Morgunblaðið - 08.03.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.03.1994, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1994 Melina Mer- couri látin New York. Keuter. MELINA Mercouri, fyrrum kvik- myndastjarna sem varð tvisvar menningarmálaráðherra í stjórn sósíalista í Grikklandi, lést á sunnudag eftir langa glímu við lungnakrabba en hún var stór- reykingakona. Mercouri var á 69. aldursári er hún lést á Sloan-Kettering sjúkra- húsinu í New York. Hún öðlaðist frægð 1960 fyrir leik sinn í mynd- inni Aldrei á sunnudögum þar sem hún lék hjartagóða gleðikonu. Gift- ist hún leikstjóra myndarinnar, Bandaríkjamanninum Jules Dassin, árið 1966. Lifír hann konu sína en þeim varð ekki barna auðið. AUs lék hún í 70 kvikmyndum og leikritum. Herforingjarnir sem rændu völdum og sátu við stjórnvölinn í Grikk- landi 1967-'74 bönnuðu myndir hennar og sönglög og skipuðu fyrir um handtöku hennar. Sviptu her- foringjarnir hana ríkisborgararétti vegna kröftugrar gagnrýni hennar á stjórn þeirra. Melina Mercouri varð menning- armálaráðherra í stjórn Andreas Papandreous 1981 til 1989 og hélt velli þrátt fyrir að 14 sinnum væri stokkað upp í stjórninni. á þeim tíma. Hún tók við embættinu aftur Melina Mercouri í október sl. er sósíalistar komust til valda á ný. í ráðherratíð sinni lét Mercouri gríska arfleifð mjög til sín taka og var mikið í sviðsljósi fjölmiðla vegna baráttu sinnar fyrir því að Bretar skiluðu aftur lágmyndum sem numdar voru burt úr Meyjarhofinu á Akrópólíshæðinni í Aþenu og flutt- ar til Bretlands. Hún fór jafnframt í fylkingarbrjósti er Grikkir freistuðu þess að fá að halda Ólympíuleikana 1996 en þá verður öld liðin frá því leikarnir voru endurvaktir í Aþenu. Vilja fresta kosning- um í Suður-Afríku Port Elizabeth, Jóhannesarborg. Reuter. MANGOSUTHU Buthelezi, leiðtogi Inkatha-frelsisflokksins, sem nýtur einkum stuðnings Zulu-manna í Suður-Afríku, sagði í gær að það væri alls ekki öruggt að flokkurinn tæki þátt í þingkosningunum sem ráðgerðar eru 26.-28. apríl. Hann sagði að fresta þyrfti kosning- unum til að flokkurinn gæti tekið þátt í þeim. frambjóðendur sína í kosningunum áður en fresturinn til þess rennur út á miðvikudag. Fresturinn sem flokkarnir fengu til að skrá sig hefur þegar runnið út. Nelson Mandela, leiðtogi Afríska þjóðarráðsins (ANC), er andvígur því að fresta kosningunum en vill að skráningarfresturinn verði fram- lengdur. Talsmenn Kristilega lýð- ræðisflokksins, hægriflokks blökkumanna í heimalandinu Bop- huthatswana, sögðu að flokkurinn myndi ekki skrá sig í kosningarnar nema þeim yrði frestað. Buthelezi sagði að meiri tíma þyrfti til að semja nýja stjórnarskrá sem allir flokkarnir gætu sætt sig við. Frelsisbandalagið, flokkar hvítra og svartra hægrimanna, hef- ur hótað að sniðganga kosningarn- ar ef ekki verður gengið að kröfum þess um aukna sjálfstjórn héraða í Suður-Afríku. Inkatha-frelsisflokk- urinn, féllst þó á að skrá sig í kosn- ingarnar á föstudag en setti það skilyrði fyrir þátttöku að deilan um stjórnarskrána yrði leyst. Talsmað- ur flokksins kvaðst efast um að flokkurinn legði fram lista yfir TILKYNNING! ÞÚ FINNUR BESTA VERÐIÐ í BÆNUM MEÐ ÞVÍ AÐ GERA VERÐSAMANBURÐ! MUNDU - BARA ...aö hafa samband viö okkur þegar þig vantar "original" prentduft (toner) í Hewlett-Packard prentara. Viö komum til móts við þig í veröi og þjónustu! Og meira en þaö: Viö kaupum af þér gömlu prenthylkin! 