Morgunblaðið - 04.03.1994, Síða 16

Morgunblaðið - 04.03.1994, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1994 Valdníðsla forustu HSI í garð Vestmanneyinga Þá hvessir á Stórhöfða og hvín í Heimakletti eftir Árna Johnsen Það var ótrúleg valdníðsla og dónaskapur af hálfu forustu Hand- knattleikssambands Islands að láta mótanefnd sambandsins það eftir að útiloka áhorfendur að leik KR og ÍBV í Vestmannaeyjum í fyrra- kvöld án þess að nokkur lagastoð sé fyrir slíku né rök, heldur fyrst og fremst merkikertaháttur manna sem láta hugaræsing og geðþótta ráða ferð. Vonandi komast burðar- meiri menn að borði HSÍ fyrr en seinna, handknattleiksíþróttin á það skilið með okkar frábæru hand- knattleiksmenn. Þessi aðför að Vestmanneyingum er slík lítilsvirð- ing að einsdæmi er í sögu íslensks handknattleiks og þó segir í leikja- skrá HSÍ í haust að áhorfendur eigi að taka sér Eyjamenn til fyrir- myndar sem áhorfendur og þátt- takendur með leikmönnum. Það hefur ekkert farið á milli mála að Eyjamönnum fylgir mikil stemmn- ing og fjör og til dæmis má nefna lúðrasveit Eyjamanna sem setur mikinn svip á leiki á góðum stund- um og leikur hina bestu tónlist sem er auðvitað mörgum fetum framar en trommulið annarra íþróttaliða þótt ekki sé ástæða til þess að amast við því. Safnað ávirðingum á Eyjamenn í byrjun þessarar viku lá það fyrir að nefndarmenn HSÍ voru að safna ávirðingum á handknatt- leikslið íþróttabandaiags Vest- mannaeyja til þess að refsa Eyja- mönnum á annan hátt en öðrum. Þetta gekk svo langt vegna leiks ÍBV og KA, sem vitnað var til, að lið KA sá sig knúið til þess að mótmæla skoðunum nefndarmanna HSÍ sem virðast telja að hégóma- tott þeirra og annarleg afskipta- semi eigi að vera aðalmál hand- Árni Johnsen „Þessi aðför að Vest- manneyingnm er slík lítilsvirðing að eins- dæmi er í sögu íslensks handknattleiks og þó segir í leikjaskrá HSÍ í haust að áhorfendur eigi að taka sér Eyja- menn til fyrirmyndar sem áhorfendur og þátttakendur með leik- mönnum.“ knattleikja. Meira að segja dómari í ieik KA og ÍBV sá ástæðu tii þess að lýsa því yfir að ekkert hefði verið athugavert við umræddan leik sem gæfi tilefni til séraðgerða. En mafíósarnir í HSÍ voru ekki af baki dottnir, þeir sögðu í skýrsl- youth class Keppnisskíðafatnaður fyrir börn Púðabuxur, púðapeysur og stórsvigssamfestingar mmuTiuFmm GLÆSIBÆ . SÍMI 812922 um sínum að þeir hefðu orðið að flýja húsið að leik loknum og þess vegna hefðu þeir ekki orðið varir við lætin sem hlytu að hafa verið. Þetta er slíkt bull og vitleysa að engu tali tekur og eftir leik Víkings og ÍBV sem einnig var vitnað til hélt Serbinn í liði Víkings því fram að hann hefði verið að veija dómar- ann þegar hann barði einn áhorf- anda úr Eyjum. Sannleikurinn er sá að dómarinn var farinn úr saln- um þegar atvikið átti sér stað, en Eyjamaðurinn, sem er hinn vænsti og kurteisasti, taldi líklegast að Serbinn hefði slegið sig vegna þess að hann var í úlpu eins og Króatar klæðast gjarnan. Það er ljóst að áhorfendur í Eyjum eru með þeim íjörugustu á landinu og það er nokkur galli í íþróttahúsinu að áhorfendasvæðið er nánast ofan í vellinum, en þau þrengsli komu til vegna þess að íþróttasjóður ríkisins leyfði ekki meira rými á sínum tíma þótt Eyjamenn ætluðu sjálfir að borga mismuninn. Annað tilvik sem vitnað er til af valdbeitingarmönn- unum er að áhorfandi hafi slegið eftirlitsdómara í bakið. Hið sanna er að áhorfandinn gekk til eftirlits- dómarans og óskaði eftir svari við spurningu, en eftirlitsdómarinn sagði manninum að hypja sig burtu. Áhorfandinn vildi þá gera gott úr málinu, klappaði létt á öxl dómar- ans og þakkaði honum fyrir grein- argóð svör. Þessi maður hefur aldr- ei gert flugu mein, enda einstakur dýravinur. í Eyjum hefur það verið talið til þess að skerpa kærleikann að láta blíðlega að fólki, en nefndarmenn HSI kalla það að sitja undir höggum. Út á þetta var Vest- manneyingum öllum og öðrum meinað að horfa á leik ÍBV og KR í fyrrakvöld