Morgunblaðið - 12.02.1994, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 12.02.1994, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRUAR 1994 Faxaflóasvæðið varð rafmagnslaust vegna bilana í fyrrinótt Ríifmagiisstj óri óskar skýringa Laiidsviikjiuw AÐALSTEINN Guðjohnsen rafmagnsstjóri í Reykjavík segir að það sé óviðunandi að allt höfuðborgarsvæðið verði rafmagns- laust vegna bilana eins og urðu í fyrrinótt. Hann er óánægður með að ekki hafi verið hægt að fá neitt rafmagn inn á svæðið þennan tíma og segir að Rafmagnsveita Reykjavíkur muni óska strax eftir viðræðum við Landsvirkjun til að fá skýringar á þessu. Húsdýr í Geysishúsi NÚ stendur yfir kynning á starfsemi Iþrótta- og tóm- stundaráðs í Geysishúsi. Dýr úr Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum munu af því tilefni verða á kynningunni um helgina. Nýir íbúar hafa bæst í dýra- hópinn í Húsdýragarðinum, myndarlegur boli og lítill tveggja vikna kálfur, en á meðfylgjandi mynd er verið að gefa þeim litla. Þessir nýju íbúar garðsins hafa enn ekki fengið nöfn og eru gestir beðn- ir um að koma með uppá- stungur að nöfnum og stinga í hugmyndakassa sem verður í fjósinu. Húsdýragarðurinn er opinn um helgina frá kl. 10-18. Sýningin í Geysishúsinu stendur yfir 10.-27. febrúar og er opið um helgina frá kl. 11-16. Aðgangur að sýning- unni er ókeypis. , Hvassviðri og eldingar ollu út- leysingahrinu á háspennulínum Landsvirkjunar milli klukkan fjög- ur og fimm í fyrrinótt. Það olli straumleysi í hálftíma til þtjúkort- er hjá þorra neytenda á Faxaflóa- HMM Top 40 er nýleg verslun sem byggð er út úr fataverslun Sævars Karls í Kringlunni. Verslunin keypti hljómplötur af Skífunni og Spori í nóvember og seldi allar plötur á um 200 kr.' lægra verði en hljómplötuverslan- ir. I byijun desember neitaði Skíf- an hins vegar að selja versluninni plötur og Spor hf. hækkaði heild- söluverð til hennar. Skífan bar því við að verslunin hefði ekki heimild húsfélags Kringlunnar til að selja dægurtónlist, aðeins bindi og klassíska tónlist. Engin verðsamkeppni Guðmundur Sigurðsson, yfirvið- svæðinu, meðal annars öllu höfuð- borgarsvæðinu og Reykjanesi. Rafmagnslaust í allt að 45 mínútur Vandræðin byijuðu klukkan skiptafræðingur Samkeppnis- stofnunar, segir að ákvarðanir samkeppnisráðs um að mælast til þess við Skífuna og Spor að þau taki aftur upp viðskipti við þessa verslun á sama grundvelli og í nóvember byggist á því að aðgerð- ir þeirra stönguðust á við sam- keppnislög. Hann segir að við und- irbúning málsins hefði verið gerð verðkönnun á hljómplötum og þá hafi komið í ljós að nánast engin verðsamkeppni væri á þessum markaði. Umrædd verslun ein skæri sig úr með lægra verð, hún væri greinilega nýr valkostur með lægra verð. 4.24 er tvær meginháspennulínur sem sjá Faxaflóasvæðinu fyrir rafmagni leystu út og 23 sekúnd- um síðar leysti þriðja meginhá- spennulínan til Faxaflóasvæðisins út. Við truflanirnar varð stór hluti Reykjavíkur, og Reykjaness ásamt Hafnarfirði og stóriðju straum- laus. Klukkan 4.38 varð ný útleys- ing á Elliðaárlínu sem liggur frá aðveitustöð á Geithálsi að aðveitu- stöð í Eliiðaárdal og allt sunnan- vert Faxaflóasvæðið varð alveg s'traumlaust. Fyrsti almenni not- andinn fékk rafmagn klukkan 5.01 en nokkru áður hafði ísal fengið rafmagn að hluta. Allir voru komnir í samband klukkan 5.07. Á meðan þetta stóð yfir rofnaði Byggðalínuhringurinn einnig nokkrum sinnum milli Brennimels í Hvalfirði og Vatnshamra í Borg- arfirði en þó án þess að það leiddi til straumleysis hjá notendum. í fréttatilkynningu frá Lands- virkjun kemur fram að trufianirn- ar verða teknar til ítarlegrar skoðunar hjá Landsvirkjun og línuflokkur var í gær að kanna hugsanlegar skemmdir. Stórbilanir á hveiju ári Fyrir ári, eða 12. febrúar 1993, varð allt höfuðborgarsvæðið raf- magnslaust og var það vegna eld- inga eins og nú, en síðan hafa verið litlar rafmagnstruflanir. Árin 1991 og 1992 urðu hins vegar oft erfiðleikar, í september 1992 varð til dæmis meginhluti svæðisins straumlaus og þrisvar sinnum árið 1991. Aðalsteinn Guðjohnsen raf- magnsstjóri í Reykjavík segir að vissulega hafi menn áhyggjur af því að eldingar skuli valda því að rafmagn fari af öllu höfuðborgar- svæðinu. í