Morgunblaðið - 08.03.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.03.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1994 29 að vísu viljað að afi hefði getað verið viðstaddur brúðkaup mitt og unnustu minnar í sumar en ég til- kynnti honum formlega um þessi áform mín í síðasta skiptið sem við hittumst. Ég hugga mig þó við það að afi verður viðstaddur athöfnina með einum eða öðrum hætti og það verður hún amma líka. Ég trúi því nefnilega líka að nú njóti þau samvista á ný en ekkert gleður hjarta mitt meira en einmitt sú fullvissa að afi og amma, sem voru mér svo kær, fylgist nú saman með fjölskyldu sinni hér á jörðu. Gunnar R. Sveinbjörnsson. í dag kveð ég afa minn, Magnús S. Haraldsson. Á þessari stundu hellast yfir mig minningarnar. Það var góður skóli fyrir lítinn dreng sem var að slíta barnsskónum að fá að njóta samvista við afa sinn sem bjó í næsta nágrenni. Afi var óþreytandi við að tala við lítinn mann sem vildi fræðast um heim- inn. Hann hafði alltaf svör á reiðum höndum þrátt fyrir að spurningarn- ar væru oft furðulegar. Sem dæmi um það hversu móttækilegur maður var á þessum árum má geta þess að einhvern tímann kom ég að máli við afa og spurði hvort hann væri með „verðbólgu“. Þær voru ófáar ferðirnar niður á bryggju á sunnudagsmorgnum þar sem skipin voru skoðuð og spjallað við kallana um aflabrögðin. Áfí var sjómaður mestan hluta ævinnar en þrátt fyrir að vera kominn í land fylgdist hann grannt með gangi mála þegar sjósóknin var annars vegar. Þegar ég fór sjálfur á sjó kom áhugi hans á sjómennskunni líka berlega í Ijós. Hann hafði ákveðnar skoðanir á því hvemig ætti að stjórna landi og þjóð og afi var ófeiminn við láta þær í ljós. Þær voru t.d. ófáar ríkisstjórnirnar sem hann myndaði eða setti af yfir fá- einum kaffíbollum. Hann kenndi mér líka að bera virðingu fyrir verð- mætum hafsins en afi hafði líkar ákveðnar skoðanir á því hvernig ráðstafa ætti aflanum og var lítt hrifínn af svokölluðum sægreifum. Fjölskyldan var afa afskaplega mik- ilvæg og hann fylgdist náið með sínu fólki. Sem dæmi um það er aðgerð sem ég fór í fyrir skömmu. Ég var varla fyrr kominn heim af sjúkrahúsinu en hann var búinn að hringja til að athuga hvernig hefði gengið. Ég er ekki viss um að margir á hans aldri hefðu gert slíkt hið sama. En svona var afí, alltaf að hugsa um sitt fólk. Annað dæmi um þetta er þegar ég beið eftir að komast í nýja ibúð. Þá mátti hann ekki heyra á það minnst að ég færi út á leigumarkaðinn og bauð mér og fjölskyldu minni að búa hjá sér okkur að kostnaðarlausu. Við- brigðin voru væntanlega mikil fyrir afa enda hafði hann þá búið einsam- all í mörg ár. Sambúðin gekk vel og mér er sérstaklega minnisstætt tímabilið fyrir jólahátíðina en þá myndaðist aftur sérstök stemmning á Álfaskeiðinu. Þrátt fyrir að afi tæki aldrei bíl- próf lét hann það ekki aftra sér frá því að ferðast. Sérstaklega er mér minnisstætt þegar ég og Gunnar, bróðir minn, fórum rneð honum hringinn í kringum landið. Á meðal viðkomustaða okkar var Mjóifjörður en þar var hann fæddur og alinn upp fyrstu árin. Afi hafði sérlega gaman af því að sýna okkur fæðing- arstað sinn og rifjaði hann síðar oft upp þessa ferð. Hann fór líka mikið til útlanda eftir að amma dó og á meðal þeirra landa sem hann heimsótti voru Sovétríkin sálugu. Heimsóknin varð honum ógleyman- leg og ósjaldan bar hún á góma þegar utanlandsferðir voru annars vegar. C4VEgI65-s- Með þessum fáu orðum vil ég þakka honum afa fyrir allt. Hann mun lifa í huga mínum um ókomna tíð. Blessuð sé minning hans. Magnús Sveinbjörnsson. Það markar tímamót þegar ein- hver fer af þessari jörð, hvort sem