Morgunblaðið - 08.03.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.03.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1994 17 Sjómenn brátt skyldugir til að sækja öryggisfræðslu SAMKVÆMT frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi um breytingar á lögskráningarlögum sjómanna er gert ráð fyrir því að sjómenn verði innan ákveðins tíma skyldugir til þess að sækja öryggisfræðslu til að fá lögskráningu á skip. Slysavamaskóli sjómanna er eini aðilinn hér- lendis sem annast tilskilda fræðslu fyrir sjómenn. „Þetta þýðir að þeir sjómenn sem eru ekki búnir að koma á námskeið hjá okkur þurfa að taka sig á og bæta þessum þætti við sjómennskuna hjá sér, þ.e. að fræðast um öryggisbúnaðinn og þau tæki sem þeir vinna með,“ segir Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskólans. Að sögn Hilm- ars eru 54 námskeið haldin í skólanum á ári og sækja um 1.000 sjó- menn þau árlega, og hefur aðsókn verið jöfn og góð. Slysavamaskóli sjómanna hefur verið starfræktur síðan 1985, en Slysavarnafélag íslands er eigandi skólans og frumkvöðull að stofnun hans ásamt ýmsum öðrum samtökum sem gæta öryggishagsmuna sjó- manna. „Slysavarnafélagið eignaðist varðskipið Þór árið 1985 sem skírt var Sæbjörg, og hefur gert það að verkum að við höfum getað farið út á landsbyggðina á sumrin með kennslu," segir Hilmar. Hann kveðst telja brýnt að skólinn eignist nýtt skip, þar sem Sæbjörg sé orðin fjöru- tíu og þriggja ára gömul og kalli brátt á viðgerðir sem ekki borgi sig að ráðast í. Hilmar segir að þorri þeirra sem sækja skólann sé að koma í fyrsta sinn, en þó séu einnig all- margir að koma í annað og þriðja sinn. „Námið er þess eðlis að menn Slysavarnaskóli sjómanna fræðir sjómenn um notkun alls lögbundins öryggisbúnaðar í íslenskum skipum, þar á meðal Markúsarnetið sem sést hér á notkun á æfingu. Miðstjórn Alþýðubandalagsins ályktar um atvinnumál Ný fískveiðistefna nauðsyn „ÞAÐ ER ijóst að núverandi sjávarútvegsstefna hefur ekki tryggt fram- gang þeirra þriggja meginmarkmiða sem stefnt var að með kvótalögun- um 1983, þ.e. að stuðla að hagkvæmari rekstri, að byggja upp þorsk- stofninn og styrkja byggð um land allt. Þvert á móti á sjávarútvegs- stefnan beinlínis þátt í auknu atvinnuleysi og byggðaröskun," segir m.a. í ályktun miðstjórnar Alþýðubandalagsins um atvinnumál, sem samþykkt var um helgina. Flutningsmenn tillögunnar voru Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamanna- sambands íslands og Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Landssam- bands iðnverkafólks. Á fundinum var einnig samþykkt sérstök ályktun um endurskoðun fískveiðistefnunnar, þar sem segir að núverandi kerfí með frjálsu fram- sali aflaheimilda og sölu á óveiddum físki í sjó samrýmist ekki grundvall- arreglunni um þjóðareign á auðlind- um hafsins. Tryggingii fyrir þjóðareign á auðlindum í atvinnumálaályktun miðstjórn- arinnar er lýst yfir að taka verði upp nýja fískveiðistefnu sem byggist á sömu markmiðum og núverandi kerfi hafí mistekist að'ná. Gífurleg fjölgun frystitogara og útflutningur á óunnu hráefni hafí stórlega skert atvinnu- möguleika í landi og sjómenn séu í vaxandi mæli þvingaðir til þess að taka þátt í kvótabraski. „Gagnvart þessum afleiðingum kerfísins hafa stjórnvöld staðið algerlega ráðalaus og fámennur hópur svokallaðra sæ- greifa hefur stjórnað umfjöllun um fiskveiðistefnuna. I vandræðagángi stjórnvalda hafa tví- og þríhöfða- nefndir verið skipaðar til þess að búa til haldlitlar bætur á ónothæfa flík,“ segir í ályktuninni. I ályktun um endurskoðun físk- veiðistefnunnar er ríkisstjórnin gagnrýnd fyrir að gera stefnumörk- un tvíhöfðanefndarinnar að sinni og hafa þannig klúðrað endurskoðun laga um stjórn fískveiða. Ríkisstjóm- in ætli að keyra þessa stefnu í gegn á Alþingi þrátt fyrir að samtök sjó- manna hafi lýst yfír fullri andstöðu við fijálsu framsali veiðiheimilda vegna kvótabrasks. „Alþýðubanda- lagið hefur lýst sig reiðubúið til að taka þátt í opinni umræðu og stefnu- mörkun á Alþingi og með öllum þeim aðilum sem láta sig málið varða. Afstaða Alþýðubandalagsins til grundvallaratriða þeirrar stefnu- mörkunar liggur fyrir í samþykktum æðstu stofnana flokksins, það er miðstjórnar- og landsfundarsam- „Atvinnuleysi hefur aldrei mælst jafn mikið og nú um stundir og þús- undir karla og kvenna eru án at- vinnu. Þrátt fyrir að almennt launa- fólk krefjist raunhæfra úrlausna eru stjórnvöld algerlega ráðþrota og ósætti og úrræðaleysi á stjórnar- heimilinu er slíkt að ríkisstjórnin er í raun óhæf til