Morgunblaðið - 10.03.1994, Síða 20

Morgunblaðið - 10.03.1994, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1994 Fjárhagsáætlun Grýtubakkahrepps samþykkt Stærsta verkefnið að klára íþróttahúsið Tjaldstæði komið upp í Fjörðum FJÁRHAGSÁÆTLUN Grýtubakkahrepps var samþykkt á fundi sveit- arstjórnar í vikunni. Tekjur hreppsins eru áætlaðar tæpar 40,5 millj- ónir króna og eru um einni milljón króna lægri en var fyrir síðasta ár. Reksturinn er áætlaður upp á tæpar 29 milljónir króna eða um 72% af tekjum. Guðný Sverrisdóttir sveitarstjón sagði að helsta skýring þess að tekj- urnar eru þetta lægri í ár en var í fyrra væri fækkun íbúa, atvinnu- ástand í hreppnum og þá hefði hann farið illa út úr afnámi aðstöðu- gjaldsins. Vinabæjavika í Alasundi VINABÆJAMÓT verður haldið í Álasundi, vinabæ Akureyrar í Noregi í lok júní í sumar og er ungmennum á aldrinum 16-20 ára boðið að taka þátt í ýmis konar dagskrá á listasviðinu. Allar listgreinar sem hægt er að sýna eða kynna á senu koma til greina, s.s. hljóðfæraleikur, söngur, leiklist, Ijóðagerð, samkvæmisdans- ar, ballet, jassballett, þjóðdansar og töfrabrögð. Starfshópar í ákveðnum list- greinum verða í gangi og eins er ætlast til að þátttakendur frá öllum vinabæjunum á mótinu komi fram með kynningu á list sinni. Á vina- bæjavikunni verður fjölbreytt dag- skrá í boði, bátsferðir, veiðiferðir og kynnisferðir um Álasund, en vik- unni lýkur með sameiginlegu nor- rænu kvöldi. Þátttakendur gista á einkaheim- ilum og bæði Álasund og Akur- eyrarbær styrkja væntanlega þátt- takendur í vinabæjavikunni, þannig að kostnaður hvers þeirra verður um 7.500 krónur. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt þurfa að skila inn umsóknum fyrir 18. mars næst- komandi, en nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð liggja framm í framhaldsskólum, félagsmiðstöðv- um, Amtsbókasafninu, Tónlistar- skólanum og á skrifstofu menning- armála. (Úr fréttatilkynningu.) Mest í íþróttahúsið Stærsta framkvæmdin í ár og nánast sú eina er að ljúka byggingu íþróttahúss þannig að hægt verði að taka það í notkun á árinu. Verið er að klæða húsið að innan um þessar mundir og leggja rafmagn, en stærstu verkin sem eftir eru að því loknu er að leggja í það gólf og koma upp bráðabirgðahitun auk tækjakaupa. Áætlað er að leggja hálfa milljón króna til ferðamála, gera á göngu- leið upp á Þengilhöfða og koma þar fyrir útsýnisskífu. Fyrirhugað er að gera tjaldstæði við Kaðalstaði í Hvalvatnsfirði í Fjörðum og þá sagði Guðný, að einnig væri áætlað að hafa landvörð starfandi í Fjörð- um í sumar og myndi hann væntan- lega hafa bækistöð að Gili. -------♦ ♦ ♦ ■ EDDA Möller framkvæmda- stjóri Kirkjuhússins og Skálholtsút- gáfunnar ræðir um útgáfumál kirkjunnar og kynnir Öldrunarráð þjóðkirkjunnar á opnu húsi fyrir aldraða í Safnaðarheimili Akur- eyrarkirkju í dag, fimmtudag, frá kl. 15-17. Karolína Stefánsdóttir fjölskylduráðgjafi við Heilsugæslu- stöðina á Akureyri flytur erindi um Heilbrigt fjölskyldulíf. Kór Lundar- skóla syngur undir stjórn Elínborg- ar Loftsdóttur. ■ SÖNGLEIKURINN Jósep verður sýndur á kirkjuviku í Akureyrar- kirkju í kvöld, fimmtudagskvöldið 10. mars kl. 20.30. Það erLeikfélag Verkmenntaskólans á Akureyri sem flytur söngleikinn, sem er eftir Andrew Lloyd Webber og Tim Rice, í þýðingu Þórarins Hjartar- sonar. Leikstjóri er Sigurþór Al- bert Heimisson, tónlistarstjóri Michael Jón Clark en Ingólfur Freyr Guðmundsson fer með aðal- hlutverkið. Morgunblaðið/Rúnar Þór Onýtur eftir árekstur FOLKSBILLINN er talinn ónýtur eftir harðan árekstur við gatna- mót Hlíðarbrautar og Austursíðu. Á sjúkrahús eftir harðan árekstur ÖKUMAÐUR fólksbíls, ófrísk kona, var flutt á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri eftir harðan árekstur við stóran fjallajeppa síðdegis í gær. Áreksturinn varð á gatnamótum Hlíðarbrautar og Austursíðu kl. 16.20 í gærdag. Fólksbíl var ekið niður Austursíðu og í veg fyrir stór- an jeppa sem ekið var eftir Hlíðar- braut. Að sögn varðstjóra lögreglunnar var konan sem ók fólksbílnum flutt á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, en meiðsl hennar voru ekki talin alvarleg. Heimamenn semja leikrit fyrir F rey vangsleikhúsið Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Freyvangsleikhúsið frumsýnir annað kvöld leik- ritið Hamförina, gleðileik úr Eyjafirði eftir heimamennina