Morgunblaðið - 08.03.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.03.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1994 25 Forsætisráðherrar Eystrasaltslandanna gestir á þingi Norðurlandaráðs Löndin þrjú þurfa bæði á stuðningi og árangri að halda Stokkhólmi. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsjns. FORSÆTISRAÐHERRAR Eystrasaltsríkjanna þriggja eru sérlegir gestir á yfirstandandi *ra Norðurlanda hirlönd ægara samningana og yrðu upptekin af ESB-málum næstu árin, þá væri enginn vafi í sínum huga að þau vildu halda í norrænt samstarf. Fyrir íslendinga þýddi ekkert að láta fara í taugarnar á sér að áhugi hinna landanna leitaði suður á bóg- inn. Ekki væri verið að skilja ísland eftir, heldur hefðu íslendingar sjálfir valið að láta við EES sitja. Nú skipti hins vegar máli að ná tvíhliða samn- ingi við Evrópusambandið og sjálfur sagðist Davíð álíta að hin EFTA- löndin, sem freistuðu inngöngu í ESB væru siðferðilega skuldbundin til að styðja þá viðleitni. Um það hvort forsætisráðherra klæjaði ekki í puttana að komast að í ESB þar sem ráðum væri ráðið, sagði Davíð að vissulega hefði það kosti að vera innan vébanda sam- bandsins, en vera íslands utan þess væri sameiginleg ákvörðun allra stjórnmálaflokka og hann hefði á tilfinningunni að hún væri í samræmi við vilja þorra almennings. Tækifær- ið til að fara inn á sömu forsendum og EFTA-löndin nú væri liðið og ef síðar yrði um inngöngu að ræða yrði hún á öðrum' forsendum, en það hefði verið vitað alla tíð. þingi Norðurlandaráðs í Stokk- hólmi. A sameiginlegum blaða- mannafundi þeirra og norrænu forsætisráðherranna sagði Carl Bildt forsætisráðherra Svía, að eðlilegt væri að löndin þrjú fengju inngöngu í Evrópusam- bandið, eins og þau hefðu áhuga á og að það myndi styrkja að- stæður Norðurlandanna. Esko Aho forsætisráðherra Finnlands sagði að aðstoð Norðurlandanna við Eystrasaltslöndin væri ekki nein góðgerðastarfsemi, heldur fengju þau eitthvað fyrir sinn snúð. Eftir sameiginlegan fund forsæt- isráðherra Eystrasaltsríkjanna og norrænu starfsbræðra þeirra undir- strikuðu hinir fyrrnefndu að þeim veitti ekki af öllum hugsanlegum styrk, bæði í hagnýtum málefnum við uppbyggingu í löndum sínum, en ekíri síst til að styðja við viðleitn- ina til að koma rússnesku herliði frá löndunum. Valdis Birkavs for- sætisráðherra Lettlands sagði að þó nógur væri stuðningurinn, vant- aði stundum árangurinn. Um vax- andi þjóðernisvitund í Rússlandi sagði hann að henni ætluðu löndin að mæta með aukinni áherslu á að gera samninga og láta standa við þá. Ekki í Norðurlandaráð Carl Bildt sagði að þó Norður- löndunum væri styrkur að sam- starfinu við löndin þrjú stæði ekki til að taka þau inn sem meðlimi í Norðurlandaráði. Til þess væri sögulegur og menningarlegur bak- grunnur of ólíkur. Esko Aho sagði að í umræðum um norrænan stuðn- ing við löndin ' þrjú mætti ekki gleyma að Norðurlöndunum væri sjálfum mikill ávinningur að sam- bandinu við löndin, bæði þar sem eftir mörkuðum væri að slægjast, en einnig til að auka öryggið í næsta nágrenni við Norðurlöndin. rðja verkefni í Reykjavík niað •ðnum tt formann Dagsbrúnar og samninga- nefndarinnar sem hefði strax verið henni meðmæltur. Samkvæmt til- lögunni átti ríkið að greiða 2% af launum til sjóðsins, sveitarfélög 1% og viðkomandi atvinnurekandi 1%. Hlutverk sjóðsins átti að vera greiða atvinnuleysisbætur ef