fyrrinótt hefðu allar meginháspennulínur Landsvirkj- unar til höfuðborgarsvæðisins dottið út. Þær fara flestar í gegn um stöðina á Geithálsi þar sem tveir spennar duttu út í seinni út- leysingunni en línur sem fara beint í Hamranesstöðina fyrir sunnan Hafnarfjörð biluðu einnig. Hann segist telja það óviðunandi að svona hlutir geti gerst. Aðalsteinn segir að höfuðborgarsvæðið hefði átt að geta fengið eitthvað raf- magn eftir öðrum leiðum, til dæm- is um gömlu Sogslínuna sem enn er í notkun og í gegn um línu úr Hvalfirði. Segir hann að óskað verði eftir skýringum Landsvirkj- unar á þessu. Vandræði á Veðurstofu Rafmagnsstjóri hafði í gær ekki upplýsingar um að notendur hefðu orðið fyrir tjóni vegna rafmagns- leysins. Vitað er að nokkur vand- ræði urðu á spádeild Veðurstof- unnar og gat hún ekki komið frá sér veðurspá í gærmorgun. Þegar rafmagnið fór af fór varastöð Veðurstofunnar í gang þannig að starfsemi veðurspádeildar var með eðlilegum hætti þó ekkert rafmagn væri á bæjarkerfinu. Þegar raf- magnið kom aftur á og varastöðin drap á sér sló ekki út rofa sem tengir vélina við kerfið og komst spádeildin ekki í samband við bæjarkerfið fyrr en um klukkan hálf átta um morguninn. Magnús Jónsson veðurstofu- stjóri segir þetta slæmt fyrir starf- semina og verði að bæta úr. Hann segir að einnig hafi orðið vand- ræði með síma og tölvukerfi en þó hafi verið hægt að halda uppi sambandi við Almannavarnir og koma boðum til almennings með aðstoð Ríkisútvarpsins ef á hefði þurft að halda. Samkeppnisráð um plötusölu í Krínglunni Aðgerðir Skífunnar og Spors óréttmætar SAMKEPPNISRÁÐ telur að sölusynjun Skífunnar hf. og verð- hækkun Spors hf. á hljómplötum til verslunarinnar HMM Top 40 í Kringlunni frá því í desember bijóti í bága við samkeppnis- lög. Mælist ráðið til þess að Skífan selji versluninni hljómplötur og Spor lækki verð sitt til fyrra horfs. Arkitektarnir Margrét Harðardóttir og Steve Christer Ekkí er hægt að flytja húsið óbreytt milli lóða ARKITEKTARNIR Margrét Harðardóttir og Steve Christ- er, höfundar verðlaunatillög- unnar um nýtt hæstaréttarhús, segja ekki hægt að flytja húsið í núverandi mynd á aðra bygg- ingarlóð, húsið sé hannað með þessa ákveðnu lóð í huga. Þau benda einnig á að í skipulagi hafi ætíð verið gert ráð fyrir því að byggt yrði á lóðinni. „Hvert hús er teiknað fyrir ákveðinn reit,“ segir Steve. „Það er ekki hægt að taka húsið og færa það eitthvað annað. Hús eru eins og fjöll, þau eru partur af landslaginu. Það er til dæmis ekki hægt að flytja Esjuna upp á Þing- vallavatn.“ Hann segir að í kringum húsið staridi þijár byggingar, Lands- bókasafnið, Þjóðleikhúsið og Arn- arhváll, við hlið þess sé Arnarhóll og útsýni yfir sjóinn og hönnun hússins taki mið af þessum að- stæðum. Hæstaréttarhúsið eigi að tengja saman þessar þijár bygg- ingar. „Þetta er allt unnið sam- an,“ segir hann. Ef ákveðið yrði að byggja húsið annars staðar þyrfti að byija svot- Arkitektarnir FIMM arkitektar vinna að teikningu húss Hæstaréttar. Frá vinsti: Jóhann Einarsson, Margrét Harðar- dóttir, Steve Christer, Sólveig Berg Jónsdóttir og Haraldur Helgason. il alveg upp á nýtt, segir Margrét. þrengt að Landsbókasafninu, það myndast skjólgóður garður á milli Arkitektamir segja að ekki sé sé gott bil á milli húsanna. „Það húsanna,“ segir Margrét. „Bygg- Morgunblaðið/Sverrir Líkan af húsinu LÍKAN af húsi Hæstaréttar við Lindargötu. Til vinstri er Amar- hváll, til hægri er Landsbóka- safnið og í bakgrunni er Þjóðleik- húsið. ingin er hönnuð eins og skjólvegg- ur fyrir þennan garð,“ segir Steve. Hann segir bilið á milli bygging- anna vera 26 metra og til saman- burðar þá séu 27 metrar frá fram- hlið Landsbókasafnsins yfir í húsin hinu megin við Hverfisgötuna. Margrét segir að þeim finnist mikilvægt atriði að lóðin við Lindargötu hafi alltaf verið hugs- uð sem byggingarlóð í skipulagi borgarinnar. Og hún bendir á að frá því að umræðan hófst hafi enginn þeirra sem um málið hafa ijallað opinberlega haft samband við þau til að leita upplýsinga eða fá að skoða líkan sem þau eru með af húsinu á teiknistofunni. „Fólk virðist vera að gera athuga- semdir án þess að kynna sér mál- ið vel,“ segir hún.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.