Morgunblaðið - 08.03.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.03.1994, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1994 Umræður á flokkssljórnarfundi Alþýðuflokksins Margir andvígir ráðningu Steingríms í Seðlabankann MARGIR fundarmanna á flokksstjórnarfundi Alþýðuflokksins sem haldinn var á laugardag lögðu hart að forystumönnum flokksins að standa ekki að skipun Steingríms Hermannssonar, formanns Fram- sóknarflokksins, í stöðu seðlabankastjóra og hvöttu til að fagleg sjón- armið yrðu látin ráða ferðinni. Rúmlega hundrað mánns sóttu fundinn, sem var lokaður fjölmiðl- Fræðslufundur hjá félaginu Minjum og sögu FRÆÐSLUFUNDUR verður haldinn í Þjóðminjasafninu i dag klukkan 17 á vegum félags áhugamanna um minjar og sögu. Fundurinn er öllum opinn og er félagsmönnum bent á að taka með sér gesti. Tveir fyrirlestrar verða haldnir. Þann fyrri heldur Sigríður Th. Er- lendsdóttir og mun hún kynna bók sína Veröld sem ég vil - Sögu kvenréttmdafélags íslands. Leitast höfundur við að varpa ljósi á þátt samtímasögunnar, sem enn er að mestu óskráður og setur kvenna- baráttu hér í alþjóðlegt samhengi, eins og segir í fréttatilkynningu. Síðari fyrirlesturinn heldur Guðjón Friðriksson og mun hann kynna annað bindi af Sögu Reykjavíkur sem fjallar um millistríðsárin. um, en skv. upplýsingum Morgun- blaðsins af fundinum gáfu ráðherr- ar engar yfirlýsingar um hvort Steingrímur yrði ráðinn en Jón Baldvin Hannibalsson, formaður flokksins, sagði að Steingrímur væri óumdeilanlega hæfur til að gegna stöðunni. Aðgerðir ekki bundnar við Vestfirði Mikið var rætt um atvinnumál og um sértækar aðgerðir ríkis- stjórnarinnar vegna vanda Vest- firðinga og sagði Guðmundur Árni Stefánsson heilbrigðisráðherra að aðgerðir væru ekki bundnar við Vestfirði eina heldur væri ætlunin að kanna hvort þörf væri á sértæk- um aðgerðum á öðrum stöðum á landinu. Þá var fjallað um undirbúning vegna sveitarstjórnakosninganna á fundinum og sagðist Jón Baldvin telja að Alþýðuflokkurinn myndi koma vel út úr kosningunum þrátt fyrir veika stöðu á landsvísu í ein- stökum skoðanakönnunum. Lýstu fundarmenn yfír að þeir stæðu fast að baki flokksforystunni í deil- unum um landbúnaðarmál. Heimtur úr háska Morgunblaðið/Jón Svavarsson BRUGÐIÐ var á leik á björgunarsýningunni á laugardaginn er Markúsi Erni Antonssyni borgar- stjóra í Reykjavik var bjargað úr sjávarháska með Markúsarneti. 20 þúsund á björgunarsýningu SYNINGIN Björgun '94 var haldin í Perlunni um helgina og seg- ir Björn Hermannsson framkvæmdastjóri Landsbjargar að frá- bærlega hafi til tekist. Sýningin hófst á föstudag með þátttöku boðsgesta og björgunarsveitarfólks en var opin almenningi laug- ardag og sunnudag. Að sögn Björns má ætla að um 20.000 manns hafi sótt Öskjuhlíð- ina og Periuna heim til þess að taka þátt en áhorfendur voru í návígi við margs konar björgunar- aðgerðir. Til dæmis var leitað að týndum, fólki bjargað úr bflflökum og borgarstjóranum, Markúsi Erni Antonssyni. bjargað úr sjáv- arháska með Markúsarneti. Björn segir að slíkar sýningar séu haldnar annað hvert ár og sé þetta í fyrsta skipti sem samstarf sé haft við Slysavarnafélagið. Einnig voru til sýnis vörur frá þrjá- tíu söluaðilum, en Björn segir að hingað til hafí slíkar björgunar- kynningar gengið út á fyrirlestra og sé þetta í fyrsta skipti sem al- menningur hafi fylgst með starfi björgunarfólks í slíku návígi. Geir H. Haarde formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins Jöfnunargjald á olíu ekki verið rætt enn Stokkhðlmi. Frá Sigrunu Davfðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. JÖFNUNARGJALD á olíu hefur ekki verið tekið til um- ræðu innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins, en Geir H. Haarde þingflokksformaður sagðist í samtali við Morgun- blaðið vera viss um að það yrði gert af opnum hug. Geir H. Haarde sagði að þó svo að málið hefði verið afgreitt í ríkis- stjórninni hefði það enn ekki verið afgreitt í þingflokknum og hann hefði ekki séð endanlega útgáfu þess. Sjálfur teldi hann að ýmsar Stefnt að færri slysum á börnum ÁTAKIÐ Öryggi barna — okkar ábyrgð hefur um tveggja ára skeið verið samráðsvettvangur aðila sem vinna að slysa- vörnum fyrir börn. Hlutverk framkvæmdastjórnar auk þess