Morgunblaðið - 08.03.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.03.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1994 33 Jóhanna Júlíus- dóttír — Minning Fædd 4. febrúar 1934 Dáin 28. febrúar 1994 Elsku amma mín. Það er svo skrítið að þú komir ekki í heimsókn til mín meir. Það var svo gott að sitja hjá þér og faðma þig og sníkja hjá þér ópal eða tyggjó og skoða með þér bók eða sýna þér dúkkurn- ar murar. Ég sakna þín svo mikið, en ég veit að Guð er að passa þig núna. Jóhanna llclga. Mig langar til að segja nokkur orð um hana ömmu mína, Jóhönnu Júlíusdóttur, er ég kveð hana í hinsta sinn. Hún ásamt afa er með því besta fóiki sem ég hef nokkurn tíma kynnst og hugsaði hún alltaf um velferð annarra á undan sinni. Það var ávallt gaman að koma í heimsókn til hennar því hún tók mér alltaf með opnum örmum og var hún yfírleitt með tiibúinn hátíðarmat ef ég skyldi koma við hjá henni og fór ég aldrei þaðan svangur. Amma var lífsglöð og kraftmikil og hafði alla aðra kosti sem góð húsmóðir getur haft. Það sem henni var allra kærast og mikilvægast var heimili og fjölskylda. Og veitti hún þessu fólki af mikilli ástúð sinni alla tið. Elsku amma þakka þér fyrir allt sem þú hefur veitt mér og megir þú hvfla í friði. Ragnar Karel. Mig langar til að minnast tengda- móður minnar Jóhönnu Júlíusdótt- ur, sem lést snögglega aðfaranótt mánudagsins 28. febrúar á Borgar- spítalanum. Jóhanna fæddist á Kvíabryggju 4. febrúar 1934. Foreldrar hennar voru Dagbjört Jónsdóttir frá Herg- ilsey og Júlíus Karel Jakobsson frá Grundarfirði. Jóhanna var næst- yngst fjögurra systkina. Elstur var Jón, sem er látinn, svo kom Jakob og síðan Jóhanna en yngst var Ragnhildur sem dó á barnsaldri. Fjórar systur átti Jóhanna sam- mæðra, sem voru eldri. Elst er Kristín, þá Teadóra, Sveinsína og Guðrún, en Kristín er ein á lífi. Jóhanna fluttist með foreldrum sín- um um tíu ára aidur að Sæbóli í Grundarfirði. Hún fluttist snemma til Reykjavíkur og fór að vinna fyr- ir sér. Meðal annars vann hún á Kleppsspítala við umönnun sjúkl- inga. Árið 1951 eignaðjst hún son, Ragnar, með Hauki Ársælssyni og varð hún að hafa hann fyrstu tvö árin á vöggustofu því að það var erfitt að vera einstæð rnóðir og þurfa að sjá fyrir sér. Á annan í jólum 1953 giftist hún eftirlifandi manni sínum, Helga Hafliðasyni, og hófu þau búskap á Hverfisgötu 123. Börn þeirra eru Hafliði, fædd- ur 1953, Júlíus, fæddur 1955, Dag- björt, fædd 1958, og Helgi, fæddur 1961. Jóhanna tók foreldra sína að sér og eyddu þau sínum síðustu Helgi Már Jóns- son — Minning Kær vinur er genginn svo svip- lega að við viljum ekki trúa. Það er komið á áttunda ár síðan Steinunn dóttir mín sagði við mig að morgni dags: „Ég kynntist æðis- legum strák í gærkvöldi." Nokkru síðar kom þessi piltur heim til okk- ar. Ekki vissi ég þá að þar var kominn tengdasonur. Strax við fyrstu sýn fannst mér maðurinn hinn myndarlegasti, hár og glæsilegur. Þegar við kynntumst betur kom í ljós að ekki var innri gerð síðri en sú ytri. Innan tíðar