Morgunblaðið - 12.02.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.02.1994, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1994 Minning Sigurlína Jónína Jónsdóttir frá Fyrirbarði Fædd 31. janúar 1922 Dáin 1. febrúar 1994 Merkiskona er fallin frá. Sigur- lína frá Fyrirbarði í Fljótum var svo sannarlega merkiskona í mínum huga og ég kveð hana með virð- ingu, hlýhug og þakklæti fyrir þau ár sem ég fékk að kynnast henni. Eg sé hana Línu fyrir mér stand- andi í dyragættinni með útbreidda arma, en þannig tók hún á móti öllum sínum börnum, barnabörnum og tengdabörnum, alltaf með opnum örmum og bros á vör. „Eruð þið ekki svöng, elskumar mínar?" var það fyrsta sem hún spurði og ávallt var hún búin að elda og hafði allt tilbúið hvenær sem okkur bar að garði. Hvort sem það var um miðjan dag eða seint um kvöld. Hún Lína hugsaði ávallt um aðra fyrst, henn- ar eigin þarfir voru eitthvað sem hún hugaði lítið að. Fyrir rúmum tveimur mánuðum lést Björgvin, maður Línu, eftir skammvinn en erfið veikindi. Hún studdi hann dyggilega á þeim tíma eins og alltaf og sat hjá honum þegar hann kvaddi. Þetta var erfið- ur tími fyrir hana, en stutt var þar til þau yrðu saman á ný. Þau höfðu staðið saman í blíðu og stríðu öll sín hjónabandsár og höfðu sjaldan verið hvort án annars. Það er sorglegt að vita að þegar þau hefðu loksins átt að geta farið að hafa það gott fór heilsan að gefa sig. Þau nutu þó oft góðra stunda á Skagfírðingabraut 3. Þar var, eins og í Fyrirbarði, gestkvæmt og voru dagamir fáir sem þau fengu ekki heimsóknir og oftast voru þær margar, enda minnti heimili þeirra oft á félagsmiðstöð. Þar var spilað og spjallað, hlegið og gert að gamni sínu. Á sumrin dreif að fólk alls staðar að af landinu sem var á ferða- lögum og kom við á heimili Línu og Björgvins til að heilsa upp á þau. Stundum varð mér það á að hugsa hvaðan allt þetta fólk kæmi eigin- lega, hvernig þau gætu hafa kynnst því, því ekki höfðu Lína og Björgvin gert víðreist um ævina. En þannig var þetta, fólk kom til þeirra þó þau stunduðu sjálf ekki heimsóknir. Það var gott að koma til þeirra; það var einhver stöðugleiki og friður sem maður fann fyrir um leið og komið var inn, eitthvert jafnvægi sem við leitum öll eftir og fínnst á fáum stöðum í þessum heimi hraða og lífs- gæðakapphlaups. Það er erfítt að lýsa því sem þau gáfu frá sér, en hjá þeim var stöð- ugur punktur í tilverunni og ósjálf- rátt fann maður fyrir ró á heimili þeirra þrátt fyrir að oftast væri þar margt um manninn. Sigurlína Jónína Jónsdóttir var fædd 31. janúar 1922 á bænum Deplum í Stíflu í A-Fljótum, en flutt- ist síðar með foreldrum sínum að Molastöðum í A-Fljótum og ólst þar upp. Foreldrar hennar voru þau Jón Sigmundsson frá Vestarahóli í Fljót- um og Sigríður Guðmundsdóttir frá Saurbæ í sömu sveit. Sigurlína átti fimm systkini, þau Guðmund, múrara í Reykjavík, sem er hálfbróðir, Snorra sem var múr- ari en er látinn, Svavar, bóndi í Öxl í Húnavatnssýslu, Ásgeir, umdæm- isstjóri hjá RARIK á Akureyri, og Önnu sem búsett var í Kópavogi en lést nýlega. Sigurlína þurfti ung að fara að vinna eins og tíðkaðist, en 16 ára fór hún að heiman og gerðist kaupa- kona. Fyrsta árið vann hún sér inn fyrir forláta saumavél, sem var handknúin Singer í trékassa og á þessa vél saumaði hún síðar fötin á Amici Þorsteinsdóttir frá Litlu-Hámundar- stöðum - Minning Fædd 29. júní 1909 Dáin 6. febrúar 1994 í dag kveðjum við tengdamóður okkar Ónnu Þorsteinsdóttur, sem látin er á áttugasta og fimmta ald- ursári. Hún fæddist í Hvammi í Arnameshreppi, fimmta barn Val- gerðar Sigfúsdóttur og Þorsteins Þorsteinssonar. Alls urðu þau systk- inin tíu, átta bræður og tvær syst- ur. Eftir lifa þau Svanhildur, búsett á Akureyri, og Sigfús, búsettur á