Morgunblaðið - 08.03.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.03.1994, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1994 Engjasel Um 200 fm vandað endaraðhús með séríbúð í kjallara. Stæði í bílgeymslu. Skipti á 2ja-4ra herb. íbúð koma vel til greina. Verð 11,9 millj. 3590. EHmMIÐLTJMNH Sími 67-90-90 - Síðumúla 21 ----?---------- Hjallabraut 33 - Hf. - þjónustuíbúð Höfum fengið til sölu eina af þessum vinsælu íbúð- um fyrir 60 ára og eldri. íbúðin er ca 70 fm og er á 3. hæð, snýr í suður. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. Árni Grétar Finnsson hrl., Jp Stefán Bj. Gunnlaugsson hdl., Linnetsstíg 3, 2. hæð, Hfj., símar 51500 og 51601. . Raftækjaverslun Til sölu er gamalgróin og landsþekkt raftækja- verslun sem selur aðeins lampaskerma og minni raftæki í eldhús. Sami eigandi frá upphafi. Mjög góð staðsetning. Eiginn innflutningur að hluta. Góð aðstaða fyrir skrifstofu og geymslur. Fram- tíðarfyrirtæki og vinna t.d. fyrir samhenta fjöl- skyldu. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. lj^iLiMiLmjg T SUÐURVERI SÍMAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Smásalaog innflutningur Höfum fengið til sölu snyrtilegt fyrirtæki sem sérhæfirsig íinnfluttum, þekktum eldhúsinnrétt- ingum og smásölu á þeim. Enginn vörulager, aðeins sýnishorn á staðnum. Þetta er þekkt og gamalt fýrirtæki sem aðeins er með mjög góða og viðurkennda^öru sem reynst hefur vel. Upplagt fyrirtæki fyrir hjón. Umboð fyrir ýmsar vörur fylgja með. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. LAjJJÍliiMiLEajg J SUDURVE Rl SI'MAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. 21150-21370 LARUS Þ., VALDIMARSS0N framkvæmdastjóri KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. löggiltur fasteignasali Til sýnis og sölu m.a. athyglisverðra eigna: í gamla, góða vesturbænum glæsil. efri hæð i þríbhúsi byggðu 1967. 2 stórar stofur, 3 rúmg. herb. í svefnálmu m.m. Tvennar svalir. Innb. bílsk. m. geymslu 37,4 fm. Trjá- garður. Hagkvæm skipti mögul. Skammt frá Grandaskóla úrvalseinstaklíb. 2ja herb. á 1. hæð 56,5 fm. Öll eins og ný. Sér lóð. Ágæt sameign. Vinsæll staður. Gott verð. Nýleg húseign við Jöldugróf Steinhús á hæð er 5-6 herb. íb. 132 fm. Nýtt parket o.fl. Kjallari, gott húsnæði, 132 fm. Bílskúr 49 fm. Stór sólstofa í byggingu. Margs konar eignaskipti mögul. Tiltaoð óskast. Skammt frá sundlaug Vesturbæjar 3ja herb. íb. á 2. hæð á besta stað v. Kaplaskjólsveg. Sólsvalir. Ágæt sameign. Vinsæll staður. Gott verð. Góð íbúð - gott verð - góð lán Rúmg. 4ra herb. íb. á 1. hæð v. Hraunbæ. Nýl. eldh. Nýl. parket. Gott kjherb. fylgir m. snyrtingu. 40 ára húsnlán kr. 3,3 millj. Skipti á 2ja herb. íb. mögul. Á söluskrá óskast húseign m. tveimur íb. í nágr. Menntaskólans við Sund. 3ja herb. íb. í smíðum á hófuöbsvæðinu. Húseign m. tveimur íb. og bílskúr. Traust- ir kaupendur m. góðar greiðslur. ^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^ • • • Viðskiptum hjá okkur fylgir ráðgjöf og traustar uppl. Auglýsum á f immtudaginn. ALMENNA FASTEIGNASAlMj LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 Skólahljómsveit Mosfellsbæjar. Afmælistónleikar í Mosfellsbæ Tónlist Jón Ásgeirsson Skólahljómsveit Mosfellsbæjar hélt upp á 30 ára starfsafmæli og fékk til liðs við 6 kóra í bænum. Á efnisskránni voru hefðbundin lúðrasveitarverk, leikin af þremur aldursflokkum, byrjendum, 7-9 ára, undir stjórn Sveins Björnsson- ar, yngri deild, 9-12 ára og eldri deild, en þar léku með fyrrverandi nemendur, undir stjórn Birgis Sveinssonar. Tónleikarnir hófust með kon- serti fyrir 7 trompeta og páku, eftir Altenburg og var fylgt eftir með valdhornaleik undir stjórn Þorkels Jóelssonar, hornleikara í Sinfóníuhljómsveit íslands, en hann hóf nám í hornablæstri með stofnhóp skólahljómsveitarinnar fyrir 30 árum. Aðalhljómsveitin (eldri deildin) lék undir stjórn Birgis, forleik eft- ir Schneider, polkann Fjörugir flakkarar en þar léku einleik Vil- borg Sigurðardóttir á valdhorn og Grétar Ingi