Morgunblaðið - 08.03.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.03.1994, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1994 ADÖABOinl NOmiNGtó ríNNtfH «fc. £, *** MBL 'Jm ★★★ Rás 2 *** DV ★★★★ NY POST ★★★★ EMPiRE Nútímaleg feminisk mynd eftir Zhang Yimou (Rauði lampinn). Sigraði á hátíðinni I Feneyjum '93. Sýnd kl. 7. Síðustu sýninqar. Stórkostleg mynd sem hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. Sýnd kl. 5 og 9. Spennumynd með Al Pacino (Scent of a Woman, Scarface) og Sean Penn (Indian Runner) í aðalhlutverkum. Pacino afbragð að vanda. Sýran og diskóið nýtur sín fullkomlega í nýju DTS DIGITAL hljóðkerfi HÁSKÓLABÍÓS • Sýnd kl. 5, 9 og 11. Bönnuö innan 16 ára. / nafni föðurins 7 ÓSKARSVERÐLA UNATILNEFNINGAR BESTA MYNDIN • BESTI LEIKSTJÓRINN Jim Sheridan • BESTI AÐALLEIKARINN Daniel Day-Lewis • BESTU LEIKARAR í AUKAHLUTVERKUM Emma Thompson og Pete Postlethwaite ★ ★★★ A.l. MBL ★★★★H.H. PRESSAN £ * ^ ★ ★★★ Ö.M. TÍMINN ★★★★ J.K. EINTAK DAJNIKU DAY-U5WIS • ÉMMA THOMPSON PETE POSTLETHWAITE ÍM IN THE NAME 0F THE FATHER i Beriin v \ 1994 ,ih SÝND KL. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 14 ára. 'j Benm v ■4,1994/ Stuttmyndadag- ar í Reykjavík KVIKMYNDAFÉLAG íslands hefur staðið fyrir Stutt- myndadög-um I Reykjavík sl. tvö ár. í fyrsta skipti árið 1992 á Hótel Borg, síðan á Café Hressó 1993. Þátttaka á Stuttmynda- dögum hefur ávallt verið mjög góð, um 40 nýjar myndir eru frumsýndar ár hvert og koma þær allsstað- ar að af landinu jafnt frá áhugamönnum sem og at- vinnumönnum. í fyrra, sem og nú í ár, veitti Reykjavíkurborg verðlaun fyrir þijár bestu myndirnar á Stuttmynda- dögum; 200.000, 100.000 og 50.000 kr. og vakti þetta framlag borgarinnar verð- skuldaða athygli og þakk- læti til allra þeirra sem tóku þátt og að sjálfsögðu einnig þeirra sem stóðu að hátíð- inni. Verðlaunamyndirnar þijár voru síðan sýndar í Sjónvarpinu sl. haust. Fyrir stuttu gerði Kvikmyndafé- lagið samning við dagskrár- stjóra Sjónvarpsins um sýn- ingu í Sjónvarpinu á verð- launamyndum hátíðarinnar í ár. Stuttmyndadagar í Reykjavík 1994 verða haldnir um miðjan apríl nk. og myndirnar þurfa að hafa borist til Kvikmyndafélags ’íslands, Pósthólf 891, 121 Reykjavík, fyrir 4. apríl nk. Margt á döfinni í Hólminum Stykkishólmi. ÞAÐ fer ekki á milli mála að þetta ár verður viðburða- ríkt í Stykkishólmi. María Valdemarsdóttir var gestur Lionsklúbbs Stykkishólms 24. febrúar sl. og gerði grein fyrir því sem í boði væri og eins hitt hvenær þess væri að vænta. Margt væri þegar farið að und- irbúa, svo sem fjölskylduhátíð í júní, komu Skagfirsku söngsveitarinnar 20. mars, Lúðrasveit Stykkishólms heldur upp á 50 ára afmæli, Tónlistarfélagið verður 30 ára og svona mætti lengi telja. Eyjaferðir undir stjórn sem í vændum væri og taldi hjónanna Svanborgar Sig- geirsdóttur og Péturs Ág- ústssonar hafa orðið vin- sælli með hveiju árinu sem þær starfa og alltaf er þar eitthvað nýtt á pijónunum til að gera ferðamönnum hér dvölina sem ákjósanleg- asta og eiga þau miklar þakkir skildar fyrir það. Þeir sem hafa ferðast hér um eyjasundin og komið við í ævintýraríkum eyjum þar sem kynslóðir hafa gert garðinn frægan um aldar- aðir taka vel eftir. María Valdemarsdóttir var með stóran lista um það að hann ætti eftir að lengj- ast mikið, en þeim sem leggja leið sína um Hólminn og á Snæfellsnes með.bæði fræðandi og upplífgandi efni fjölgar með hveiju ár- inu. María sagði frá hópnum sem að málunum vinnur og gat þess að þau atriði sem væru á döfinni á árinu yrðu kynnt í sérstakri bók sem ákveðið væri að dreift yrði um landið á næstunni og aðilar víða að af iandinu myndu leggja til efni. - Árni. Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Fjölmenn strengjasveit Tónlistarskóla ísafjarðar lék á miðsvetrartónleikum skólans. Miðsvetrar- tónleikar helg- aðir samspili ísafirði. TÓNLISTARSKÓLI ísafjarðar hélt sína árlegu miðsvetr- artónleika í ár í tengslum við dag tónlistarskólanna 26. febrúar. Vegna fjölda nemenda varða að skipta tónleik- unum á tvo daga. Tónlistarnemendur hafa oftast fengið aðstoð við und- irleik þegar það hefur átt við frá elstu nemendum eða kenn- urum sínum. Á þessum tón- leikum var megináherslan lögð á að nemendumir störf- uðu saman án aðstoðar kenn- aranna. Engir einleikarar komu því fram, en samspilið kom á óvart og reyndust nem- endur yfirleitt þeim vanda vaxnir að leika saman og byggja hveijir aðra upp. Þótt ekki hafi enn tekist að stofna lúðrasveit við skóiann er vax- andi áhugi fyrir samleik í stærri hópum og léku nokkrir þeirra á hljómleikunum. Mesta athygli vakti strengjasveit undir stjórn Miróslávs Thomaceks. Mikil gróska er í starfi Tón- listarskóla ísafjarðar, þrátt fyrir ófullnægjandi aðstöðu í húsnæði Húsmæðraskólans Óskar. í ár átti að ljúka byggingu nýs tónlistarskólahúss sem hafin var bygging á 1984, samkvæmt samningi Tónljst- arfélagsins og bæjarsjóðs ísa- fjarðar, sem ætluðu að skipta kostnaði með sér til helminga. Miklum peningum hefur verið safnað til framkvæmdanna að hálfu Tónlistarfélagsins og velunnara Tónlistarskólans, en bæjarstjórn hefur að mestu svikist um að leggja fram fé og leggur ekki krónu til verks- ins á þesáu ári. +■ Úlfar. Keflavík/Njarðvík/Hafnir Mikil þátttaka í prófkjöri Fram- sóknarflokksins Keflavík. MIKIL þátttaka var í prófkjöri Framsóknarflokksins fyrir bæjar- og sveitarsljórnarkosningarnar 28. maí nk. i sam: einuðum sveitarfélögTim Keflavík, Njarðvík og Höfnum. í prófkjörinu, sem var opið og bindandi fyrir 5 efstu sætin, greiddi 1.491 atkvæði og voru 1.477 atkvæði gild. í fram- boði voru 20 þátttakendur og hlaut Drífa Sigfúsdóttir bæjarfulltrúi í Keflavík, Steindór Sigurðsson bæjai-fulltrúi í Njarðvík, Þorsteinn Árnason, Keflavík, Kjartan Már Kjartansson, Keflavík, og Friðrik Georgsson bindandi kosningu í fimm efstu sætin. Drífa Sigfúsdóttir fékk 759 atkvæði í 1. sæti og 1.146 atkvæði alls, Steindór Sigurðs- son fékk 677 at- kvæði í 1.-2. sæti og 1.009 atkvæði alls, Þorstein Árnason fékk 569 atkvæði í 1.-3. sætið og 833 at- kvæði alls, Kjart- an Már Kjartans- son fékk 659 at- kvæði í 1.-4. sæt- ið og 755 atkvæði all og Friðrik Ge- orgsson fékk 629 atkvæði í 1.-5. sætið. Ari Sigurðsson, formaður uppstillingarnefndar, sagðist í samtali við Morgunblaðið vera ánægður með hvemig til hefði tekist og að greinileg sveifla hefði verið til flokks- ins, því hann hefði fengið um 850 atkvæði samanlagt í bæj- arfélögunum i síðustu kosn- ingum. Áberandi hefði verið ' stuðningurVið núverandi bæj- Morgunblaðið/Björn Blöndal Ríðandi á kjörstað Hestamenn notuðu góða veðrið og komu margir þeirra á kjörstað ríðandi á fákum sínum. arfulltrúa þau Drífu Sigfús- dóttur í Keflavík og Steindór Sigurðsson úr Njarðvík. Einn- ig væri árangur Kjartans Más Kjartanssonar athyglisverður. Hann hefði nýlega hafið störf fyrir flokkinn en eigi að síður fengið glæsilega kosningu. Ari sagði ennfremur að þeir sem hefðu lent í fimm efstu sætunum hefðu fengið afger- andi flest atkvæði. - BB HASKOLABIO SÍMI22140 Háskólabíó STÆRSTA BÍÓIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. +**MÐL ★★★ Rás 2 *** DV ***** b.t* ***** E.B, K)R ORSON WELLES HÁTÍÐ 1. TIL 10. MARS Hvað er hægtað segja um þessa mynd? Gagnrýnendur hafa í könnunum undan- farin 30 ár ævinlega valið hana bestu mynd allra tíma. Einstakt tækifæri til að njóta þessá meistaraverks á breiðtjaldi. Við bjóðum þér að koma og njóta spánýs sýningareintaks. Sýndkl. 9. Síð. sýn.. nreyfimynda lagið CITIZEN KANE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.