Morgunblaðið - 12.02.1994, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 12.02.1994, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1994 19 Morgunblaðið/Júlíus Valt við árekstur TVEIR menn voru fluttir á slysadeild eftir árekstur á Kringlumýrar- braut skömmu fyrir hádegi í gær. Við áreksturinn valt annar bíllinn, sendibíll, og hlutu tveir menn sem í honum voru áverka og voru flutt- ir með sjúkrabíl á slysdeild. Að sögn lögreglu voru meiðsli mannanna ekki talin alvarleg. Háskólabókasafn flytur næsta vetur í Þjóðarbókhlöðu Rýmið nýtt fyrir bjór- kjallara, stjórnsýslu eða heldrimannastofu? Á FUNDI Háskólaráðs seinasta fimmtudag lagði fulltrúi stúdenta fram tillögu um frambúðarnýtingu þess rýmis sem nú hýsir bóka- safn Háskóla Islands, en það losnar 1. desember nk. þegar bóka- safnið verður flutt í Þjóðarbókhlöðu. Tillagan miðast að því að þar sem nú er afgreiðsla'safnsins og millilánasafn verði matstofa með ódýrum réttum, kaffilnis og miðstöð smærri uppákoma og í kjallara Aðalbyggingar undir safninu verði bjórkjallari. Brynhildur Þórarinsdóttir, full- trúi stúdenta í Háskólaráði, segir að nú séu uppi þijár hugmyndir um nýtingu þess svæðis sem losn- Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra um Hvalveiðiráðið Umræður um aðild að ráðinu ekki tímabærar ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra segir að ef meirihlutinn í Alþjóða hvalveiðiráðinu fallist á að starfa samkvæmt Alþjóðlega hval- veiðisáttmálanum geti komið til greina að ganga aftur inn í ráðið. Hins vegar séu fá teikn á lofti um breytingar á afstöðu meirihlutans og því telji hann ekki tímabært að velta hugsanlegri aðild. Björn Bjarnason, formaður utanríkismálanefndar Alþings, sagði á Alþingi í fyrradag og til álita gæti komið að ganga íiftur í ráðið en með fyrir- vara við hvalveiðibann ráðsins. „Ég ákvað síðastliðið haust að skipa nefnd með fulltrúum allra þing- flokka til að gera tillögur um næstu skref og á hvaða grundvelli þau yrðu tekin. Það er mikilvægt að tryggja pólitíska samstöðu um þetta við- kvæma utanríkismál. Mér finnst þess vegna miður að það skuli vera komn- ar upp deilur um einstök atriði þess sem eðlilegt er að þessi nefnd fjalli um og reyni að ná samstöðu um,“ sagði Þorsteinn þegar leitað var álits hans á þeim ummælum Björns Bjarnasonar að ekki hefði verið sýnt fram á að aðild að NAMMCO full- nægði þjóðréttarlegum skyldum til að hefla hvalveiðar. NAMMCO uppfyllir skilyrði „Ég hef sjálfur metið málið á grundvelli lögfræðiálits og tel ljóst að NAMMCO uppfyllir skilyrði Haf- réttarsáttmálans að þessu leyti. Þessi þjóðréttarlegi grundvöllur er aðeins einn þáttur málsins. Annar er vís- indaleg rök fyrir því að þessa auðlind megi nýta og höfum við lagt þau fram. í þriðja lagi er hið pólitíska umhverfi í heiminum. Þau atriði þurf- um við að hafa í huga enda geta þau ráðið því á hvaða grunni við byggjum ákvarðanir okkar,“ sagði Þorsteinn. Sjávarútvegsráðherra taidi ekki tímabært að velta upp hugmyndum um að ganga aftur í Alþjóða hval- veiðiráðið eins og staðan væri í dag. „Þegar við gengum úr Hvalveiðiráð- inu lýsti ég því yfir að sú afstaða gæti verið til endurskoðunar ef meiri- hluti ráðsins féllist á að starfa í sam- ræmi við Alþjóðlega hvalveiðisátt- málann. Meirihlutinn hefur ekki gert það og því miður virðast engin teikn á lofti um að breytingar séu að verða þar á,“ sagði Þorsteinn. Hann vakti hins vegar athygli