hann er ungur eða aldraður. Fyrir þá sem næst standa fylgir alltaf sár sorg og söknuður; þeir sem §ær standa fínna fyrir söknuði, en hjá öllum er tómarúm sem aldrei verður fyllt. Það eru erfíð tímamót þegar foreldrar hverfa á braut, ekki síst þegar við höfum þekkt þá eins lengi og á að vera, en því miður erum við ekki alltaf svo lánsöm að hafa mömmu og pabba hjá okkur nógu lengi. Þegar ég var sjö ára var ég svo lánsöm að koma á heimili Magnús- ar og Guðrúnar konu hans, 'sem lést fyrir nokkrum árum. Ég kynnt- ist Ásu dóttur þeirra í skóla og við höfum haldið vinskap síðan þá. Ég kynntist Magnúsi og Guðrúnu líka vel og alltaf var gott að koma heim til þeirra. Þar var oft gott að borða og smælinginn ég fann ávallt hversu innilega velkomin ég var á heimili Ásu og þar var alltaf gaman að vera og gott. Við bömin fundum alltaf að við vorum innilega velkomin á heimilið og vorum þar aufúsugestir. Þótt húsrýmið væri ekki mikið var alltaf nóg pláss fyrir böm og iðulega lögð- um við alla íbúðina undir leiki okk- ar. Aldrei var þröngt heima hjá Ásu og oft fannst mér að Ása ætti heima í höll. Þegar ég leiði hugann að því núna fínnst mér líka mikið til um það hversu Magnús og Guðrún vom hjálpsöm og umburðarlynd við okk- ur, sama hvað við vorum fyrirferð- armikil eða ærslafull. Ég man sér- staklega þegar Magnús og fjöl- skyldan héldu upp á afmæli. Þá var mjög glatt á hjalla og sumir gest- anna fengu að vera með i sjálfri afmælissýningunni, sem var stutt leikrit. Þótt leiktíminn hafi flogið hjá fyrir leikenduma hefur öðrum gestum eflaust þótt efnið langdreg- ið, en þessi upplifun mun samt ávallt geymd í hugskoti viðstaddra, hvort heldur þeir horfðu á eða voru fræknir leikarar. Ég sakna þess að eiga ekki eftir að rekast á Magnús á leið í leikhús eða eitthvert annað. Honum þótti gott hin síðari ár að fá far með einhveijum til Reykjavíkur eða heim á ný og það vað var ótrúlegt hversu duglegur hann var að fara allra sinna ferða þó hann hefði aldr- ei ekið bíl. Ása Bagga, það er að- dáunarvert hversu vel þú reyndist foreldrum þínum alla tíð og þau hafa eflaust átt þar hlut að máli með því að vera þér góð fyrirmynd. Það sést á heimili þínu og börnum hvaða veganesti þú hefur fengið og ég óska þess að þú megir alltaf búa við^það. Ása mín, ég votta börnum þínum og þá sérstaklega Þórði, sem var sérstaklega tengdur afa sínum, og einnig eiginmanni þínum, sem reyndist tengdaföður sínum sem besti sonur, systkinum þínum, og þér mína dýpstu samúð. Minning foreldra þinna mun alltaf vera til staðar og ljós á vegi þínum, mínum og allra hinna sem voru svo lánsöm að kynnast þeim. Herdís J. Sigurbjörnsdóttir. DÚXINN... námstækninámskeið ..og námiö veröur leikur einnl Bók og snældur. Verö kr. 2.900,- HRAÐLESTRASKÓLINN, sími 642100. Kripalujóga Dansupplifun með AMANIKU helgina 11.-13. mars. Hún veröur einnig með nám- skeið fyrir fagfólk (dansara, danskennara, söngkennara o.fl.) helgina 18.-20. mars. Verð 8.500 fyrir hvort námskeið. Jógastöðin Heimsljós, Skeifunni 19,2. hæ«, s. 677981 (kl. 17-19). HjálmarJ. Guðjóns- son frá Strandhöfn í Vopnafirði — Minning Drottinn er minn hirðir, mig mun ekk- ert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvflast, leiðir mig að vðtn- um, þar sem ég má næðis njóta. Þessi hending úr 23. Davíðssálmi kom upp í huga mér, þegar þær fregnir bárust, að 28. febr. sl. hefði Hjálmar Jón Guðjónsson, sambýlis- maðurinn hennar ömmu minnar hei- tinnar, andast. Hjálmar afi eins og ég vil kalla hann, var fæddur hinn 14. okt. 1917 í Strandhöfn í Vopnafírði og ólst þar upp. Séinna bjó hann félagsbúi við bróður sinn í ein tólf ár eða til ársins 