Morgunblaðið - 08.03.1994, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1994
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Horfur á næstu
árum
44. þing'Norðurlandaráðs var sett í Stokkhólmi í Svíþjóð í gær.
Davíð Oddsson í forsvari fyrir forsætisráðheri
Samstarfíð við Norð
aldrei verið mikilva
Stokkhólmi. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins.
í SETNINGARRÆÐU sinni á 44. þingi Norðurlandaráðs sagði Davíð
Oddsson forsætisráðherra allar ríkisstjórnir Norðurlanda væru sam-
mála um að hugsanleg aðild Svíþjóðar, Finnlands og Noregs að Evrópu-
sambandinu, ESB, drægi alls ekki úr mikilvægi norrænnar samvinnu,
heldur styrkti hana þvert á móti. Á blaðamannafundi norrænu forsæt-
isráðherranna eftir opnunarræðuna undirstrikaði Carl Bildt, forsætis-
ráðherra Svía, að undanfarið ár hefði norræn samvinna einmitt verið
enn meiri en áður og það hefði meðal annars borið árangur í aðildar-
viðræðum Svíþjóðar, Noregs og Finnlands að Evrópusambandinu.
egar litið er til næstu ára
er það einkum þrennt sem
haft getur áhrif til breyttrar
og betri afkomu þjóðarinnar. í
fyrsta lagi ef vel tekst til um
eflingu þorskstofnsins. í annan
stað ef hagvöxtur eykst í helztu
viðskiptalöndum okkar. í þriðja
lagi ef hrint verður í fram-
kvæmd áætlunum um bygg-
ingu nýs álvers Atlantsáls eða
aðra stóriðju. Það auðveldar
okkur síðan róðurinn upp úr
öldudalnum ef við lögum þjóð-
arbúskap okkar að viðskipta-
háttum í umheiminum. Það er
ekki síður mikilvægt að standa
trúan vörð um þann árangur
sem við höfum náð í viðureign-
inni við verðbólguna, viðskipta-
hallann og háa vexti.
Þjóðhagsstofnun hefur met-
ið efnahagshorfur í þjóðarbú-
skapnum næstu fimm árin,
1994-1998, að gefnum
ákveðnum forsendum. Þetta
mat, sem sett er fram í marz-
hefti Þjóðarbúskaparins, gerir
'áð fyrir hægri uppsveiflu frá
og með árinu 1995, eða 2,5%
hagvexti að jafnaði á ári á
tímabilinu 1995-1998. Þessi
áætlaði þjóðhagsbati er sem
fyrr segir bundinn tilteknum
forsendum:
* 1) Mat Þjóðhagsstofnunar
byggist meðal annars á því að
hagvöxtur í ríkjum OECD verði
2,7% á líðandi ári og 3% frá
árinu 1995. Reiknað er með
að raunvextir á erlendum
skuldum okkar hækki um 0,5%
frá 1993.
* 2) Gert er ráð fyrir
óbreyttu raunvirði á sjávaraf-
urðum frá 1994. Einnig að
hægt verði að auka þorskveiðar
að marki frá árinu 1997. Gert
er ráð fyrir að útflutningur
sjávarvöru aukizt um 1% á ári
1995 og 1996 en síðan um 3%
á ári næstu árin. Ekki er reikn-
að með nýju álveri en hins veg-
ar er gert ráð fyrir að álfram-
leiðsla aukist lítillega hjá ísal.
* 3) Að því er varðar hið
opinbera er reiknað með að
samneyzla aukizt um 2% árlega
frá 1995 og að vöxtur fjárfest-
ingar hins opinbera verði svip-
aður á árunum 1995-1998.
Sú forsenda er og lögð til
grundvallar að skattbyrði
breytist ekki frá árinu 1994.
Síðan segir:
„Að gefnum þessum for-
sendum má búast við aukningu
landsframleiðslu á ný frá árinu
1995, eftir samdráttarárið
1994. Hagvöxturinn er knúinn
af aukningu útflutnings sem
nemur 2,5% að jafnaði á ári
árin 1995-1998. Búizt er við
að þjóðarútgjöld vaxi eilítið
hraðar. Að öllu samanlögðu
má búast við að verg lands-
framleiðsla aukizt um rúmlega
2% á ári að jafnaði. Vegna
minnkandi erlendra skulda og
bættra viðskiptakjara má bú-
ast við að þjóðarframleiðsla
og þjóðartekjur muni aukast
nokkru hraðar en landsfram-
leiðslan, eða um 2,5% á ári.
