Morgunblaðið - 08.03.1994, Síða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1994
Þú hittir dökkhærðan og há-
vaxinn mann. Milljónamæring
sem á hús með sundlaug og
12 bíla. Nei, annars, þennan
ætla ég að hitta.
BRÉF TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329
Öskarinn beint
Frá Þór Melsteð:
21. mars næstkomandi verða
óskarsverðlaunin afhent og veit ég
að margir bíða spenntir eftir því
eins og ég. Það hefur verið þannig
frá því að RÚV byrjaði að sýna
afhendinguna (og síðar Stöð 2) að
hún hefur verið sýnd nokkru síðar,
stytt og klippt, þegar allir sem
áhuga hafa vita hverjir unnu. Ein
undantekning þó, en það var þegar
Friðrik Þór hlaut tilnefninguna fyr-
ir tveimur árum. Þá sýndi Stöð 2
útsendinguna beint. Þeir sem
horfðu þá vita að það er gjörólíkt
að vita ekki fyrirfram hver vinnur.
Þeir sem fylgjast með íþróttum
vita líka að það er langskemmtileg-
ast að sjá þær í beinni útsendingu.
Því fyndist mér það eðlileg þjónusta
við kvikmyndaáhugafólk á íslandi
að Stöð 2 sýndi frá afhendingunni
beint.
„Já, en hún er um miðja nótt,“
kann einhver að segja. Svoleiðis
tímasetningar eru ekkert vandamál
þegar bandaríski körfuboltinn er
annars vegar, þeir sem hafa áhuga
þeir horfa. Því er eins farið með
óskarinn, áhugafólkið horfir og
kannski ennþá fleiri.
Stöð 2 vílaði ekki fyrir sér að
sýna alla úrslitaleikina í NBA á síð-
asta ári, gerir það örugglega í ár
líka, þeir eru þó sýndir að nóttu
tii. Hefur verið kannað hve margir
horfa?
„Hvað með kostnaðinn, eitthvað
hlýtur þetta að kosta?“ spyr núna
einhver. í eina skiptið sem óskarinn
hefur verið sýndur beint kostaði
Gagnasafn
Morgmiblaðsins
Allt efni sem birtist í Morgun-
blaðinu og Lesbók verður fram-
vegis varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskil-
ur sér rétt til að ráðstafa efninu
þaðan, hvort sem er með endur-
birtingu eða á annan hátt. Þeir
sem afhenda blaðinu efni til
birtingar teljast samþykkja
þetta, ef ekki fylgir fyrirvari
hér að lútandi.
Stjörnubíó útsendinguna, enda var
kvikmyndin Börn náttúrunnar sýnd
þar. Þetta er mjög eðlilegt, eru það
ekki kvikmyndahúsin, sem hafa
sýningarréttinn á þeim myndum
sem fá flestar tilnefningar og að
lokum óskarsverðlaunin sem græða
mest? Þessar myndir laða að sér
flesta áhorfendur. Þess vegna eiga
þessir rétthafar að taka sig saman
og kosta beina útsendingu frá af-
hendingunni.
Heldur fólk kannski að enginn
horfi á þetta, en þó er þetta sýnt
viku síðar sundurklippt og stytt,
þá er samt mikið horft og mikið
auglýst. Nú þegar er Stöð 2 farin
að auglýsa þetta sem stórviðburð
en getur samt ekki sýnt þetta beint.
I Bandaríkjunum er þetta með
allra vinsælasta sjónvarpsefni sem
sýnt er og gefa vinnuveitendur al-
mennt frí eftir kl. 14 á „Oscar
Monday“ til þess að fólk hafi tíma
Frá Kristjáni Þórarinssyni:
í grein sem ber yfirskriftina
Eggið og hænan og birtist í Mbl.
3.3. sl. heldur Jón Kristjánsson
fiskifræðingur því fram að ég hafi
í viðtali við Mbl. hampað aðferðar-
fræði þeirri sem Páll Bergþórsson
notar við að greina samband nýlið-
unar og stórfisks í íslenska þorsk-
stofninum, í þeim tilgangi að skáka
niðurstöðum þriggja fiskifræðinga
á Veiðimálastofnun. Þetta er rangt
hjá Jóni: Ég hef aldrei hampað þess-
ari aðferðarfræði.
Aðferðin sem hér um ræðir bygg-
ir á því að sýna fram á fylgni milli
hlaupandi meðaltala. Að mínu áliti
er þessi aðferð stórlega varasöm
ef henni er ekki beitt af fyllstu
aðgát og erum við Jón greinilega
sammála um það. Þessi aðferð er
sú sama og fiskifræðingar Veiði-
málastofnunar beittu til að fá sínar
niðurstöður um fylgni í sveiflum
ólíkra fiskistofna, nema hvað þeir
gengu talsvert lengra en Páll í að
til að koma sér heim, því útsending-
in byijar kl. 18 eða kl. 2 að íslensk-
um tíma. Yfir einn milljarður
manna, þ.e. 1.000.000.000, horfir
á þetta beint.
Hér á Islandi eru kannski ein-
hveijir sem geta horft á þetta beint,
þeir sem hafa gervihnattadisk og
afruglara fyrir The Movie Channel
en það eru bara ekki allir svo heppn-
ir.