þess að takast á við vandann,“ segir m.a. í ályktuninni. Er þess krafíst að gripið verði til róttækra aðgerða til að sporna við atvinnuleysinu, m.a. á grundvelli þess samkomulags sem gert var við verkalýðshreyfinguna á síðasta ári. „Miðstjórnarfundur Alþýðubanda- lagsins telur nauðsynlegt að leitað verði eftir því að mynda breiða sam- stöðu milli aðila vinnumarkaðar og stjórnmálaflokka um mótun stefnu í atvinnumálum til lengri tíma,“ seg- ir undir lok ályktunarinnar. Efnt verði til alþingiskosninga Ólafur Ragnar Grímsson, formað- ur flokksins, sagði það merkan at- burð að þessir þrír forystumenn þykktum. Þar er krafan um afdrátt- arlausa tryggingu fyrir þjóðareign á auðlindum hafsins efst á blaði, en núverandi kerfi með fijálsu framsali aflaheimilda og sölu á óveiddum físki í sjó samrýmist ekki þeirri grundvall- arreglu," segir í ályktuninni. Miklar umræður urðu á fundinum og komu fram skiptar skoðanir um sjávarút- vegsmálin en ályktanirnar voru þó báðar samþykktar samhljóða. verða aldrei fullnuma í því, og það er alveg sama á hve mörg námskeið menn fara, þá er hugurinn þannig að hann þurrkar út ýmsa hluti. Menn verða að viðhalda þekkingu sinni og það er misskilningur að eitt nám- skeið nægi. Tæki og tækni og aðferð- ir við að nota búnaðinn eru auk þess stöðugt að breytast og mönnum veit- ir ekki af upprifjun, lágmark á fjög- urra ára fresti að mínu mati,“ segir Hilmar. Markúsarnetið hefur sannað sig Skólinn kennir sjómönnum á allan þann búnað sem er lögboðinn í ís- lenskum skipum, og er Markúsarnet- ið hluti af þeim búnaði. Hilmar segir að netið hafi sannað sig í mörgum tilvikum. „Markúsarnetið hefur bjargað á milli 40 og 50 sjómönnum og það er náttúrlega engin spurning að þegar mannslífum er bjargað hef- ur búnaðurinn sannað gildi sitt og að það er mikið í hann spunnið," segir Hilmar. „Allur sá búnaður sem er um borð í skipum er þess eðlis að menn þurfa að koma á námskeið til að fá grundvallarfræðslu um björgunarbúnaðinn því það er ekki meðfæddur eiginleiki að kunna á hann, sama hversu einfaldur og auð- veldur búnaðurinn er, og menn verða að æfa sig síðan í notkun hans. Meðal annars þess vegna er það fagnaðarefni að nám í skólanum verður skylda með gildistöku laganna um lögskráningu sjómanna.“ Verkalýðsleiðtogar í miðstjórn Alþbl. RHdsstjómin óhæf til að fást við vandann BENEDIKT Davíðsson, forseti ASI, Guðmundur Þ. Jónsson, formað- ur Landsambands iðnverkafólks og Björn Grétar Sveinsson, formað- ur Verkamannasambands Islands, sem allir eiga sæti í miðstjórn Alþýðubandalagsins, lögðu fram atvinnumálatillögu á miðstjórnar- fundi flokksins um helgina þar sem ríkissfjórnin er gagnrýnd harð- lega fyrir úrræðaleysi í atvinnumálum og sögð bera pólitíska ábyrgð á atvinnuleysinu. Var tillagan samþykkt samhljóða sem ályktun miðstjórnar flokksins. verkalýðshreyfingarinnar skyldu hafa flutt þessa tillögu á vettvangi miðstjórnar Alþýðubandalagsins og hún fæli í sér algjöra vantraustsyfir- lýsingu á möguleika ríkisstjórn- arinnar til að ráða við atvinnuleysis- vandann. Hún væri um leið sterkt ákall um nýtt samstarf til að glíma við þann mikla atvinnuleysisvanda sem hér ríkti. „Þessir menn hafa verið í formleg- um viðræðum sem forystumenn verkalýðshreyfingarinnar við ríkis- stjórnina um langt skeið og sú ákvörðun þeirra að flytja slíka tillögu í æðstu valdastofnun Alþýðubanda- lagsins utan landsfundar er ákveðin stjórnmálaleg þáttaskil," sagði Ólaf- ur. Miðstjórn flokksins samþykkti einnig ályktun um stjórnmála- ástandið þar segir brýnt að ríkis- stjórnin biðjist lausnar, efnt verði til alþingiskosninga og þjóðinni gefínn kostur á að velja nýja landsstjórnar- stefnu. mars gegn kynferðisofbeldi Tökum þátt í göngu frá Hlemmi íHlaðvarpann kl. 17:30 í dag Réttarstaða fómarlainba kynferðisofbeldis og meðferð réttarkerfísins á málum þeirra er óviðunandi. Því skomin við á ráðamenn réttarkerfísins að þeir tryggi eftir föngum: - úrbætur á réttarstöðu fómarlamba kynferðisofbeldis - endurmat á gildandi kröftun um sannanir í kynferðisbrotamálum - reglur um nálgimarbann, þegar líf og heilsa fómarlamba kynférðisofbeldis er í veði vegna ofsókna ofbeldismanna - ríkisábyrgð á greiðslmn miskabóta til fómarlamba kynferðisofbeldis - réttarkerfí án fordóma, þar sem kvenfjandsamleg meðferð á kynferðisbrotamálum heyri fortíðinni til Fjölmörg félagasamtök standa að göngunni í dag. Styrkjum baráttu þeirra gegn kynferðisofbeldi með því að fjölmemia. BHMR Kennarasamband narasamc Islands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.