1959. Þá fluttist hann til Reykjavík- ur og gerðist starfsmaður herslu- verksmiðjunnar Hydrol, en þar vann hann uns hann lét af störfum 68 ára að aldri. <r Hjálmar var kvæntur Sigurrós Ingþórsdóttur, en þau skildu. Hjálm- ar og Sigurrós áttu tvær fósturdæt- ur, þær eru Margrét S. Guðnadóttir, húsmóðir í Reykjavík, og á hún þijú börn, og Ragnhildur Hreiðarsdóttir, húsmóðir í Noregi, og á hún einnig þijú börn. Hjálmar afí hóf búskap með ömmu minni, Lovísu Guðmundsdóttur, árið 1964. Lovísa var fædd 26. ágúst 1910, d. 1987. Hún var dóttir Guð- mundar Sigurðssonar skósmiðs og Þóru Egilsdóttur saumakonu, en þau bjuggu í Holti í Hafnarfirði. Lovísa varð ekkja árið 1959 og átti hún fimm börn, en tveir yngstu drengim- ir voru enn til heimilis hjá' henni er þau Hjálmar afí hófu búskap. Böm Lovísu: Elísabet, Guðmundur, látinn, Sigurður, Stefán og Eyþór. Hjálmar var einn sjö systkina sem komust til fullorðinsára, þijú alsystk- in og þijú hálfsystkin, eru þau öll látin utan einn bróðir, Jósef, en hann dvelur á hjúkrunarheimili aldraðra í Vopnafirði. Foreldrar Hjálmars voru Guðjón Jósefsson, bóndi, Strandhöfn í Vopnafirði, og Hildur Sigurðardótt- ir húsmóðir. Hjálmar afi var föngulegur mað- ur, stór og kraftalegur, en með ein- dæmum rólegur. Aldrei sá ég hann skipta skapi og ótrúleg fínnst mér, eftir á að hyggja, öll sú þolinmæði sem hann sýndi okkur krökkunum. Hjálmar afi og amma bjuggu í Háa- gerði 11 í Reykjavík, og sóttumst við bamabömin eftir því að fá að fara til þeirra og oft til nokkurra daga í senn. Var ég þar ekki undan skilin. Mikið var spilað og sungið á heim- ili þeirra og þegar fólk kom saman hjá þeim var nú oftar en ekki tekið lagið. Eitt var það lag sem alltaf var sungið, en það var Krummavísa Jóns Thoroddsen og var það sungið við lag ísólfs Pálssonar, Vögguvísu, og veit ég ekki til þess að aðrir utan fjöl- skyldunnar hafi sungið um Krumma með þessu lagi. Krummi var í sér- stöku uppáhaldi og til marks um það voru þau, svo lengi sem ég man, með hrafn einn uppstoppaðan, og fékk hann að sitja á aðal stofustáss- inu, píanóinu. Margar stundir átti ég ein með þeim og eru mér afar minnisstæðir sunnudagsmorgnamir, þegar við sátum þijú með sálmabæk- urnar við eldhúsborðið og hlustuðum á messurnar og sungum með. - Ég vil að lokum geta þess að þau Elísabet og fjölskylda og Eyþór og fjölskylda eiga bestu þakkir skildar fyrir alla þá umhyggju og alúð sem þau auðsýndu Hjálmari afa. Elsku Hjálmar afí, ég kveð þig fyrir hönd okkar allra með þessum línum Hallgríms Péturssonar: Ó, Jesú, séu orðin þín andláts sfðasta huggun mín, sál minni verði þá sælan vís með sjálfum þér í Paradís. Ragnhildur L. Guðmundsdóttir. Dauðinn kemur alltaf á óvart. Þó hann sé það eina, sem við mennirnir vitum með vissu um örlög okkar, erum við óviðbúin þegar hann ber að garði. Þegar komið er að kveðjustund verður orða vant. Minningarnar streyma fram, óskipulega og ekki í tímaröð, heldur eins og myndbrot eða leiftur hugans. Ég vil með fátæklegum orðum minnast fósturföður míns, Hjálmars Jóns Guðjónssonar. Hann fæddist í Strandhöfn í Vopnafirði 14. október 1917, og var yngsta bam hjónanna Hildar Sigurðardóttur húsfreyju og Guðjóns Jósefssonar bónda, sem þar bjuggu. Þau voru sjö systkinin sem komust á legg, Hilmar, Ingibjörg, Sigríður, Kristín, Sigurður, Jósef og Hjálmar. Hjálmar lést 28. febrúar sl. en Ingibjörg systir þans 1. mars svo þau verða nú samferða yfír móð- una miklu. Hin voru látin, nema Jó- sef sem er einn eftir. Hjálmar ólst upp í Strandhöfn sem er ysti bærinn á ströndinni. Þar er annars vegar hafið og hins vegar fjöllin, ríki íslenskrar náttúru. Sem bóndasonur