Morgunblaðið - 04.03.1994, Side 20

Morgunblaðið - 04.03.1994, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1994 f VIDSKIFn AIVINNULÍF Fyrirtœki FÁmskip með 1,4 niillj- íirðíi vclí uaiikningi 1 VERULEG umskipti urðu í afkomu Eimskips á síðasta ári. Nam hagnaður félagsins um 368 milljónum króna samanborið við 41 milljónar tap árið 1992, samkvæmt ársreikningi sem lagður var fram á stjórnarfundi þann 24. febrúar sl. Þennan viðsnúning í af- komu má einkum rekja til þess að tekjur félagsins jukust um 17% að raungildi milli ára eða um rösklega 1,4 milljarða. Þá hafa að- gerðir til að lækka kostnað skilað sér en kostnaður á hveija flutta einingu lækkaði um 10% á árunum 1992 og 1993. Gengi hlutabréfa í félaginu hækkaði í gær í viðskiptum dagsins á Verðbréfaþingi úr 4,11 í 4,25. Rekstrartekjur Eimskips og dótturfélaga þess námu 8.601 milljón á árinu 1993 en 7.172 millj- BLiZZATZn rjf* r r jt iði a goðu verði JL Fermingartilboð á skíðapökkum mmuTiuFmm GLÆSIBÆ. SÍMI 812922 ónum árið 1992, að því er segir í frétt frá Eimskip. Stærstur hluti tekjuaukans er tilkominn vegna aukins útflutnings með skipum félagsins en hann var um 13% meiri á síðasta ári en árið 1992. Velta hefur einnig aukist vegna gengisbreytinga og nýrra verkefna erlendis en tekjur af erlendri starf- semi jukust um 15% á milli ára. Rekstrargjöld námu alls 7.941 milljón samanborið við 7.076 millj- ónir árið áður og hækkuðu um 12%. Á síðasta ári var gripið til sérstakra aðgerða og náðist að lækka kostnað umtalsvert án þess að skerða þjónustuna. Heildarflutningar Eimskips á árinu 1993 voru um 990 þúsund tonn en voru 913 þúsund tonn árið 1992 sem svarar til 8,4% aukning- ar milli ára. Útflutningur jókst einkum á frystum fiski og fiski og vega landanir erlendra fiskiskipa þungt í þessari aukningu. Þá hefur verið áframhaldandi aukning í flutningi milli erlendra hafna og var hún 7% frá árinu á undan. Innflutningur með áætlunarskip- um félagsins dróst hins vegar sam- an um 3% frá fyrra ári. Eimskip rekur nú 10 skip í föst- um verkefnum og eru öll skip fé- lagsins og dótturfélaga þess með íslenskum áhöfnum. Heildarfjöldi starfsmanna var 746 en þar af störfuðu 137 erlendis. Eigið fé félagsins var 4.645 milljónir í árslok 1993 og eiginijár- hlutfall 47%. Arðsemi eiginfjár var jákvæð um tæplega 9% á síðasta ári. LESTARFERÐIR FRAMTIÐARINNAR Þýsk stjórnvöld hafa samþykkt aö ráöast í smíöi segulknúinnar hraðlestar milli Berlínar og Hamborgar. TRANSRAPID Segulknúin lest Ralknúin lest Segulknúin lest Hámarkshraöi: Meðalhraöi: Farþegafjöldi: Leiö: Tilbúin: 500 km/klst. í 400 km/klst. 820 Berlln til Hamborgar Smíöi á að hefjast 1996 og fyrstu tilraunalestirnar tilbúnar 2003. TGV NORD 515km/klst. 300 km/klst. 377 París til Lille Undirbúningur hófst 1967 og fyrsta lestin hóf áætlunarferðir í sept. 1981 Hámarkshraöi: Meöalhraöi: Farþegafjöldi: Leiö: Tilbúin: MAGLBV ^ Hámarkshraöi: Meöaihraöi: Farþegafjöldi: Leiö: Tilbúin: 550km/klst. ™ 500km/klst. Stefnt að 1.300 Tókýó til Ósaka Smíöi hófst 1990 og lestin á að hefja ferðir í byrjun næstu