Morgunblaðið - 08.03.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.03.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1994 21 ÞESSAR stúlkur sungu og söfnuðu um leið 1.100 krónum til styrkt- ar Elliheimili Kópavogs. Þær heita Hulda, Rósa, Arna og Elfa. ADALFUNDUR ------7- Aðalfundur Olíufélagsins hf. verður haldinn fimmtudaginn 24. mars 1994 á Hótel Sögu, Súlnasal, og hefst fundurinn kl. 13.30. DAGSKRÁ 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á aðalskrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á aðalskrifstofu félagsins Suðurlandsbraut 18, 2. hæð, frá og með 21. mars, fram að hádegi fundardags. Stjórn Olíufélagsins hf. ísso Olíufélagið hf hefur sett á fót útibú a.m.k. á ísafirði, Akureyri og Egilsstöðum. Réttara væri að halda áfram á þeirri braut. Vegagerð ríkisins (Vr) rekur stöndug útibú víða um land og er það fáheyrð fásinna að flytja höfuð- stöðvar Vr til Borgarness (þar sem er annars fyrir veglegt útibú Vr). Stór hluti verkefna Vr er á höfuð- borgarsvæðinu og Reykjanesi og því þyrfti hvort eð er að hafa stórt útibú á þessum slóðum. Rarik hefur líka rekið ágæta útibúastefnu og er með útibú víða um iand. Skipu- lag ríkisins hefur rekið útibú um tíma á Sauðárkróki og á Akureyri. Veiðimálastofnun er með deildir úti á landi. Vandséð er hver ávinningur landsbyggðarinnar er af flutningi aðalstöðva þessara stofnana út á land og réttara væri að styrkja útibúastefnu enn frekar hjá stofn- unum. Mjög ákveðin þörf er fyrir ríkisbyggingafulltrúa í landsfjórð- ungum eða héruðum. Eða enn frek- ar útibú sem hefðu með höndum eftirlit, fræðslu og ráðgjöf á sviði umhverfis- , skipulags- og bygg- ingarmála í landsfjórðungi eða hér- aði. Einnig myndu slík útibú geta séð um mælingar og skráningu fasteigna, lóða og landa. Þessi útibú mætti tengja að einhverju leyti við sýslumannsembættin. Slík útibú myndu skila meiri ávinningi og raunverulegri þjón- ustuaukningu til landsbyggðarinn- ar allrar, almennings, sveitarfélaga og héraðsráða. Höfundur er starfsmaður hjá Skipulagi ríkisins. Allar nánari upplýsingar í síma: 91 - 641 340 Vigfús Erlendsson súpa seyðið af svona vitlausum aðgerðum eins og flutningur aðal- stöðva Skógræktarinnar var. Útibúastefna stofnana er góð stefna Nokkrar þær stofnanir, sem gerð var tillaga um að flyttu út á land, hafa um árabil rekið skilvirka útibúastefnu eða þær gert sam- komulag við aðila í héraði um ákveðna þjónustu. Byggðastofnun Um tillögur um flutning ríkisstofnana út á land 2. grein eftir Vigfús Erlendsson Til hvers eru höfuðborgir? Dreifing aðalstöðva núverandi stofnana um landið er almennt léleg stefna. Þegar aðilar af landsbyggð- inni (t.d. sveitarstjórnarmenn) þurfa að reka erindi sín hjá stofnun- um og/eða ráðuneytum, er gott að hafa útibú í landsfjórðungi eða hér- aði. Oftast eru þó ferðir til Reykja- víkur samnýttar til þess að reka ýmis erindi, stundum er farið á margar stofnanir. Með því að drita höfuðstöðvum stofnana víðs vegar um landið nýtur kannski viðkom- andi hérað eða landsfjórðungur góðs af. Eg segi kannski, því að t.d. flutningur stofnunar til ísa- Ijarðar auðveldar ekki íbúum „Ýmis tengsl rofna og kostnaður vegna ferða og fjarskipta eykst fram úr öllu hófi. ís- lendingar hafa síst efni á svona bruðli.“ Barðastrandarsýslu eða Stranda- sýslu aðgöngu að viðkomandi stofn- un. Og eitt er alveg öruggt: íbúar annarra landsfjórðunga njóta síður en svo góðs af því að ein stofnun sé á Egilstöðum, önnur á Höfn, þriðja á ísafirði, fjórða á Sauðár- króki. Það verður þá lítið um ferð- ir, ýmiskonar persónutengsl rofna og sambandið verður minna við aðra landshluta, svo ekki sé rætt um ýmis konar óhagræði og kostn- að, sem af þessu hlýst. í þessu sam- hengi er um að ræða handónýta byggðastefnu. Til hvers er líka höf- uðborg íslands? Ég hef rætt við marga aðila úti á landsbyggðinni og heyrist mér að þessar flutninga- tillögur finnist mönnum hin mesta firra, nema í þeim sveitarfélögum, þar sem tillögur eru um flutning tiltekinnar stofnunar. Enda eru málin þá ekki skoðuð í víðara sam- hengi, heldur út frá músarholusjón- armiðum. Ýmis tengsl rofna og kostnaður vegna ferða og fjarskipta eykst fram úr öllu hófi. Islendingar hafa síst efni á svona bruðli. Aðalstöðvar ríkisstofnana úti á landi Nokkrar stofnanir eiga sér ákveðnar rætur á landsbyggðinni, t.d. Landgræðslan og Skógræktin. Aðalstöðvar Skógræktarinnar voru fluttar austur á Hérað nýlega og tel ég það vera skref aftur á bak. Þessir flutningar voru dæmigerðir fyrir ranghverfan „byggðastefnu- hugsanahátt“. Ráðherra skorar og bláeygðir kjósendur halda að nú sé sigur og fagna. En staðreyndin er bara sú að ráðherra skoraði bara sjálfsmark. Þetta kemur allt aftan að okkur aftur með auknum tilkostnaði. Og hver borgar? Við sjálf, í gegnum hærri og hærri skatta. Sannið þið til, landsbyggðin og reyndar þjóðin öll á eftir að T1LS0U Permaform-hús í Skelj alangahverf I Mosfellsbæ Dæmi um verð: 3ja herb. íbúð kr. 6.500.000,- 4ra herb. íbúð kr. 6.950.000,- Permaform-íbúðirnar eru afhentar fullbúnar að utan sem innan, með frágengnum garði og bílastæði. Tilbúnar innréttingar bíða nýrra eigenda sem ekkert þurfa að gera annað en að raða í skápa og stinga kaffikönnunni í samband! PERMAF0RM -BYGGINGARMÁTI NÚTÍMAFÓLKS Ódýrar og fallegar íbúðir í góðu hverfi - hagstœðir greiðsluskilmdlar! Handónýt byggðastefna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.