Morgunblaðið - 08.03.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.03.1994, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1994 Dæmdar 9,4 millj- ónir króna vegna lífeyrisréttinda HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær Goða hf. til að greiða Árna S. Jóhannssyni fyrrum framkvæmdasljóra fyrirtækisins rúm- lega 9,4 milljónir króna auk dráttarvaxta vegna lífeyrisréttinda sem hann hafi áunnið sér í starfi fyrir fyrirtækið. Ámi var framkvæmdastjóri Bú- vörudeiidar SÍS frá 1988 og Goða hf., sem yfirtók rekstur búvöru- deildarinnar í ársbyijun 1991 og starfaði sem slíkur þar til í maí 1992. Þegar Goði yfirtók starfsemi Búvörudeildarinnar tók fyrirtækið m.a. á sig að annast um greiðslu eftirlauna til þeirra sem til slíkra réttinda höfðu unnið í starfí hjá Búvörudeild SÍS. Við starfslok framkvæmdastjór- ans var samið um að greiða honum út áunnin lífeyrisréttindi hjá Bú- vörudeildinni og Goða en ágreining- ur varð um forsendur útreikning- anna. Goði hf. taldi að miða ætti við 7% ávöxtun sparifjár og bauð greiðslu 3,2 millj. kr, en fram- kvæmdastjórinn miðaði aðallega við 3% ársávöxtun og krafðist 12,1 milljónar. Einnig greindi aðilana á um atriði er vörðuðu efni lífeyris- réttindanna. Við dómsniðurstöðuna miðaði Valtýr Sigurðsson héraðsdómari við 4% ársávöxtun við núvirðisreikning lífeyrisréttindanna og var þá m.a. litið til ávöxtunarmöguleika við kaup á ríkisskuldabréfum. Niður- st'aðan var sú að fyrirtækið greiði rúmlega 9,4 milljónir auk dráttar- vaxta frá maí sl., en starfsloka- samningurinn miðaði við að fyrir þann tíma yrðu réttindin greidd út. Hágangnr I. og II. til Vopnafjarðar Þórshöfn. Nórðlendingar gengu á fund sjávarútvegsráðherra Byggðastofnun fjalli um erfiðleika Norðlendinga Gengu á fund ráðherra STJÓRN Útvegsmannafélags Norðurlands kemur af fundi sjávarútvegsráðherra í gærmorgun. KANADÍSKU togararnir tveir í eigu Úthafs hf. komu til Vopnafjarðar sl. laugardag. Skipin voru nefnd Hágangur I. og Hágangur II. Hágang- arnir eru fjöllin á milli Þistilfjarðar og Vopnafjarðar en Úthaf er í sameign fiskvinnslufyrirtækjanna á Vopnafirði og Þórshöfn. kaupa- físk erlendis og sigla með hann til íslands. Hágangur II. kom í gær til Þórs- hafnar til að sækja dýpkunarskipið Reyni sem hann tók í tog til Vopna- fjarðar þar sem það verður notað til að dýpka höfnina. L.S. STJÓRN Útvegsmannafélags Norðurlands gekk á fund Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra í gærmorgun í kjölfar þess að fram hafa komið tillögur um opinbera aðstoð við Vestfirði vegna aflasam- dráttar, en norðlenskir útvegsmenn telja að erfiðleikar á Norður- landi vegna aflasamdráttar séu síst minni en á Vestfjörðum. Að sögn sjávarútvegsráðherra benti hann á það á fundinum að um byggðaað- gerð væri að ræða og því ætti Byggðastofnun að fjalla um málið. Þorsteinn Pálsson sagði að á fundinum hefði stjóm Útvegs- mannafélags Norðurlands lýst þeim sínum sjónarmiðum að gera þyrfti samskonar úttekt fyrir Norðurland og gerð hefði verið fyrir Vestfirði. „Eg sagði þeim sem var að um væri að ræða byggðaaðgerð og eðli- legt væri að Byggðastofnun meti það hvar og hvernig stað.ið er að úttekt fyrir einstaka landsfjórð- unga,“ sagði Þorsteinn. Stjóm Utvegsmannafélags Norð- uriands mun eiga fund með þing- mönnum beggja Norðurlandskjör- dæmanna í dag þar sem stjórnar- mennirnir munu útskýra sín sjónar- mið og benda á að staðan sé síst betri á norðursvæðinu en Vestfjörð- um. Bæði Vopnfírðingar og Þórshafn- arbúar fjölmenntu um borð þar sem boðið var upp á veitingar og fólki heimilt að skoða skipin. Mikið af varahlutum fylgdi skipunum og em þau í góðu ástandi. Endanlegt kaup- verð er 18 milljónir fyrir hvort skip. Sjómenn hafa sýnt því mikinn áhuga á að fá vinnu á skipunum og _______________________________________________________________________________________________________________ hafa rúmlega eitt hundrað manns # .... faiast eftir skipsmmi þrátt fynr að Hitaveita Rangæinga tekur upp nytt sölukerfi til að jafna hitunarkostnað ekki hafí venð auglýst eftir monn- ________________5_______________________1 1 "___________________________"_________________________________ um. Að sögn Friðriks Guðmundsson- ar, framkvæmdastjóra Úthafs hf., verða 14-19 menn í áhöfn og mun stefnt að því að hafa þær íslenskar en vandinn er sá að skipin má ekki skrá hér á landi vegna aldurs. Skip- in eru 18 og 20 ára gömul og eru skráð í Belize í Mið-Ameríku. Fiskur keyptur erlendis? Notendur fá afslátt ef vatns- hiti fer niðiir fyrir 74 gráður Sjóferðin til íslands gekk vel og voru áhafnimar ánægðar með skipin sem sjóskip. Sex manna áhöfn var á hvoru skipi og var einn íslending- ur á hvoru þeirra. Skipin verða útbú- in til veiða á Vopnafírði en að sögn Friðriks á eftir að mála þau og at- huga hvað af veiðarfærum sem fylgdu þeim er nothæft. Óvíst er hvenær skipin geta haldið til veiða en það mun verða utan 200 mílna lögsögunnar. Togaramir verða á ís- fiskveiðum og einnig er fyrirhugað að salta um borð. Friðrik Guðmunds- son sagði að ekki væri útilokað að í dag Mikill áhugi á vetrarferöum Þúsund ferðamenn koma í apríl á vegum Addís 7 Shevardnadze á íslandi Forseti Georgíu segir þjóð sína binda vonir við að Oryggisráð SÞ sendi gæslusveitir til landsins 22 Kvótinn veiðist ekki Rúm 275 þús. tonn eru eftir af loðnukvóta og er því spáð að þegar vertíð lýkur verði 150-200 þús. tonn eftir 47 Leiðari Horfur á næstu árum 24 HITAVEITA Rangæinga tók í notkun nýtt sölukerfi um síðustu ára- mót sem miðar að því að jafna hitunarkostnað notenda þannig að hver viðskiptavinur greiði I sem réttustu hlutfalli við þá orku sem hann fær afhenta í vatninu. Jöfnuðurinn fæst m.a. fram með því að veita afslátt ef vatnshiti fer niður fyrir viðmiðunarhitastig sem er 74 gráður. Viðskiptamönnum hitaveitunnar verður veittur afsláttur á vatnsverði vegna mismunandi kælingar heita vatnsins í dreifíkerfínu. Reiknaður er út meðalvatnshiti til hvers not- anda og honum veittur afsláttur sem nemur orkurýmum frá ákveðn- um viðmiðunarhita sem er 74°C. Iþróttir ► Erla Rafnsdóttir hætt sem landsliðsþjálfari í handknatt- leik - FH bikarmeistari karla í handknattleik - Barátta um úrslitasæti í körfuboltanum. Þessi lækkun verður um 11,4% að jafnaði en getur numið allt að 30% hjá einstökum notendum. Notendur á Hellu fá að meðal- tali 12,9% afslátt, notendur á Hvols- velli 10,9% afslátt og notendur í sveitum á veitusvæði Hitaveitu Rangæinga fá að meðaltali 5,2% afslátt. Sumir notenda veitunnar, sem tengdir em aðveitupípunni milli Laugalands og Hellu, fá sumir hveijir vatn sem er heitara en 74°C. Horft verður framhjá þessu við leið- réttingarnar. Samkvæmt upplýsingum frá Hitaveitunni er rekstraröryggi veit- unnar gott, skuldir hafa lækkað jafnt og þétt síðasta áratug og tæknilega stendur veitan vel að vígi. í ljósi þessa ákvað stjórn veitunnar að viðskiptavinir hennar nytu rekstrarbatans í lækkuðu orku- verði. Að sögn Ingvars Baldursson- ar hitaveitustjóra verður ekki hjá því komist að notendur fái misheitt vatn en þar ráði mestu kæling í dreifikerfi. Út frá mældri ársnotkun sé hægt að reikna hver meðalvatns- hiti hvers notanda sé, að teknu til- liti til áhrifa af notkun allra ann- arra í dreifikerfinu. Hver viðskipta- vinur fær sérstakan leiðréttingar- stuðul sem fram kemur á orkureikn- ingi. Stuðullinn er fundinn út frá Morgunblaðið/Stcinunn Ósk Kolbeinsdðttir Fundur um heita vatnið FRÁ opnum fundi sem Hitaveita Rangæinga hélt á Hellu. Frá vinstri eru Vilhelm Steindórsson, sem hannaði reiknilíkanið sem sölukerfið byggir á, Fannar Jónsson, stjórnarformaður Hitaveitu Rangæinga, Ingvar Baldursson, framkvæmdasljóri veitunnar, og Sigríður Jónas- dóttir sijórnarmaður. reiknuðum meðalvatnshita og verð- ur 2% fyrir hveija gráðu sem meðal- 'vatnshitinn er lægri en 74°C. Sér- stakt reiknilíkan er notað til út- reikninganna. Til viðbótar við leiðréttingarnar verður gjaldskrá lækkuð um 2% tii notenda almennt og auk þess ákvað stjórn Hitaveitu Rangæinga að falla frá 3% gjaldskrárhækkun um ára- mótin sem annars hefði komið til vegna verðlagsbreytinga 1993. Að sögn Ingvars má gera ráð fyrir áframhaldandi raunlækkun á orku- verði Hitaveitu Rangæinga næstu ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.