var okkur öllum farið að þykja vænt um hann. Helgi Már var greindur maður og hafði djúpan skilning á hinum mannlegu þáttum lífsins. Hann kom ætíð til dyranna eins og hann var klæddur og lét álit annarra sig litlu skipta. Frá þeim árum sem við áttum nána samleið er margs að minnast og margt að þakka. Helgi reyndist fjölskyldunni sem besti sonur, hann var léttur í lund, sannkallaður gleði- gjafí þegar komið var saman, gef- andi og hlýr. Alltaf var hann boðinn og búinn að rétta hjálparhönd enda til hans leitað með hin ýmsu mál, allt frá því að setja saman húsgögn til sál- rænna vandamála. • Þó að leiðir skildu að nokkru leyti var Helgi hinn sami, alltaf gott að heyra í honum og hitta hann. Stund- um birtist hann á skrifstofunni hjá mér, þegar hann átti leið um, og bar þá margt á góma. Honum fylgdi ávallt hressileiki og glaðværð og það var mér gleðiefni að sambandið slitnaði ekki. Síðast heyrði ég í honum þegar hann hringdi sl. aðfangadagskvöld, svona rétt til að óska gleðilegra jóla og vita hvernig við hefðum það, eins og hann orðaði það. Slík atvik ylja um hjartarætur. Það er erfítt að koma á prent þeim hugsunum sem fara um hug- ann enda ætlunin fyrst og fremst sú að þakka samverustundir sem aldrei gleymast. Margt var ósagt og ef til vill hugsunin sú að nægur tfmi væri til stefnu, en oft fer öðru vísi en ætlað er. Fyrir hönd fjölskyldunnar þakka ég fyrir að hafa fengið að eiga sam- leið með og kynnast Helga Má Jóns- syni. Blessuð sé minning hans. Jafnframt votta ég föður, syni, systkinum og öðrum aðstandendum innilega samúð og bið algóðan guð að veita þeim styrk á erfiðum stund- um. Jóna Lára Pétursdóttir. Vegna mistaka í vinnslu féll niður hluti þessarar greinar í sunnudagsblaði Morgunblaðs- ins og er hún þvi endurbirt hér í h.-ild. Hlutaðeigendur eru innilega beðnir afsökunar á þessum mistökum. árum hjá henni. Móðir hennar dó 1959, en faðir hennar 1969. Árið 1968 flytja tengdaforeldrar mínir í nýbyggt hús í Norðurbrún 34 en búa þar stuttan tíma, flytja síðan í Selvogsgrunn og stuttu síðar á Kirkjuteig og árið 1972 aftur á Hverfisgötu 123 og hafa búið þar síðan. Jóhanna hóf störf hjá Sjálfs- björgu í Hátúni 12, fljótlega eftir að húsið þar var opnað og starfaði hún þar í eldhúsinu og í umönnun sjúklinga á hæðunum, með hléum allt fram til ársins 1990. Kynni mín af Jóhönnu hófust fyrir fjórtán árum er við Dagbjört hófum búskap á miðhæðinni á Hverfisgötunni, en síðan höfum við búið á þremur stöðum í næsta ná- grenni og samgangur verið mikil á milli heimilanna. Strákarnir okkar hafa nánast átt tvö heimili því mik- ið sóttu þeir til ömmu sinnar og afa og gistu þar oft um helgar. Jóhanna var mikil húsmóðir og var gott að koma til hennar og fá sér kaffibolla og nýbakaðar kökur og spjalla um lífið og tilveruna. Hún var hörkudugleg og er mér minnis- stætt einn sunnudag fyrir þremur árum er hún kíkti í kaffi til okkar, en ég var þá að byrja að hreinsa upp gamalt gólf á efri hæðinni. Hún tók til hendi og lá á fjórum fótum og skóf gólfið allan daginn