Morgunblaðið - 04.03.1994, Page 19

Morgunblaðið - 04.03.1994, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1994 19 Verslunarráð um breyttar reglur ATVR Einnig verður að gæta jafnvægis við verðlagningu JÓNAS Fr. Jónsson, lögfræðingur Verslunarráðs íslands, segir að nýjar reglur ÁTVR um innkaup og sölu áfengis sé spor í rétta átt ef allir innflytjendur fái jafnt tækifæri til að koma á markað áfengisteg- undum frá EES-svæðinu. Hins vegar mismuni ÁTVR enn hvað varðar verðlagningu innlendra og erlendra bjórtegunda og þar sé um brot á EES-samningnum að ræða, eins og Samkeppnisstofnun hafi reyndar tekið undir með Verslunarráði. „Það er ekki nóg að auka framboðið, heldur verður einnig að gæta jafnvægis hvað verðlagningu tegunda varðar,“ segir Jónas. Jónas sagði að Verslunarráð hefði fengið staðfestingu á því að þýskir bjórframleiðendur hefðu komið á framfæri athugasemdum í Brussel varðandi sérstaka gjaldlagningu á erlendar bjórtegundir hér á landi, og einnig væru innflytjendur hér á landi að íhuga að taka málið upp í Brussel. s,Þetta gjald er brot á grunnreglu EES-samningsins um að ekki verði mismunað eftir þjóðerni, og við vorum að vonast til að fjár- málaráðherra myndi breyta þessu án þess að fá skammir að utan, en ÁTVR segir að þetta gjald sé lagt á samkvæmt fyrirmælum úr ráðu- neytinu sem þá gæti lagt það nið- ur,“ sagði hann. Ríkiseinokun á heildsölustigi óheimil Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu hefur Verslunarráð sent eftirlitsstofnun EFTA ósk um að hún gefi álit á því hvort viðskipta- hættir ÁTVR standist EES-samn- inginn. Hvað heildsölukerfið varðar sagði Jónas að það hefði fengist staðfest í aðildarviðræðum Svía og Finna að Evrópusambandinu að það væri skilningur beggja aðila að ríkis- einokun á heildsölustigi fengi ekki staðist, en hins vegar fengju þessar þjóðir að halda einkasölu á smásölu- stigi gegn því að halda í heiðri regl- ur um jafnræði. Jónas sagðist vona að þessi sameiginlegi skilningur í aðildarviðræðunum um að Evrópu- rétturinn og þá um leið EES-samn- ingurinn taki fyrir einokun á heild- sölustigi myndi líka gilda þegar eftir- litsstofnun EFTA tæki á málinu, en það hefði í för með sér að heildsalar sjálfir myndu liggja með lager sinn og ríkiseinkasalann sæi eingöngu um smásölu. Samningur í Englandi? JAZZKVARTETT Reykjavíkur hefur verið boðinn hljómplötusamn- ingur þjá Ronnie Scott’s. Frá vinstri eru Tómas R. Einarsson, Einar Valur Scheving, Sigurður Flosason og Eyþór Gunnarsson. Jazzkvartett Reykjavíkur á Ronnie Scott’s Boðið að gefa út geisladisk ytra JAZZKVARTETT Reykjavíkur hefur verið boðinn hljómplötusamn- ingur í Englandi en kvartettinn lék á einum frægasta jazzklúbbi Evrópu, Ronnie Scott’s í London, vikuna 7.-12. febrúar síðastliðinn. Þar hitaði kvartettinn upp fyrir saxófónleikarann George Coleman. Það er útgáfa klúbbsins, Ronnie Scott’s Recording, sem vill gefa út geisladisk með tónleikum kvartettsins í klúbbnum. Kvartettinn skipa Sigurður Flosa- son saxófón, Eyþór Gunnarsson píanó, Tómas R. Einarsson kontra- bassi og Einar Valur Scheving trommur en gestur þeirra á Ronnie Scott’s var enski trompetleikarinn Guy Barker, sem lék hér á landi á síðasta ári. Sigurður sagði að alls óvíst væri hvort boðinu yrði tekið. Hljómbönd af tónleikunum væru að berast til landsins og yrði það