Grétarsson á tenór- horn og hafa þau leikið með sveit- inni í meira en áratug. Næst var leikin dægurlagasyrpa, eftir Watz og endaði leik sinn með marsi, eftir Halvorsen. Það sem einkenn- ir leik hljómsveitarinnar er sérlega falleg tónmótun, mjúk og gulllit- uð, sem kom sérlega vel fram í einleik Vilborgar og Grétars. -A-ð byggja upp slíka hljómsveit tekur langan tíma og er vanda- samt verk. Það mátti glögglega heyra á leik byrjendanna, hve miklu varðar að vanda til kennsl- unnar í upphafi og var sérlega gaman að heyra smávaxna blásar- ana leika mars og skrúðgöngulag, undir stjórn Sveins Birgissonar. Yngri deildin, 9-12 ára, lék nokk- ur lög undir stjórn Birgis, Sálmfor- leik eftir Smith og kór úr Júdasi Makkabeusi, eftir Handel. Þar mátti og heyra þá hljómrækt er einkennir blástur Mosfellinga. Síðari hluti tónleikanna var samleikur skólahljómsveitarinnar og kóranna í Mosfellsbæ en þeir eru 6 að tölu, Álafosskórinn, barnakór Varmárskóla, Karlakór- inn Stefnir, kirkjukór Lágafells- kirkju, Mosfellskórinn og Reykja- lundarkórinn. Fyrsta verkið var, Sjá mánann stilltan stara, þýskt þjóðlag, sem Guðmundur Omar Óskarsson stjórnaði og þá næst var fluttur Fangakórinn úr Nabucco, eftir Verdi og var stjórnandi Helgi Ein- arsson. Lofsöngur, Þitt lof, ó, Drottinn, eftir Beethoven, var flutt undir stjórn Páls Helgasonar. Tón- leikunum lauk með sigurkórnum úr Aidu, eftir Verdi, sem Lárus Sveinsson stjórnaði. Það var tölu- verð reisn yfir flutningi þessara verka, bæði hjá kórunum og skóla- hljómsveitinni, einkum í verkum Verdis, sem voru viðamestu við- fangsefnin á þessum tónleikum. Það er ljóst að starf Birgis Sveinssonar og samkennara hans, hefur skilað Mosfellsbæ mikilvæg- ari menningareign, er mun í ríku mæli skila góðum arði í tónlistar- iðkun bæjarbúa í framtíðinni. 51500 Hafnarfjörður Löngumýri - Gbæ Glæsil. ca 140 fm timbureinb- hús auk bílsk. Steni-klætt að utan. Áhv. ca 3,5 millj. byggsj. rík. Verð 14,5 millj. Hjallabraut - þjónustuíbúð Góð 2ja herb. þjónustuíb., fyrir Hafnfirðinga 60 ára og eldri, á 4. hæð ca 63 fm. Áhv. byggsj. ca 3,2 millj. Verð 7,4 millj. Skipti mögul. Álfaskeið Góð ca 100 fm 4ra herb. íb. á 1. hæð í þríbýlishúsi. Klettagata Til sölu tvær 4ra-5 herb. íb. í tvíbýlishúsi auk bílskúrs. Geta selst saman. Arnarhraun Góð 5 herb. íb. á 3. hæð í þríb- húsi ca 136 fm. Sérinng. Áhv. ca 1,5 millj. Lindarhvammur Glæsil. efri sérhæð ásamt risi ca 140 fm. Mikið endurn. Æskil. skipti á einbhúsi í Hafn- arfirði ca 200-300 fm. Árni Grót.-ir Finnsson hrl., ^m Stefán Bj. Gunnlaugss. hdl., é^ Linnctsstíg 3, 2. hœð, Hfj., Lt sírnar 51500 og 51601. FELLA- og Hólakirkja: For- eldramorgunn í fyrramálið kl. 10-12. HJALLAKIRKJA: Mömmu- morgnar á miðvikudögum frá kl. 10-12. SELJAKIRKJA: Mömmu- morgunn. Kynning á húðvör- um úr íslenskum jurtum. KEFLAVÍKURKIRKJA: Foreldramorgnar kl. 10-12 og umræða um safnaðareflingu kl. 18-19.30 í Kirkjulundi á miðvikudögum. Kyrrðar- og bænastundir eru í kirkjunni á fimmtudögum kl. 17.30. LANDAKIRKJA, Vest- mannaeyjum: Mömmumorg- unn kl. 10. Kyrrðarstund á hádegi kl. 12.10. TTT-fundur kl. 17.30 og fundur ferming- arbarna úr Barnaskólanum og foreldra þeirra kl. 20.30. SKIPIIM REYKJAVÍKURHÖFN: í fyrradag kom Reykjafoss að utan. Otto N. og Víðir komu til löndunar og Stapafell kom og fór samdægurs. Hákon fór á veiðar og Bergey VE kom til viðgerða. Þá var Brúar- foss væntanlegur í nótt. HAFNARFJARÐARHÖFN: í gærmorgun kom Venus til löndunar og Sjóli er væntan- legur fyrir hádegi í dag. MIIMNINGARKORT MINNINGARKORT Minn- ingarsjóðs Hvítabandsins eru fáanleg á eftirtöldum stöðum: Kirkjuhúsið, Kirkjuhvoli s. 21090. Bóka- búðin Borg, Lækjargötu 2, s. 15597. Hjá Lydíu s. 73092, hjá Elínu s. 615622, hjá Kristínu s. 17193 og Arndísi s. 23179. Slysavarnafélag íslands sel- ur minningarkort á skrifstofu félagsins á Grandagarði 147 Reykjavík og í síma 627000. MINNINGARKORT Gigt- arfélags íslands fást á skrif- stofu félagsins að Ármúla 5, s. 30760.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.