og þegar gengið var eftir rökum fyrir valdníðslunni var því svarað til að þetta væri nú eigin- lega til viðvörunar fyrir önnur fé- lög. HSI á að biðjast afsökunar á lokun leiksins Þá er rétt að víkja að mjög hörð- um dómi yfir þjálfara IBV sem hefur verið dæmdur í liðlega 7 mánaða leikbann vegna þess að hann stjakaði við dómara í hita leiksins, dómara sem var búinn að gera mistök eftir mistök og var farinn á taugum. Það ber enginn Ljósmynd/Sigurgeir í Eyjum Eyjamenn fengu ekki að sitja á áhorfendapöllum og urðu að láta kaffistofu íþróttahússins og sjónvarp nægja. Formönnum íþróttafé- laganna og bæjarstjóra var vísað út úr íþróttasalnum. á móti því að þjálfarinn sem jafn- framt var leikmaður stjakaði harkalega við dómaranum og þótt Eyjamenn séu aldir upp í 17 vind- stigum og foráttubrimi var það óafsakanlegt. En það var líka jafn augljóst að dómarinn lét sig detta í gólfið nema þá að hann sé á slík- um brauðfótum að undrun sætir. Eðlilegast hefði verið að setja leik- manninn í einhverra leikja bann og víta dómarann fyrir leikaraskap. Minna má á að þjálfari Vals fékk ekki alls fyrir löngu tveggja leikja bann fyrir að berja dómara að leik loknum. Það er svo sem ekkert nýtt að gerðar séu meiri kröfur til Eyja- manna en annarra á vettvangi íþróttanna en illt er það til lengdar að menn sitji ekki við sama borð í dómgæslunni. Vandamálið í dag eru of margir lélegir dómarar og það getur ekki verið tilviljun hvað það bitnar oft á leikmönnum Vest- mannaeyja. Það hefur reyndar lengi verið vitað að ýmsir forustu- menn í íþróttum vilja Eyjamenn á braut úr röðum fremstu liða, því veður geta sett strik í reikninginn varðandi leiki heima og heiman fremur en víða annars staðar á landinu, en stjórn Handknattleiks- sambands íslands ætti að biðja Vestmanneyinga afsökunar á þeim mistökum að loka leik ÍBV og KR. Hafi þeir hina mestu skömm fyrir á meðan þeir gera það ekki. Þegar dómararnir vinna leikina Lið Eyjamanna keppa til sigurs Windows grunnnámskeið Tölvtf og verkfræöiþiónustan 94025 og verkfræðibjór Tölvuskóli Halldórs Kristjanssonar Grensásvegi 16 • ® 68 80 90 eins og önnur lið, en kunna ekkert síður en önnur lið að taka ósigri sem sigri. Það er hins vegar óþol- andi þegar dómararnir spila rassinn úr buxunum og annað gott dæmi um það hvernig slíkt hefur bitnað á Eyjamönnum er dómgæslan í bikarúrslitaleik kvenna fyrir skömmu þar sem Víkingur marði sigur með einu marki. Þó voru það fyrst og fremst dómararnir sem unnu leikinn, öll vafaatriði nær all- an leikinn voru Víkingi í hag og brot sem voru dæmd á Eyjastúlk- urnar komust Víkingsstúlkurnar upp með óáreittar. Miðað við sann- gjarna dómgæslu var sigurinn Eyjastúlkna, því þær voru einfald- lega betri í leiknum. Eitt atvik skal nefnt. Eyjastúlkur voru í sókn er boltinn hrökk út af vellinum af fæti Víkingsstúlku og Víkingi var dæmdur boltinn. Útidómarinn við- urkenndi í hálfleik að hann hefði séð þetta eins og líklega allir áhorf- endur, en kvaðst ekki hafa kunnað við að dæma á móti hinum dómar- anum og ræður þó útidómarinn. Mergurinn málsins er sá að emb- ættismenn HSÍ og dómarar séu þeim vanda vaxnir sem þeir hafa tekið á sínar herðar. Eyjamenn eru seinþreyttir til vandræða því þeir eru lífsglaðir og léttlyndir og vissu- lega halda þeir sínu striki þótt yfir þá pusi í hita leiksins, en við gerum þá lágmarkskröfu að sitja við sama borð og aðrir þegar um dóma og leikreglur er að ræða og menn skulu ekki leika sér að því að lítils- virða okkur. Þá hvessir á Stórhöfða og hvín í Heimakletti. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi. MARKAÐSDAGAR - ÚTSÖLULOK NÆSTU DAGA - VERÐHRUN Jakkar kr. 2.900-3.900 Vesti kr. 2.900 Pils, síð kr. 1.900-2.500 Pils, stutt kr. 990-1.500 Rúllukragabolirkr. 990 Stuttir kjólar kr. 990 Leggings kr. 990-1.500 Gallabuxur kr. 2.500 Peysur, margar gerðir, kr. 1.500-3.900 Munið langur laugardagur á morgun Sk benelíon Laugavegi 97, sími629875

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.