Morgunblaðið - 08.03.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1994
19
Fiskeldi
Éxcel námskeið
Miklilax tapaði 34
milljónum á síðasta árí
Hlutafé aukið aftur í 55 milljónir
34 MILLJÓNA króna tap varð af
rekstri laxeldisstöðvarinnar Mikli-
lax í Fljótum á síðasta ári að teknu
tilliti til afskrifta og fjárrnagns-
liða. Um er að ræða mikinn rekstr-
arbata frá árinu 1992 þegar tapið
varð um 190 rnilljónir. Miklilax
náði nauðasamningum við lánar-
drottna sína í desember á síðasta
ári um niðurfellingu skulda, en
fyrirtækið skuldaði þá um 800
milljónir. Helstu kröfuhafar sem
samið var við voru Byggðastofn-
un, Atvinnuleysisti’yggingasjóður
og fóðursalar.
Sölutekjur Miklalax voru 84 millj-
ónir á síðasta ári en rekstrarkostnað-
ur nam 86 milljónum. Þar af Voru
afskrifaðar eignir upp á 28 milljónir.
Að teknu tilliti til fjármagnsliða varð
tapið 34 milljónir.
„Eftir nauðasamningana var eig-
iníjárstaða Miklalax jákvæð upp á
33 milljónir," segir Reynir Pálsson,
framkvæmdastjóri fyrirtækisins.
„Það hefur verið ljóst í mörg ár að
fyrirtækið gæti aldrei staðið undir
þeim skuldbindingum sem á því
hvíldu. Nú þegar eðlileg rekstrarskil-
yrði eru fyrir hendi gera áætlanir ráð
fyrir að reksturinn verði í járnum á
Tölvur
Ráðstefna
hjáHPá
Islandi
HP á íslandi hf. efnir til ráðstefnu
dagana 9.-10. mars á Hótel Loft-
leiðum með yfirskriftinni „í nýjan
ham“. Fyrri daginn er ráðstefnan
einungis ætluð boðsgestum en
seinni daginn þann 10. mars er
hún öllum opin. A ráðstefnunni
verða kynntar nýjungar frá Hew-
lett Pacard og samstarfsaðilum
HP á íslandi.
Meðal nýjunga sem kynntar verða
á seinni degi ráðstefnunnar þann 10.
mars verða nýjar UNIX-vélar frá
Hewlett Packard og nýjar Pentíum
einmenningstölvur frá Hewlett Pack-
ard. Þá verður kynning á stefnu
Hewlett Packard í netstjórnun og
ýmsum hugbúnaði, m.a. Ópusallt við-
skiptahugbúnaði, Concord XAL við-
skiptahugbúnaði, nýjungum í In-
formix og gagnasafni Morgunblaðs-
ins. Á fyrirlestrum á vegum Félags
HP-notenda verður fjallað um Inter-
net, öryggismál í UNIX, tölvupóst-
kerfi, OpenView í netstjórnun og
hjálpartól í Unix og MPE.
þessu ári og síðan verði um hagnað
að ræða á árinu 1995.
Breyttur hluthafahópur
Nokkrar breytingar urðu á hlut-
hafahóp Miklalax í kjölfar nauða-
samninganna í desember en hlutafé
fyrirtækisins var þá lækkað úr 100
milljónum niður í fimm. Það hefur
síðan verið aukið í 20 milljónir og á
hluthafafundi sl. laugardag var sam-
þykkt heimild til að auka hlutafé
félagsins aftur í 55 milljónir. Áður
átti sveitarfélagið tæp 50% í Mikla-
laxi, Byggðastofnun um 20%, skoska
fyrirtækið Fish Farming Develop-
ment 15% og aðrir aðilar tæp 20%.
Stærstu hluthafamir nú eru einstakl'-
ingar, flestir úr Fljótunum, og sveit-
arfélagið og síðan koma inn sem
nýir hluthafar Kaupfélag Skagfirð-
inga og Framleiðnisjóður.
Fyrirtæki
Tap Flugleiða meira
en reiknað var með
Rekstraráætlun 1994 gerir ráð fyrir hagnaði
AFKOMA Flugleiða í nóvember og desember 1993 varð talsvert lakari
en gert hafði verið ráð fyrir í áætlunum félagsins og tapið því meira
á öllu árinu en búist hafði verið við. Þannig voru farþegar í millilanda-
flugi í desember 12% undir áætlun og meðalfargjald 6% lægra. Þetta
olli því að tekjur af alþjóðaflugi í desember voru um 18% lægri en í
rekstraráætlun, að því er segir í nýútkomnu fréttabréfi félagsins.
Farþegar á öllu árinu voru 2,2%
færri en gert var ráð fyrir. Meðalfar-
gjald var 1% lægra og farþegatekjur
í millilandaflugi því rúmlega 3% lægri
en í endurskoðaðri rekstraráætlun.
Á árinu 1993 fluttu Flugleiðir um
801 þúsund farþega en 757 þúsund
árið áður sem er um 4% Ij'ölgun milli
ára. Farþegar í millilandaflugi voru
rúmlega 552 þúsund og fjölgaði um
8%. í innanlandsfluginu voru farþeg-
ar 249 þúsund og fækkaði um rúm-
lega 3%.