0 L U N Njóttu öryggis meö rekstrarvörum frá... Tæknival Skeifunni 17 - Sími (91) 681665 ¦^- + heimsending þér að kostnaðarlausu! Edúard Shevardnadze, forseti Georgíu, í Leifsstöð Óskar aðstoðar SÞ við að tryggja frið í landinu EDUARD Shevardnadze, for- seti Georgiu, segir þjoð sína binda vonir við það að Óryggis- ráð Sameinuðu þjóðanna sam- þykki að senda gæslusveitir til landsins til að tryggja frið. She- vardnadze hafði skamma við- dvöl hér á landi á sunnudag á leið sinni frá Tblisi í Georgíu til Bandaríkjanna þar sem hann hyggst ávarpa Öryggisráðið. Þá mun hann hitta Bill Clinton, Bandaríkjaforseta, að máli. Atti Shevardnadze viðræður við Jón Baldvin Hannibalsson, utanrík- isráðherra á Keflavíkurflug- velli. Shevardnadze var spurður hvort ásættanlegt væri að hafa rúss- neskan her í Georgíu. Sagði hann landsmenn sætta sig við þær leið- ir sem leitt gætu til friðar, þjóðin hefði upplifað mikinn hrylling og vildi gera allt sem komið gæti í veg fyrir að hann endurtæki sig- Er Shervardnadze var beðinn að meta ástandið í heimalandi sínu, sagði hann eitt orð lýsa því; erf- itt. Ástandið væri háð því hvaða ákvörðun öryggisráð Sameinuðu þjóðana tæki. Shevardnadze var spurður hvort hann teldi að umbætur í Rússlandi ættu framtíð fyrir sér og sagðist hann telja að svo væri. „Ég tel að umbótastefnunni verði fram- haldið og að trygging þess sé vald forsetans." Allir samningar í biðstöðu Jón Baldvin Hannibalsson, ut- anríkisráðherra sagði þá hafa rifj- að upp Reykjavíkurfundinn 1986 og fund þeirra í september 1992 en þá var efst á baugi samstarf á orkusviðinu. „Af þessu hefur ekki getað orðið vegna borgarastyrjald- arinnar. Þremur mánuðum eftir þá ferð, sendu þeir okkur ramma- samning um menningarsamskipti. Sá samningur hefur einnig orðið innlyksa. Shevardnadze gerir sér vonir um það að ef friður helst, nái þeir samningum, sem gætu orðið grunnur að samningum um efnahagssamvinnu, samninga gegn tvísköttun og um vernd fjár- festingar. En það eru ekki miklar væntingar um tvíhliða samskipti nema friður haldist." Jón Baldvin sagði að meginefni fundarins hefði að sjálfsögðu verið ástandið í Georgíu og Abkhazíu, Morgunblaðið/Árni Sæberg Shevardnadze á Islandi EDÚARD Shevardnadze, forseti Georgíu, og kona hans, Nan- uli, koma til Keflavíkurflugvallar en í fylgd með forsetanum voru um sextíu manns. sambandið við Osseta, samskiptin við Rússa og vonir Georgíumanna um að einhverjar lausnir. „Þeir hafa lýst sig reiðubúna til að fall- ast á friðargæslusveitir sem eru eingöngu skipaðar Rússum. Auð- vitað er andstaða gegn því af hálfu annarra, sem hafa talið æskiiegt að fjölþjóða sveitir sjái um friðar- gæslu. Hafa ber þó í huga að það tekur mun skemmri tíma fyrir Rússa að komast til landsins er fjölþjóða her." Jón Baldvin sagði að auk friðar- gæslu, óskuðu Georgíumenn að- stoðar við efnahagsuppbyggingu. „Landið er algjörlega einangrað efnahagslega, það hefur byggt nær eingöngu á viðskiptum við Rússland, sem nú eru hrunin. 