Morgunblaðið - 08.03.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.03.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1994 35 félagana, þegar okkur barst sú harmafregn, að gamall og góður vinur og félagi, Móses Aðalsteins- son, væri fallinn frá fyrir aldur fram. Við vissum raunar, að hann hafði átt við nokkra vanheilsu að stríða um sinn, en gerðum okkur vonir um, að hann væri á góðum batavegi, þegar kallið kom. Þannig sannast enn hið fornkveðna: „Eng- inn veit sína ævina, fyrr en öll er." Hann hóf störf hjá Almenna byggingafélaginu hf. þegar að loknu verkfræðinámi í Kaupmanna- höfn vorið 1952, og starfaði þar samfleytt til ársins 1969, er hann réð sig hjá Teiknistofu SÍS. Hann vann aðallega við hönnun lagna hverskonar, mest þó hita-, vatns- og hreinlætislagna, og var um tíma eini sérfræðingur ABF á því sviði. Átti hann þannig sinn stóra þátt í hönnun fjölmargra stórra og mikilla mannvirkja svo sem eins og Toll- stöðvarinnar við Tryggvagötu, Lög- reglustöðvarinnar við Hverfisgötu o.fl o.fl. En þrátt fyrir allt minnumst við hans ekki fyrst og fremst sem góðs verkfræðings, heldur sem einstak- lega góðs vinar og félaga. Hann var að eðlisfari einstaklega hlýr maður í viðmóti svo aldrei bar skugga á. Þannig var hann alla tíð miðdepiilinn í þeirri fátíðu list að auka samferðamönnum sínum gleði og ánægju, efla samhug í stórum hópi og gera samverustundirnar afar eftirsóknarverðar, hvenær sem var og hvernig sem á stóð. Ekki var nóg með það, að hann væri sjálf- ur búinn þessum einstæðu mann- kostum, heldur stóð konan hans, Ingibjörg Gunnarsdóttir, ávallt við hlið hans í þessu efni sem öðrum, enda stóð heimilið þeirra opið öllum vinum og kunningjum hvenær sem við félagarnir fundum hjá okkur þörf fyrir að blanda geði utan vinnu. En þótt Móses væri ætíð glaðvær og hlýr í hópi góðra vina og raunar hvar sem hann var, þá var hann samt mjóg viðkvæmur fyrir því, er honum eða öðrum var sýnd ósann- girni í umgengni og viðskiptum. Hann bar þó alltaf sárindi sín 5 hljóði og galt aldrei fyrir sig í sömu mynt, heldur hafði lag á því að breyta köpuryrðum hugumstórra í létt gaman, sem breytti andúð í samúð. Við minnumst þess ekki, að hann hafí nokkru sinni lagt illt til nokk- urs manns né borið honum annað en góða sögu, hvað sem öðru leið. Þetta er óvenjuleg gáfa og um leið gæfa. Nú, þegar leiðir skilja um sinn, viljum við félagarnir frá ABF þakka kærlega fyrir samfylgdina, sem bar okkur mikla birtu á lífsleiðinni. Við óskum þér, Móses, góðrar ferðar á leiðinni framundan. Við vottum Ingibjörgu og fjölskyldunni djúpa samúð okkar og erum þess fullviss, að sorginni fylgir einlæg þökk fyrir að hafa átt slíkan lífsförunaut, föð- ur, tengdaföður og afa. Guð veri með ykkur öllum. Gömlu félagarnir. Móses Aðalsteinsson verkfræð- ingur er látinn. Andlát hans bar brátt að og kom öllum á óvart, þó að vitað væri að hann gekk ekki heill til skógar. Fyrir um það bil einu ári kom í ljós að hann var haldinn erfiðum sjúkdómi og gekkst hann þá undir aðgerð sem virtist takast vel og var hann kominn til vinnu aftur í júlí sl. Reglulega var fylgst með heilsu- fari hans og nú nýlega var hann kallaður inn á sjúkrahús með stutt- um fyrirvara til framhaldsmeðferð- ar. Þegar hann kvaddi okkur grun- aði engan að svo skammt væri til