aldar. STAR 21 ^ Hámarkshraöi: Meöalhraöi: Farþegafjöldi: Leiö: Tilbúin: Rafknúin lest 425km/klst. 350km/klst. REUTER 500 Tókýó til Niigata Tilraunir hófust 1992 og lestin á að hefja áætlunar- feröir eftir 1995. Bankamál Hagnaður NIBjókst um fjórðung í fyrra GÓÐ afkoma varð hjá Norræna fjárfestingarbankanum á síðasta ári og jókst hagnaður um 26% milli ára. Hagnaður nam 64 milljónum ECU eða 5.244 milljónum kr. samanborið við 51 milljón ECU árið á undan. Vaxtamunur jókst um 36% á árinu og nam 101 milljón ECU sem svar- ar til 8.276 milljóna. Þessi aukning skýrist m.a. af breyttri reikningsein- ingu bankans úr SDR yfir í ECU á árinu 1993. Á árinu 1993 varð bankinn fyrir einu útlánatapi að upphæð 254 millj- ónir kr. en auk þess voru lagðar 1.229 milljónir kr. í afskriftasjóð vegna sérgreindra útlána til að mæta 4.-13. mars Nautasteikur á tilbobsverbi: Murdoch ímótbyr Hong Kong. Reuter. STAR TV, sjónvarpsfyrirtæki ástralska fjölmiðlakóngsins Rup- erts Murdochs, hefur ákveðið að framfylgja ekki umdeildum sam- komulagsdrögum, þar sem gert var ráð fyrir því að það útvegaði eina kaplasjónvarpi Hong Kong, Wharf Cable, dagskrárefni. Wharf hefur reynt að fá dómstóla til að úrskurða hvort því beri lagaleg skylda til þess að endurvarpa efni frá rásum STAR í samræmi við sam- komulagsdrögin. Nú kveðst STAR hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að samstarf við Wharf sé vonlaust samkvæmt núver- andi fyrirkomulagi. Sérfræðingar velta fyrir sér hvort deilan snúist raunverulega um kosti eða galla dag- skrárefnisins. hugsanlegum útlánatöpum, að því er segir í fréttatilkynningu frá NIB. Heildarútlán bankans námu 369,5 milljörðum um sl. áramót og þar af voru aðeins tvö lán sem ekki voru í skilum. Útborganir nýrra lána drógust saman á árinu 1993 og námu sam- tals 48,1 milljarði. Umtalsverð aukn- ing varð hins vegar á nýjum, sam- þykktum lánum eftir því sem leið á árið, sem þykir geta gefið til kynna vaxandi fjárfestingar og eftirspurn eftir lánsfé. Verulegur hluti útborgaðra lána á árinu 1993 til Norðurlanda tengdist umhverfismálum með einum eða öðr- um hætti, eða lán að upphæð 18 milljarðar kr. Hvað varðar alþjóðleg- ar lánveitingar bankans á árinu 1993, jukust einkum lánveitingar til verkefna í Asíu. Lausafjárstaða bankans er góð og nam 161,4 milljörðum kr. i árslok 1993 samanborið við 104 milljarða kr. í árslok 1992. Nýjar lántökur á árinu 1993 námu 153 milljörðum sem er u.þ.b. tvöfalt hærri upphæð en árið á undan. Bank- inn nýtur nú sem fyrr hæsta mögu- lega lánstrausts til öfiunar fjármagns á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum - AAÁ/Aaa - samkvæmt mati hinna alþjóðlegu fyrirtækja Standard & Poor’s og Moody’s og er NIB nú eini aðilinn á Norðurlöndum með það mat. Niðurstöðutala efnahagsreiknings bankans í árslok 1993 nam 612,3 milljörðum. Á árinu hækkuðu eigend- ur bankans, Norðurlöndin, grunnfé hans um 50% og er það nú 230,2 milljarðar. Þú hefur aldrei verið nær því að hljóta 54 milljóna króna vinning. 4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.