80% íbúa væru undir fátæktarmörkum og 12% undir hungurmörkum. Rúmlega 300.000 flóttamenn eru í landinu frá Abkhazíu og Ossetíu og ástandið í kalda koli." Aðspurpur um hvort einhverjar líkur væru á því að SÞ sendu frið- argæsiusveitir tii Georgíu, eins og ástandið er núna, sagði Jón Bald- vin að féllist Öryggisráðið á að Rússar gegndu því hlutverki, gætu hlutirnir gengið hratt fyrir sig. Ekki væru þó miklar líkur á því. Nú þegar séu rússneskar hersveit- ir á þremur stöðum í Georgíu, svo ekki sé mikil bjartsýni á að þetta verði lausnin. Jón Baldvin var spurður hvort hann teldi Shevardnadze hafa trú á úr rættist. Kvaðst utanríkisráð- herra telja mun léttara yfir forset- anum en fyrir tveimur árum. Skýr- ingin væru þó ef til vill sú að kona hans, Nanuli, væri með í för. „Hún er mikill skörungur og blandaði sér iðulega í umræðurnar og kvað fast að orði. Það virtist vera forset- anum léttir að vera kominn í gegn- um grimmilega borgarastyrjöld sem hefur staðið í tvö ár. Ekki er lengur barist í landinu, en ástand- ið, t.d. í Abkhazíu er skelfilegt. Stjórnvöld treysta sér ekki til að finna 300.000 flóttamönnum bú- stað þar að nýju þar sem slíkt myndi verða til þess að átökin brytust út á nýjan leik. Þá er þing- ið mjög sundurleitt og efasemdir um að það samþykki samninga sem Shevardnadze hefur verið að gera við grannlöndin og Rússland. Engu að síður heyrðist mér á hon- um að hann teldi það skipta sköp- um að SÞ komi inn á þessum tíma- punkti. Gerist það ekki, óttast hann að allt sjóði upp úr að nýju." Malasíustjórn krafin upplýsinga um samninga um Pergau-stífluna Tengsl „vopna og að- stoðar" viðurkennd Kuala Lumpur. Reuter. NEFND malasískra stjórnarandstöðuþingmanna hefur skorað á stjórnvöld í Malasíu að birta allar upplýsingar um það mál, sem kallað hefur verið „vopn fyrir aðstoð", en það hefur meðal annars valdið bresku stjórninni verulegum vandræðum. Var stjórnin einn- ig hvött til að aflétta banni á viðskiptum við bresk fyrirtæki en til þess var gripið vegna ásakana breskra blaða um mútur í sam- bandi við bresk-malasíska viðskiptasamninga. Deilan snýst um framkvæmdir við Pergau stífluna í Malasíu en breska stjórnín ákvað að Iána til hennar mikið fé á mjög hagstæðum kjörum. í bresku blöðunum er því hins vegar haldið fram, að aðstoð- in hafi verið tengd kaupum Mal- asíustjórnar á breskum vopnum fyrir meira en 100 milljarða ísl. kr. og auk þess birti The Sunday Times frétt þess efnis, að breskt byggingarfyrirtæki hefði verið til- búið til að bjóða Mahathir Moham- ad, forsætisráðherra Malasíu, þrjár eða fjórar milljónir króna í mútur vegna annars verkefnis. Mahathir brást við þessum fréttum með því að banna viðskipti við bresk fyrir- tæki. Aðstoð á móti vopnakaupum Samy Vellu, orkuráðherra Malasíu, gaf í skyn um helgina, að vegna breska lánsins yrði Per- gau-stíflan miklu dýrari en ef um alþjóðlegt útboð hefði verið að ræða og í gær sagði Najib Tun Razak, varnarmálaráðherra Mal- asíu, að þegar gengið hefði verið frá vopnakaupasamningnum 1988, hefði verið gert ráð fyrir, að breska stjórnin aðstoðaði á móti við fram- kvæmdir í Malasíu. Er þetta í fyrsta sinn, sem þessi tengsl eru viðurkennd. í Bretlandi hefur þetta mál einn- ig komið sér illa fyrir stjórnina enda fór drjúgur hluti af þróunar- aðstoð Breta til stíflugerðarinnar þótt Malasía sé ekki talin með þeim ríkjum, sem helst þurfa á hjálp að halda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.