séra Hannes Örn Blandon og Helga Þórsson. Þeir eru á myndinni til hægri, en hin er tekin á æfingu nýlega. Gleðileikurinn Hamförin frumsýndur Ytri-Tjörnum, Eyjafjarðarsveit. FREYVANGSLEIKHÚSIÐ frumsýnir annað kvöld, föstudagskvöld 11. mars, nýtt íslenskt leikrit eftir séra Hannes Örn Blandon, sóknarprest á Syðra- Laugalandi, og Helga Þórsson, umhverfisfræðing í Kristnesi. Þeir félagar sömdu leikritið fyrr í vetur og hafa æfingar staðið yfir síðastliðna tvo mánuði. Leikritið heitir Hamförin, gleðileikur úr Eyjafirði. Hlutverk eru um 30 en leikarar nokkru færri. Leikstjóri ásamt séra Hannesi er Emilía Baldursdóttir. SpéspegiII Þegar Helgi Þórsson var spurður að því hvers vegna þeir hefðu samið þetta verk sagði hann: „Við vildum gera okkar norrænu sögu hátt undir höfði og erum að minna á forfeðurna og koma þessu fram á nýjan hátt, notum semsagt þessa gömlu karaktera og sýnum þá í spéspegli. Þetta er allt stórmerkilegt fólk sem kemur við sögu og full ástæða til að nota þessi gömlu minni úr forn- og þjóðsögum okkar íslendinga." Frumsýningin á Hamförinni hefst kl. 20.30 í Frey- vangi. Benjamín Samdráttur í sjávarútvegi og landbúnaði í Grýtubakkahreppi Þorskkvóti um 30% minni en fyrir fjórum árum 25% samdráttur í dilkakjötsframleiðslu SAMDRÁTTUR í sjávarútvegi og Iandbúnaði hefur komið illa við íbúa Grýtubakkahrepps. Þorsk- kvóti er um 30% minni en var fyrir örfáum árum og þá hefur dilkakjötsframleiðsla dregist sam- an uih 25%. Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi sagði að atvinnu- leysi í hreppnum hefði verið á bilinu 1-2% síðastliðin ár sem væri vissu- lega minna en á mörgum stöðum í nágrannabyggðarlögunum. Sam- dráttur í sjávarútvegi og landbúnaði hefði þó komið illa við íbúa hreppsins og kæmi það niður á öllu, m.a. gengi erfiðlega að halda uppi vinnslu í frystihúsinu í kjölfar minni afla. Samdráttur Þorskkvóti báta og skipa sem gerð eru út frá Grenivík hefur dregist saman um 30% frá því sem var fyrir 4 árum og það hefur vitanlega sínar afleiðingar, minni atvinnu og tekjur. „Við viljum trúa því að ef okkur tekst að þreyja þorrann og góuna, muni birta upp, við trúum því að ástandið versni ekki í sjávarútveginum," sagði Guðný. I hreppnum hefur einnig orðið mikill samdráttur í landbúnaði, fyrir um þremur árum voru bændur að framleiða um 8.000 tonn af dilka- kjöti, en hún hefur dregist saman um 25% og er nú um 6.000 tonn. „Bændafólk hefur leitað eftir vinnu á Grenivík með sínum störfum í land- búnaði þegar þar hefur orðið sam- dráttur og það hefur gerst í ríkari mæli. Það er því mikilvægt að hér sé einhveija atvinnu að hafa,“ sagði Guðný. Hún sagði að varnarbaráttan væri einkennandi í atvinnulífinu, reynt LINDA Rós Vilbergsdóttir, nem- andi i 8. bekk í Glerárskóla á Akureyri, varð fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina, en þar var hún á ferð ásamt félög- um sínum úr félagsmiðstöð skól- ans. Hún kærði árásina til Rann- sóknarlögreglunnar á Akureyri í gærdag. „Við vorum að koma af veitinga- stað við Lækjargötu og á leið í stræt- isvagn þegar tveir strákar komu á móti okkur og fóru eitthvað að tala við okkur, biðja um sígarettur en við sinntum því ekkert, segir Linda. Hópurinn hélt áfram för sinni þegar stúlka sem var með piltunum réðst skyndilega að Lindu, gerði tilraun til að slá hana í andlitið og sparkaði í hana með þeim afleiðingum að hún væri að veija hvert starf. Hvað nýj- ungar varðar sagði hún að verið væri að skoða möguleika á að koma á fót bleikjueldi í Gljúfurárgili en við það gætu skapast þijú störf „og það er nú bara heilmikið í ekki stærra byggðarlagi," sagði Guðný. féll í götuna og hélt stúlkan áfram að sparka í hana liggjandi á götunni. Ótrúlegt Ferðafélagar Lindu áttuðu sig þá á hvað var að gerast, komu henni til aðstoðar og hringdu á lögreglu, sem síðar um kvöldið náði þremenn- ingunum. Linda flutti með fjölskyldu sinni frá Reykjavík ti! Akureyrar fyrir fímm árum. „Ég ætlaði varla að trúa að þetta gæti gerst, auðvitað hefur maður heyrt alls konar sögur af miðbæjarlífinu í Reykjavík, en ég hélt að hægt væri að komast milli staða snemma kvölds óhultur. Mér datt aldrei í hug að þetta gæti gerst, maður þorir varla að vera á ferðinni í Reykjavík eftir þetta," sagði Linda. Ráðist á skólastúlku í Lækjargötu Þorir varla til Reykja- víkur eftir þetta

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.