og hætti ekki fyrr en allt var búið. Eða þeg- ar henni þótti grasið vera orðið of mikið í garðinum hjá okkur mætti hún eldsnemma einn morgunn með hníf og klippur og var langt komin með blettinn er Dagbjört fór á fæt- ur. Það er svo margt sem kemur upp í hugann og margar góðar minning- ar þegar litið er til baka. Elsku Jóhanna, við söknum þín öll, en minningin lifir. Blessuð sé minning þín. Þorkell Hjaltason. t HELGA BJÖRNSDÓTTIR, Vatnshömrum, Andakil, Borgarfirði, lést á heimili sínu föstudaginn 4. mars sl. Útför hennar verður gerð frá Hvanneyri laugardaginn 12. mars kl. 14.00. u Ruth Fjeldsted, Þráinn Sigurjónsson. Lokað Nýja Teiknistofan hf., Síðumúla 20, verður lokuð í dag, þriðjudaginn 8. mars 1994, vegna jarðarfarar MÓSESAR AÐALSTEINSSONAR, verkfræðings. Lokað Fiskbúðir Hafliða Baldvinssonar, Hverfisgötu 123 og Fiskislóð 98. Reykjavík, verða lokaðar í dag vegna útfarar JÓHÖNNU JÚLÍUSDÓTTUR. t Útför KATRÍNAR ÓLAFSDÓTTUR, Laufásvegi 45, verður gerð fró Dómkirkjunni 8. mars kl. 13.30. Guðni Guðmundsson, Guðmundur H. Guðnason, Lilja f. Jónatansdóttir, Guðiún Guðnadóttir, Ólafur B. Guðnason, Hildur N. Guðnadóttir, Arina S. Guðnadóttir, Sveinn G. Guðnason, Sigurður S. Guðnason, Jóhann S. Hauksson, Anna G. Sigurðardóttir, Friðrik Jóhannsson, Gylfi Dýrmundsson, Erna Jensen, Margrét Gestsdóttir og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, sonur, tengdasonur, bróðir og mágur, EIRÍKURGÍSLASON rafeindavirkjameistari, Akurholti14, Mosfellsbæ, verður jarðsunginn frá Lágafellskirkju, Mosfellsbæ, miðvikudaginn 9. mars kl. 14.00. Eygló Haraldsdóttir, Eiríkur Fannar, Sunna Mjöll, ' Sigfús Rúnar, Gísli, Vilborg, Sævar Orn, Hafþór Már, Rúnar Hrafn, Vilborg Kristbjörnsdóttir, Gísli Sigurtryggvason, Guðrún Sigurðardóttir, Haraldur Sigurðsson, Kristín Gísladóttir, Valgeir Gíslason, Ævar Gislason, Tryggvi Gíslason. Hannes Kristinsson, Pálína Sveinsdóttir, Edda Jóhanna Einarsdóttir, t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, ERLENDUR ÓLAFSSON fráJörfa, Stigahlíð12, sem lést 28. febrúar sl., verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 10. mars kl. 13.30. Anna Jónsdóttir, Ólafur Erlendsson, Helen Hannesdóttir, Halla G. Erlendsdóttir, Traustí Kristinsson, Pétur Erlendsson, Áslaug Andrésdóttir, Agatha H. Erlendsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför sambýiis- manns míns, sonar, föður, bróður, mágs og frænda, GUÐMUNDAR BJÖRGVINS KRISTINSSONAR. Laufey Berglind Friðjónsdóttir, Jóhann Kristinn Guðmundsson, Ágústa Gústafsdóttir, systkini og aðrir aðstandendur. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR SIGURÐARDÓTTUR, áðurtil heimilis á Norðurbrún 1, Reykjavík. Hreinn Sveinsson, Jóna Sveinsdóttir, Sveinn Hreinsson, Rúnar Hreinsson, Erna Gísladóttir og barnabamaborn. Birtíng afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greiuiuit á ritstjórn blaðsins Kringlunni 1, Reykjavik, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælis- fréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.