Morgunblaðið - 10.03.1994, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1994
Morgunblaðið/Júlíus
Hringtorg á Reykjavíkurveg
FRAMKVÆMDIR eru hafnar við gerð hringtorgs á
gatnamótum Reykjavíkurvegar og Strandgötu í
Hafnarfirði, og m.a. hefur þurft að færa bensínstöð
Olís sem stóð við gatnamótin nokkru vestar og verð-
ur þar reist ný bensínstöð. Að sögn Bjöms Árnason-
ar bæjarverkfræðings er stefnt að því að ljúka vinnu
við hringtorgið í vor. Lokað útboð fór fram vegna
framkvæmdanna og var Völur hf. með lægsta tilboð-
ið, eða tæpar níu milljónir króna, en að sögn Björns
hljóðaði kostnaðaráætlun upp á tæplega 18 milljón-
ir króna. Fimm verktakar buðu í verkið og voru til-
boð þeirra allra langt undir kostnaðaráætlun.
VEÐUR
VEÐURHORFUR í DAG, 10. MARZ
YFIRLIT: Skammt austur af Jan Mayen er 960 mb lægö sem grynnist og hreyfist
noröaustur. Yfir Noröur-Grænlandi er 1.020 mb hæð. Vaxandi lægð við S-Græn-
land, þokast noröaustur.
SPÁ: Suöaustan hvassviöri og snjókoma um sunnan- og vestanvert landið en
hægari í fyrstu og þurrt um norðan- og austanvert landið. Hlýnandi veöur. Hiti á
hádegi +2°C til +6-C.
STORMVIÐVORUN: Búist er við stormi á öllum miðum.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FÖSTUDAG:Breytileg átt, fremur hæg. Éljagangur í flestum landshlut-
um. Fro8t 1 til 7 stig, kaldast í innsveitum.
HORFUR A LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Hægviðri í fyrstu en síðan vaxandi
suðaustanátt og fer að snjóa, fyrst suðvestantil. Áfram frost.
Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.46, 12.46, 16.30, 19.30, 22.30. Svar-
sftni Veðurstofu íslands - Veðurfregnir: 990600.
o
Heiðskírt
/ / /
/ /
/ / /
Rigning
&
Léttskýjað
* / *
* /
/ * /
Slydda
Hálfskýjað
* * *
* *
* * *
Snjókoma
■Éh
Skýjað
Alskýjað
V Ý V
Skúrír Slydduél Él
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og fjaðrimar vindstyrk,
heil fjöður er 2 vindstig.
10° Hitastig
v Súld
= Poka
ríig.
FÆRÐA VEGUM:
(Kl. 17.30 í gær)
Þungfært er sumstaðar á vegum í uppsveitum Árnessýslu, en góð færð í nágrenni
Reykjavlkur, en viða skafrenningur. Mosfellsheiði er þungfær. Á Vesturlandi er-
Brattabrekka ófær, en aðrir vegir færir allt vestur I Reykhólasveit. Á Vestfjöröum
eru Kleifaheiði, Breiðadalsheiði og Botnsheiði ófærar. Fært er um Holtavörðuheiði
til Hólmavikur en Steingrímsfjarðarhelði er ófær. ( Skagafirði er ófært frá Hofsósi
til Siglufjarðar. Slæmt veöur er á Ólafsfjarðarleið og austan Akureyrar er vart feröa-
veður um Vfkurskarð. Milli Húsavikur, Raufarhafnar og Vopnafjarðar er ófært vegna
veðurs.og sama er að segja um Mývatnsöræfi, Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðar-
heiði. Á Áustfjörðum er versnandi veður og eru Fjarðarheiði, Vatnsskarð eystra,
Oddsskarð og Breiðdalsheiði ófær, en flestir vegir aðrir færir svo og með suður-
ströndinni til Reykjavikur.