Búizt er við að vöru- og
þjónustujöfnuður verði já-
kvæður um 2,5% að jafnaði á
árunum 1995-1998. Vaxta-
greiðslur af erlendum lánum
munu minnka frá 3,5% af
vergri landsframleiðslu árið
1994 í 3% árið 1998. Við-
skiptajöfnuður verður nei-
kvæður um 0,5% að jafnaði
1995-1998 og erlendar skuld-
ir minnka úr 58% af vergri
landsframleiðslu árið 1994 í
tæplega 50% árið 1998.“
Eins og af framansögðu
sést eru nokkur jákvæð teikn
á lofti í mati Þjóðhagsstofnun-
ar á efnahagshorfum næstu
árin, sem að visu er fram sett
með ýmsum fyrirvörum. Gatan
til betri tíðar er þó engan veg-
inn auðfarin. Ljóst er að árið
1994 verður okkur erfitt. Gert
er ráð fyrir að landsfram-
leiðsla minnki um 1,1% frá
fyrra ári og að þjóðartekjur
lækki um 1,3%. Þetta þýðir
að atvinnuleysi vex á árinu,
en spáð er að um 7.000 manns
verði án vinnu að meðaltali frá
upphafi til loka árs 1994. í
því sambandi er og rétt að
minna á að Hagstofan spáir
því að Islendingum á vinnu-
aldri fjölgi um 7.500 manns á
árunum 1995 til 1998. Það er
því mikilvægara en nokkru
sinni fyrr að styrkja rekstrar-
og samkeppnisstöðu íslenzkra
atvinnuvega og fyrirtækja
næstu misserin og efla rann-
sóknar- og þróunarstörf í þágu
atvinnulífsins.
Spá Þjóðhagsstofnunar um
2,5% hagvöxt í þjóðarbúskapn-
um á árunum 1995 til 1998
bendir til betri tíma hér á landi,
ef við höldum vöku okkar og
líkleg framvinda í umheimin-
um og í lífríki sjávar gengur
eftir. I þeim efnum vegur og
þungt sá árangur sem náðst
hefur í viðureigninni við verð-
bólgu, viðskiptahalla og hátt
vaxtastig. Hann auðveldar
okkur róðurinn upp úr öldu-
dalnum þegar uppsveiflan í
umheiminum og styrking
þorskstofnins fara að segja til
sín.
Davíð Oddsson hélt opnunarræðu
Norðurlandsráðs, þar sem ísland er
nú í forsæti í Norðurlandaráði næsta
árið og þar með er Davíð Oddsson
formælandi hinna forsætisráðherr-
anna á meðan. Davíð benti á að þar
sem forsætisráðherrar landanna
gegndu nú forystuhlutverki á vett-
vangi Norðurlandaráðs væri ljóst að
samstarfið innan EES og við Evrópu-
sambandið yrði fastur liður á fundum
þeirra, auk þess sem allt ráðherra-
samstarfið tæki lit af ESB- og EES-
samstarfmu. Davíð lýsti yfir sér-
stakri ánægju með að Norðurlöndin
þrjú, sem eru að sækja um aðild að
Evrópusambandinu, hefðu undir-
strikað áframhaldandi áhuga sinn á
norrænni samvinnu, einnig við þau
lönd, sem standa utan Evrópusam-
bandsins.
Þar sem menningarmál verða
þungamiðja í norrænu samstarfi
næstu árin sagði Davíð Oddsson að
samvinna á sviði sjónvarpsefnis og
kvikmyndagerðar skipti miklu máli,
ekki síst til að mæta alþjóðlegri sam-
keppni. Almennt bar ræðan þess
merki að norrænt samstarf væri
ekki aðeins pappírsvinna, heldur
skipti verulegu máli, til að styrkja
norræn viðfangsefni í stærra sam-
hengi. Þetta mikilvægi mun ekki
minnka þó fjögur af Norðurlöndun-
um fimm gangi í Evrópusambandið.