á því að næsti fundur Hvalveiðiráðsins yrði í vor og væri fróðlegt að sjá hvað gerðist þar. Vonandi kæmu þar fram breytt viðhorf í ljósi þess að aukist hefði pólitískur skilningur á veiðum sem byggðu á vísindalegum rökum. ar við brottflutninginn. „Eldri hug- myndir voru annars vegar frá kennurum sem gera það að tillögu sinni að þarna verði settur upp heldrimannaklúbbur með leðursóf- um og sölu á dökkum bjór eftir vinnu og hins vegar frá stjórn- sýslu Háskólans sem vill þenja út umfang sitt í aðalbyggingu skól- ans,“ segir Brynhildur. Hún segir að hugmynd stúdenta hafi nýverið fæðst innan Röskvu, sem skipar meirihluta Stúdenta- ráðs, og í kjölfarið hafi verið rætt við Magga Jónsson, arkitekt Há- skóla íslands, Sveinbjörn Björns- son, rektor skólans, Bernhard Ped- ersen, framkvæmdastjóra Félags- stofnunnar stúdenta, og Hólmfríði Árnadóttur, framkvæmdastjóra Félags háskólakennara, og hafi undirtektir verið jákvæðar. Arki- tekt Háskólans á að skila tillögum sínum um nýtingu rýmisins í lok mars eða byrjun apríl. „Þar sem bókasafnið er staðsett nú er falskt milliloft og því hægt að hafa mjög hátt til lofts á þriðjungi þessa svæðis, auk þess sem til greina kemur að stúka af fundaherbergi og slíkt. Hvor hæð er rúmir 200 fermetrar og fela tillögur okkar ekki í sér neinar breytingar á hús- næðinu umfram upphaflegar teikningar, svo að heildarsvipur innviða er ekki í hættu,“ segir Brynhildur. Hún segir að Stúd- entakjallarinn sem selur áfengi á svæði Háskólans þjóni ekki til- gangi sínum, bæði sé hann lítill og opnunartími takmarkaður, og því leiti nemendur lítt þangað. „Aðalatriðið er að búa til mið- punkt fyrir nemendur og kennara til að hittast og blanda geði, jafn- vel. eftir skólatíma,“ segir Bryn- híldur. ♦ ♦ ♦ Farmannadeilan Miðlunar- tillagan samþykkt MIÐLUNARTILLAGA ríkis- sáttasemjara í kjaradeilu Sjó- mannafélags Reykjavíkur við kaupskipaútgerðirnar vegna farmanna var samþykkt í al- mennri atkvæðagreiðslu hjá öll- um aðilum málsins og er því tillagan orðin að samningi milli aðila. Hjá Sjómannafélagi Reykjavík- ur var tillagan samþykkt með 46 atkvæðum gegn 33, en einn seðill var ógildur. 130 voru á kjörskrá og greiddu 80 atkvæði. Vinnuveit- endasamband íslands samþykkti tillöguna með 14 samhljóða at- kvæðum en 21 var á kjörskrá og Vinnumálasamband samvinnufé- laganna samþykkti tillöguna með fimm atkvæðum gegn einu og voru sjö á kjörskrá. Dómsmálaráðherra lætur athuga aðra kosti fyrir Hæstaréttarhús Framkvæmdir við jarðvinnu frestast ÞORSTEINN Pálsson dómsmálaráðherra átti í gær fund með forystu- mönnum skipulagsmála hjá Reykjavíkurborg og óskaði eftir því að þeir könnuðu á nýjan leik hvort einhver annar hentugur byggingar- reitur væri til í miðbæ Reykjavíkur fyrir væntanlegt hús Hæstarétt- ar en á bílastæðinu við Lindargötu milli Landsbókasafnsins og Arnar- hvols. Hann hefur einnig ákveðið að standa fyrir kynningu fyrir almenning á fyrirhuguðu húsi, forsendum staðsetningar þess og öðrum kostum, meðal annars fyrri hugmynd hans um að nýta Lands- bókasafnið fyrir Hæstarétt, enda telur hann sig ekki geta afskrifað þær 30 milljónir kr. sem undirbúningurinn hefur kostað nema að vel athuguðu máli. I þessum ákvörðunum hans felst að frestað verð- ur að taka afstöðu til tilboða í jarðvinnu sem opnuð verða á mánu- dag og framkvæmdir frestast. Undirbúningur að byggingu Hæstaréttarhúss er langt komin og áttu framkvæmdir að fara að