skilnaðarstundarinnar, en hann lést þremur dögum síðar á Landspítal- anum að morgni laugardagsins 26. febrúar. Móses Aðalsteinsson var fæddur á Akureyri hinn 7. mars 1925, son- ur hjónanna Aðalsteins Stefánsson- ar verkstjóra og Þórdísar Ágústínu Jónsdóttur. Hann ólst upp á Akur- eyri, lauk þar hefðbundnu skyldu- námi, settist síðan í Menntaskólann á Akureyri og lauk þaðan stúdents- prófi 1945. Að því loknu lagði Mós- es stund á nám við Háskóla íslands og lauk þaðan fyrrahlutaprófi í verkfræði árið 1948. Á þeim tíma þurftu verkfræðinemar að ljúka síð- ari hluta verkfræðináms erlendis og valdi Móses Tækniháskólann í Kaupmannahöfn (DTH), sem alltaf hefur staðið íslendingum opinn, og þar lauk hann prófi í byggingaverk- fræði árið 1952. Að loknu námi í Kaupmannahöfn flutti Móses aftur heim til íslands og hóf þá störf hjá Almenna bygg- ingarfélaginu hf., sem á þeim tíma var með stærstu verktakafyrirtækj- um hér á landi, og vann Móses þar við hönnun ýmissa mannvirkja. Móses réðst til starfa hjá Teikni- stofu Sambandsins um mitt ár 1969 og vann þar við fjölbreytt hönnun- arverkefni af ýmsu tagi. Eigi að tiltaka eitthvert sérsvið hönnunar sem hann glímdi við má nefna hita- og loftræsikerfi, sem varð hans sérgrein. Hann var traustur starfs- maður og glöggskyggn og gat unn- ið ákaflega hratt og ákveðið þegar mikið lá við. Árið 1986 var Teiknistofa Sam- bandsins lögð niður og stofnuðu þá nokkrir fyrrum starfsmenn hennar nýtt fyrirtæki, Nýju teiknistofuna hf., sem tók að mestu við verkefnum Teiknistofu Sambandsins. Móses var einn af stofnendum og eigend- um Nýju teiknistofunnar hf. og vann þar til dauðadags. Sat hann jafnframt í stjórn fyrirtækisins er hann féll frá. Dagleg störf sín rækti Móses af mikilli kostgæfni og samviskusemi og var ávallt reiðubúinn til að leggja sig fram um að leysa úr hvers manns vanda. Einlægni og glað- værð voru einkenni hans í daglegri umgengni við samferðamenn sína, hvort sem var í leik eða starfi. Við viljum sérstaklega minnast síðasta þorrablótsins okkar fyrir þremur vikum, þegar Móses ávarp- aði okkur og hvatti nú til að hefja sönginn og gleðina til æðra veldis. í framhaldi af því hóf Teiknistofu- kvartettinn upp raust sína eins og svo oft áður við slík tækifæri, en Móses var þar ævinlega hrókur alls fagnaðar. Á námsárunum kynntist Móses eftirlifandi eiginkonu sinni, Ingi- björgu Gunnarsdóttur frá Syðra- Vallholti í Skagafirði, og gengu í hjónaband 4. október 1952. Það var þeim báðum til mikillar gæfu að leiðir þeirra skyldu liggja saman. Þau hafa alla tíð verið ákaf- lega samhent hjón og hafa notið þess að sækja tónleika, myndlistar- sýningar og leikhús, auk þess sem þau hafa ferðast mikið saman og skoðað sig um víða í heiminum. Ingibjörg og Móses eignuðust eina dóttur, Ragnheiði. Hún hefur lokið cand. mag.