Hauganesi. Tveggja ára gömul flutti Anna að Litlu-Hámundarstöð- um á Árskógsströnd, þar sem hún ólst upp og bjó sín búskaparár. Um tvítugt dvaldi hún vetrartíma á Akureyri og lærði fatasaum. Eftir það saumaði hún öll föt á karlmenn- ina á heimilinu. Hún giftist 27. júlí 1929 Stefáni Einarssyni sem fæddur var í Hörg- árdal 14. maí 1902 en vartil heimil- is í Kálfskinni er þau kynntust. Byrjuðu þau sinn búskap í sambýli við Valgerði móður Önnu á Litlu- Hámundarstöðum. Félagsbú var , lengi stundað en síðan bjuggu þau hjónin á jörðinni í tuttugu ár. Til ársins 1950 var búið í „gamla bæn- um“, þar sem börnin þeirra sjö fæddust, en árið 1950 var flutt í nýtt íbúaðrhús sem Stefán byggði. Eins og við var að búast voru það mikil umskipti fyrir tengdamóður okkar að komast í steinhús með þeirra tíma þægindum. Búskapurinn mun mikið hafa hvílt á henni, 'þar sem Stefán stund- aði sína iðn lengst af. Hann lést eftir erfið veikindi, Iangt um aldur fram, vorið 1958. Anna bjó áfram nokkur ár á Litlu-Hámundarstöðum eftir lát hans með aðstoð bama sinna. Árið 1961 fluttist hún á Hauga- nes í hús Rósu dóttur sinnar og Níelsartengdasonar síns. Árið 1964 fluttist hún til Akureyrar ásamt yngstu sonum sínum. Lengst af hélt hún heimili með Steingrími syni sínum. Árið 1991 flutti hún svo í sambýli aldraðra í Bakkahlíð, þar sem hún dvaldi fram á síðasta sumar, er hún vegna heilsubrests fór á hjúkrunardeild á Dvalarheim- ilinu Hlíð, en á báðum stöðunum hlaut hún frábæra aðhlynningu. Önnu kynntumst við fljótlega eftir að við kynntumst sonum henn- ar, þeim elsta annars vegar og þeim yngsta hins vegar. Tók hún okkur af þeirri hæversku og ljúfmennsku er var hennár aðal. Börn þeirra hjóna eru; Rósa, fædd 7. júní 1930, gift Níelsi Gunn- arssyni; Valgeir Þór, fæddur 4. mars 1934, kvæntur Sigrúnu Björnsdóttur; Pálmi, fæddur 3. september 1936, kvæntur Soffíu Jónsdóttur; Anna Lilja, fædd 3. mars 1938, gift Dagbjarti Hans- syni; Svandís, fædd 27. september 1943, gift Núma Friðrikssyni; Steingrímur Eyfjörð, fæddur 30. mars 1946, var kvæntur Erlu Stef- ánsdóttur; og Stefán Páll Stefáns- son, fæddur 25. maí 1948, kvæntur Auði Sigvaldadóttur, en hann lést barnahópinn sinn og fjölskylduna. Lét hún þessa vél duga sér fram á síðustu ár og þótti hinn merkasti gripur. Þegar Sigurlína var kaupakona hjá móðurbróður sínum, Bergi Guð- mundssyni á Hraunum í Fljótum, kynntist hún Björgvini Márussyni frá Fyrirbarði sem þá var þar vinnu- maður og giftu þau sig síðan 10. júní 1941 og áttu sitt fyrsta barn þá um haustið. Bjuggu þau þá í eitt ár á Stóru- Reykjum og síðan í tvö ár á Barði í Fljótum, en tóku þá við búi af foreldrum Björgvins á Fyrirbarði og bjuggu þar í 46 ár. Árið 1990 fluttu þau á Skagfirðingabraut 3 á Sauð- árkróki og áttu þar heima sín síð- ustu ár. Sigurlína og Björgvin eignuðust níu börn en misstu eitt þeirra ungt. Börnin þeirar bera vott um þann dugnað og manndóm sem foreldrar þeirra sýndu, en þau eru; Sigur- björg,' forstöðukona félagsstarfs aidraðra á Gljábakka í Kópavogi, Erlendur, bílstjóri hjá Mjólkursam- sölunni í Reykjavík, drengur fæddur 2. desember 1949 en lést, Sigur- jóna, kennari í Reykjavík, Frey- steinn, múrarameistari í Reykjavík, Gylfí, dreifingarstjóri Reiknistofu bankanna, Guðjón, bóndi á Krossi í Óslandshlíð, Þröstur, mjólkurfræð- ingur, og Guðrún Fjóla, banka- starfsmaður. Það var mikið að gera á stóru heimili eins og Fyrirbarði og Sigur- lína lét sitt ekki eftir liggja. Þegar Björgvin var á vertíðum í Vest- mannaeyjum þurfti hún að sjá um búið; beijast út í öllum veðrum við að gefa og hirða skepnurnar, mjólka kýrnar og sjá um heimilið. Hún sló með orfí og ljá með manni sínum og gekk í öll verk bæði úti og inni, saumaði og pijónaði á börnin, bak- aði og eldaði og sá til þess