að vera samráðsvettvangur er að veita árlega viðurkenning- ar fyrir árangursríkt framlag til slysavarna barna, álykta í málefnum sem varða öryggi barna og halda árlega opinn kynningarfund. Framkvæmdastjórn átaksins Öryggi barna — okkar ábyrgð hefur sett fram það markmið að stefnt skuli að því lækka slysatíðni á börnum á íslandi um 20% frá 1992 til 1997. Opinn fundur um átakið Ör- yggi barna — okkar ábyrgð, haldinn í Hinu húsinu í Reykja- vík 22. febrúar 1994, samþykkti að beina því til ríkis og sveitarfé- laga að sett verði markmið um forvarnastarf í þágu barna á vegum sveitarfélaga og ríkis þannig að markvisst verði unnið að því að fækka slysum meðal barna. Fundurinn skorar á stjórnvöld að láta gera fjárhags- og fram- kvæmdaáætlun um slysavarnir í þágu barna til nokkurra ára í senn og tryggja nægt fjármagn til nauðsynlegra verkefna í þessu skyni. í framkvæmdastjórn 1994 voru kjörnir fulltrúar frá: Forel- drasamtökunum, Guðrún Hjart- ardóttir, ritstjóri Uppeldis, Land- læknisembættinu, Vilborg Ing- ólfsdóttir, yfirhjúkrunarfræðing- ur, Neytendasamtökunum, Sig- ríður A. Ásgrímsdóttir, verkfr. og sérfræðingur um vöruöryggi, Rauða krossi íslands, Svanhildur Þengilsdóttir, deildarstjóri í Fræðsludeild og Umferðarráði og María Finnsdóttir, barna- slysa- og fræðslufulltrúi. breytingar í þessum efnum væru tímabærar. Nauðsynlegt væri að knýja fram hagræðingu í dreifingu með því að gera breytingar á flutn- ingsjöfnuðinum. Það þyrfi ekki endilega að þýða hækkanir miðað við núgildandi verð, en geti hugs- anlega þýtt lækkanir fyrir ein- hverja. Nauðsynlegt væri að ræða þetta mál af opnum hug og Geir sagðist viss um að það yrði gert innan þingflokksins, þó of snemmt væri að segja um niðurstöður. Fyrir tveimur árum var lögð mikil vinna í að semja frumvarp um þetta efni, að sögn Geirs, en það náði þá ekki fram að ganga, en sér væri ekki kunnugt um hvort núverandi frumvarp væri eins. Tortryggni landsbyggðarþing- manna væri skiljanleg, en sín skoðun væri að í þessum efnum þyrfti að gera breytingar til að knýja fram aukna hagkvæmni til að gefa stórkaupendum kost á eðlilegum afslætti og auka við- skiptamöguleika við erlend skip. Morgunblaðið/Jðn H. Sigurmundsson Verksmiðja flutt STARFSMENN BM Vallár flytía vikurverksmiðjuna til Þorlákshafnar. BM Vallá flytur vikur- vinnslu til Þorlákshafnar ÞorlákshSfn. STEYPUSTÖÐIN BM Vallá sem hefur flutt út Hekluvikur síðan 1977 hefur ákveðið að flytja allan vikur út frá Þorlákshöfn. Vikur- inn er sigtaður, mulinn og að hluta tíl þveginn áður en hann er sendur út. Þessi starfsemi hefur hingað til farið fram í Reykjavík. Þórarinn Olafsson, sem starfað fastir starfsmenn og lausamann- hefur hjá BM Vallá síðan 1971, varð fyrir svörum er fréttaritara bar að og innti frétta. Þórarinn sagði að fyrirhugað væri að flytja út allt að einum skipsfarmi í mánuði, en skipið tekur um 7.000 rúmmetra. Þessi starfsemi er ekki mannfrek, tveir skapur þegar útskipun stendur yfír, auk þess verða fjórir til fimm bílar í stöðugum flutninguro. Magnús Eiríksson, sem ættaður er frá Skúmslæk, verður stöðvar- stjóri. - J.H.S. Sjö fulltrúar Reykjavíkurborgar staddir í Alaska A fundi um vetrarborgir SJÖ manns eru nú staddir á vegum Reykjavikurborgar í Alaska til að sitía ráðstefnu í borginni Anchorage um norrænar vetrarborgir. Ráðstefnan stendur yfir í sex daga að þessu sinni en hún hefur verið haldin á tveggja ára frestí seinustu ár, og er fjallað um sameig- inlega þættí vetrarborga á sviði umhverfismála, samgöngumála, heilbrigðismála, útívistarmála, atvinnumála, orkumála o.fl. Af hálfu núverandi meirihluta í borgarstjórn eru Anna K. Jónsdótt- ir, Jóna Gróa Sigurðardóttir og Haraldur Blöndal í Alaska. Frá minnihlutanum eru Sigrún Magnús- dóttir, Guðrún Ögmundsdóttir og Sigurjón Pétursson, auk þess sem Jóhann Pálsson, garðyrkjustjóri borgarinnar, er einnig staddur á ráðstefnunni. Samkvæmt upplýs- ingum frá Reykjavíkurborg er ferðakostnaður sjömenninganna um 1,9 milljónir króna. Reykjavíkur- borg hefur nokkrum sinnum áður sent fulltrúa á ráðstefnu um vetrar- borgir, m.a. í Edmonton í Kanada árið 1988 og í Tromsö í Noregi árið 1990. Milli 30 og 40 norðlægar borgir eiga aðild að ráðstefnunni. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.