atvinnuleysi væri og í öðru lagi að lána atvinnu- fyrirtækjum til að afstýra atvinnu- leysi og það hefði ekki síður verið hlutverk hans. Hann sjálfur hefði verið á móti þessu og ekki viljað gefa eftir þá kauphækkun sem um var að ræða sem var nálægt 5%. Eðvarð hefði haft áhyggjur af and- stöðu hans og kallað saman nokkra eldri Dagsbrúnarmenn sem hefðu sannfært hann um hið gagnstæða og hefði hann eftir það greitt at- kvæði með tillögunni. Þessir Dags- brúnarmenn hefðu verið orðnir full- orðnir og verið upp á sitt besta á kreppuárunum. Þeir hefðu sagt að það hefði verið gott að hafa atvinnu- leysisbætur þegar heimilin hefðu verið bjargarlaus og enginn matur til og atvinnubótavinna einungis átt- undu eða níundu hverja viku. Þessir menn hefðu lagt áherslu á að þetta yrði samþykkt og í þessu hefði lausn málsins verið fólgin, þó verkfallið yrði sex vikur áður en upp var stað- ið. Eðvarð hefði viljað að framlög til sjóðsins yrðu skráð eftir því hvað yrði greitt af félagsmönnum hvers félags til hans og þegar það hefði ekki fengist samþykkt hefði hann viljað að framlög yrðu skráð eftir sveitarfélögum en það hefði heldur ekki fengist samþykkt. Það hefði ekki verið hugsunin að hvert sveitar- félög fengi einungis það sem það hefði lagt til sjóðsins, heldur einung- is að það væri gott að hafa upplýs- ingar um þetta. Samtrygging hefði verið alla tíð sú hugusn sem hefði legið að baki. Verðbréfaeign um 2 milljarðar Guðmundur sagði að sér hefði ekki tekist að fá upp hver iðgjöld til sjóðsins hefðu verið frá upphafi, en verðbréfaeign sjóðsins nú væri um tveir milljarðar. Um einn millj- arður væri í skuldabréfum Bygg- Fjörur skoðaðar FULLTRÚAR ellefu ára nemenda afhentu niðurstöður fjörurannsókna í gær; f.v. Árni Friðberg, Markús Örn Antonsson, Sigríður Dóra, Sigríður Helga, Sigrún Þórsdóttir, kennari í Ölduselsskóla, Álfheiður Eva og Arndís Björnsdóttir, kennari í Vogaskóla. 11 ára nemendur skila niðurstöðum úr fjöruskoðun 16 km af fjörum eru skoðaðir árlega ELLEFU ára nemendur tveggja bekkja í Ölduselsskóla og Voga- skóla skiluðu í gær niðurstöðum úr fjöruskoðun til Markúsar Arnar Antonssonar borgarstjóra. Átta skólar tóku upphaflega þátt í verkefninu í vetur, en aðeins tveir skiluðu og segir Guð- rún Þórsdóttir, kennslufulltrúi á Fræðsluskrifstofu Reykjavík- ur, að heimtur hafi verið óvenju slæmar að þessu sinni, m.a. sökum þess að veður haf i hamlað skoðunarferðum og tafið vinnu nemenda með þeim afleiðingum að hinir skólarnir náðu ekki að skila á tilskildum tíma. Hún segir að á hverju ári skoði ell- efu ára nemendur í Reykjavík 10-16 kílómetra af fjörum. Fjöruskoðun ellefu ára nem- enda hófst fyrir fjórum árum og hefur verið árvisst verkefni síðan. Upphaflega var um að ræða sam- vinnuverkefni Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur og Náttúruvernd- arfélags Suðvesturlands en hin seinustu ár hefur Borgarskipulag einnig verið þátttakandi. Hver bekkur fær úthlutað 500 metra löngum skika af fjöru á svæði Reykjavíkur og nágrennis og rannsakar það sem þar er að finna, og reynir síðan að koma með tillögur til úrbótá. Borgar- skipulag tekur síðan við niður- stöðunum, ber saman niðurstöð- ur milli ára og hélt seinasta vor sýningu þar sem þetta verkefni fékk veglegan sess. Boðleiðir borgarkerfisins „Tilgangur verkefnisins er að vekja unga Reykvíkinga til vit- undar um sitt nánasta umhverfi og gefa þeim tækifæri til að