Morgunblaðið - 04.03.1994, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 04.03.1994, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1994 37 á4 Aðalfundur (y Gigtarfélagsins Aðalfundur Gigtarfélagsins verður haldinn á morgun (laugardag) kl. 14.00 í Ársal Hótels Sögu. Dagskrá: Hefðbundin aðalfundarstörf. í tengslum við fundinn flytja Unnur Alfreðsdóttir, iðjuþjálfi, og Sólveig Hlöðversdóttir, sjúkraþjálfari, erindi sem fjallar um það, hvernig gigtsjúkir geta á árangursríkan hátt hjálpað sér sjálfir við að halda aftur af gigtinni og lifað með henni. Gigtarfélag íslands. Robin Williams fer á kostum í myndinni Mrs. Doubtfire. LEIKARAR Robin Williams var litgreindur Leikarinn Robin Williams þykir hafa tekist vel upp í hlutverki sínu sem frú Doubtfíre í samnefndri kvikmynd sem sýnd er um þessar mundir í Bíóhöllinni. Þeir sem séð hafa myndina hafa eflaust velt því fyrir sér meðvitað eða ómeðvitað hvað geri það að verkum að gervi hans tókst eins vel og raun ber vitni. Þessu er mikið til að þakka búninga- hönnuðinum Marit Allen og förðun- armeistaranum Ve Neill. í tímaritinu US kemur fram að Neill varð að raka handarbök hans og eitthvað upp eftir framhand- leggnum, en síðan var hann færður í þykkar sokkabuxur til að hárvöxt- urinn á fótunum kæmi ekki í ljós. í upphafi tók fjórar klukkustundir Robin var litgreindur sem vor. að færa Robin í gervið, en með æfingunni var sá tími kominn niður í tvær og hálfa klukkustund. Einnig varð að fara í fataskápinn og finna stór númer, því leikarinn þurfti að fá kjóla í stærðunum 44 og 46. Ekki nóg með það, heldur var hann litgreindur og kom í ljós að hann er vor. „Hann lítur mjög vel út í bleiku og ferskjulitum,“ sagði Mar- it Allen, enda notaði hún óspart þá liti í fatnað hans. Það sem vakti einna mesta að- dáun Ve Neill var að varaliturinn sat sem fastast á vörum Robins, sem hún segir að sé vandamál kvenna yfirleitt. „Við sleikjum hann yfirleitt af jafnóðum," sagði hún. STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Heilsuskór Bæjarins bestu kalla þær sig. F.v. Kristín Á. Ólafsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir, Margrét Sæmundsdótt- ir, Anna K. Jónsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Hulda Valtýsdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir, Katrin Fjeldsted sem var kjörin formaður með frekar óformlegri atkvæðagreiðslu, Guðrún Ágústsdóttir, Margrét Theó- dórsdóttir, Ólína Þorðarvarðardóttir, Jóna Gróa Sigurðardóttir, Guðrún Zoega, Elín Ólafsdóttir og Katrín Gunnarsdóttir. SAMVERA Bæjarins bestu ræða ekki pólitík Fimmtán kvenkyns borgarfulltrú- ar létu verða af því um síðustu hélgi að koma saman, en um það höfðu þær Iengi rætt. Fjörið hófst heima hjá Katrínu Fjeldsted og skal ósagt látið hvort það hafi haft ein- hver áhrif á að hún var kjörin for- maður klúbbsins, sem snarlega var stofnaður og fékk nafnið Bæjarins bestu. Heyrst hefur að markmið fé- lagsskaparins sé hvorki meira né minna en að tengja nútíð og fortíð við framtíð með öllum þeim hætti sem hægt er. Þá eru óskráð lög fé- lagsskaparins að ekki megi ræða pólitík, en eftir því sem Morgunblað- ið kemst næst mun ekkert á landinu vera þessum konum óviðkomandi, hvernig sem má skilja það. Alla vega lá leið þeirra því næst á Hótel Borg, þar sem mikið var hlegið og gant- ast. Ekki var ákveðið hvenær hist yrði næst en rætt um að hóa þá í allar fyrrverandi kvenkyns borgar- fulltrúa og koma þeim í félagsskap- inn. Þess má geta f framhjáhlaupi að nokkrar þeirra sem nú sitja í borgarstjórn munu víkja þaðan næsta vor. PÓSTSENDUM SAMDÆGURS ■ 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR Domus Medica, Kringfunni, Egilsgötu 3, Kringlunni 8-12, sími 18519 sími 689212 Toppskórinn Veltusundi, sími 21212 V J

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.