Morgunblaðið - 08.03.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1994
Mikill áhugi á vetrarferðum í kjölfar kynningar í Hollandi
Þúsund ferðamenn á veg-
um Addís koma í apríl
i
i
»
k
\-
VÆNTANLEGIR eru um þúsund
ferðamenn frá Hollandi og Belgíu
hingað til lands í aprílmánuði í
vetrarferðir á vegum ferðaskrif-
stofunnar Addís, en að sögn Arn-
gríms Hermannssonar eiganda
ferðaskrifstofunnar hefur verið
lögð áhersla á að fá hingað til
lands ferðámenn til vetrarferða
í mars og apríl. Sagði hann þetta
vera gífurlega aukningu frá því
sem var í fyrra og þakka bæri
það kynningu sem haldin var í
Hollandi í fyrra. Utlit er fyrir að
frönskum ferðamönnum fjölgi
verulega hér á landi í sumar, en
að sögn Bertrand Jouanne hjá
Safari-ferðum gæti það stafað af
því að ferðir Frakka til Sahara
hafa lagst niður.
Eins og greint var frá í Morguft-
blaðinu síðastliðinn sunnudag eru
horfur á mikilli aukningu í komu
erlendra ferðamanna til íslands í
mánuðunum apríl og maí samanbor-
ið við seinustu ár, og m.a. eru vænt-
anlegir stórir hópar frá Belgíu og
Hollandi d vegum Úrvals-Útsýnar
til ráðstefnuhalds. Að sögn Arn-
gríms Hermannssonar eru bókanir
fyrir vetrarmánuðina framundan
mjög miklar, og sagðist hann þakka
það markaðsátaki sem Addís var
með í Hollandi í fyrra þar sem m.a.
Ford Econoline, sem breytt hefur
verið til aksturs um fjöll og firnindi
að vetrarlagi, var sýndur.
„Við urðum strax vör við aukn-
ingu í komum einstaklinga í helgar-
Fjölgar í vetrarferðum
BUlST er við að erlendum ferðamönnum, sem hingað koma í vetrarferðir, fjölgi mjög. Arngrímur Hermanns-
son, eigandi ferðaskrifstofunnar Addís, þakkar það m.a. markaðsátaki sem Addís var með í Hollandi í fyrra
þar sení m.a. Ford Econoline, sem breytt hefur verið til aksturs um fjöll og firnindi að vetrariagi, var sýndur.
ferðum til landsins, en núna eru
aftur á móti stóru hóparnir að skila
sér. Hérna eru að koma hundrað
manna hópar hver á eftir öðrum,
og auk þess sem ég tel að markaðsá-
takið sé að skila sér, hefur það haft
sitt að segja að Flugleiðir eru' með
mjög gott verð á fargjöldum hing-
að. Spurningin hefur alltaf verið
hvað fólk eigi að gera þegar það
kemur hingað að vetri til, en nú
erum við hins vegar með svör á
reiðum höndum og ég verð greini-
lega var við mikla aukningu," sagði
Arngrímur. Hann sagði að þar sem
kynningin í Hollandi hefðí tekist
með jafn miklum ágætum og raun
ber vitni hefði verið ákveðið að fara
með sýningarbílinn á ferðasýningu
sem hefst í Belgíu 21. mars næst-
komandi, og jafnframt yrði bíllinn
á ferða- og jeppasýningu í Köln í
Þýskalandi í vikunni á undan.
ísland í stað Sahara
Bertrand Jouanne hjá Safari-ferð-
um sagði, að - fjöldi pantana frá
frönskum ferðahópum hefði vaxið
verulega frá því í fyrra, og hvað
ferðamenn frá öðrum löndum áhrær-
ir sagði hann að fjöldinn yrði að
minnsta kosti svipaður og í fyrra.
Þá sagði hann það athyglisvert að
mun fleiri fyrirspurnir hefðu borist
frá margskonar sérhópum en áður.
„Þetta ár ætti að verða frekar gott,
en það eru ýmis teikn um aukinn
hagvöxt í Evrópu. Kannski er at-
hyglisverðast að franski markaður-
inn er að fara aftur í gang, en geng-
isfellingin hjálpaði okkur að lækka
verðið þaðan mikið. Þá geta Frakkar
ekki lengur farið í ferðir til Sahara
þar sem múslimar hafa lýst því yfir
að þeir muni myrða alla franska
ferðamenn sem koma tii Alsír, og
því hafa ferðaskrifstofur með öllu
hætt að senda fólk þangað. Þeir leita
þvíá aðrar slóðir og meðal annars
til íslands," sagði hann.
Bryndís Guðnadóttir hjá ferða-
skrifstofu Guðmundar Jónassonar
sagði, að mikið hefði borist af bók-
unum frá erlendum ferðahópum og
væri útlitið óneitanlega mjög gott,
en hins vegar ekki á þessari stundu
hægt að fullyrða hvort um mikla
aukningu yrði að ræða frá síðasta
ári. „Þetta verður síður en svo verra
en í fyrra og ef eitthvað er hægt
að segja á þessari stundu, verður
þetta betra. Það getur hins vegar
alltaf komið bakslag í þetta og því
best að segja sem minnst, en þetta
ætti að liggja fyrir í lok þessa mán-
aðar og í byrjun apríl," sagði hún.
. Sylvie Primell sölustjóri hjá
Ferðamiðstöð Austurlands sagði, að
heldur snemmt væri að segja ná-
kvæmlega til um fjölda erlendra
ferðamanna sem kæmu á vegum
férðaskrifstofunnar á þessu ári, en
útlitið væri hins vegar mjög gott og
bókanir bentu til þess að jafnvel
yrði um aukningu að ræða frá því í
fyrra.
Stóra stundin nálgast!
Fimmmdaginn 10. mars drögum við út amiælisviimingim
1 afmælisv. ákr.
4 " á kr;
Afmælisvinningur a
• 4 vinningar á kr.
30.000.000 kr.
6.000.000 kr.
nítaldan miöa
1.000.000 kr.
200.000
500.000
100.000
125.000
25.000
70.000
14.000
12.000
2.400
30.000.000
24 000.000
kr 54.000.000
4.000.000
3.200.000
5.500.000
4.400.000
6.000.000
4.800.000
57.190.000
45.752.000
14.400.000
11.520.000
Dregið verður í Háskólabíói sal 2 og
útvarpað beint á Rás 2. Aðeins verður
dregið úr seldum miðum og mögu-
leikarnir því meiri en nokkru sinni.
Endurnýjaðu strax í dag! Misstu ekki
af þessum stórkostlega möguleika.
Viö óskum vinningshafanum
sem hlaut 16 MILLJÓNIR KRÓNA ífebrúar
til hamingju með vinninginn.
————.
HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLA ÍSLANDS
vænlegast til vinnings