutengingin við lánasjóð- inn sem komið var á síðastliðið haust hefur sannað ágæti sitt og fjölmargir leitað til skrifstofu Stúdentaráðs vegna lánamála. Nú þegar á fyrstu mánuðum ársins hafa 12-1500 manns nýtt sér þessa þjónustu. Það sem þó stendur uppúr er sá árangur sem náðist á fundi með menntamálaráðherra síðastliðinn nóvember, þar sem hann sam- gengilegri fyrir unga kjósendur, en fólk á aldrinum 18-35 ára er á bilinu 35-40% af kjósendum. Afgerandi áherslumál komandi kosninga verða atvinnu- og íjöl- skyldumál. Ungt fólk í dag stendur hvað verst að vígi í þeirri kreppu sem nú dynur yfír. Þessi hópur er að koma út á vinnumarkaðinn þar sem enga vinnu er að fá. Þessi hópur er að stofna heimili og fjöl- skyldu. við erfiðari aðstæður en lengi hafa þekkst í þjóðfélagi okk- ar. Framsóknarflokkurinn þarf að taka afgerandi forystu í atvinnu- og fjölskyldumálum þar sem hags- munir ungs fólks verða í fyrirrúmi og þar sem ungt fólk verður í farar- broddi. Lokaorð Ágæta framsóknarfólk. Þegar þið' farið í það að velja fólk á lista flokksins, þá munið að hafa okkur með. Höfundur er formaður Sambands ungra framsóknarmanna. þykkti að stofna vinnuhóp til að kanna afleiðingar nýrra laga um lánasjóðinn. Það er von okkar stúdenta að. lokshafí skapast. sá samstarfsgrundvöllur við stjórn- völd sem nauðsynlegur er til að vinna að endurskoðun á hinum nýju lögum. Hvað á að gera? Sóknin er hafín. Lykilorðin eru skynsemi og raunsæi. í komandi lánabaráttu leggur Röskva áherslu á það sem mestu skiptir, einföld og raunsæ baráttumál til að lána- sjóðurinn uppfylli betur hlutverk sitt: I. Mánaðargreiðslur til baka í fjórum skrefum 1. Námsmenn á heilsársnám- skeiðum fái full lán greidd um áramót í sam- ræmi við ástundunarvott- orð. 2. Námsmenn á efri stigum fái mánaðar- greiðslur. Stúdentar í masters- og doktors-námi geri eigin náms- framvinduáætlun í samráði við viðkomandi skóla. Lánasjóðurinn meti þessar áætlanir og láni sam- kvæmt þeim. 3. Síðustu ár hverrar náms- brautar fái mánaðargreiðslur. Sigríður Gunnarsdóttir Nær hver einasta deild háskólans getur sýnt fram á að stúdentar nái nær undantekningarlaust 100% árangri frá og með þriðja námsári sínu í háskóla. 4. Námsmenn í fyrrihluta náms fái greitt út mánaðarlega, að und- anskildu fyrsta misseri sem greitt yrði út eftir að námsárangur væri staðfestur. II. Námsframvinda verði metin á ársgrundvelli. Allir sem sýnt hafí fullnægjandi námsárangur á fyrri árum eigi kost á fullu láni en frest fram yfír haustpróf til að skila 100% árangri á ársgrundvelli. III. Endurgreiðslubyrði létt og tekjutengd. Námsmenn he§i endurgreiðslur tveimur árum eftir námslok. End- urgreiðslur verði 4% af mánaðar- legum tekjum undir 150.000 kr. en 6% af mánaðarlaunum þar yfír. Að lokum Það er von okkar og trú að með því að leggja upp með raunhæfar og sanngjamar kröfur þá muni leiðin að markinu verða greiðfær- ari. Það er forgangsverkefni í rétt- indabaráttu stúdenta að koma lánasjóðsmálunum á réttan kjöl, enda erum við ekki að biðja um vasapeninga úr ríkissjóði heldur lán sem við borgum sjálf til baka að námi loknu og eru forsenda þess að hér á landi ríki jafnrétti til náms. Höfundur er í tyúkrunarfræði og skipar 3. sæti á lista Röskvu til Stúdentaráðs. raftækjum og eldhúsáhöldum AFSLATTUR ALLT AÐ 70%!! NOKKUR VERÐDÆMI: Blomberg innbyggingarkæliskápur. 246 lítra, vinstri eða hægri opnun. Fullt verð kr. 69.600,- Útsöluverð kr. 29.900,- Þú sparar kr. 39.700,- 20 gerðir kæliskápa og frysta. Blomberg undirborðsofn með helluborði. Fulltverðkr. 108.700,- Útsöluverð kr. 69.900,- Þú sparar kr. 38.800,- 10 gerðir eldavéla og eldavélasamstæða. Zf' Pland SX stálvaskur. Fulltverðkr. 7.400,- Útsöluverð kr. 3.900,- Hvítir vaskar með miklum afslættir. Toshiba ER 8930 tölvustýrður örbylgjuofn Fullt verð kr. 54.900,- Útsöluverð kr. 20.500,- Þú spararkr. 34.400,- 10 gerðir örbylgjuofna. Petra kaffivél KM 310/750 w. Fulltverðkr. 3.100,- Úfsoluverð kr. 1.490,- Þú sparar kr. 1.610, Hárblásarar - krulluburstar - eggsuöutæki - vöftlujárn - hraðsuðukaúr á ótrúlegu verði. Baðherbergisviftur. Micro. Fullt verð kr. 5.900,' Útsöluverð kr. 1.990,- LiiJiMálllllsftJdiJB Franskir stáipottar 30% afsláttur. Leiráhöld fyrir örbylgjuofna 50% afsláttur. Fulltverð: Útsöluverð: Þúsparar: Blomberg bökunarofn, hvítur, með grilli og örbylgju 176.900 79.900 97.000 Blomberg örbylgjuofn HM 228 ásamt töfrapotti 59.900 18.900 41.000 Blomberg gufugleypir DZ604, grár 23.900 9.900 14.000 Toshiba grill örbylgjuofn ER 9530 49.900 25.900 24.000 Ennfremur margar gerðir eldavéla, gufugleypa, kæliskápa og frystiskápa með 15-40% afslætti, kaffivélar, brauðristar, eggsuðutæki, hrærivélar, loftviftur, buxnapressur, partýgrill, hraðsuðukatlar og margt fleira með allt að 40% afslætti. Athugið að allar gerðir TOSHIBA örbylgjuofna verða seldar með 15% afslætti meðan á útsölunni stendur og með þeim fylgir frítt áhald og námskeið í Matreiðsluskóla Drafnar. Nú er um að gera að hafa hraöar hendur, því aðeins er um takmarkað magn af hverri vörutegund að ræða! Ath. Við veitum 3% stgr. afslátt af öllum útsöluverðum. Sérstök laugardagsopnun kl. 10-16 Einar Farestveit & Co hf. Borgartúni 28 - 622901 og 622900

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.