tók hann snemma þátt í bústörfum og skólaganga var ekki löng á þessum tímum. Eftir barna- skóla var Hjálmar einn vetur á hér- aðsskólanum á Laugum og minntist hann síðar þess tíma með ánægju. Hugur hans stóð til þess að læra smfðar en af því varð ekki. Hjálmar kvæntist 1947 Sigurrós Ingþórsdóttur og hófu þau búskap í Strandhöfn, en þar var tvíbýli. Á hinu búinu bjó Jósef, bróðir hans, ásamt Margréti konu sinni. Þama bjuggu Hjálmar og Rósa í 12 ár en haustið 1959 brugðu þau búi, fluttu suður og settust að í Kópavogi, sem þá var að byggjast upp. Fimm árum síðar slitu þau samvistir. Hjálmar og Sigurrós ólu upp tvær fósturdætur, Margréti Sigurrós, sem fór tveggja ára með þeim austur, en hún er systurdóttir Sigurrósar, og svo Ragnhildi sem kom til þeirra HEIMILISIÐNAÐARSKÓUNN LAUFÁSVEGI 2 - sími 17800 Ásaumur í vél (applikering). Eitt námskeið, tekur tvær helgar. 12. og 13. mars, 26. og 27. mars. Kennt þessa daga kl. 10-13.45. Kennari: Hanne Hintze. Sauðskinnskór. Eitt námskeið, tekur tvo laugardaga. 12. og 19. mars. Kennt kl. 13-16. Kennari: Helga Þórarinsdóttir. Pappírs- og kortagerð. Eitt námskeið, tekur 4 daga. 20. mars, kl. 13-17. 21., 22. og 24. mars, kl. 19.30-22.30. Kennari: Þorgerður Hlöðversdóttir. Allt um prjón. 16. mars til 13. apríl. Kennt á miðvikudögum, kl. 19.30-22.30. Kennari: Ragna Þórhallsdóttir. Þæfing, 1 teppi. Kennt 28., 29. og 30. mars, kl. 19.30-22.30. Kennari: Anna Þóra Karlsdóttir. Skráning hjá skólasfjóra f síma 21913 kl. 10-12 og á skrifstofu skólans í síma 17800 kl. 13-15. I fímm ára gömul. Þeim gáfu þau gott heimili, ást og umhyggju. Sambýliskona Hjálmars varð svo Lovísa Guðmundsdóttir, sem nú er látin, og bjuggu þau í Háagerði 11 í Reykjavík. Hún átti fímm börn og fóstraði Hjálmar tvo yngstu synina, sem enn voru heima þegar þau Lo- vísa hófu búskap. Síðustu árin bjó Hjálmar í Löngu- hlíð 3. Þar leið honum vel. Hann var áhugasamur bridsspilari og sinnti því áhugamáli sínu fram á síðustu stund. Hann pabbi átti stórt hjarta og þar var rúm fyrir okkur öll og seinna bömin okkar. Væntumþykja hans var án skilyrða og hlýjan hans ein- læg. Hann var fulltrúi hinna gömlu gilda, sem nú virðast því miður á undanhaldi. Hann var vammlaus maður, heiðarlegur og hrekklaus og skuldaði ekki neinum neitt. Hann hafði fastmótaðar skoðanir og var þeim trúr. Þegar ég lít til baka var alltaf sól á sumrin í sveitinni og snjór á ve- tuma. Ég minnist þess þegar verið var að heyja og ég fékk litla hrífu^ til þess að raka á eftir pabba. Ég" man líka þegar hann var að kenna mér að lesa við ljósið frá olíulampan- um, því oft fór rafmagnið að vetri til. Ógleymanleg er ferðin sem ég fór bam með pabba og mömmu til Bakkafjarðar, ríðandi yfír heiðina, til þess að heimsækja Imbu frænku, systur hans. Eða þegar við pabbi fórum á skíðum að Torfastöðum, sem var heimavistarskóli sveitarinnar, en þar átti ég að vera í mánuð. Sú ferð tók þijá daga. Já, það er af mörgu að taka í minningasjóðnum. Elsku pabbi, við Ragnhildur, sem ekki hafði tækifæri til þess að koma heim frá Noregi, kveðjum þig með söknuði en jafnframt þakklæti fyrir það sem þú gafst okkur fósturdætr- um þínum og börnum okkar. Það var óeigingjöm ást og hennar munum við alltaf minnast. Margt er það, margt er það sem minningarnar vekur. . Og þær eru það eina sem enginn frá mér tekur. Margrét S. Guðnadóttir. Við kennum matreiðslu aðalrétta úr grænmeti og baunum og stuðlum að aukaefnalausu fæði. Ný almenn námskeið að hefjast. 4 kvöld kr. 6.900. Námskeiðin fara fram á Matstofunni „Á næstu grösum“. Upplýsingar og bókanir í síma 671812.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.