hafa einhver áhrif á það. Það er greini- legt að fjörur eru afar viðkvæm- ar og illa um þær hugsað víða í kringum borgina, þar sem fyrir- tæki láta sig litlu varða hvað þau setja fyrir aftan húsin sín. Rusl hefur þó minnkað á þeim stöðum sem voru skoðaðir, sérstaklega í nágrenni Fossvogs," segir Guð- rún. Hún segir hinn megintilgang verkefnisins að auka skilning hjá nemendum á boðleiðum innan borgarkerfisins og kenna þeim að koma skilaboðum á rétta staði ef eitthvað fer aflaga í borginni. Við afhendinguna í gær gerðu fulltrúar bekkjanna grein fyrir því í máli hvað þeim fannst aðf- innsluvert og komu með góðar ábendingar til borgarstjóra, að sögn Guðrúnar. Guðmundur J. Guðmundsson, for- maður verkamannafélagsins Dags- brúnar. ingasjóðs og Atvinnutryggingasjóð- ur sem settur hefði verið á laggirnar fyrir fáum árum hefði fengið lán hjá Atvinnuleysistryggingasjóði og skuldaði honum nú 632 milljónir króna. Lögum um sjóðinn hefði ver- ið breytt og gjald til hans verið fellt saman við slysatryggingagjald og launaskatt og sett á eitt trygginga- gjald sem væri 6,5% í ár. Af því rynnu innan við tvö prósentustig til sjóðsins. Hann hefði einnig athugað upphæð bóta og á árabilinu 1965 til 1980 hefðu bæturnar numið 3,1 milljón gamalla króna og mjög verið mismunandi eftir byggðalögum hve mikið hefði farið til hvers um sig. Til dæmis hefði mikið farið til Siglu- fjarðar og Skagastrandar. Frá 1981 til 1993, að báðum árunum meðtöld- um, hefðu bætur numið 8,5 milljörð- um króna. Að auki hefði sjóðurinn lánað til ýmis konar framkvæmda, svo sem til hafnarframkvæmda, vatnsveitna, frystihúsabygginga og togarakaupa vítt og breitt um land- ið. Þetta hefði verið mörgu bæjarfé- laginu ómetanlegt og gert í þeim anda að draga úr atvinnuleysi á ein- staka stöðum og reisa atvinnullfið við. Viljum sitja við sama borð „Það er ekkert um að deila að þessar lánveitingar til sveitarfélaga vítt og breitt um landið og atvinnu- framkvæmda höfðu oft úrslitaþýð- ingu, en það er eitt sveitarfélag sem er greinilega ekki hátt skrifað þegar lánveitingar eru annars vegar og það er Reykjavík," sagði Guðmund- ur. Hann sagði að Reykjavík hefði einungis fengið lánað til byggingar malbikunarstöðvar og byggingar Hafnarbúða og í dag skuldaði Reykjavík sjóðnum ekki krónu. Reykjavík hefði greitt til sjóðsins allan þennan tíma en það hefði yfir- leitt aldrei verið atvinnuleysi í Reykjavík nema á árunum 1968-70 þegar atvinnuástand hefði alls stað- ar verið erfitt. Á síðasta ári hefðu tekjur sjóðsins numið 1.200 milljón- um króna, 300 milljónir hefðu kom- ið frá atvinnurekendum og 900 millj- ónir frá ríkinu. Að auki hefðu kom- ið 570 milljónir króna frá ríkinu til sérstakra átaksverkefna og 500 milljónir frá sveitarfélögnum í sam- ræmi við fjölda íbúa og þar hefði Reykjavík borgað hátt í 200 milljón- ir. „„Við erum ekki að krefjast þess að tekið sé frá öðrum sveitarfélög- um, en þegar það er fjöldaatvinnu- leysi í Reykjavík viljum við náttúru-- lega að minnsta kosti sitja við sama borð og aðrir og atvinnuleysi er meira í Reykjavík heldur en víðast hvar annars staðar," sagði Guð- mundur. „Þeir sem öðrum fremur hafa notið þessa sjóðs er lands- byggðin, en Guð hjálpi þeim ef þeir ætla að útiloka Reykjavík." Að- spurður sagði hann að atvinnuleysi" meðal Dagsbrúnarmanna hefði kom- ist upp í það að ná 17% í vetur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.