vegið og metið hvort ástæða væri til að gefa tónlist- ina út á geisladisk. Hins vegar væri það mikill heiður að fá þetta boð því útgáfa Ronnie Scott’s er umfangs- mikil og virt á sviði jasstónlistar á Bretlandi. Góð gagnrýni Á efnisskrá Jazzkvartettsins voru frumsamin lög, flest eftir Tómas og Sigurð og eitt eftir Einar Val. Auk þess flutti kvartettinn tvo standara. Jazzgagnrýnandi breska dag- blaðsins The Guardian, Ronald Atk- ins, fór lofsamlegum orðum um tón- leika kvartettsins. Hann sagði að íslendingarnir hefðu flutt ómengað „hard bop“ af mikilli kunnáttusemi og hreifst hann af spilamennsku Sig- urðar Flosasonar.----------------- Sverrir Leósson formaður Útvegsmannafélags Norðuriands Erfiðleikar síst minni fyrir norðan en vestan „VIÐ ERUM reiðir og sárir og munum ekki þola þetta,“ sagði Sverrir Leósson, formaður Útvegsmannafélags Norðurlands, um tillögu þess efnis að Vestfirðingar fái 500 milljóna króna styrk til að mæta erfiðleikum í kjölfar aflasamdráttar. Stjórn félagsins hitt- ir Þorstein Pálsson sjávarútvegsráðherra á fundi eftir helgi og þá verða fundir með þingmönnum Norðurlandskjördæmanna tveggja á þriðjudag. ___ Sverrir Leósson, formaður Út- vegsmannafélags Norðurlands, ÚN, sagði að erfiðleikar væru síst rhinni á Norðurlandi en á Vestfjörð- um. „Vandamál okkar eru ekki minni, við eigum við sömu erfiðleik- ana að etja, höfum orðið fyrir sömu jorskskerðingunni og þeir og þá má líka nefna að það er mun lengra fyrir okkur en þá að sækja í suma stofna,“ sagði Sverir. Óþolandi Sverrir sagði að rætt hefði verið við Davíð Oddsson forsætisráð- herra og Þorstein Pálsson sjávarút- vegsráðherra um erfiðleika í kjölfar aflasamdráttar á norðursvæðinu í apríl á síðasta ári og þá hefðu menn verið fullvissaðir um að ekki yrði farið út í sértækar aðgerðir. „Það er óþolandi að menn geti sagt eitt og gert annað, maður vill geta treyst þessum mönnum. Við mun- um ekki þola þetta,“ sagði Sverrir. Á mánudagsmorgun mun stjórn Útvegsmannafélags Norðurlands hitta Þorstein Pálsson sjávarút- vegsráðherra og síðan þingmenn beggja Norðurlandskjördæmanna á þriðjudag. Sverrir sagði að á þeim fundum ætluðu stjórnarmenn að útskýra sín sjónarmið og benda á að staðan væri síst betri á norður- svæðinu en á Vestfjörðum en hann benti m.a. á Grenivík, Húsavík og Raufarhöfn sem hefðu farið afar illa út úr kvótaskerðingunni. Verðkönnun Neytendafélags Akureyrar og nágrennis KEA-menn óánægðir með framkvæmd könnmiarinnar „VIÐ erum ánægð með þessa niðurstöðu," sagði Sigurður Gunnars- son, verslunarstjóri í Bónus á Akureyri, um verðkönnun Neytendafé- lags Akureyrar og nágrennis þar sem í ljós kom að vöruverð þar er hið lægsta af 11 verslunum sem voru með í könnuninni. „Eftir að við opnuðum hér verslun hefur vöruverð á Akureyri lækkað um allt að 15% og er hið lægsta á landinu, það er það sem stendur upp úr.“ Tveir markaðir, Bónus og KEA- Nettó, hafa síðustu fjóra mánuði barist af hörku við að bjóða lægsta vöruverðið, en samkvæmt könnun- inni er vöruverð í Bónus 3% lægra en í KEA-Nettó. Munurinn hefur minnkað því í síðustu könnun var hann 5%. „Bilið er að minnka,“ sagði Hannes Karlsson, deildar- stjóri matvörudeildar KEA. Hannes sagðist vera óánægður með ýmislegt varðandi framkvæmd verðkönnunarinnar. Nefndi hann sem dæmi að reiknað er út meðal- talsverð, búinn sé til ákveðinn verð- stuðull, 100, en ef ákveðnar vöru- tegundir eru ekki til í versluninni er samt skráð á þær ákveðið meðal- talsverð. Þetta sé m.a. skýringin á því hversu vel verslunin Valberg í Ólafsfirði komi út, en þar hafi óvenju fáar vörur verið til. Lágvöru- markaðirnir á Akureyri hefðu dreg- ið verðið í versluninni niður. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands Pólís-tónleikar í Akureyrarkirkju SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Norðurlands efnir til tónleika í Akur- eyrarkirkju næstkomandi sunnudag, 6. mars kl. 17, og bera þeir yfirskriftina Pólís þar sem eingöngu verða flutt pólsk og íslensk hljómsveitarverk. Guðmundur Óli Gunnarsson, að- alhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljóm- sveitar Norðurlands, stjórnar hljómsveitinni á þessum tónleikum. Einleikari er Szymon Kuran, fiðlu- leikari, sem er fæddur í Póllandi en hefur síðustu 10 ár verið 2. konsertmeistari í Sinfóníuhljóm- sveit íslands. Konsertmeistari á þessum tónleikum er landi hans Zbigniew Dubik. Nýtt íslenskt hljómsveitarverk eftir Hauk Tómasson er íslenski hluti tónleikanna. Haukur samdi þetta verk sérstaklega fyrir Sinfón- íuhljómsveit Norðurlands og er verkið tileinkað henni. Það nefnist Árhringur og skiptist í fjóra hluta; Sumar, Haust, Vetur og Birtingu. Þetta er hljómrænt verk sem lýsir árstíðunum og tengslunum milli þeirra. Haukur er eitt fremsta tón- skáld landsins af yngri kynslóðinni og er um þessar mundir heiðurstón- skáld Ríkisútvarpsins en hann sigr- aði í Tónvakakeppni þess á síðasta ári með hljómsveitarverki sínu Strati. Pólski hluti tónleikanna er flutn- ingur tveggja verka, Colas Breugn- on.eftir Tadeusz Baird og Fiðlukon- sert eftir Andrzej Panufnik. Fyrra verkið er tónleikaútgáfa af tónlist sem samin var sérstaklega fyrir útvarpsflutning á frægri skáldsögu Ramain Rolland. Fiðlukonsertinn skiptist í þrjá þætti, hægar ljóðræn- ar stemmningar annars vegar og kraftmikinn dans sem gerir miklar kröfur til bæði einleikarans og hljómsveitarinnar. Miðar verða seldir í Bókabúð Jónasar á Akureyri og við inngang- inn. Fáránleg vinnubrögð Þá sagði Hannes það fáránleg vinnubrögð að reikna út kílóverð á vörum eins og gert væri í könnun- inni og gæfi kolranga mynd þar sem stórar pakkningar væru ódýrari en hinar minni. Loks benti hann á að teknar væru með í könnunina unnar kjötvörur eins og hakk án þess að getið væri á pakkningum hvert inni- haldið væri. „Ég hef rætt þessa galla á könnuninni við Jóhannes Gunnarsson, formann Neytenda- samtakanna," sagði Hannes. Sigurður Gunnarsson í Bónus sagði að fyrirtækið hefði staðið í verðstríði í fímm ár og þar á bæ þekkti fólk ekki annað. „Við höfum nægt úthald, þetta er rétt að byija hér, við ætlum okkur að halda áfram," sagði hann, en gat þess að vissulega væru ákveðnir hópar manna í bænum versluninni and- snúnir, fólk sem vildi einungis versla við KEA. Hann væri sann- færður um að sú mikla verðlækkun sem orðið hefur í Nettó væri nær eingöngu til komin vegna sam- keppninnar við Bónus. /CL Fyrirlestur HÁSKÓLINN A AKUREVRI Tími: Laugardaginn 5. mars 1994, kl. 14.00. Staður: Háskólinn á Akureyri við Þingvallastræti, stofa 24. Flytjandi: Helga Sigurjónsdóttir, kennart. Efni: Nýskólastefnan. Öllum er heimill aðgangur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.