hefj- ast þegar umræðan um staðsetn- ingu þess hófst aftur, meðal annars með mótmælum 156 manna í aug- lýsingu í Morgunblaðinu. Þá lýsti Davíð Oddsson forsætisráðherra þeirri skoðun sinni í umræðum um málið á Alþingi í fyrradag að til greina kæmi að skoða annan stað fyrir húsið og nefndi lóð við Skúla- götu sérstaklega í því sambandi. Ber ábyrgð gagnvart skattgreiðendum Þorsteinn Pálsson sagði að mikil vinna hefði verið lögð í að velja stað undir hús Hæstaréttar, fjöldi ann- arra staða en lóðin við Lindargötu hefði verið skoðaður. Flestir hefðu verið sammála um að Hæstiréttur þyrfti að vera í hjarta höfuðborgar- innar og niðurstaðan hefði orðið sú að bílastæðið við Lindargötu væri heppilegasti kosturinn. „Eins og málið hefur þróast er ljóst að þeir sem að byggingarmál- um Hæstaréttar koma vilja ekki dragast inn í deilur um þetta mál, sérstaklega þar sem kosningar eru í nánd, enda gegnir Hæstiréttur því hlutverki að setja niður deilur. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að menn geti ekki horft fram hjá því að allur undirbúningur að byggingu hússins hefur farið fram með lög- skipuðum hætti, allar ákvarðanir verið kynntar rækilega og fram far- ið víðtæk samkeppni um liönnun þess. í ljósi þess er mjög erfitt að henda meira en 30 milljónum kr. sem undirbúningurinn hefur kostað út um gluggann. Ég tel mig bera þá ábyrgð gagnvart skattgreiðend- um að gera það ekki nema að vel yfirlögðu ráði og að almenningur fái að kynna sér þetta staðarval betur, rök fyrir þeim og aðra kosti í hjarta borgarinnar," sagði Þor- steinn. Aðrir kostir og kynning Ráðherra ræddi við forystumenn skipulagsmála hjá Reykjavíkurborg í gær og óskaði eftir því að þeir könnuðu enn betur hvort einhver annar byggingarreitur væri fyrir hendi. Taldi hann að upphafleg tii- laga sín um að nýta Landsbókasafn- ið fyrir Hæstarétt þegar safnið færi í Þjóðarbókhlöðuna og að þar yrði samhliða einhver menningarstarf- semi kæmi þar aftur til skoðunar, enda væri það virðulegasta og hag- kvæmasta nýting þess húss. Varðandi hugmynd forsætisráð- herra um lóðina við hlið Sjávarút- vegshússins við Skúlagötu sagði dómsmálaráðherra að hún hefði ekki verið talin henta fyrir eins lítið hús og Hæstaréttarhúsið, það félli ekki inn í þá götumynd hárra húsa sem þar væri komin. Safnahúsið við Hverfisgötu SAFNAHÚSIÐ var tekið í notkun árið 1909. Þessi mynd er tekin snemma á öldinni áður en farið var að byggja í kringum það. Skúli H. Norðdahl, arkitekt Fagna ákvörðun ráðherra um frestun SKÚLI H. Norðdahl, arkitekt, segist ánægður með þá ákvörðun Þor- steins Pálssonar, dómsmálaráðherra, að fresta byggingu húss Hæsta- réttar við Lindargötu og athuga aðra möguleika á húsnæði fyrir starf- semi réttarins. Skúli er einn þeirra sem stóð að undirskriftasöfnun til að mótmæla staðsetningu hússins við Lindargötu og birtist auglýsing 156 aðila í Morg- unblaðinu á þriðjudag þar sem skor- að var á stjórnvöld að endurskoða fyrirhugaða staðsetningu hússins á horni Ingólfsstrætis og Lindargötu. „Ég fagna þessu," segir Skúli, „og vona að þetta gangi eftir. Ég vænti þess að ráðherra skoði málið og taki tillit til vilja fólks um að hverfa frá Lindargötunni." Hann segir að það sé auðvitað leitt að tapa því fé sem þegar hefur verið varið í undirbúning og hönnun hússins, en það sé skárri kostur en að gera þau mistök að byggja húsið við Lindargötuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.