Ég skora á Stöð 2, kvikmynda-
húsin, myndbandaleigurnar og þá
sem geta og vilja leggja þessu lið
að verða við þessari beiðni kvik-
myndaáhugafólks á íslandi. Að
leyfa okkur að sjá dýrðina í beinni
útsendingu. Þetta er bara einu sinni
á ári. Það eru mörg ár síðan ég fór
að bíða eftir því að þetta yrði að
veruleika, ekki bara þegar íslenskar
kvikmyndir verða tilnefndar.
Ahugafólk, látið í ykkur heyra,
við þurfum ekki að sitja þegjandi,
orð eru til alls fyrst.
ÞÓR MELSTEÐ,
áhugamaður um kvikmyndir og
kvikmyndagerð.
draga ályktanir af niðurstöðum sín-
um. Niðurstöður Páls eru í fullri
mótsögn við ályktanir fiskifræðinga
Veiðimálastofnunar og á þetta benti
ég í viðtalinu við Mbl. í þeim til-
gangi að sýna hversu varasöm þessi
aðferð er.
Nú bregður svo við að Jón Krist-
jánsson setur fram enn eina skoðun
á orsakasamhengi í íslenska þorsk-
stofninum. Og enn einu sinni er
beitt hlaupandi meðaltölum og gróf-
um einföldunum. Ég vil af þessu
tilefni ítreka þá aðvörun mína, slík-
ar aðferðir geta verið stórlega vara-
samar ef ekki er sýnd fyllsta aðgát.
Ég vil því eindregið taka undir
þá aðvörun Jóns Kristjánssonar að
þegar greina skal samhengi atburða
í fískistofnum getur tölfræði án líf-
fræðiþekkingar verið hættuleg.
Sýnu hættulegri er þó líffræði án
tölfræðiþekkingar, eins og þessi
dæmi sanna.
KRISTJÁN ÞÓRARINSSON,
stofnvistfræðingur hjá LÍÚ.
Líffræðieggið og töl
fræðihænan
HÖGNI HREKKVlSI
^HEl/HiLPAAiVMp UM HUMp’AR4Na-4/3A,.'. - •
HVAR FANKi H-AKIN f>E"TTA ?! "
Víkveiji skrifar
Woody Allen er tvímælalaust
meðai fremstu kvikmynda-
leikstjóra samtímans. Nánast hver
einasta mynd, sem þessi New York-
búi gerir er framúrskarandi. Það á
við um nýjustu mynd hans, sem
sýnd er í Stjörnubíói um þessar
mundir. Höfundareinkennin eru
augljós, samtölin að venju stórkost-
leg og myndatakan með þeim sér-
stæða hætti, sem setur mark sitt á
myndir Woody Allens.
í umsögnum bandarískra blaða
og tímarita um myndir Woody Al-
lens seinni árin kemur hvað eftir'
annað fram, að hann njóti meiri
vinsælda í Evrópu en í Bandaríkjun-
um, sem kvikmyndahöfundur. Ef
þetta er rétt er það vísbending um
lélegan smekk Bandaríkjamanna
fyrir kvikmyndum og Evrópubúum
til framdráttar.
Myndir Woody Allens skera sig
alltaf úr. Jafnvel þótt um morðgátu
sé að ræða eins og í þessari mynd
nú, gleymist ekki sá þráður, sem
einkennt hefur margar síðustu
myndir hans, þ.e. djúp sálfræðileg
athugun á samskiptum kynjanna
og þá ekki sízt hjóna, sem búið
hafa saman í áratugi. I þeim efnum
er innsæi Woody Alléns einstakt.
Áhugamenn um alvöru kvikmyndir
eiga ekki að láta þessa mynd fram
hjá sér fara.
x x ' x
Annars eru kvikmyndir Woody
Allens áreiðanlega einhver
áhrifamesta kynning, sem til er á
New York-borg og þá alveg sér-
staklega Manhattan. í myndum
hans er brugðið upp skemmtilegri
svipmynd af daglegu lífi á Manhatt-
an a.m.k. lífi þess fólks, sem kemst
vel af. Ekki fer á milli mála, að
Woody Allen nýtur sín vel á Man-
hattan enda fullyrt að hann fari
eins sjaldan út fyrir Manhattan og
nokkur kostur er.
Þær gífurlegu fjárhæðir, sem
farið hafa í kynningarherferðir fyr-
ir New York á undanförnum árum
(„I love New York“) hafa áreiðan-
lega ekki haft eins mikil áhrif til
þess að laða fólk til New York eins
og myndir Woody Allens.
Sú var tíðin að menn töldu óhugs-
andi, að Samband ísl. sam-
vinnufélaga gæti orðið gjaldþrota
og alla vega yrði það slíkt áfall
fyrir íslenzkt atvinnulíf að til þess
mætti ekki koma. Þessum skoðun-
um lýsti Morgunblaðið m.a. í rit-
stjórnargreinum.
Sl. laugardag var frá því skýrt
hér í blaðinu, að Landsbanki íslands
mundi tapa samtals einum milljarði
króna á viðskiptum sínum við SÍS
og dótturfyrirtæki þess. Sambands-
veldið er hrunið en íslenzkt atvinnu-
líf stendur fyrir sínu, þótt kreppa
hafi staðið yfir um nokkurt árabil.
Sennilega er of mikið gert úr
áhrifum og afleiðingum þess að stór
fyrirtæki leggist niður. Það kemur
alltaf annað í staðinn. Hins vegar
er það sérstakt skoðunarefni hvaða
risavöxnu mistök það eru, serp
leiddu til hruns Sambandsveldisins
og sem kostað hafa viðskiptavini
Landsbankans og skattgreiðendur
a.m.k. einn milljarð króna.