-prófi í sagnfræði frá Háskóla íslands og einnig prófi í skjalavörslu í Lundúnum. Ragn- heiður starfar nú við Þjóðskjalasafn . íslands. Eiginmaður hennar er Matthew James Driscoll, Banda- ríkjamaður af írskum ættum. Hann hefur lokið cand.mag-prófi í ís- lenskum fornbókmenntum frá Há- skóla íslands. Einnig lauk hann nýlega doktorsprófi í Oxford Og fjallar doktorsritgerð hans um ís- lenskt bókmenntaefni. Matthew starfar nú að rannsóknum á Árna- stofnun. Þau Ragnheiður og Matt- hew eiga tvö börn, en þau eru Kári, fæddur 1980, og Katrín Þórdís, fædd 1987. Ingibjörg og Móses hafa ávallt verið höfðingjar heim að sækja og sérstaklega minnumst við afmælis- boðanna hjá þeim í Fremristekk 9, þar sem félagsandi og glaðværð réðu ríkjum. Einnig minnumst við annarra stunda er við höfum notið gestrisni þeirra. Nú þegar við njótum ekki lengur samvista við Móses, geymum við í hugum okkar hvers og eins minn- inguna um góðan dreng og góðan félaga og þökkum samfylgdina að leiðarlokum. Við vottum Ingibjörgu, Ragn- heiði og óðrum vandamönnum dýpstu samúð við fráfall ástvinar. Vinnufélagarnir á Nýju teiknistofunni. Fleiri minningargreinar um Móses Aðalsteinsson bíða birt- ingar og munu birtast hér í blaðinu næstu daga. Katrín Ólafsdótt- ir -Minning Fædd 30. september 1927 Dáin 27. febrúar 1994 In memoriam Allra nánasta vinkona okkar hjón- anna um rúmlega fjörutíu ára skeið, Katrín Ólafsdóttir, er látin. Hún hef- ur um árabil átt við illvígan sjúkdóm að stríða og legið á Landspítala, svo mánuðum skiptir. Þá tók annar skæðari sjúkdómur við og varð henni að aldurtila. ' Ef gripið er til líkingar úr kvæði eftir Bjarna Thorarensen, mætti segja, að hún félli hljóðlega eins og fjólan bláa, en anganin, sem af henni stóð, er horfin. Við vinir hennar og vandamenn finnum sárt til þess, að við njótum ekki framar ilmsins, sem af henni lagði. Við eigum aðeins eft- ir minningarnar, sem aldrei jafnast á við lífið sjálft, þótt ljúfar séu. Katrín Ólafsdóttir fæddist á Eiski- firði 30. september 1927 og var því á sextugasta og sjöunda aldursári, þegar hún lézt. Foreldrar henn'ar voru Ólafur Hjalti Sveinsson frá Firði í Mjóafirði, sonur Sveins Ólafssonar alþingismanns, og kona hans, Guð- rún Ingvarsdóttir alþingismanns Pálmasonar. Afar hennar báðir voru ötulir liðs- menn Framsóknarflokksins. Ólafur Hjalti, sem var kennari að mennt og stundaði kennslu framan af ævi, fluttist að austan til Reykjavíkur árið 1935 og gerðist sölustjóri Afeng- isverzlunar ríkisins. Katrín ólst þann- ig upp fyrstu árin á Eskifirði, en síð- an í Reykjavík. Hún stundaði nám við Húsmæðraskóla Reykjavíkur og lauk þaðan prófí. Katrín giftist 21. júní 1951 Guðna Guðmundssyni kennara, síðar rektor MR. Þannig tengdumst við hjónin Katrínu fjöl- skylduböndum. Hún varð mágkona Sigríðar, konu minnar, og svilkona mín. Frá upphafi hjúskapar þeirra hefir verið náið samband milli heim- ila okkar og þeirra. Mætti margs minnast um þessi góðu samskipti, m.a. margra skemmtilegra sumar- ferða. Katrín og Guðni eignuðust sjö mannvænleg börn, sem nú eru öll upp komin. Má telja það mikið ævi- starf að koma svo stórum hópi á legg á tímum, þegar vart var húshjálp að fá og næsta lítil dagvist barna til í landinu. Katrín Ólafsdóttir var kona fríð sýnum og björt yfirlitum. Hún var ljóshærð og bláeyg, brosið milt, fal- legt og stundum glettið. Hún var ímynd birtu og hreinleika. Ég á ekki aðeins við ytra borðið. Hugarheimur hennar var tær og bjartur. Hún var hreinlynd og hrundin. Hún fór aldrei í launkofa með skoðanir sínar, lét þær í ljós, hvort sem mönnum líkaði betur eða verr. Og þó brást henni aldrei kurteisin. Falsi og fláttskap var hún fráhverf með öllu. Hún kom alltaf til dyranna eins og hún var klædd. Katrín var greind kona. Hún var víðlesin og margfróð. Hún las