Upplýsingar um færð eru veíttar hjá Vegaeftirliti f sfma 91-631500 og ó grænni
linu, 99-6315. Vegagerðin.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
Akureyri
Reykjavfk
hiti veður
+6 snjókoma
+2 skýjað
Bergen 6 úrkoma
Helsinki 4 alskýjað
Kaupmannahöfn 8 skýjaö
Narssarssuaq +11 alskýjað
Nuuk +2 snjókoma
Ósló 7 léttskýjað
Stokkhólmur 8 iéttskýjað
Þórshöfn 1 slydduél
Algarve 20 heiðskfrt
Amsterdam 9 súld
Barcelona vantar
Berlín 13 mistur
Chicago +3 skýjað
Feneyiar vantar
Frankfurt 14 skýjað
Glasgow 7 úrkoma
Hamborg 10 þokumóða
London 12 alskýjað
Los Angeles 13 skýjað
Lúxemborg 14 hálfskýjað
Madrid vantar
Malaga vantar
Mallorca vantar
Montreal +11 léttskýjað
NewYork 0 alskýjað
Orlando 17 þokumóöa
Parfs 16 skýjað
Madeira 16 skýjað
Röm vantar
Vfn 11 aiskýjað
Washington vantar
Winnlpeg +12 skýjað
0° -
íDAG kl. 12.00 *
jfc Heimlld: Veöurstola Islands
(Byggt á vaðurspá kl. 18.30 í gær)
Stjórn Lögmannafélagsins segir af sér
nái Eiríkur Tómasson kjöri
Ekkí er tekist
á um málefni
heldur menn
TALSVERÐ átök munu vera uppi vegna formannskjörs í Lögmannafé-
Iagi íslands, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Þeir sljórnarmenn
sem samkvæmt lögum félagsins eiga að sitja áfram eftir formanns-
kjör, munu hafa lýst því yfir að þeir muni óska eftir að nýir menn
verði kjörnir í stað þeirra á aðalfundinum, nái Eiríkur Tómasson,
hæstaréttarlögmaður, kjöri. „Þeir sem standa að mótframboðinu taka
fram að þeir ætli ekki að hverfa frá þeim verkefnum sem ég og sljórn
félagsins höfum unnið að, þannig að ekki verður séð að tekist sé á
um málefni heldur eingöngu menn,“ segir Ragnar Aðalsteinsson,
hæstaréttarlögmaður og formaður Lögmannafélags íslands, aðspurður
um mótframboð Eiríks. Ragnar kveðst vera kunnugt um að einn helsti
hvatamaður að mótframboði Eiríks væri Jón Steinar Gunnlaugsson,
hæstaréttarlögmaður, og það kæmi sér í raun ekki á óvart, enda hefði
Jón Steinar gjarnan andmælt tillögum og sjónarmiðum hans, bæði
innan félagsins og á öðrum vettvangi.
„Ég hef hins vegar ekki staðið
einn að verki innan Lögmannafé-
lagsins, því ég er einn af fimm
stjórnarmönnum auk fjölmargra
trúnaðarmanna og nefnda á vegum
félagsins. Ég hef átt gott og ánægju-
legt samstarf við samstjórnarmenn
mína og stóran hóp félagsmanna og
hef seinustu daga fundið fyrir stuðn-
ingi þeirra við að vinna áfram að
þeim verkefnum sem stjómin hefur
unnið að,“ segir Ragnar. Hann
kveðst hins vegar hafa verið gagn-
rýndur fyrir að ráðfæra sig ekki við
rétta menn, „auk þess sem ýmis
samfélagsleg viðhorf eiga þarna hlut
að máli,“ segir hann. „Ég hef þar
að auki ekkert pólitískt bakland, hef
aldrei verið í stjórnmálaflokki eða
klúbbum og virðist kannski auðveld
bráð þess vegna, en ég hef alltaf
þurft að standa fyrir mínu sjálfur
og hyggst gera það áfram,“ segir
Ragnar.
Meðal þess sem Ragnar segir að
aðfínnslur hafi verið gerðar við, eru
samtöl hans við fjölmiðla fyrir tæp-
um tveimur árum sem áhugamaður
um EES og réttarleg atriði á því
sviði, vegna álitsgerðar fjögurra
manna sem skrifuð var að beiðni
ríkisstjórnarinnar. „Ég gerði fagleg-
ar athugasemdir við ákveðna þætti
í gerð álitsgerðarinnar og það hvern-
ig rýna ætti í og vinna slík mál.
