Morgunblaðið - 12.02.1994, Page 22

Morgunblaðið - 12.02.1994, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRUAR 1994 VIÐSKIPn AIVINNULÍF Greiðslumiðlun Þreifingar um lausn debetkortadeilunnar Alvarlegar athugasemdir í skýrslu Samkeppnisstofnunar ÓFORMLEGAR viðræður hafa átt sér stað að undanfömu milli fulltrúa verslunarinnar og bankanna um þjónustugjöld vegna debetkorta og ríkir nú aukin bjartsýni um að lausn á deilunni kunni að finnast fljótlega. Þá er ennfremur von á niðurstöðu Samkeppnisráðs á næstunni vegna kæm ASÍ og Neytendasam- takanna um samráð bankanna við ákvörðun þjónustugjalda. Ráðið hefur fengið til kynningar skýrslu Samkeppnisstofnunar um debetkortin og em þar gerðar alvarlegar athugasemdir við framgang bankanna í málinu, samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins. Engar formlegar viðræður hafa átt sér stað milli Kaupmannasam- takanna og bankanna frá því í byrjun nóvember. Hins vegar hafa átt sér stað óformlegar viðræður milli einstakra fulltrúa þessara aðila að undanförnu sem farið hafa mjög leynt. Samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins hafa bankam- ir vikið verulega frá sínum upphaf- Aðalfundur Verslunarráð ræðir lækkun ríkisútgjalda VERSLUNARRÁÐ íslands helur aðalfund á tveggja ára fresti og næsti aðalfundur ráðsins verður 23. febrúar nk. Að þessu sinni liggja fyrir tillögur til lagabreytinga eftir umfangsmikið starf sér- stakrar laganefndar. Sérefni þessa aðalfundar verður síðan kynn- ing á hugmyndabanka um raunhæfan niðurskurð ríkisgjalda. Það er um að ræða skýrslur fjögurra fjölmennra nefnda innan verslun- arráðsins sem hafa starfað að þessu verkefni síðan í haust. Stjórn verslunarráðsins er skip- uð 19 mönnum en þar af er formað- ur kosinn beinni kosningu á aðal- fundinum samkvæmt núgildandi lögum. Kosning 18 manna í stjóm og 19 manna í varastjóm stendur nú yfir. Hún fer fram með þeim hætti að 57 manns gefa kost á sér Skipaafgreiðsla Jes Zimsen í toll- skýrslugerð SKIPAAFGREIÐSLA Jes Zims- en hf. undirritaði nýverið samn- ing um gerð tollskýrslna fyrir Hagkaup hf., Bónus hf., Álf- heima hf. (Kosta Boda), Mikla- torg hf. og Baug sf. í frétt frá Jes Zimsen segir að ofangreindur samningur undir- striki að þessi fímm stóru innflutn- ingsfyrirtæki sjái fram á hagræð- ingu og spamað í rekstri með því að kaupa þjónustuna af Skipaaf- greiðslu Jes Zimsen. Ennfremur segir að tollskýrslu- gerð sé mörgum fyrirtækjum afar dýr þegar grannt er skoðað. Stærri innflutningsfyrirtæki hafí sérhæft starfsfólk sitt og hugbúnað til verksins sem oft og tíðum nýtist ekkí nægilega vel. Minni fyrirtæki feli gjaman starfsfólki með annað verksvið gerð tollskýrslna en það geti leitt af sér villur í skýrslugerð- inni sem tímafrekt og kostnaðar- sanit geti verið að leiðrétta. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen hyggst innan tíðar taka upp SMT tengingu við tollinn en það flýtir fyrir tollafgreiðslu og gerir hana öraggari. á ábendingarlista jafnframt því að allir stjómarmenn og stjómendur era í kjöri. Hver aðili að ráðinu má aðeins kjósa 12 manns. Skrif- legri kosningu lýkur daginn fyrir aðalfund. Af þeim sem skipað hafa stjórn og varastjóm verslunarráðsins undanfarin tvö ár, 38 menn í allt, eru 9 ekki á bendingarlistanum nú. Ýmist hafa þeir skipt um starfsvettvang eða dregið sig í hié af ýmsum ástæðum. Um langan tíma hefur jafnan orðið veruleg endurnýjun, nálægt þriðjungi, í stjóm og helmingi í varastjóm. Stjóm ráðsins kýs úr sínum hópi Qóra menn í framkvæmdastjóm en sérkjörinn formaður þess er sjálfkrafa formaður framkvæmda- stjómarinnar. legu kröfum um þjónustugjöld af debetkortunum og mun þeirri skoðun hafa vaxið fylgi innan bankakerfísins að leysa þurfi þetta mál á allt öðrum nótum en í upp- hafi var ætlað. Ljóst sé að andstað- an við verðlagningu kortanna hafí skaðað ímynd banka og sparisjóða. Inn í þessar viðræður hafa einnig blandast þjónustugjöld af kredit- kortum og kann að koma til þess að endurskoðun þeirra verði liður í væntanlegu samkomulagi kaup- manna og banka. Aftur á móti er einnig bent á að þó svo deilan milli kaupmanna og bankanna leystist eigi eftir að ná samkomulagi við Neytendasam- tökin, ASÍ og BSRB auk þess sem vinna þurfí hug og hjörtu neytenda sjálfra og sannfæra þá um ágæti kortanna. * Ihuga verndun fjárfestinga ÍA-Evrópu UTANRÍKISRÁÐHERRA kynnti hugmyndlr um verndun fjárfestinga í ríkjum Austur- Evrópu á fundi ríkisstjórnarinn- ar á þriðjudag. Þröstur Ólafsson, aðstoðarmað- ur utanríkisráðherra, sagði að þetta væri komið til vegna áhuga Austur-Evrópuþjóðanna á að gera samninga um vemdun fjárfestinga í þessum löndum til að styrkja stöðu fjárfesta á Vesturlöndum, sem hefðu áhuga á fjárfestingum í þessum löndum. í þessu fælist ekki nein viðskiptaleg trygging, heldur væri þama um að ræða samning sem tryggði fjárfesta gegn þjóðnýtingu, eignaupptöku og öðru slíku, auk þess sem kveðið sé á um það í þessum samningum að heimilt sé að flytja hagnað á milli landa. Þetta mál sé hins veg- ar ennþá á byijunarstigi. BANANADEILAN Geröardómur GATT í viöskiptadeilum birti f gær, föstudag, skýrslu vegna kvartana S-Amerískra bananaútfiytjenda þess efnis aö nýjar innflutnings- regiur Evrópusambandsins mismuni þeim á kostnað banana frá Afríku, Karabíahafseyjum og Kyrrahafslöndum. Samkvæmt þessum nýju reglum þurfa 2 milljónir tonna af banönum frá S-Ameríku á ári hverju aö sæta tollum á sama tíma og heimilaður er tollfrjáls innflutningur á allt að 857 þúsund tonnum frá gömlum nýlendum Evrópuríkja I Afríku, á Karíbahafseyjum og við Kyrrahaf, svonefndum A.K.K.-löndum. HEIMSNEYSLA AF BANÖNUM Samtals: 11.747 milljónir tonna EB NEYSLA Uppruni í millj. tonna: EBIönd 0.85 AKKIönd S-Amerlka EB fellur frá bononatilboði Briissel og Genf. Reuter. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins hefur fallið frá tilboði frá því í desember um að auka innflutning á banönum frá útflutningslöndum í Rómönsku Ameríku að því er skýrt var frá á föstudag. Tilboð um aukinn aðgang að Evrópumarkaði var bundið því skilyrði að fimm bananaútflutn- ingslönd féllu frá kæra til GATT þess efnis að EB mismuni löndum samkvæmt fyrirkomulagi á ban- anainnflutningi, sem bandalagið tók upp í júlí. Seinna á föstudag gaf nefnd á vegum GATT út skýrslu, þar sem Evrópusambandið