ekki aðeins skáldrit. Henni var þjóðlegur fróðleikur jafnkær. Hún var ættfróð og vissi öll kynstur um Austfirðinga, skýldleika þeirra, uppruna og venzl. Hún var minnug á það, sem hún las og heyrði. Hún fylgdist vel með heimsmálum og þjóðmálum og var dyggur stuðningsmaður Alþýðu- flokksins og var þannig ekki á sama máli og afar hennar í stjórnmálum. Þetta fylgi hennar við jafnaðarstefn- una hefir að líkindum stafað af rétt- lætiskennd hennar og samúð með þeim, sem lífið hafði leikið grátt. Allt, sem Katrín tók sér fyrir hend- ur, gerði hún vel. Vandvirkni og nákvæmni voru ríkir þættir í fari hennar. Það þurfti ekki annað en sjá hana sneiða köku til þess að veita þessu athygli. Allar sneiðar urðu að vera nákvæmlega eins, ekki mátti skakka millímetra. Sama nákvæmni gilti um staðreyndir. Ef einhverjum varð á að segja ekki fyllilega rétt frá, leiðrétti Katrín frásögnina. Hún þoldi engin frávik frá sannleikanum. Ekki má gleyma trygglyndi Katr- ínar. Hún var vinur vina sinna, og á þá mátti ekki halla. Þá var henni að mæta. Hún var góður vinur, sem ómetanlegrt var að eiga og sárt er að sakna. Hún var mikilhæf kona, sem sjónarsviptir er að. Við hjónin vottum Guðna, manni Katrínar, börnum þeirra og barna- börnum dýpstu samúð okkar við ótímabært fráfall hennar. Halldór Halldórsson. Menntaskólinn í Reykjavík, sem áður hét Hinn lærði skóli í Reykja- vík, á sér langa sögu. Á fyrri tíð var skólinn heimavistarskóli, en að vísu með því sérkennilega sniði að piltar höfðu þar áðeins svefnaðstöðu en ekki með sér matfélag. Þar á móti kom að rektorar skólans bjuggu lengi vel í skólahúsinu og áttu margir pilt- ar athvarf á heimilum þeirra, voru þar í fæði og þáðu aðra þjónustu. Má nærri geta, að eiginkonur rektor- anna, rektorsfrúrnar, komu þar við sögu og er víða getið. Má sérstaklega nefna frú Sigríði Jónsdóttur, konu Jóns rektors Þorkelssonar, sem var mörgum umkomulitlum skólapiltum sem bezta móðir. Síðasti rektorinn, sem bjó í skólahúsinu gamla, var Pálmi Hannesson, og hann og kona hans, Ragnhildur Skúladóttir, höfðu skólapilta á heimili sínu fram á ár síðari heimsstyrjaldar. Eiginkonur þeirra rektora sem verið hafa við skólann eftir daga Pálma hafa auðvitað ekki haft sama hlutverk sem hinar eldri rektorsfrúr, en þær hafa engu að síður gegnt mikilvægu hlutverki við að skapa ímynd skólans við hátíðleg tækifæri, skólasetningu, skólaslit, árshátíðir nemenda og kennara, móttöku júbíl- stúdenta svo aðeins sé hið helzta nefnt. Sú kona sem við minnumst í dag, Katrín Ólafsdóttir, gegndi þess- um hlutverkum með þeim virðuleika og hlýju sem henni var eiginlegt. Hún átti bæði blítt bros og glaðan hlátur sem settu svip sinn á þessar samkomur. Kynni 'mín af Katrínu Ólafsdóttur voru lengi vel tengd þeim samkomum sem hér hafá verið nefndar, en á þeim árum sem hún var að losna við þorra barna sinna að heiman átti ég þess kost að kynnast henni með nýj- um hætti. Þetta var af þeim ástæðum að hún tók að sér að semja nafna- skrár við sögu Reykjavíkurskóla. Þá komst ég að því, að hún var kona víðlesin og fróð og gat oft bent mér á hluti sem betur máttu fara í þess- um fræðum. Hún hafði góðan smekk á málfar og ekki fór milli mála að ættfræði var henni hugleikin, ekki sízt ættir Austfirðinga, en þar var hún á heimaslóðum. Mér fannst líka