Norræn samvinna á að þróast
Á fundi forsætisráðherranna eftir
opnun þingsins sagði Carl Bildt að
ekki væri um að ræða að varðveita
norræna samvinnu nú við breyttar
aðstæður, heldur að þróa hana frek-
ar svo hún hæfði þeim. Esko Aho
forsætisráðherra Finnlands lét í ljósi
von um að norræn samvinna yrði
veigameiri en áður og að breyttar
aðstæður gæfu henni nýja mögu-
leika.
Líflína fyrir íslendinga
í samtali við Morgunblaðið sagði
Davíð Oddsson að fyrir íslendinga
hefði samstarfið við Norðurlönd aldr-
ei verið mikilvægara en nú og að
öll löndin legðu áherslu á að halda
henni áfram. Allir aðilar hefðu skiln-
ing á nauðsyn þess að vinna vel sam-
an á þeim vettvangi, sem ekki væri
hluti af Evrópusamstarfinu og þá
ekki síst á menningarsviðinu. Einnig
kæmi fram ríkur skilningur á að
haga samstarfinu þannig að hags-
munum íslendinga væri borgið.
Davíð sagðist ekki vera í vafa um
að Evrópusambandið væri betra en
áður, ef fjögur Norðurlandanna yrðu
meðlimir, því þar væri þá fjórum
vinaþjóðum að mæta. Nú orðið væri
norrænt samstarf ekki einangrað
fyrirbæri, heldur angi af samstarfi
við Evrópusambandið, en eiginlega
þætti sér gott að einmitt nú þegar
hugur og hjarta hinna landanna fjög-
urra væri í Brussel, færi ísland ein-
mitt með formennsku þó hin löndin
væru klárlega upptekin við aðildar-
Formaður Dagsbrúnar telur Atvinnuleysistryggíngasjóð eiga að styð.
Komið að borgim
fá framlög úr sjó
GUÐMUNDUR J. Guðmundsson, formaður verkamannafélagsins
Dagsbrúnar, segir að Atvinnuleysistryggingasjóður verði að styðja
átak Reykjavíkurborgar í atvinnumálum og útvega fé í það eins
og þarf, en eins og kunnugt er ætlar Reykjavík að leggja 800 millj-
ónir til sérstaks átaks í atvinnumálum, enda fáist 400 milljóna króna
framlag frá Atvinnuleysistryggingasjóði. Guðmundur segir að það
verði að útrýma atvinnuleysi og það nái ekki nokkurri átt að borga
fjóra milljarða króna á ári í atvinnuleysisbætur. Menn hvar í flokki
sem þeir standi eigi að fylkja sér á bak við þetta átaksverkefni og
Dagsbrún styðji það af heilum hug. Fyrirhugaðar vegaframkvæmd-
ir í Reykjavík séu arðbærar framkvæmdir og bæði tryggingafélög
og lífeyrissjóðir eigi að geta lánað fé til þeirra þar sem þessar
framkvæmdir muni spara þeim fé til lengri tíma litið vegna færri
slysa og minni tjóna.
Guðmundur sagði að fram til
þessa hefði landsbyggðin notið At-
vinnuleysistryggingasjóðs í meira
mæli en Reykjavíkurborg og nú
væri komið að borginni að fá fram-
lög úr sjóðnum. „Við viljum hag
félaga okkar vítt og breitt um land-
ið sem bestan, en við viljum ekki
að við verðum útundan með eitt
mesta atvinnuleysi sem nokkurn
tíma hefur verið hér hingað til,“
sagði Guðmundur.
Hann riljaði upp að Atvinnuleysis-
tryggingarsjóður hefði verið settur
á laggirnar í kjölfar harðvítugrar
vinnudeilu árið 1955, þar sem Dags-
brún hefði verið í forystu. Þegar
verkfall hefði staðið í fimm vikur
og engin lausn hefði verið í sjón-
máli hefði fimm manna sáttanefnd
verið skipuð til að vinna með sátta-
semjara að lausn málsins. Tveir sátt-
arnefndarmenn, Emil Jónsson og
Brynjólfur Bjarnason, hefðu þá kom-
ið með þá hugmynd að stofna At-
vinnuleysistryggingasjóð í stað til-
tekinnar kauphækkunar og rætt
hana mikið við Eðvarð Sigurðsson,