er hvatt til þess að breyta bananatollum sínum og kvótaleyfum til samræmis við reglur stofnunarinnar að því er heimildir í Genf hermdu. Nefndin tók afstöðu með kæru útflutningslandanna í Rómönsku Ameríku og úrskurðaði að sam- kvæmt núverandi fyrirkomulagi á bananainnflutningi EB væri þeim ekki gert jafnhátt undir höfði og fyrrverandi nýlendum í Afríku og á Karíbahafí og Kyrrahafi. Framkvæmdastjóm EB bauðst til þess í desember að auka tveggja milljóna lesta innflutningskvóta á banönum í 2,1 milljón lesta 1994 og 2,2 milljónir lesta 1995. Þau fimm ríki, sem eiga í hlut, eru öll aðilar að GATT. Þau eru Kólombía, Costa Rica, Guatemala, Nicaragua og Venezuela. Guate- mala og Costa Rica höfnuðu til- boðinu, að sögn EB. Símaþjónusta Lækkun símgjalda fyrirtækja til skoðunar PÓSTUR og sími hefur Iýst sig reiðubúinn til að kanna mögu- leika á því að lækka áfnotagjöld síma hjá fyrirtækjum í tengsl- um við breytingar sem kunna að verða gerðar á næstunni á gjaldskránni. Þetta kemur fram í svari stofnunarinnar við erindi frá Kaupmannasamtökunum sem fóru fram á að mis- munur á milli afnotagjalda einstaklinga og fyrirtælga yrði jafnaður. í erindi Kaupmannasamtak- anna er vitnað til athugunár sam- takanna sem leiddi í ljós að fast afnotagjald væri um helmingi hærra hjá fyrirtækjum en einstakl- ingum og ummæli starfsmanns stofnunarinnar í Ijölmiðlum að engin skynsamleg rök lægju fyrir þessum mismuni á afnotagjaldinu. í svari Póst og símamálastjóra kemur fram að mismunur á af- notagjaldi fyrir atvinnusíma og heimasíma eigi rætur að rekja langt aftur í tímann þegar talið var að mismunur væri á því álagi sem símkerfið hlyti af þessum tveimur tegundum síma. Enn- fremur segir í svarinu: „Mismun- urinn er nú meiri en áður og er það vegna ákvarðana yfirvalda um skiptingu símakostnaðar. Fagleg rök fyrir mismunandi gjaldi eru ekki lengur þau sem áður voru nefnd. Það verður hinsvegar að vera ljóst að at- vinnusímagjald er ekki hægt að lækka nema til komi tekjur á móti. Stofnunin er reiðubúin til að kanna möguleika þessa í tengslum við aðrar breytingar sem kunna að verða gerðar á næstunni á gjaldskránni." Bjartsýni hjá iðn- rekendum Brussel. Reuter. BRÚNIN á iðnrekendum í Evrópusambandsríkjunum er heldur farin að lyftast og augljóst er, að þeir telja efnahagsástandið aimennt vera á uppleið. Kemur þetta fram hjá Evrópuhag- stofunni, sem bendir hins vegar á, að allur almenn- ingur sé enn fullur tor- tryggni á framtíðina. Fyrirtækjum, sem hyggja á aukna framleiðslu, hefur verið að Qölga að undanfömu og eru nú í fyrsta sinn í tvö ár jafn mörg þeim, sem vilja draga úr henni. Sýnir það aukna trú iðnrekenda á, að samdráttar- skeiðinu sé að ljúka en svart- sýnin er enn sú sama hjá flest- um launþegum. Þeim fínnst staða sín vera að versna og hafa litla trú á betri tíð með blóm í haga. Hjá Evrópuhagstofunni kom fram, að þótt flestir hagvísar væru farnir að benda í rétta átt, þá væri ekki víst að raun- verulegt hagvaxtarskeið væri að hefjast. Til að það gæti orðið yrði að ýta undir fjárfest- ingu með ýmsum aðgerðum og lækka vexti enn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.