þetta fræðastúss vera henni kær- komin tilbreyting frá heimilishaldi. Því hef ég reyndar líka kynnzt síð- ustu árin vegna reglubundinna koma á Laufásveginn til þess að eiga þar stund yfir spilaborði með Guðna rekt- or. Að vísu rekur Guðni spilamennsk- una áfram af miklum krafti eins og hans er vandi, en í hléum var gott að eiga orðastað við húsfreyju um landsins gagn og nauðsynjar. Þar var hvergi komið að tómum kofanum. Umfangsmikil og tímafrek störf Guðna rektors að kennslu og skóla- stjórn hafa sjálfsagt oft mætt þungt á konu hans. Hún fagnaði því mjög þeim tækifærum sem buðust þeim hjónum til þess að ferðast innanlands og utan. Ég minnist þar sérstaklega góðra orða sem hún lét falla um skemmtilega dvöl þeirra fyrir rúmum 15 árum að Múlastekk í Skriðdal, þar sem kennarafélag Menntaskól- ans hafði að sumri til hús á leigu. Þar fannst henni gott að vera, þó að húsbóndinn þyrfti eitt sinn að keyra á Breiðdalsvík eftir eldspýtum. Katrín vonaðist sérstaklega til þess að þau hjón mættu eiga saman góð ár, eftir að Guðni léti af störfum. Hörmuleg veikindi hennar og fráfall hafa nú því miður gert þær vonir að engu. Ég færi vandamönnum hennar öllum samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Katrínar Ólafsdóttur. Heimir Þorleifsson. Látin er í Reykjavík Katrín Ólafs- dóttir húsfreyja, á besta aldri. Und- anfarin misseri hafði hún átt við ^mikil veikindi að stríða sem hljóta að hafa verið henni og hennar nán- ustu afar erfið. Katrín var Austfirð- ingur, dóttir hjónanna Ólafs Hjalta Einarssonar, kennara frá Mjóafirði og síðar útsölustjóra í Reykjavík, og Guðrúnar Bjargar Ingvarsdóttur húsfreyju. Afar Katrínar voru Sveinn Ólafsson í Firði og Ingvar Pálmason á Norðfirði, báðir alþingismenn og framsóknarmenn. Er það sérkennileg tilviljun, en ekki veit ég hvort Katrín hefur haldið því á loft. Katrín gekk að eiga Guðna Guð- mundsson, rektor Menntaskólans í Reykjavík. Geir S. Björnsson, bekkj- arbróðir Guðna í MA og lengi prent- smiðjustjóri á Akureyri, hefur sagt frá því að þeir Guðni hafi haldið austur á land í skemmtiferð sumarið 1945, ári eftir að þeir urðu stúdent- ar. Og á Fljótsdalshéraði hittust þau fyrst, Katrín Ólafsdóttir og Guðni Guðmundsson, og ástarneistinn kviknaði á milli þeirra. Vel og Iengi hefur sá eldur lifað. Þau áttu miklu barnaláni að fagna, eignuðust sjö börn sem öll eru upp komin og hafa stofnað heimili. Guðni og Katrín voru afar sam- hent hjón og var mikið ástríki milli þeirra. Vel mátti greina það á árs- hátíðum kennara skólans og við önn- ur tilefni er þau fóru saman. Eftir- tektarvert var með Katrínu að alla tíð hélt hún sínu ungmeyjarlega fasi, sviphrein og glæsileg í framgöngu svo að ómögulegt var að ímynda sér að þar færi kona sem væri búin að eignast sjö börn og koma til þroska. Þýðir víst lítið fyrir karlmenn að ætla að gera sér almennilega grein fyrir þeim verkum. Muri það ærinn starfi sem krefst þrautseigju, þolin- mæði og kærleika. Mikill harmur er nú kveðinn að Guðna, börnum þeirra hjóna og öðr- um ættingjum. Eg votta þeim mína einlægustu samúð. Haukur Sigurðsson. Minnismerki úr steini Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. Áralöng reynsla. BÍS.HELGASONHF ISTEINSMIDJA SKEMMUVEGI 48 • SlMI 91-76677

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.