Einhverjir fjölmiðlar munu hafa látið
fylgja með titil minn sem formanns
félagsins, þótt ég talaði fyrir eigin
hönd, og er það sem ég sagði túlkað
sem svo að ég hafi talað gegn EES
þótt afstaða mín gagnvart EES hafi
aldrei komið í ljós. Eins mótsagnar-
kennt og það hljómar, lögðust sömu
aðilar og héldu því fram að ég hefði
talað gegn EES, gegn þeirri tillögu
minni að Lögmannafélag íslands
gerðist aðili að ráði lögmannafélaga
í Evrópusambandinu í tengslum við
samrunann sem nú stendur yfir í
Evrópu. Það mál var mér mjög mót-
drægt og olli mér miklum erfiðleik-
um á fundum í félaginu, þar sem
m.a. Jón Steinar beitti sér mjög
gegn því, þó að það væri samþykkt
í stjórn," segir Ragnar.
Lögmannavaktin umdeild
Af öðrum dæmum um gagnrýni
sem komi honum spánskt fyrir sjón-
ir nefnir Ragnar að stofnun Lög-
mannavaktarinnar sem vakið hafi
mikil og jákvæð viðbrögð, bæði al-
mennings og þorra lögmanna, virðist
hafa virkað illa á einstaka menn.
„Því var haldið fram, bæði óopinber-
lega og í vikublaðinu Pressunni, að
ég hefði ekki haldið fund um stofnun
vaktarinnar. Hið rétta er að sá fund-
ur var haldinn 8. október síðastliðinn
eingöngu um það mál og þar sem
það var samþykkt, en viðkomandi
gagnrýnendur virtust ekki hafa
fylgst nægilega vel með, enda margt
að gerast," segir Ragnar.
Ragnar hefur gegnt formennsku
Lögmannafélags Islands síðastliðin
tvö ár og getur setið í því embætti
eitt ár í viðbót samkvæmt lögum
félagsins. Kosið verður 18. mars nk.
Eiríkur Tómasson er erlendis og
tókst Morgunblaðinu ekki að ná tali
af honum í gær.
Framkvæmdaslj óm Vinnuveitendasambandsins
Styður afnátn laga um
flutningsjöfnun á olíu
FRAMKVÆMDASTJÓRN Vinnuveitendasambands íslands lýsti á
fundi sínum í fyrradag fullum stuðningi við tillögu um að afnema
lög um flutningsjöfnun á olíu og allar „lögbundnar tálmanir við
samkeppni olíufélaga um viðskipti", eins og segir í yfirlýsingu sljórn-
arinnar.
Stjóm VSÍ telur ótvírætt að lög
um flutningsjöfnunarsjóð og inn-
kaupajöfnun olíu valdi miklu um
hærra verðlag á olíuvörum hér á
landi en erlendis, þar sem lögin
girði fyrir samkeppni milli olíufé-
laga og útrými allri hvatningu til
hagræðingar á olíudreifingu.
„Verð á olíu og bensíni er til jafn-
aðar mun hærra hér á landi en í
nálægum löndum og er munurinn
hvað mestur í stórkaupum til skipa.
Fyrir liggur að hærra olíuverð hér-
lendis en annars staðar hamla.r
auknum viðskiptum við erlend fiski-
skip sem eðlilega sækja fremur
þangað sem verð þjónustu og að-
fanga er lægst. Forsenda fyrir
auknum umsvifum í þjónustu við
skip á N-Atlantshafi er samkeppn-
ishæft olíuverð en opinber afskipti
halda verðinu uppi, svo mikil við-
skipti fara forgörðum. Innlend út-
gerð þarf að sama skapi að búa við
hærra olíuverð en útgerðarfyrirtæki
í nálægum löndum,“ segir m.a. í
yfírlýsingu stjórnar VSÍ.
Hagsmunir allra landsmanna
VSÍ telur jafnframt óviðunandi
að atvinnurekstur hérlendis eink-
um sjávarútvegur, þurfi „lengur að
sæta því að olíufélögunum sé með
lögum bannað að keppa um við-
skipti. Það tryggir einungis meiri
heildarkostnað og lakari samkeppn-
isstöðu innlends atvinnurekstrar,
jafnt á sviðum framleiðslu og þjón-
ustu og stendur þannig í Vegi at-
vinnusköpunar og uppbyggingar.
Það eru því ótvíræðir hagsmunir
allra landsmanna að afnema þegar
login um flutningsjöfnun á olíu “
segir ennfremur í ályktun fram-
kvæmdastjornar.