að allir fengju nóg að borða. Frístundirnar hafa verið fáar og aðstæður erfiðar, Fljótin eru snjó- þung sveit og þó að sumrin séu fög- ur eru veturnir oft langir og erfiðir. Sigurlína og Björgvin bjuggu í torfbæ fram til 1954, en þá byggðu þau íbúðarhús og útihús en höfðu áður lagt sína krafta að mestu í að rækta jörðina. Við sem í dag búum við allsnægt- ir og getum varla gert okkur í huga- lund hvernig er að vera án rennandi af slysförum 21. janúar 1987. Barnabörnin eru 21 og barnabarna- börnin eru 14. Önnu varð tíðrætt um ýmislegt í uppvextinum, svo sem útgerð bræðra sinna og búskaparhætti í tofbæ. Var henni ætíð minnisstætt sumarið sem hún var ráðskona hjá bræðrum sínum sem gerðu út bát frá Naustavík. Fór hún þangað með elstu dóttur sína, hana Rósu, aðeins fárra vikna. Bamabörnin nutu ástríkis og umhyggju Önnu ömmu, sem fræddi þau um búskaparhætti til sjós og lands á sínum yngri árum. En best minnast þau hennar þó með sokka og vettlinga á pijónum og rjúkandi pönnukökur í eldhúsinu. Við kveðjum kæra tengdamóður og þökkum samfylgdina, það sem hún kenndi okkur og þann hlýhug sem við urðum aðnjótandi. Hvíl þú í friði. Auður Sigvaldadóttir, Sigrún Björnsdóttir. vatns, hita og rafmagns eigum ekki auðvelt með að setja okkur í þessi spor. En heitt rennandi vatn hafði Lína ekki fýrr en hún flutti á Sauð- árkrók árið 1990. Þarfir barna hennar og eiginmanns gengu alltaf fyrir hennar eigin þörfum. Hún hafði t.d. þann sið að borða aldrei sjálf fyrr en allir væru búnir að fá nóg. Sjálfsagt hafði stundum verið þröngt í búi á árum fyrr og þetta orðin hefð. Og þó hana langaði til að hafa fallega liti, blóm, fallega hluti og þægindi í kringum sig, veitti hún sér sjaldan neitt og bað því síð- ur um neitt fyrir sjálfa sig. Um 1987, þegar ég kynntist Sig- urlínu fyrst, var hún orðin svo slæm í fótunum vegna slits í hnjám, að hún átti orðið mjög erfítt um gang, en samt vann hún í Sláturhúsinu á Sauðárkróki á hveiju hausti þar til síðastliðið ár. Hún pijónaði lopa- peysur og sokka og var aldrei iðju- laus. Lína var ekki kvartsár kona, en kvalirnar í fótunum hljóta oft að hafa verið nær óbærilegar, hvert skref, hvert handtak, hefur verið átak. Hún bað sjaldan um aðstoð og vildi helst gera allt sjálf og oft var það af veikum mætti. Þau hjónin skulduðu aldrei nein- um neitt og framkvæmdu ekkert nema geta staðgreitt það. Lína var forspá og draumspök og komu margir til hennar til að láta líta í bolla eða til að fá hana til að ráða í drauma sína. Hún var hress og glaðsinna og grunar mig að margt af því fólki sem kom til hennar hafi farið ánægðara en það kom, því hún var ein af þeim sem gefa frá sér styrk. Lína hafði ánægju af söng og orti margar vísur og ljóð sem hún geymdi hjá sér en var ekkert að flíka. Hún var heldur ekki að flíka til- finningum sínum en eftir að Björg- vin féll frá saknaði hún hans mikið. Það var eins og hún hefði misst hluta af sjálfri sér og ég held að tómarúmið hafi verið stórt. Hún hafði stutt hann eins og hetja í veik- indum hans og engin heimsókn gladdi hann eins og hennar gerði. Hann þráði að hafa hana hjá sér og hún sat við hlið hans og strauk á honum hendurnar og hlúði að honum eins og hún ein best kunni, þrátt fyrir að sjálf væri hún orðin miklu veikari en nokkurn grunaði. Já, hún Lina var og er hetja í mínum augum. Hún er tákn þeirra íslensku kvenna sem hafa staðið af sér alla storma lífsins og standa uppúr eins og klettur í brimsjó, óhagganleg um alla eilífð í minningu þeirra sem muna. Hennar síðustu verk voru eins og ávallt að hugsa um aðra. Hún var að flýta sér að ljúka við lopasokka og peysu sem hún ætlaði sonum sínum og hennar mesta áhyggjuefni var að hún Tiafði ekki náð að setja þetta í póst áður en hún fór á sjúkra- húsið, því Lína