Rekstraráætlun Flugleiða fyrir
árið 1994 hefur verið kynnt í stjórn
félagsins og er þar gert ráð fyrir að
snúa rekstrinum í hagnað eftir tap-
rekstur undanfarin tvö ár. Þessar
áætlanir byggja á því að sparnaður
verði festur í sessi, vextir verði áfram
lágir svo og verð á flugvélaelds-
neyti. Stefnt er að betri nýtingu á
flugvélakosti félagsins, einkum í
Norður-Atlantshafsfluginu og að far-
þegum fjölgi um tæplega 19%. Hins
vegar er gert ráð fyrir einhverri
fækkun íarþega í innanlandsflugi.
Efnahagsmál
Bati Breta minni
en spáð var
London. Reuter.
MINNI vöxtur lána í janúar og minni hreyfing á fasteignamarkaði en
gert hafði verið ráð fyrir eru enn ein dæmi þess að efnahagsbatinn í
Bretlandi hefur hægt á sér fyrstu vikur ársins 1994 að sögn hagfræð-
inga.
Miklar skattahækkanir taka gildi
í apríl og nokkrir hagfræðingar telja
að þær muni draga úr neyzlu, sem
var ein ástæðan fyrir efnahagsbat-
anum 1993.
„Ráðstöfunartekjur meirihluta
þjóðarinnar munu minnka um sem
svarar tveggja vikna launum á kom-
andi ári,“ sagði brezkur bankastarfs-
maður. „Ef slíkui' samdráttur er
hafður í huga er erfitt að trúa því
að eyðsluvenjur haldist óbreyttar."
VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FALKANS • VELADEILD FALKA
YMOSSA
'FARAR-
BRODDI
FAE kúlulegur
og rúllulegur
Eigum á lager flestar geröir af legum og
hjöruliðakrossum í bíla og vinnuvélar.
ihp leguhús Ennfremur legur fyrir hverskonar
framleiösluvélar, iönaöarvélar
og bátagíra.
Útvegum allar fáanlegar legur
meö hraði.
Þaö borgar sig aö nota þaö besta!
TIMKEN keilulegur
IlSu precision
hjöruliöakrossar
90ÁRN
Þekking Reynsla Þjónusta
FÁLKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8-108 REYKJAVlK
SlMI: 91-81 46 70 • FAX: 91-68 58 84
• VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS
94029
Tölvu- og verkfræöiþjónustan
Tölvuskóli Halldórs Kristjanssonar
Grensásvegi 16 • © 68 80 90
Annar hagfræðingur kvað upplýs-
ingarnar sýna að neytendur væru
varir um sig vegna skattahækkunar-
innar í apríl.
Drunginn hefur aukizt við það að
skýrsla frá forstjórastofnuninni IOD
sýnir að pantanir og hagnaður hafa
lítið eitt dregizt saman á síðustu
tveimur mánuðum.
Áður hefur verið skýrt frá auknu
atvinnuleysi, minni framleiðslu og
samdrætti í smásöluverzlun.
Síðasta hraðlestrarnámskeiðið
Síðasta námskeið vetrarins hefst miðvikudaginn 16. mars nk.
Viljir þú margfalda lestrarhraðann, hvort heldur er til að bjarga
næstu prófum með glæsibrag eða til að njóta þess að lesa meira
af góðum bókum, ættir þú að skrá þig strax á næsta námskeið.
Skráning alla daga í sfma 642100 og 641091.
HRAÐLESTRARSKÖUNN
THYGLISVERÐASTI
UGLÝSINGADAGUR
RSINS
Verölaunaafhending
fyrir athyglisverðustu auglýsingar ársins 1993
fer fram í Borgarleikhúsinu 11. mars. ’ ^
Að þessu sinni hefst dagskrá fyrr en venjulega.
Áður en verðlaunaafhendingin fer fram
verða fyrirlestrar um SKAPANDi HUGSUN
í AUGLÝSINGA- OG MARKAÐSMÁLUM
og hefjast þeir kl. 13 í litlasal Borgarleikhússins.
Aðgangseyrir á fyrirlestra er kr. 2.500 og innifalið
er kaffi og nýjasta bók þeirra J. Trout og A. Rice.
Verðlaunaafhendingin fyrir athyglisverðustu
auglýsingar ársins fer fram í aðalsal
Borgarleikhússins kl. 16 og er aðgangur ókeypis.
Meðan á auglýsingadeginum stendur
verður vegleg sýning í anddyri Borgarleikhússins
á vörum og þjónustu tengdri auglýsingum
og markaðsmálum.
NÚ ER KJÖRIÐ TÆKIFÆRIFYRIR AUGLÝSINGA-
OG MARKAÐSFÓLK AÐ TAKA AUGLÝSINGADAGINN
11. MARS SNEMMA, AFLA SÉR FRÆÐSLU
OG ÞEKKINGAR OG NJÓTA SKEMMTUNAR í LEIÐINNI.
W) {PÆARK-
ATHYGLISVEROASTA AUGLÝSING ÁRSINS 1993
ÍSLENSKI MARKAÐSKLÚBBURINN