vissi sem var að þaðan átti hún ekki afturkvæmt. Ég hugsa um tóma dyragættina á Skagfirðingabraut 3 með hryggð og reyni að undirbúa sjálfa mig að sjá ekki tengdamóður mína standa þar með útbreiddan faðminn og segja: „Eruð þið ekki svöng, elsk- uraar mínar?" eða sem stendur og kveður okkur brosandi á tröppunum með því að veifa með báðum hönd- unum. Hún Lína var svo sannarlega merkiskona og hún skilur eftir sig minningar sem aldrei gleymast; minningar um góða konu, móður, ömmu og tengdamóður. Minningar um slíkt fólk eins og þau hjónin frá Fyrirbarði eru ómetanlegar hveijum þeim sem þær á. Guð geymi þau og blessi. Guðbjörg Hermannsdóttir. Þegar ég kom heim úr skólanum þriðjudaginn 1. febrúar var mér sagt að amma mín væri dáin. Ég vissi að amma hafði verið mikið veik, en ég bjóst ekki við að hún mundi fara svona fljótt. Það er svo fjarri veruleikanum að manneskja sem maður elskar sé farin og að maður muni aldrei sjá hana aftur. Fyrir stuttu dó afi og nú amma. Þó að ég vissi að bráðum væri tími þeirra kominn, áttaði ég mig ekki á hvað ég væri í rauninni að missa. Eitt af því skemmtilegasta sem ég man nefnilega eftir eru hinar mörgu ferðir okkar í Fljótin, í heim- sókn til afa og ömmu á Fyrirbarði. Á hveiju sumri var tilhlökkunarefni okkar systranna að fara norður í sveitina með fjölskyldu okkar. Þar tóku afi og amma okkur alltaf opn- um örmum. Einna helst minnist ég þess að þegar við fórum á hestbak, í fjallgöngu og betjamó, spiluðum á skrýtna orgelið í stofunni og sáum Týru, hundinn þeirra, taka glaða og ánægða á móti okkur. Og alltaf pantaði amma frá okkur hár- greiðslu meðan hún pijónaði eina af sínum mörgu peysum. Ég held að ekki hafi liðið ár án þess að við höfum farið að minnsta kosti einu sinni í heimsókn til gömlu hjónanna og ávallt með aur í vasanum á leið- inni heim. Ég man að ég hugsaði oft um hvemig afi og amma gætu þekkt svona mikið af fólki en í eld- húsinu sá maður alltaf nýja gesti sem gæddu sér á hressingu hjá ömmu. Árið 1990 fiuttu þau svo til Sauð- árkróks, að Skagfirðingabraut 3, og voru það döpur tíðindi fyrir okk- ur systurnar þar sem Fyrirbarð var orðinn stór þáttur í lífi okkar. En þrátt fyrir að við hættum að fara í „sveitina okkar“ hættum við ekki að fara norður, en nú aðeins til Sauðárkróks. Ekki voru móttökurn-. ar síðri þar og eins og ávallt var eldhúsborðið hlaðið alls kyns með- læti. En nú eru þau bæði farin, og í þetta sinn á stað sem við getum ekki heimsótt þau á, allavega ekki strax. Eftir stendur tómleikinn sem þó fyllist af góðum minningum um góðar samverustundir. Elsku afi og amma, við lóurnar elskum ykkur og munum ávallt gera. í hjörtum okkar lifir minning- in og mun hún lifa svo lengi sem við lifum. Sigurbjörg og María. Guð blessi lífs þins brautir, þitt banastríð og þrautir og starfs þíns mark og mið. Við hugsum til þín hljóðir að hjarta sér vor móðir þig vefur fast og veitir frið. (E. Ben.) Hún Lína amma okkar er dáin aðeins rúmum tveim mánuðum eft- ir að eiginmaður hennar, hann afi, Björgvin Márusson, hvarf héðan. Það er því skammt stórra högga á milli og eftir stöndum við full efa- semda. Við. trúum því vart að þau séu bæði farin. Við trúum því varla að við getum ekki heimsótt þau í sum- ar. Þau sem ávallt tóku okkur af hlýju og alúð þegar við heimsóttum þau norður, sem var alltof sjaldan. Þeim var báðum svo umhugað um að okkur liði öllum sem best. Afi lifði að mestu í eigin heimi frá því að við munum eftir honum vegna þess hversu heyrn hans var skert. Hann reyndi þó alltaf að spjalla við okkur og gera að gamni sínu þegar við hittum hann. Avallt lagði amma mikið upp úr því að segja honum frá því sem var að gerst hveiju sinni, ásamt fréttum af vinum og vandamönnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.